Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990.
Fréttir
Jarðgöngin 1 Ólafsfl arðarmúla:
Þeir slösuðust illa
en komu báðir aftur
Félagarnir Birkir Fossdal og Steinar Odnes fögnuðu mjög er sprengivinnu i göngunum lauk og þeir gleyma senni-
lega ekki þeim tíma sem við þau var unnið. DV-mynd gk
Menntamálaráðherra kynnir nýtt frumvarp til útvarpslaga:
Hætt við af notagjöld af íbúðum
og að leggja niður útvarpsráð
Menntamálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi nýtt útvarpslaga-
frumvarp. Frumvarpið byggist með-
al annars á áliti nefndar undir for-
ystu Ögmundar Jónassonar sem
skilaði áliti síöastliðið vor. Greinilegt
er að frumvarpinu hefur verið breytt
verulega í þingflokkum stjórnar-
flokkanna síðan nefndin skilaði af
sér.
Tvö athyglisverð ákvæði eru til
dæmis horfin en annað þeirra gekk
út á að tengja afnotagjöld við íbúðir
landsmanna en frá því er horfið og
verða þau greidd sem hingað til. Þá
var lagt til aö útvarpsráð yrði lagt
niður en einnig hefur verið horfið frá
því. Mun það veröa kosið áfram af
Alþingi sem hingað tiL Einnig hefur
verið hætt við að setja á stofn fjöl-
miðlasjóð en síðar er gert ráö fyrir
að komi frumvarp um sérstakan
menningar- og fjölmiðlasjóð.
Nokkrar breytingar eru þó til stað-
ar í frumvarpinu og má þar á meðal
nefna að Útvarpsréttarnefnd verður
lögð niður. Mun menntamálaráö-
herra sjálfur veita leyfi til útvarps-
rekstrar. Á svokölluð Útvarpsnefnd
að vera ráðherra til ráðuneytis í því
máli.
Úr því að Menningarsjóður út-
varpsstööva veröur lagður niöur
verður um leið létt þeirri kvöð af
Ríkisútvarpinu að það greiði hluta
af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands. Menntamálaráð-
herra boðar nýtt frumvarp um Sin-
fóníuna sém staðfestir þetta.
Þá eru í frumvarpinu lagðar til
breytingar á yfirstjórn Ríkisútvarps-
ins þannig að útvarpsráð fái fyrst og
fremst rekstrar- og fjármálalegt eftir-
litshlutverk. Framkvæmdastjórn
mun fá veigameiri hlut í stjórninni.
Þá er lagt til að skipunartími yfir-
manna stofnunarinnar verði fram-
vegis fimm ár.
Einnig má nefna ákvæði um
ábyrgð á útvarpsefni en þar er gert
ráð fyrir að skylt verði að láta þeim
sem telja misgert viö sig í útsendingu
í té afrit af upptöku þeirrar útsend-
ingar. -SMJ
Frávísunarkrafa Þýsk-íslenska:
Hafnað í Hæstarétti
- málið aftur í hendur Sakadóms
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Sakadóms Reykjavíkur í frávísun-
arkröfumáli Þýsk-íslenska. Tveir
menn, Ómar Kristjánsson, forstjóri
fyrirtækisins, og Guðmundur Þórð-
arson lögmaður eru ákærðir fyrir
brot gegn lögum um tekjuskatt og
eignaskatt.
Lögmenn Ómars og Guömundar
óskuðu þess að málinu yrði vísað
frá, þar sem þeir telja að rannsókn
málsins sé ábótavant. Frávísunar-
kröfunni hefur verið hafnað og málið
þar með komið til meðferðar hjá
Sakadómi.
Samkvæmt ákærunni er þeim gefiö
að sök að hafa, í ársreikningi fyrir
árið 1984, gefiö upp rangar tekjur
fyrir árið, alls rétt tæpar 92 milljónir
króna. Á árinu 1984 var óútskýrð
eignaaukning fyrirtækisins 45,5
milljónir. í þeim lið ákærunnar sem
snýr að skattabrotum eru talin upp
íjölmörg atriði þar sem rakin eru
brot á skattalögum.
Ómar Kristjánsson og Guðmundur
Þórðarson undirrituðu skattframtal
fyrirtækisins fyrir árið 1984. í nóv-
ember 1985 hóf rannsóknardeild rík-
isskattstjóra rannsókn á skattskilum
og bókhaldi félagsins. Rannsóknin
leiddi í ljós stórfelldan undandrátt á
tekjum og eignum.
Ríkissaksóknari krefst þess að báð-
ir ákærðu og Þýsk-íslenska verði
dæmdir til að greiða sektir, allt aö
tiu sinnum þá fjárhæð sem svikun-
um nam. Þá er þess krafist að Ómar
og Guðmundur verði dæmdir til refs-
ingar og að Ómar og Þýsk-íslenska
verði svipt verslunarleyfi.
-sme
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Þegar síðasta sprengingin haföi
kveðið við í Ólafsfjarðarmúla í fyrra-
dag voru mikil fagnaðarlæti í her-
búðum Kraftaksmanna sem hafa
unniö verkið. Þeir skáluðu í koniaki,
sungu og hlógu, enda mikilvægum
áfanga náð.
í þessum hópi voru tveir menn sem
hafa lent í alvarlegum vinnuslysum
á meðan á jarðgangageröinni stóð.
Þetta eru þeir Birkir Fossdal og
Norðmaðurinn Steinar Odnes, og var
ekki annað að sjá en að þeir væru
manna kátastir.
„Ég lenti í því að það hrundi grjót
úr göngunum á bakið á mér í byijun
júní á síðasta ári og auk þess að
meiðast á baki þá fótbrotnaði ég,“
sagði Birkir. En Birkir mætti strax
aftur í slaginn þegar hann var búinn
að ná sér að fullu.
Birkir var siðan að vinna við hlið
Steinar Odnes í byrjun nóvember
þegar Norðmaðurinn varð undir
stórum grjóthnullungum sem
hrundu úr lofti ganganna. „Ég og
annar maður vorum að vinna með
honum þegar þetta gerðist og það var
óhuggulegt að verða vitni að þessu.
Við bundum um fótinn á lionum
og tókst að stoppa blóðrennsli, en
þetta var vægast sagt óskemmti-
legt,“ sagði Birkir.
Meiðsli Norðmannsins voru þess
eðlis að hann missti fót neðan við
ökkla. Þegar Steinar hafði jafnað sig
fór hann heim til Noregs, en birtist
svo skömmu síðar og vildi taka þátt
í lokabaráttunni með félögum sínum.
„Það var ekki hægt að vera lengur
heima," sagði sá norski þegar hann
birtist í Ólafsfirðinum á gervifæti
sínum, klár í slaginn að nýju.
Og þegar fagnaðarlæti starfs-
manna Krafttaks stóðu sem hæst á
fimmtudaginn var það enginn annar
en Steinar Odnes sem var hrókur
alls fagnaðar og virtist skemmta sér
manna best og hló svo undir tók í
göngunum.
Vestlendingar vilja álver við Hvalijörðinn:
Ætlum að snúa
okkur beint til
forstjóranna
- segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi
„Við ætlum að snúa okkur beint
til álfyrirtækjanna til að koma
skoðunum okkar á framfæri. Við
ætlum ekki að bíða eftir því að iðn-
. aðarráðuneytið geri eitthvað í mál-
inu,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar-
stjóri á Akranesi, en að sögn hans
eru Akurnesingar og aðrir Vest-
lendingar óhressir með að Hval-
fjöröurinn skuli ekki fá möguleika
þegar rætt er um staðsetningu nýs
álvers.
Gísli sagði að það væri engu lík-
ara en menn í ráðuneytinu væru
búnir að afskrifa þennan stað
þannig að eina leiðin væri að fara
fram hjá ráðuneytinu og snúa sér
beint til álforstjóranna. Sagði Gísli
að þeim yrðu sendir kynning-
arbæklingar um aðstöðuna í Hval-
firði.
- En af hverju teljið þið að Hval-
íjöröurinn sé besti staðurinn?
„Við teljum nú aö bestu meðmæl-
in séu Grundartangaverksmiðjan.
■Þessi staður er feikilega vel í sveit
settur. Þarna er nóg landrými og
afbragðshöfn. Þá er nóg af vinnu-
afli í nágrenninu. Við erum mjög
óhressir með það hvemig þessi
staður hefur verið sniðgenginn en
hann fékk til dæmis mikil með-
mæh í skýrslu staðarvalsnefndar
frá 1984. Þeirri skýrslu virðist hafa
verið stungið undir stól,“ sagði
Gísli.
Hann sagði að þaö þyrfti óveru-
legar framkvæmdir til að höfnin
við Grundartanga gæti einnigþjón-
að nýju álveri. Þarna væri dýpið
einstakt og því aðstaða til hafnar-
gerðar óvíða betri. Sagði Gísli að
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
ættu höfnina og sjálfsagt myndu
þau bæta hana eins og þyrfti fyrir
álverið. Sagði hann að kostnaður
við það yrði óverulegur miðað við
þær 500 milljónir sem kostar að
gera höfn í Eyjafirði.
\3MJ
Höfn:
Svört kómedía
í Mánagarði
- frumsýmng 1 kvöld
Júlía Imsland, DV, Höfn:
Leikfélag Hornaíjarðar hefur undan-
farnar vikur æft leikritiö Svarta
kómedíu eftir Peter Shaffer í þýðingu
frú Vigdísar Finnbogadóttur og verð-
ur frumsýningin i dag, laugardag, i
Mánagarði.
Leikarar eru átta og leikstjóri
Kristín Gestsdóttir. Þetta er fyrsta
leikritið sem Kristín leikstýrir og
flestir leikararnir eru þama í sínum
fyrstu hlutverkum. Meðal boðsgesta
leikfélagsins á frumsýningu verða
allir skólastjórar í Áustur-Skafta-
fellssýslu og bæjarstjórnin á Höfn.