Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 17. MARS 1990. Ford-keppnin 1990: Á leið til fraegðar - Bryndís Ólafsdóttir, sigurvegarinn, á skemmtilegt sumar í vændum Nítján ára Garðbæingur, Bryndís Ólafsdóttir, sigraði í Ford-keppn- inni en úrslit voru kynnt í hófi á Holiday Inn hótelinu sl. sunnudag. Það var Vibeke Knudsen, starfs- maður Ford Models í New York, sem valdi sigurvegarann. Bryndís hlýtur í verðlaun ferö til Los Ange- les í sumar þar sem liún tekur þátt í keppninni Supermodel of the World. Þá mun hún fá starfssamn- ing við Ford Models skrifstofuna en mjög erfitt er að fá samning við hana. Má til gamans geta að á hverjum degi berast hundruð mynda af fallegum stúlkum inn til Ford Models. Vibeke valdi auk þess íjórar stúlkur sem hún taldi að mögulega gætu fengið starfssamning. í öðru sæti varð Ingibjörg Gunnþórsdótt- ir, í þriðja sæti Tinna Jónsdóttir, þá Ásta Sigríður Kristjánsdóttir og Svava Haraldsdóttir. Fyrirrennurum gengur vel Bry ndís Ólafsdóttir fetar væntan- lega í fótspor fyrirrennara sinna í Ford-keppninni því aö Ágústa Erna Hilmarsdóttir, Ford-sigurvegari 1988, og Lillí Karen, sem sigraði í fyrra, eru báðar starfandi fyrirsæt- ur á Ítalíu og voru því fjarri góðu gamni á sunnudag. Áhugamál Bryndísar er innan- hússarkitektur og hún segist stefna á að leggja það nám fyrir sig í fram- tíðinni. Bryndís hefur teiknað hús að innan sem utan allt frá því hún var barn en að öllum líkindum lætur hún námið bíða eitthvað meðan hún leitar frægðarinnar sem fyrirsæta. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Rósa Þórhallsdóttir og Olafur Torfason. Kærasti Bryndísar heitir Arnar Laufdal. Hann sagði að sér litist mjög vel á framgang Bryndísar og inyndi styðja hana á þessari braut. Bryndís hefur starfað með skól- anum í verslunum Hagkaups í Kringlunni til að safna sér fyrir ferðalögum. Húri segist stefna á að minnsta kosti eina utanlandsferð á ári. Hæóin ræður öllu Vibeke Knudsen er dönsk en hef- ur starfað við fyrirsætustörf í tutt- ugu ár og er enn að. Hún hefur fengið það starf hjá Ford Models þetta árið að ferðast til Evrópu og velja stúlkur í keppnina Su- permodel of the World. Vibeke sagði að mjög erfitt væri að velja sigurvegara úr þessum stóra hópi glæsilegra stúlkna. Á hitt bæri að líta að hæðin skipti öllu máli í fyrir- sætuheiminum. Vibeke sagði að stúlkur undir 174 sm ættu varla Það fór vel á með þeim Ellert B. Scram, ritstjóra DV, og Vibeke Knud- sen frá Ford Models. Það er Katrín Pálsdóttir, umboðsmaður Ford Models á íslandi, sem fylgist með samræðum þeirra, ibyggin á svip. Yfir hundrað manns fylgdust með úrslitunum, flestir aðstandendur stúlkn- anna. Hér sjást nokkrir gestanna, meðal þeirra Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur en dóttir hennar var meðal keppenda. mm er sjonvarpað um öll Banda- ríkin og í Frakklandi. En eins og Vibeke sagði þá er hér ekki um að ræöa fegurðarsamkeppni heldur keppni um eftirsóttustu fyrirsæt- una. Stúlkurnar tólf, sem kepptu í Ford-keppninni, hafa vakiö mikla athygli þeirra sem lesa DV og má nefna að einni þeirra, Helgu Guð- rúnu Guðnadóttur, var boðið í flug- tíma hjá Flugtaki á Reykjavíkur- flugvelli eftir viötal við hana í blað- inu þar sem hún sagðist hafa hug á fiugnámi. Helga Guörún sagði að flugtíminn hefði sannfært sig enn- betur um hvert yrði framtíðar- starfið. -ELA Stúlkurnar tólf sem kepptu um titilinn Ford-sigurvegarinn 1990 ásamt Vibeke Knudsen frá Ford Models. Þær heita, frá vinstri: Tinna Traustadóttir, Tinna Jónsdóttir, Svava Haraldsdóttir, Sara Guðmundsdóttir, Rut Stephens, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, Hrefna Björk Hallgrímsdóttir, Helga Guðrún Guðnadóttir, Guðrún Þráinsdóttir, Drifa Gunnarsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir og Ásta Sigríður Kristjánsdóttir. Nokkrar stúlknanna sem kepptu í Ford-keppninni á síöasta ári voru meðal gesta. Lillí Karen Wdowiak er á Ítalíu og annar keppandi, Harpa Sigmundsdóttir, starfar i Danmörku. Þá vantar einnig Sólveigu Franklíns- dóttur. Á myndinni eru, frá vinstri: Unnur Margrét Halldórsdóttir, Anna Lára Magnúsdóttir, Regína Jensdóttir, Margrét Grímsdóttir, Margrét Knútsdóttir, Anna Guðný Hermannsdóttir og Sigurrós Jónsdóttir. aðstandendum stúlknanna út á hvað þessi keppni gengi og hvað tæki við hjá sigurvegaranum. Má geta þess að mjög mikil öryggis- gæsla er í kringum þær stúlkur sem taka þátt í Supermodel of the World og þær eru ekki einar i mín- útu þann tíma sem þær dvelja í Los Angeles. Keppnin vekur athygli Eileen Ford, stofnandi og eigandi Ford Models, sem er ein virtasta umboðsskrifstofa fyrirsæta í heimi, hefur getið sér gott orð fyrir keppn- ina Supermodel of the World og hvernig að henni er staðiö. Keppn- Bryndís Olafsdóttir, sigurvegarinn, ásamt foreldrum sinum, Ólafi Torfa- syni og Sigurbjörgu Rósu Þórhallsdóttur. DV-myndir Brynjar Gauti möguleika á þessu starfi, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjun- um. í Tokýo væru þær oft lægri og því vonaðist hún til að geta kynnt þær stúlkur sem hún valdi fyrir japönsku skrifstofunum. í Japan eru fyrirsætustörf mjög vel borguð og oft talað um milljónir í því sam- bandi. Úrslitin í Ford Models keppninni fóru fram á Holiday Inn að við- stöddum gestum en aðeins var um boðsgesti að ræða. Yfir hundrað manns voru saman komnir í sal sem nefnist Setrið og þáðu veiting- ar og fylgdust með kynningum á stúlkunum. Allir voru sammála Vibeke um að stúlkurnar tólf væru stórglæsilegar og valið því erfitt. Vibeke útskýrði nákvæmlega fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.