Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Page 13
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990.
13
Ofát og aukakíló
Takk fyrir síðast. Við gerum ráð
fyrir því að flestir hafi komist
klakklaust fram hjá bolludegi og
lifað af sprengidag. Enda veitir nú
ekki af öllum vopnfærum mönnum
til að takast á við fermingarveisl-
urnar áður en sjálf páskahelgin
gengur í garð með sinni dymbil-
viku. Við ætlum ekki að einangra
okkur frá samkvæmislífmu þó við
höfum breytt um mataræði.
Fermingarveislur
Fólk er nú víða að búa sig undir
fermingarnar og við gerum ráð fyr-
ir einni eða tveimur veislum á okk-
ar leið. Ef við sitjum veislu í heima-
húsi með hefðbundnu borðhaldi þá
setjum við gestgjafann inn í vanda
okkar. Hann mun glaður hafa þann
viðbúnað sem ofætan þarf umfram
aðra gesti. Enginn má vera feiminn
við að ræða opinskátt um vanda
sinn og mataræði við vini og fé-
laga. Öðruvísi gengur dæmið ekki
upp. Gestgjafmn skilur okkur
mætavel og setur metnað sinn í að
við njótum veislunnar eins og aðr-
ir. Það fylgir því lítil fyrirhöfn.
Kalt borð
Ef þaö er hins vegar boðið upp á
kalt borö þá tökum viö sjálf til
óspilltra málanna. Við veljum úr
þann mat sem hentar okkur best.
Til dæmis laxinn og sleppum öllu
majonesi. Tökum í staðinn eggjabát
og agúrkur og tómata ef gúrkurnar
eru ferskar en ekki sýrðar. Tökum
rækjurnar úr hlaupinu en skiijum
hlaupið eftir á disknum okkar.
Sleppum öllum þykkum sósum og
frönskum kartöflum úr dós. Líka
grænmetissalati og ávaxtasalati í
majones.
Að skylmast við
þungbúin veislu-
borð Loðvíks 14.
- hvemig ofætan býr sig undir fermingarveisluna
Af kjötmeti sleppum við helst
hangikjöti og skinku. Allt í lagi að
borða bæði lambasteik og róstbíf
og nautatungu en skera fituna af
lambinu. Þá borðum við kjúklinga
en skerum í burtu húðina og alla
fitu. Kemur varla að sök þó við
tökum með hálfa rúgbrauðssneið
svona upp á grín. Nörtum létt í
ostabakkann en leggjum áherslu á
ávaxtakörfuna. Borðum annað
meðlæti svona eftir eyranu og af
flngrum fram.
Ef boðið er upp á kökur og tertur
þá vandast málið. Þær eru jafnan
löðrandi í sykri og hveiti og rjóma.
Við tökum því stóran sveig fram
hjá öllu bakkelsinu. En ef rætt er
um ís í eftirrétt þá er okkur óhætt
að sperra eyrun í tilefni dagsins.
Við verðum stundum að leyfa okk-
ur svolítinn munað því lífið er jú
munaður. Mjólkurís er betri en
rjómaís fyrir okkur og bestur er
jógúrtís. Engar þykkar súkkulaðis-
ósur eða ávextir úr sírópslegi í dós.
Aðeins ferskir ávextir. Þá erum við
á grænni grein.
Létta þarf til
Eftir að hafa þurft að skylmast
viö margréttuð svona veisluborð
og haldið samt lífi og limum ásamt
hæfilegri líkamsþyngd að mestu þá
vaknar oft sú spurning; Af hverju
þarf veislumatur alltaf aö vera
svona djöfull þungur?
Það er nú það! Veislumatur þarf
alls ekki að vera svona þungur.
Umsjón:
Ásgeir Hannes Eiríksson
Alls ekki. Þessi þungbúni veislu-,
matur er sjálfsagt arfur frá tímum
Loðvíks íjórtánda eða gömlu Róm-
verjanna og því lifir áfram hjá okk-
ur draumurinn um konunglegar
móttökur. En í dag eru þessir
gömlu nautnaseggir komnir undir
græna torfu þó matseðill þeirra lifi
því miður áfram. Einkum eru leifar
Loðvíks Qórtánda lífseigar á borð-
um hjá opinberum gestgjöfum sem
skrifa veislur sínar hjá ríkissjóöi.
Þessi opinberi flottræfilsháttur
er ekki til fyrirmyndar. Það er
skelfileg reynsla að breyta nauð-
synlegri máltíð fyrir líkamann í sex
stunda þrekraun fyrir meltingar-
veginn. Eða rétti þeir upp hönd sem
líður vel og skemmta sér í svona
margrétta átveislum? Þetta er upp-
skrift að ofáti en hvorki skemmtun
né vellíðan.
Veislur eru því áfram mjög fastar
í farinu. Þær eru lagðar eftir því
sem gestgjafinn heldur að við vilj-
um en ekki því sem við þurfum.
Því bragð er munaður en ekki
nauðsyn. Ofát er bæði óþægilegt
og lífshættulegt. En samt er haldið
áfram að sveigja veisluborð með
krásum. Með óþarfa vellystingum
praktuglega.
Léttari veisluföng
Við göngum jafnánægð frá
veislu með fábrotnum kosti eins og
svignandi borðum. Kannski ennþá
ánægðari þvi okkur líður betur eft-
ir hæfúegan mat en mikinn mat.
Þetta er ekki spurning um magn
heldur vellíðan, eða hvað? Þess
vegna þarf að breyta hugarfarinu
á bak við veisluna. Þá vinnum við
meðbræðrum okkar ómetanlegt
gagn. Vinnum þeim líf.
Næst þegar við höldum veislu þá
lögum við hana eftir okkar höfði.
Tökum fitu og salt og sykur út af
matseðlinum strax. Engar löðrandi
hveitikökur með þykkum rjóma
eða djúpsteikta rétti með vellandi
majones. Smjörsteiktar pylsur eða
kryddlegnar kjötbollur. Engar
unnar kjöt-eða fiskvörur sem ekki
er hægt að greina í sundilr. Hvorki
sykurbrúnaðar né franskar kart-
öflur. Ekki puru af steik eða kjúkl-
ingi. Ekki einu sinni sultutau. Burt
með þetta allt saman.
Bjóðum frekar upp á það sem við
teljum okkur þurfa og hver veit
nema það sé einmitt það sem gest-
imir vilja þegar upp er staðið:
Ríkulega búið borð af ferskum
ávöxtum og nýju grænmeti. Vænan
bakka með léttum osti. Hreint kjöt
og hreinan fisk á borðið ásamt hvít-
um kartöflum eði ofnbökuðum.
Allt á léttu nótunum. Við eigum
næsta leik.
í næsta þætti fjöllum við um
minni háttar heimboð og afganga.
ptttrg rÆ
felauáturfSp
Hádegistilboð
alla daga
Pizzasneið og
bökuð kartafla
kr. 390,-
Laugavegi 73, sími 23433
Veiðileyfi í Blöndu
Veiðileyfi í Blöndu til sölu.
Uppl. í síma 678927
Stangaveiðifélagið ÓS
ÍBR ______________________ KRR
REYKJAVÍKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR KARLA
ÁSUNNUDAGSKVÖLD
KL. 20.30
FRAM - ÞRÓTTUR
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
Fjölskylduvernd
Framhaldsstofnfundur Fjölskylduverndar verður haldinn í
dag, laugardaginn 17. mars 1990, kl. 16 í Langholtskirkju.
Markmið félagsins er að standa vörð um hagsmuni fjöl-
skyldunnar gegn afskiptum barnaverndarnefndar.
Fundarefni: 1. Erindi um barnaverndarmál.
2. Umræður.
3. Stjórnarkjör.
4. Önnur mál.
Þeim sem vilja tilkynna þátttöku sína er bent á síma
91-72296 og 91-78281.
Allir velkomnir. Undirbúningsstjóm
m
Alþingi
ÍSLENDINGA
Útboð
Skrifstofa Alþingis óskar eftir tilboðum í tölvubúnað:
þjónustustöð, netbúnað og einkatölvur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Vonar-
stræti 8, annarri hæð.
Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðju-
daginn 27. mars 1990 kl. 12.00. Þau verða þá opnuð
að Vonarstræti 12 að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Skrifstofa Alþingis - Tölvudeild
GÆÐASÓL í WORLD CLASS HÚSINU
Skeifunni 19, 2. hæð
Þá er Gæðasólin komin upp. Ein glæsileg-
asta sólbaðsstofa landsins hefur opnað í
World Class húsinu, Skeifunni 19:
Við bjóðum upp á:
1. Stærstu sólarbekki landsins
2. 43 pera bekki (3 andlitsljós)
3. Sérkælingu i bekkjum
4. Fyrsta flokks loftræstingu
5. Fyrsta flokks sturtur
6. Fyrsta flokks hreinlæti
7. Góða þjónustu
8. Afslappandi umhverfi
Takið vorið með stæl og verið brún um hæl
Pantið tíma í síma 679099
Verið velkomin. Gæðasól skilar árangri
GÆÐASÓL