Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Page 16
16
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990.
Skák
Sveit Norðurlanda varð að sætta
sig við neðsta sætiö í stórvelda-
slagnum í Faxafeni en lauk keppn-
inni þó með sæmd. Stórt tap í fyrri
umferðinni gegn Bandaríkjamönn-
um réð mestu um lokaniðurstöð-
una. í síðustu umferðunum sótti
norræna sveitin mjög í sig veðrið
- sigraði bandarísku sveitina í
seinni umferð með 6-4 og jafnt varð
gegn Englendingum í lokaumferð-
inni, 5-5. Þaö kostaði Englendinga
sigurinn. Sovéska sveitin fékk 31,5
v., Englendingar 31 v., Bandaríkja-
menn 30 v. og sveit Norðurlanda
27,5 v.
Á þriðja borði tefldi Margeir góða
skák við enska stærðfræðidoktor-
inn John Nunn. Skákáhugamenn
minnast eflaust yiðureignar þqirra
á heimsbikarmóti Stöðvar tvö,
haustið 1988. Nunn var taplaus á
mótinu, allt fram í 14. umferð, en
þá mætti hann Margeiri, sem gerði
sér lítið fyrir og vann sannfærandi
sigur.
Sagan endurtók sig í Faxafeni á
fimmtudag. Margeir var aftur með
hvítt gegn eftirlætisbyrjun Nunns,
kóngsindverskri vörn. Aftur beitti
Margeir afbrigði Averbakhs en nú
valdi Nunn aðra varnaraðferð.
Margeir var þó við öllu búinn. Nýr
leikur hans sló Nunn út af laginu,
sem fór á flan með drottningu sína.
Það kostaði hann mann og Mar-
geiri varð ekki skotaskuld úr því
að innbyrða vinninginn.
Hvítt: Margeir Pétursson (Norður-
lönd)
Svart: John Nunn (England)
Kóngsindversk vörn.
1. d4 RfG 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. Be2 04) 6. Bg5
Margeir hafði góða reynslu af
þessu afbrigði, sem kennt er við
sovéska stórmeistarann Júrí Aver-
Margeir Pétursson: „Hefur hann eitthvert tak á Nunn?“
Stórveldaslagur VISA og IBM:
Margeir vann Nunn aftur
- og Englendingar misstu af efsta sætinu
bakh, síðast er þeir Nunn tefldu.
Því ekki að reyna aftur?
6. - Ra6
En Nunn er fljótur að breyta út
af. í skák þeirra á heimsbikarmót-
inu lék hann 6. - h6 7. Be3 c5!? og
eftir 8. e5! dxe5 9. dxe5 Dxdl + 10.
Hxdl Rg4 11. Bxc5 Rxe5 12. Rd5 Ra6
13. Bxe7 He8 var staðan u.þ.b. í
jafnvægi. Margeiri tókst hins vegar
að knýja fram sigur í endatafli, eft-
ir ónákvæmni stærðfræðidoktors-
ins.
7. I)d2 e5 8. d5 c6 9. Bd3!?
Líklega ný tilraun í stöðunni.
Svartur hyggst þrýsta aö e-peði
hvíts með riddurum sínum og Mar-
geir treystir það í sessi, þótt það
kosti hann leik. .
9. - Rc5 10. Bc2 Db6 11. Hbl Db4?
Vafalaust hefur Nunn talið sig
hafa ráð á þessu drottningar-
flandri, þar eð hvítur sólundaöi
tíma með biskupnum í 9. leik. En
áætlunin stenst ekki. Aö skákinni
lokinni veltu þeir fyrir sér mögu-
leikunum eftir 11. - cxd5 12. cxd5
Bd7, sem er betra en hvítur virðist
þó hafa komið ár sinni vel fyrir
borð.
12. Rge2! a5 13. a3 Dxc4
Svartur á afar slæma stöðu ef
hann hörfar meö drottinguna.
Þetta peðsrán kostar mann en
Nunn kýs að freista gæfunnar.
14. Bxfl6 Bxfl6 15. b4 axb4 16. axb4
cxd5
Ef riddarinn hörfar, kemur 17.
Bd3 og við sjáum að svarta skessan
verður að steini.
17. bxc5 d4 18. Rd5 Bd8 19. Bb3 Da6
20. 04) dxc5
Nunn hefur fengiö þrjú peð fyrir
manninn en hann kemur peðunum
ekki á skrið. Óhætt er að segja að
staða hans sé þegar töpuð. Hins
vegar verður Margeir vitaskuld að
tefla gætilega.
21. Hfcl Dd6 22. Bc4 Kg7 23. f4! exf4
24. Rexf4 He8 25. Dc2 Ha5 26. Hfl
Dc6 27. Rd3 06 28. R5f4 b6 29. Hbel
Dd6 30. Df2 Ha7 31. e5! fxe5 32. Rxe5
Hae7
33. Rf7!
Hvítur átti ýmsa freistandi mögu-
leika en þetta er snyrtilegasta leið-
in. Stærfræðigáfur Nunns nægja
ekki til aö leysa þessi vandamál!
Eftir 33. - Db8 er 34. Rh5 + ! bráð-
drepandi. Svartur er glataður.
33. - Hxfl 34. Hxe8
Og Nunn gafst upp.
Karpov með
vinningsforskot
Anatoly Karpov vann fyrstu ein-
vigisskákina við Jan Timman í
Kuala Lumpur í Malasíu og nú, er
þeir hafa teflt fimm skákir, hefur
hann enn vinningsforskot. Fjórðu
skákinni var reyndar enn ekki lok-
Skák
Jón L. Árnason
ið er þetta er sett á blað, en hún fór
í bið í tvísýnni stöðu í endatafli,
sem flestir spáðu þó að myndi lykta
með jafntefli.
Karpov beitti spænska leiknum í
fyrstu skákinni, sama afbrigði og
reyndist honum svo vel gegn Jó-
hanni í Seattle í fyrra. Timman,
sem hefur sænska stórmeistarann
Ulf Andersson sér til aðstoöar,
mátti búast viö þessu af Karpovs
hálfu, en í ljós kom aö hann haföi
ekki unnið heimavinnuna nægi-
lega vel. Karpov fór létt með aö
hrekja nýjan leik Timmans í 18.
leik, vann peð og eftir slaka tafl-
mennsku hollenska stórmeistar-
ans, vann Karpov skákina auðveld-
lega.
í fimmtu skákinni fannst Timm-
an tími til kominn að reyna af-
brigðið aftur. Nú breytti hann út
af í 18. leik og virtist ná ákjósanleg-
um sóknarfærum. En Karpov gaf
ekki höggstað á sér. Með snjallri
taflmennsku sneri hann vörn í
sókn og Timman varö að gefa tvö
peð til aö verjast hótunum. í lok
setunnar var hins vegar komið aö
Karpov aö skila ávinningnum til
baka. Honum yfirsást lagleg flétta,
sem hefði gefið honum vinnings-
stöðu í endatafli. Þess í stað gaf
hann Timman færi á að þráskáka
með drottningu sinni og úrslitin
voru jafntefli, eftir spennandi skák.
Hvítt: Jan Timman
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8.
c3 04) 9. h3 Bb7 10. d4 He8
Þetta er Zaitsév-afbrigðiö, nefnt
eftir Igor, helsta aðstoðarmanni
Karpovs.
11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 exd4
14. cxd4 Rb4 15. Bbl bxa4
Karpov heldur tryggö við þessa
leikaðferð en 15. - c5 16. d5 Rd7
„ræddu“ þeir félagar Kasparov og
Karpov í tvígang í einvíginu í Lon-
don og Leningrad 1986.
16. Hxa4 a5 17. Ha3 Ha6
Þessi staða var á borðinu í fyrstu
skákinni og einnig í fimmtu skák
Karpovs við Jóhann í Seattle. Jó-
hann lék 18. Rh2 g6 19. Rg4 Rxg4
20. Dxg4 c5 21. dxc5 dxc5 22. e5 en
eftir 22. - Dd4! náði Karpov gagn-
færum og skákinni lauk með jafn-
tefli.
Timman reyndi að endurbæta
þetta í fyrstu skákinni og lék 18.
Rh4? sem er ekki til eftirbreytni.
Skákin tefldist 18. - Rxe4! 19. Rxe4
Bxe4 20. Bxe4 d5! 21. Hae3 Hae6 22.
Bg6? Dxh4 23. Hxe6 Hxe6 24. Hxe6
fxe6 og Karpov hafði unnið peð og
í 36. leik gafst Timman upp.
18. Hae3!?
Rökréttur leikur. Hvítur kemur
hróknum í leikinn og undirbýr
jafnframt b2-b3 og setja biskupinn
á hornalínuna. Karpov hindrar
þetta meö næsta leik.
18. - a4 19. Rh4 c5 20. dxc5! dxc5
Karpov hugsaði sig lengi um í
þessari stöðu.
21. Rf5 Bc8 22. e5 Rfd5 23. Hg3 Rf4
24. Df3
Er hér var komið sögu leyst
áhorfendum vel á stöðu Timmans
en Karpov sýnir í næstu leikjum
að málin eru ekki einföld.
24. - Bxf5! 25. Bxf5 Re6 26. Bbl Rd4
27. Dg4 Rbc2! 28. De4 f5! 29. Dd3
Rxel 30. Dxa6 Hxe5
Nú er ljóst að Karpov hefur gert
meira en að bægja hættunni frá.
Hann á nú mun betra tafl og Timm-
an má hafa sig allan við.
31. He3 Dg5 32. Kfl Hxe3 33. fxe3
Dxe3 34. Dc4+ Kh7 35. Ba2
35. Rd3??
En nú leikur Karpov taflinu nið-
ur í jafntefli. Hann átti völ á miklu
sterkari leið, 35. - Dd3 +! og þvinga
fram drottningakaup. Honum virð-
ist hafa sést yfir að hvítur má alls
ekki taka riddarann. Eftir 36. Kxel
Rc2+ 37. Kf2 (37. Kdl Re3+ og
vinnur drottninguna) kemur ein-
faldlega De3+ 38. Kfl Del mát!
36. Dg8 + Kfl 37. Df7 + Kh7 38. Dg8+
Og kapparnir sættust á jafntefli.
Þarna slapp Timman fyrir horn en
afbrigði Karpovs stendur enn
traustum fótum.
-JLÁ