Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Síða 18
18 Veiðivon Skelfirinn fékkverðlaun Árshátíð 'Stangaveiðifélags Rangæinga var haldin fyrir fáum dögum ög var feikilega vel heppn- uð. Veitt voru verðlaun fyrir stærstu flskana og fékk Skel- firinn, Jón R. Ársælsson, tvenn verölaun á samkomunni, meðal annarra, fyrir stærstu bleikjuna og stærsta laxinn á flugu. Það hefði kannski enginn trúað þessu fyrir fáum árum er Jón notaði eingöngu maðk og spón. En svona geta menn breyst á stuttum tíma. Ósmeð Hítárá efri Nýjasta veiðifélagið, Ós, sem hefur Blöndu á leigu, hefur ný- lega bætt viö sig veiðisvæði efst í Hítárá. Þeir í Os virðast frekar bæta við sig en hitt, viö höfum frétt að næstu daga bæti þeir við sig nýrri veiðiá. Það voru Ár- menn sem voru með þetta svæði í Hítárá sem Ós er með núna. Þetta er nokkuð gott bleikjuveiöi- svæði og einn og einn lax í bónus. Dorgveiði- keppn- in á Geitabergs- vatni í dag „Við eigum von á miklu flöl- menni upp að Geitabergsvatni á laugardaginn en veðurfarið mun spila mikiö inn í þetta, við vonum að veðrið verði gott,“ sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í vikunni, en í dag verður haldin fyrsta dorgveiðikeppnin á vatn- inu. Fjölskyldur geta mætt og allir geta dorgað, veiðileyfið kostar ekkert. Góð verðlaun verða veitt og veiðihúsið við vatnið verður afdrep. Hverjir ætla ekki að mæta, það veit ég ekki. Vonandi sem fæstir -G.Bender Valgeir Guðjónsson bítur veiðiuggann af maríulaxi sínum við Laxá í Kjós. DV-mynd Ásgeir Heiðar Hve margir fá maríulax í sumar? Draumur margra veiöimanna er að fá maríulaxinn næsta sumar, fyrsta laxinn á ferlinum. Það er eld- skírn veiðmannsins að fá þennan lax, hvort sem fiskurinn tekur maök eða flugu. Síðasta sumar fengu marg- ir veiðimenn sinn fyrsta lax og þeim flölgar örugglega í sumar. Valgeir Guðjónsson var einn af mörgum sem veiddi fyrsta laxinn sinn í Laxá í Kjós og beit af honum veiðiuggann. Það verður að gera við maríulaxinn. En hvað skyldu margir fá maríulax- inn í sumar? -G.Bender Grettir Gunnlaugsson, formaður LS: Helsta málið er laxakvótakaupin Grettir Gunnlaugsson, formaður Landssambands stangaveiðiféíaga. DV-mynd G.Bender „Við höfum fylgst vel með Orra Vigfússyni og mikið af okkar orku hefur farið í laxakvótamálið", sagði Grettir Gunnlaugsson, formaður Landssambands stangaveiðifélaga, í viötali við DV í vikunni. „Það er ýmislegt á döfinni hjá okkur í LS, eins og formannafundurinn sem haldinn verður í Gerðubergi núna í lok mars. Þar verða umhverfis- og útivistarmál rædd og Orri mun ræða um laxakvótamálið. NSU fundur verður hér um miðjan júní og munu erlendu fundarmennirnir renna fyr- ir lax í Norðurá einn dag. Þetta er um 20-25 manna fundur og eflaust verður margt rætt þar, eins og laxa- kvótamálið. Veiðidagur flölskyld- unnar verður svo haldinn eins og venjulega. Ég vona að laxveiðin verði góð í sumar og margir laxar veiðist í ánum okkar,“ sagði Grettir í lokin. -G.Bender LAUGARDAGUR 17. M^RS 1990.. Þjóðar- spaug DV Ertu nýr? Fyrir borgarstjórnarkosning- arnar i Reykjavík 1982 lagði einn af frambjóðendum leið sína á Klepp, svona til að kynnast að- búnaði vistmanna þar, svo og að reyna að næla í atkvæði starfs- fólks. Er liann hafði gengið um húsakynnin dágóða stund þurfti hann að bregða sér á klósettið. Vatt hann sér því að eínum starfsmanninum og spurði hvar snyrtingin væri. Starfsmaðurinn virti hann fyrir sér um stund en spuröi svo: „Ert þú nýr hérna?“ Syndin Gömul kona, sem var vön aö fara alltaf til kirkju á sunnudög- um, komst þangað ekki einn sunnudaginn sökum veikinda. Bað hún því mann sinn, sem ekki var mjög kirkjurækinn, að fara í sinn staö, sem hann og gerði. Er karlinn kom til baka úr messunni spuröi konan um hvað presturinn hefði nú talað. „Hann talaði um syndina,“ svaraði karlinn. „Og hvað sagði hann nú um syndina, blessaður?" spurði kon- an þá, „Hann var á móti henni,“ ans- aði karlinn hróöugur. 100 krónur, takk Jóhannes Kjarval hitti eitt sinn auðugan mann á götu og spurði: „Ekki vænti ég þess að þú sért með 100 króna seðil á þér sem þú ert hættur að nota.“ Alltaf slöpp Maður einn var eitt sinn spurð- ur aö því hvernig konan hans hefði það. Hann svaraöi: „Æ, hún er búin að vera slöpp lengi. Hún er annaðhvort með hettusótt eöa ólétt.“ Finnur þú flmm breytingai? 46 Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 46 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fertu- gustu og íjórðu getraun reyndust vera: 1. Birna Sveinbjörnsdóttir, Karlsbraut 2, Dalvík. 2. Sesselja Þórðardóttir, Faxabraut 36b, 230 Keflavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.