Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Síða 15
I MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. 15 Hugleiðing um málsvörn „Lýðræðið er fólgið í því að ná samkomulagi ólíkra hópa í samfélag- i inu,“ segir greinarhöfundur m.a. Þeir sem skrifa í blöð að stað- aldri eða láta til sín heyra í útvarpi eða sjónvarpi kannast vafalaust við þá gagnrýni vina, kunningja og blá- ókunnugs fólks aö maður fjalli ekki um það sem því liggur á hjarta. Hversu oft hefir ekki fólk kömið að máli vð mig og sagt: Hví í ósköp- unum talar þú ekki um þetta hræðilega hneyksli eða skrifar um svínaríið í þjóðfélaginu? Krafa um skoðun Stundum stöðvar mig fólk á göt- um úti, mér með öllu ókunnugt, og ávítar mig fyrir að hafa ekki skrif- að um þetta eða hitt, sem bæjar- stlúðrið er upptekið af í það og það skiptið. Eg stend alltaf berskjaldaður gagnvart slíkum ásökunum og get í rauninni ekki sagt annað en jamm og já og humm og ha. Það er nefni- lega ekki hægt að segja mér hvað eg eigi að hugsa eða skrifa um eitt eða annað. Sá sem fer eftir hverjum goiuþyt er í sjálfu sér skoðanalaus, rekald á öldugangi í vatnsglasi. Það eru til stofnanir sérhæfðar í að kynna menn og málefni og þar er hægt að fá skrifað um hvað sem er og þar er hægt að ráða hvaða skoðanir koma fram. En eg er ekki slík stofnun. Eg er ekki einu sinni stjómmálaritstjóri sem skrifar leiðara í samræmi við stefnu flokks síns í veigamiklum málum. Þetta hefir orðið mér nokkurt umhugsunarefni að undanfórnu, ekki síst vegna þess að málkunn- ingi minn lét þess nýlega getið að hann áttaði sig ekki á hvaða skoð- anir eg hefði. Að hafa skoðanir er ein megin- krafa lýðræðisskipulagsins. Þessi krafa er svo hávær að þeir sem KjaUaiiim Haraldur Ólafsson dósent ekki eru tilbúnir að segja já já eða nei nei í hveiju máh eru litnir hornauga. Þeir eru ekki æskilegir. Nú byggist lýðræðisskipulagið á því að fólk skipti um skoðun, að það meti hveiju sinni hvað því sjálfu og öðmm er fyrir bestu. Samt er það svo að það þykir grunsamlegt ef menn skipta oft um skoðun. Hrósyrði minningargrein- anna eru mörg, en eitt kemur æði oft fyrir: Hann eða hún var fost fyrir og hvikaði ekki frá skoðunum sínum. Þegar um karlmenn er að ræða þá er það talið þeim til gildis að hafa ætíð stutt einhverja ákveðna stjórnmálahreyfingu og ætíð verið tryggir flokksmenn. Túlkun á skoðun Það má lengi um það deila hvort þetta er fremur dyggð en löstur. Mörgum hefir þessi tryggð orðið fjötur um fót, andlega, og sumir hafa lokast inni í hugsanafangelsi, þar sem þeir hafa ekki lengur vegið og metið menn og málefni en ríg- haldið í eitthvert hröngl af skoðun- um sem áskotnaðist endur fyrir löngu. - Lýöræðið er fólgiö í því að ná samkomulagi ólíkra hópa í sam- félaginu. Það er ekki í þess þágu að ekki sé slegið af og sjónarmið samræmd. Látum einræðis- og al- ræðiskerfum það eftir að steypa alla í sama mót. En mér kom á óvart að ekki skuh unnt að gera sér grein fyrir skoð- unum mínum, bæði þeim sem eg hefl alltaf haft og þeim sem hafa breyst í tímans rás (að því tilskildu að einhver hafi áhuga á því, - sem eg efast stórlega um). Á undanfórnum áratugum hefi eg skrifað fjölda blaðagreina og tímaritsgreina, flutt tugi ef ekki hundruð útvarpserinda, komið fram í tugum sjónvarpsþátta, talað á fundum og ráðstefnum um allt land. Mér fmnst eg reyndar hafa talað alltof mikið, skrifað alltof mikið, haft skoðanir á alltof mörgu. í hvert skipti sem blaðagrein er skrifuð eða erindi flutt í útvarp er maður að túlka skoðanir sínar. Hvert orð sem framgengur af munni mannsins ber vitni afstöðu hans til manna og málefna. Það er verið að túlka áhugamál, vonir og vonbrigði, trú og trúleysi. Franskur heimspekingur skrif- aöi daglega stutta grein í dagblað um nær hálfrar aldar skeið. Á hverjum einasta degi handskrifaði hann tvær pappírsarkir og sendi á ritstjórnarskrifstofuna. Hann sagði sjaldnast beint út að þessi eða hinn væri dýrhngur eða illmenni. Hann kom aldrei með stórorðar yfirlýs- ingar um það sem var aö gerast í föðurlandi hans eða Evrópu. En hann greip þó á flestu því sem var að gerast í stjórnmálum og menn- ingu í álfunni. Hann fjallaði um það á annan hátt en flestir aðrir, setti það í nýstárlegt samhengi og hafði skoðun á flestu en taldi óþarfa að segja það í einhveijum æsifrétta- stíl. Frá mörgum hliðum Ekki er eg svo skyni skroppinn að mér detti í hug að bera mig sam- an við þenna merkilega heimspek- ing. Hins óska eg stundum að ein- hveijir hér skrifuðu í sama stíl og leituðust við að sjá skóginn en ekki bara einstök tré. Og hafa skal í huga að menn verða ekki sjálfkrafa spekingar af að vitna í Einar Ben. Mörg mál eru þannig að til þeirra verður ekki tekin ótvíræð afstaða, heldur verður að ræða þau frá mörgum hliðum, setja þau í margs konar samhengi áður en unnt er að taka ákvörðun. Eg er ef til vill alltof mikill lýö- ræðissinni til aö falla auðveldlega inn í hugsunarhátt margra hér á landi. Þann tíma sem eg sat á Al- þingi kynntist eg mörgu ágætu fólki (og mér er satt að segja ákaf- lega hlýtt til þeirra sem áttu setu þar meö með mér). í þingflokki framsóknarmanna var og er gott fólk sem eg lærði margt af og virði fyrir margra hluta sakir. En líklega hefi eg ekki verið nógu bláeygur til að halda eg væri öðrum færari um að stjórna landinu, enda sáu flokksmenn mín- ir í Reykjavík sitt óvænna og los- uðu sig við mig strax og færi gafst. Þetta er farið að hljóma eins og varnarræða, apologia pro vita sua, svo slett sé latínu til að sýna að maður hafi þó notið klassískrar menntunar. Látum svo vera. Fyrst og síðast er þetta hugleiðing um þá barnalegu hugmynd að skoðanir verði helst ekki settar fram nema með stórorðum yfirlýsingum og árásum á skoðanir annarra, blönd- uðum góðum skammti af persónu- níði. Þann kokkteil vildi eg helst komast hjá að blanda. Haraldur Ólafsson .. líklega hefi eg ekki verið nógu blá eygur til að halda eg væri öðrum fær- ari um að stjórna landinu, enda sáu flokksmenn mínir í Reykjavík sitt óvænna og losuðu sig við mig strax og færi gafst.“ Fiskveiðar og vinnsla: Fleira en eigin hagur Það eru næsta hlægileg rök sem útvegsmenn koma með til vamar sínum hagsmunum er rætt er um stjórnun fiskveiða. Þeir hafa borið því við að fjárfestingar í fiskiskip- um séu það miklar aö ef kvóti verði ekki bundinn skipi sé hætta á að margir útvegsmenn fari á haus- inn. Ég vil minna þessa ágætu menn á þá staðreynd aö fyrir 6 eða 7 árum, þegar Steingrímur Her- mannsson var sjávarútvegsráð- herra, gekkst hann fyrir ráðstefnu hér á landi þar sem meðal annars var komið inn á arðsemi fjárfest- inga í fiskveiðum okkar íslendinga. Framsögu þama hafði Ingólfur Arnarson, sjávarútvegsfræðingur frá Tromsöháskóla, ásamt norsk- um prófessor, kennara sínum. Þar kom meðal annars fram að fjárfestingar okkar í fiskiskipum voru þá þegar orðnar alltof miklar og skipastólhnn vitlaust samsettur miðað við hentugustu þarfir þjóð- félagsins og við þá þegar komnir með of dýrar einingar miðað við mögulegt aflamagn á ári. Ingólfur samdi fyrir tölvur mjög vandað af- komulíkan útgerðar. Ég hef eintak af þessu kerfi á tölvu hjá mér og gæti því birt sorglegar staðreyndir um vitlausar fjárfestingar í útgerð miðað við þarfir þjóðarbúsins. Á ábyrgð annarra Rökum útvegsmanna um áhætt- una af gjaldþroti þeirra vísa ég til fóðurhúsa með áskorun um að Kjállaiiim Guöbjörn Jónsson fulltrúl eru fjárfestingar fyrirtækja og ein- staklinga byggðar að mestu leyti á nýtingu þessarar auðhndar þjóðar- innar. Ef þessir menn vhja láta taka sig alvarlega ættu þeir að birta útreikningana um það hvernig þeir sjái þjóöfélaginu fært að afskrifa þær fjárfestingar sem eru á þeim stöðum sem þeir vilja leggja nið- ur. Þær fjárfestingar eru mörgum sinnum meiri en það fjármagn sem væri í hættu þó útgerðarhættir væru endurskipulagðir hér með afkomu byggðanna ásamt útgerð að leiðarljósi. Ég skil vel að mönn- um sárni að sjá megnið af eigin- hagsmunapoti sínu vera í hættu en þetta eru nú einu sinni örlög þeirra sem reyna að auðgast á annarra kostnað. „Vegna fádæma kjarkleysis stjórn- valda við gæslu hagsmuna heildarinn- ar er þjóðfélagið komið út á hættulega braut í hagsmunatogstreitu sem ekkert tillit tekur til afkomu heildarinnar.“ horfa fram í tímann af raunsæi en skáka ekki í skjóh þess að þjóð- félagið sé í ábyrgðum fyrir megn- inu af fjármagninu. Það vill svo th að úti um allt land Nýting auðlinda Það hefur verið sterkast í rökum útvegsmanna að fiskurinn verði aðeins veiddur af skipum. Því beri að tengja aflaheimhdir eingöngu við skip. Öll Mið- og Suður-Ameríka er enn í dag að beijast fyrir thveru sinni eftir nákvæmlega sömu rök jarð- eigenda þar er þeir rótuðu upp auðlindum þessara landa og fluttu sem hráefni th Bandaríkjanna. Bandaríkin hins vegar njóta þess enn í dag að hafa nýtt þessar auð- hndir og skapað úr þeim hámarks- verðmæti. Mér sýnist því útvegsmenn, von- andi af óvitaskap, vera að leiða fjár- hagslega örbirgð yfir kynslóðir framtíðarinnar. Það sem fram kem- ur í áðumefndum rökum útvegs- manna sýnir glöggt þá heimskulegu hagfræði sem hér hefur verið tíökuð mörg undanfarin ár. í þeirri hagfræði er aðeins horft á tölfræðhega hugsanlegan hagnað samkvæmt gefnum forsendum en í flestum tilfehum eiga þessar gefnu forsendur sér hvergi fót í afkomu þjóðarbúsins. Þess vegna hef ég sagt að það er þung ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra hag- fræðinga sem hafa látið hafa sig út í svona vhlutrú í fræðum sínum. Á hverju lifum við Afkoma okkar sem þjóðar byggist á því sem við getum selt öðrum þjóðum. Hlutfall sjávarafla í þess- um hehdarafkomupakka er 70 th 80% eftir árum, nú rúm 70%. Það þýðir í raun aö sama hlutfah af verðmætamyndun sjávarafurða þarf að dreifast á sama hlutfall eyðslu og fjárfestinga einstaklinga og fyrirtækja. Ööruvísi gengur dæmið ekki upp til langframa. Útvegsmenn og sjómenn, sem eru u.þ.b. 3% af þeim fjölda sem njóta eiga góðs af þessari auðlind okkar, hafa hins vegar í krafti aðstööu sinnar sífellt verið að minnka hlut hinna. Vegna fádæma kjarkleysis stjórnvalda við gæslu hagsmuna hehdarinnar er þjóðfélagið komið út á hættulega braut í hagsmuna- togstreitu sem ekkert tillit tekur th afkomu heildarinnar. Annars veg- ar eru fáeinir útvegsmenn sem ótt- ast gjaldþrot upp á nokkur hundr- uð mihjónir. Hins vegar er einhver óthtekinn fjöldi sjávarplássa á landsbyggðinni þar sem mörg þús- und einstaklingum og fyrirtækjum er ætlað að verða gjaldþrota upp á mörg þúsund mihjónir. Þetta eru kveðjurnar sem fólkið á landsbyggðinni fær frá útvegs- mönnum þrátt fyrir að mörg ár séu síðan þeir vissu að Ooti fiskiskipa var orðinn í alltof fáum og dýrum einingum til þess að vera þjóð- hagslega hagkvæmur. Skylt er að geta þess í lokin að við eigum fáein- ar athyglisverðar undantekningar, sem eru útvegsmenn sem reka fyr- irtæki af metnaði og skha árangri. Það virðist vera að það vanti nýja menn með nýtt hugarfar í hóp út- vegsmanna. Guðbjörn Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.