Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Blaðsíða 23
'MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990. Einn af húnvetnsku tamningamönnunum, Þórður Daði Njálsson, á Ijósum hesti sem hann kallar Brandara. Með honum er Sveinn Gauti Sveinsson á graðhestinum Sindra. Sveinn kom úr Reykjavík til þess að prófa hún- vetnska góöhesta. DV-mynd Magnús Húnaþing: Margir að temja hross sem áður voru við tamningar. Á und- anfórnum árum hefur orðið mikil vakning í hrossarækt í Húnaþingi. Þar eru í notkun margir þekktir og góðir stóðhestar á hverju vori og þar er margt unghrossa á tamningaaldri. Hin síöari ár hefur orðið aukning á sölu hrossa úr héraði og Húnvetn- ingar hafa fullan hug á að hún- vetnskum góðhrossum verði veitt vaxandi athygli á hestamannamót- um komandi ára. Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi: Þaö ætti að vera auðvelt að fá hesta tamda og þjálfaða í Húnaþingi í vet- ur. Sífellt fleiri heimamenn bjóðast til þess að taka hesta í tamningu og aðkomumenn koma og taka jarðir á leigu og hyggjast lifa af hrossabú- skap og tamningum. Sem dæmi um þetta má nefna að sex nýir aðilar stunda tamningar í héraðinu í vetur, auk allra þeirra, 39 Fréttir Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda: Saltfiskfram- leiðendur vilja vernda samtökin - telja hættulegt að leyfa saltfiskútflutning utan samtakanna „Ég er nýkominn frá Noregi þar sem ég ræddi við þarlenda saltfisk- framleiðendur og sá við hvaða kerfi þeir búa. Þar er öllum heimilt að flytja út saltfisk. Árangurinn er sá að allir eru kvartandi og skipulags- leysi ríkir í málunum. Eg vil allt til vinna að komast hjá því að slíkt verði upp á teningnum hér. Ég get sagt það að ef ég væri kaupandi saltfisks frá íslandi vildi ég ekki hafa Sölusam- tökin. En sem seljandi tel ég þau al- gera nauðsyn,“ sagði Elvar Éinars- son, framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar KASK á Höfn í Homa- firði, um slaginn í saltfisksölumálun- um sem nú er hafinn. í sama streng tók Gunnar Tómas- son, einn af eigendum Þorbjamar hf. í Grindavík. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að sölumálunum væri best borgið í höndum Sölusamtakanna. '„Þeir sem muna eða hafa lesið um ástandið í saltfisksölumálunum áður en Sölusamtökin vora stofnuð vilja öragglega ekki breyta aftur. Við sáum líka hvernig fór í skreiðarmál- unum eftir að öllum var leyft að selja skreið til Nígeríu. Ég trúi því ekki að menn vilji kalla annað eins yfir sig í saltfiskinum,“ sagöi Gunnar. Hann sagði að margir bentu á að sala á frystum fiski hefði verið gefin fijáls tfi Bandaríkjanna. Það væri bara ekki sambærilegt. Markaður- inn fyrir frystan fisk væri svo miklu stærri en saltfiskmarkaðurinn. Frystur fiskur væri seldur um alla Evrópu, til Bandaríkjanna og Asíu- landa. Saltfiskurinn væri aftur á móti bara seldur til Spánar og Port- úgal í einhverju magni. Því væri úti- lokað að bera þetta tvennt saman. Gunnar sagðist vera á móti því að leyfa útflutning á ferskum flöttum fiski eins og gert heföi verið. Þarna væri verið að afhenda mönnum ís- lenskt hráefni til vinnslu, síðan slyppu þeir við alla tolla og væra að keppa við íslendinga á saltfiskmörk- uðunum í Portúgal og á Spáni. Þetta væri í hæsta máta óeðlilegt og bæri að stöðva. -S.dór Stefna Allir vita hvernig dagheimilis- málum er háttað í Reykjavík. í árs- lok 1989 voru dagvistunarrými fyr- ir 13,7% barna á forskólaaldri. Til samanburðar má geta þess að sam- bærileg tala í Stokkhólmi er 60%, í Þórshöfn í Færeyjum 28% og í höfuðborgum annarra Norður- landa er fjöldi dagvistunarrýma þar á milli. Um áramótin 1988 vora börn stúdenta á biðlista 103 talsins. Ári síðar var fjöldinn orðinn 135 böm. Bömum annarra námsmanna á biðlistum hefur fjölgað sömuleiðis. Þessar tölur eru samkvæmt upp- lýsingum frá stjórn Dagvistunar barna. Stefna Vöku Árið 1988 var unnið gott starf í hagsmunanefnd Stúdentaráðs í dagvistunarmálum undir forystu Röskvu og leit út fyrir að málið kæmist á hreyflngu. En í fundar- gerðabókum hagsmunanefndar má sjá aö þegar leita skyldi leiða virt- ust Vökumenn eyða málinu með þrefi og málalengingum. í nóvember 1988 bar formaður stúdentaráðs Háskóla íslands, Sveinn Andri Sveinsson, upp er- indi frá borginni þar sem stúdent- um er boðið að eiga áheyrnarfull- trúa hjá stjórn Dagvistunar barna. Röskva lagði ríka áherslu á að full- trúinn kæmi úr röðum Foreldra- félags stúdenta en í blóra við hags- munanefnd skipaði stjórn SHÍ Val- borgu Snævarr, þáverandi há- skólaráðsfulltrúa Vöku, sem síðan hefur ekkert sinnt þessu máli og ekki mætt á fundi. Ef litið er á stefnu Vöku í dagvist- unarmálum má sjá að hún hefur gætt þess að hafa uppi fögur fyrir- heit til að skreyta stefnuskrá sína. í kosningablaði Vöku árið 1988 má lesa eftirfarandi: „Ljóst er, að stúd- entar eiga í miklum vandræðum með að fá dagvistun fyrir börn sín. Biðtími stúdenta er nú lengri en hjá nokkrum öðrum forgangs- hópi.“ Og í kosningablaði 1989 má finna nákvæmlega sömu klausu: „Ljóst er, að stúdentar eiga í mikl- um vandræðum með að fá dagvist- un fyrir börn sín. Biðtími stúdentá eftir dagvistunarplássl er nú lengri en hjá nokkrum öðrum forgangs- Röskvu í dagvistunarmálum Kjallarinn Bergþór Bjarnason, nemi á 2. ári í islensku. í 6. sæti framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs reyndar á við um flest mál sem varða stúdenta. Lausn á þessum málum yrði lausn á hluta af vanda Reykjavíkurborgar og samfélags- ins alls. þess vegna væri ekki óeðli- legt að borgin tæki þátt í uppbygg- ingu dagvistunarrýma fyrir stúd- enta. Nú á Félagsstofnun stúdenta tvö dagheimili, Efri-Hlíð og Valhöll. Húsnæðið er orðið gamalt og þarf fljótiega að fara út í kostnaðarsam- ar endurbætur upp á 7-8 milljónir. SHÍ hefur ekki staðið sig í að halda þessu húsnæði við sem þó er hlut- verk Félagsstofnunar. Auk þess er staðsetning Valhallar mjög óheppi- leg fyrir barnaheimih vegna mikill- ar blýmengunar. Það er því ljóst að nauðsynlegt er að nú þegar verði farið að móta framtíðarskipulag í dagvistunar- málum. „Röskva vill meira en orðin tóm, hún vill raunhæfar úrlausnir en ekki bara fallega stefnuskrá.“ hópi.“ Vaka hefur ekki einu sinni fyrir því að umorða stefnuna milli ára. Nú, einu ári síðar, hefur ekkert gerst. Þetta eru aðeins fógur loforð til að dulbúa stefnuna í félags- hyggjulegri búning. Stefna Röskvu Röskva vill meira en orðin tóm, hún vill raunhæfar úrlausnir en ekki bara fallega stefnuskrá. Raun: hæf leið, sem nú þegar hefur verið rey-nd með góðum árangri, er for- eldrarekin dagheimili. Foreldrafé- lagið Gríma hefur rekið dagheimili síðan í haust í sameiginlegu s/æði á Nýju hjónagörðunum. Það hlýtur að vera hlutverk Fé- lagsstofnunar að styðja þessa upp- byggingu, útvega húsnæði og styrkja starfsemina. Gera verður ráð fyrir rekstri dagheimila við byggingu garða í framtíðinni. Dagvistunarmál stúdenta eru hluti af stærra vandamáli, eins og Hugsanlega mætti taka upp sam- vinnu við foreldrafélög og aðra sem hlut eiga að máli og þrýsta á borg- aryfirvöld til samstarfs. Einnig er mikilvægt að leitað verði til ann- arra námsmannahreyfmga, s.s. Bandalags íslenskra sérskólanema. Við eigum samleið með öðram hagsmunasamtökum í þessu máli sem öðrum. Dagmömmur eru lausn fyrir marga sem ekki eiga þess kost að koma börnum sínum fyrir annars staðar. Dagmömmukerfið er niður- greitt fyrir einstæða foreldra. SHÍ gæti beitt sér fyrir að það yrði nið- urgreitt fyrir stúdenta á sama hátt. Mánaðargjald fyrir heilsdagsvist- un er hjá borginni 7.900 kr. en 23- 28.000 kr. hjá dagmæðrum. Það sjá allir í hendi sér að þetta myndi skipta fólk töluverðu máli. Pólitíkina út? í nýútkomnu Þjóðlífi er athyglis- verö grein sem fjallar um fylgi hreyfmganna tveggja, Röskvu og Stúdentaráði. Veitum Röskvu Vöku. Þar kemur fram að stærsti brautargengi í átt til betra sam- kjósendahópur Vöku er einhleypir, félags. Kjósum Röskvu! efnaðir karlmenn, gjarnan í for- Bergþór Bjarnason eldrahúsum. Getum viö búist við að Vaka vinni af heilindum að málaflokki eins og dagvistunar- málum? Stúdentapólitík er í eðli sínu fé- lagshyggjupólitík. Hún snýst um hvort fólk eigi að hafa jafnan rétt til náms óháð efnahag og fiöl- skylduaðstæðum. Hvar stæðum við nú ef félagshyggja hefði ekki verið mótandi afl í málefnum stúd- enta? Þá er hætt við að við hefðum ekki Félagsstofnun stúdenta, stúd- entagarða og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá myndum við ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem ber hag okkar fyrir bijósti, þ.e. Bóksölu stúdenta, heldur Pennann eða Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar! Vökumenn hafa lagt áherslu á að vilja pólitíkina út úr Stúdentaráði. Þetta er skiljanlegt. Það er erfitt fyrir sérhyggjumenn sem eru iandsnúnir félagslegri þjónustu, jöfnuði og félagshyggju að vinna af heilindum í hagsmunabarátt- unni. Röskva, okkar hagur Umtalsverður munur er á Röskvu, samtökum félagshyggju- fólks í Háskóla íslands, og Vöku, f.l.s. Það er spurning hvort við vilj- um mannlegra þjóðfélag þar sem fólk mætir mannskilningi en er ekki mannfjandsamlegt. Stúdentar, takið afstööu í kosn- ingunum 13. mars nk. Látiö Vöku ekki vera einráða í KERTAÞRÆÐIR ípassandl settum. Leióari úr stáibiöndu. Sterkur og þolir að toggiast I kröppum beygjum. Við- nám aðeins 1/10 af viðnimi kolþráða. Margföid neistagæði. Kápa sem deyflr truflandi rafbylgjur. HÁBER G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 I- 8 47 88 MELBKOSIA P.L.D. er hrein nátt- úruafurð sem inniheldur bípollen, perga pollen og Royal Yelly og færir þér Iifsorku i rikum mæli. MELBKOSIA P.L.D. er fyrir konur á öllum aldri. Mætið nýjum degi hressar og fullar af Iifskrafti - i andlegu og likamlegu jafnvægi - alla daga mánaðarins. Breytinga- aldurinn er timabil sem mörgum konum er erfiður. Ef til vil getur MELBKOSIA P.L.D. gert þér þetta timabil auðveldara. MELBROSIA er ekki ný framleiðsla. Að bakí er áratugareynsla. MELBKOSIA er selt i fiestum heilsuvöruverslunum um alla Evr- ópu. Aðeins það besta er nógu gott lyrir þig. Umboð og dreifing NÁTTORUUEKNINGABOÐIN Laugavegi 25, sími 10263. Fax 621901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.