Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Qupperneq 26
34
l.AL'G.yPjAGUl^ 17^ M^RS^JO,
Sérstæð sakamál
Hefndi hún sín
eftir dauðann?
Ritcliio Sebastian og unnusta
hans, Dyane Coyle, voru nýkomin
út úr kránni og voru á leiö aö bíln-
um sínum þetta íostudagskvöld, 22.
apríl 1988, þegar þau uröu vitni aö
óhugnanlegum atburöi á bílastæð-
inu.
„í Guös bænum ekki gera það!“
hrópaöi maöur einn í örvæntingu
skyndilega viö annan enda stæöis-
ins. Ritchie kom þá auga á konu
sem stóö fyrir framan óttaslegna
manninn. Hún beindi skammbyssu
að brjósti hans. Á einu augabragði
þreif Ritchie í unnustu sína og kast-
aði henni á malbikið en fleygði sér
síöan niöur við hiiöina á henni.
Hann ætlaði þannig að reyna að
tryggja aö þau yrðu ekki fyrir
skoti. Þar lágu þau svo og heyrðu
manninn biöja sér griða.
Dyravöröurinn í kránni haföi
komið út í dyrnar um sama leyti
og þetta var aö gerast. Hann sá
einnig manninn og konuná með
skammbyssuna. Hann kallaöi á
Ritchie og Dyane og sagði þeim að
hreyfa sig ekki því hann ætlaði aö
hringja á lögregluna.
Aðeins nokkrum augnablikum
eftir aö dyravörðurinn gekk aftur
inn fyrir heyröust fimm eöa sex
skothvellir. Ritchie og Dyane sáu
að maðurinn, sem skotiö var á, féll
aftur á bak og lá síðan hreyfmgar-
laus á malbikinu.
Nær magnlaus af skelfingu biðu
Ritchie og Dyane nú eftir því hvaö
konan gerði næst. Myndi hún beina
skammbyssunni að þeim til að
koma í veg fyrir að nokkur vitni
að atburðinum gætu gefið sig fram?
Konan stóð hins vegar kyrr með
skammbyssuna í hendinni sem
hún hafði nú viö hægri mjöðm sér.
Fáeinum mínútum síðar komu lög-
reglubílar á íleygiferð með síren-
urnar vælandi.
„Hún stendur þarna,“ hrópaði
Ritchie er lögregluþjónarnir stigu
út úr bílnum. „Hún stendur þarna,
konan sem skaut hann.“
Lögregluþjónarnir gáfu Ritchie
og Dyane merki um að hreyfa sig
ekki. Síðan gengu þeir með
skammbyssur i hendi að líkinu.
Nokkrum mínútum síðar sneru
þeir aftur.
„Náðuð þið henni?" spurði Ritc-
hie.
„Hverri?" spurði lögregluþjónn-
inn undrandi.
„Konunni sem skaut hann. Hún
stóð þarna.“
„Ertu búinn að drekka mikið í
kvöld?“ spurði þá einn lögreglu-
þjónanna.
Ritchie, sem hafði aðeins drukkið
tvo bjóra, gekk nú með lögreglu-
þjóninum að þeim látna. Hann
beindi geisla frá vasaljósi að líkinu.
En á brjóstinu, sem kúlurnar hefðu
átt að lenda í, var ekkert sár aö sjá
og ekkert blóð.
Framburður
dyravaróarins
Undrandi leit Ritchie í kringum
sig. Hvar gat konan með skamm-
byssuna verið? Hvernig gat hún
hafa komist undan, fram hjá þrem-
ur vitnum og tveimur lögreglubíl-
um? Eina leiðin út af bílastæðinu
var sú sem lögreglubílarnir höfðu
farið.
„Spyrðu dyravöröinn," sagði
Ritchie þá. „Hann sá það sem gerð-
ist.“ Lögregluþjónunum til mikill-
ar undrunar staðfesti dyravörður-
inn, Alexander Dennis, allt þaö sem
Ritchie og Dyane.
Ritchie hafði að segja um atburð-
inn. Alexander haföi einnig heyrt
manninn biðja sér vægðar, séð
konuna með skammbyssuna og
heyrt skothvellina. Hvort sem sag-
an var ímyndun ein eða ekki var
það staöreynd að á bílastæðinu lá
lík.
Eftir nokkra stund voru Ritchie,
Dyane og dyravörðurinn færð á
næstu lögreglustöð þar sem gerð
var skýrsla um atburðinn og kom
í henni fram allt það sem vitnin
höíðu séð og heyrt.
Kirk Hepner var nafn þess látna.
Hann var tuttugu og níu ára og
búsettur í Tulsa í Oklahomaríki í
Bandaríkjunum ,en þar gerðist at-
burðurinn. Hann hafði veriö sendi-
boði og bjó í íbúð við 11. stræti í
austurborginni. Tveir lögreglu-
þjónar fóru heim til hans og þar
skýrði húseigandinn frá því að sá
látni hefði búið einn.
Lögregluþjónarnir fóru inn í
íbúðina og reyndu þar að kynna sér
hverjir væru nánustu ættingjar
Hepners. Þeir urðu einskis vísari
um þaö en aftur á móti fundu þeir
óyggjandi sannanir fyrir því að
Kirk Hepner hafði veriö nauðgari
og morðingi.
Laugardaginn 9. apríl um kvöld-
ið, hálfum mánuði áöur en atburð-
Andrea Marlin.
urinn á bílastæðinu gerðist, haföi
Andreu Marlin, tuttugu og fimm
ára einkaritara, verið nauðgað og
hún síðan myrt. Þar til lögreglu-
þjónarnir rannsökuðu íbúð Hepn-
ers var ekkert um það vitað hver
morðinginn var og hafði lögregl-
unni í Tulsa ekkert orðið ágengt í
rannsókn málsins. Nú fékk hún í
hendurnar allt sem hún þurfti með,
greiðslukort Andreu, númer á
bankareikningi hennar og lyklana
að íbúðinni sem hún hafði búið í.
Hjartabilun
Þræðir úr fatnaði, sem fundust í
klæðaskáp heima hjá Kirk Hepner,
voru eins og þræðir sem tækni-
fræðingar lögreglunnar höföu
fundið á líkinu af Andreu Marlin.
Þá svaraði blóðflokkur hans til
sæðisins sem fundist hafði í líki
ungu konunnar og fingrafór hans
á tösku hennar tóku loks af allan
vafa um að það hefði verið hann
sem nauðgaði henni og myrti.
Það var því ljóst hver ódæðis-
maðurinn var en þó var málið afar
dularfullt. Þeirri spurningu var
enn ósvarað hvort dauði Hepners
væri morð eða ekki.
Er lík hans hafði veriö krufið lá
fyrir að hann hafði dáið af hjarta-
bilun. Skýringin, sem lögreglan
hélt sig við, var sú að hann hefði
verið á gangi yfir bílastæðið og
skyndilega hefði hjartað gefiö sig.
Auðvitað gat slíkt gerst þótt það
væri heldur óvenjulegt að svo ung-
ur maður létist þannig. Lögreglan
vildi því líta svo á að mál Andreu
Marlin væri nú að fullu upplýst og
ljóst væri hvernig Kirk Hepner
hefði dáið.
Stóðu fast á sínu
Vitnin þrjú voru þó ekki á því að
draga framburð sinn til baka. Þau
héldu því enn sem fyrr fast fram
að þau hefðu séð konu skjóta Kirk
Hepner. En lögreglan sýndi vitnis-
burði þeirra ekki neinn áhuga leng-
ur.
Enginn dómstóll hefur enn tekið
afstöðu til þess hvort Hepner var
myrtur eða ekki. Hvernig má líka
höfða mál þegar enginn sakborn-
ingur finnst?
Hvað gerðist í raun á bilastæð-
inu? Richie, Dyane og Alexander
eru enn sammála um það sem þau
segjast hafa séð. Var það allt hrein
ímyndun, eins og lögreglan telur,
eða geröist það í raun og veru?
Ritchie og Dyane viðurkenna að
engin eðlileg skýring sé til á því
sem þau sáu fyrir nær tveimur
árum. Þeim hefur því helst komið
til hugar að um yfirnáttúrulegan
atburð hafi verið að ræða.
Hefnd eftir
dauðann?
Getur það verið, hafa vitnin þrjú
spurt sig hvaö eftir annað, sem og
ýmsir aðrir, að Andrea Marlin hafi
birst hálfúm mánuði eftir að hún
var myrt til þess að drepa morð-
ingjann? Var síðasta hugsun henn-
ar í lifanda lífi sú að koma fram
hefnd fyrir ódæðisverkið?
Heyrst hafa sögur af því að látnir
hafi birst sem lifandi væru ættingj-
um, jafnvel á fjarlægum stöðum.
Gat það verið að á meðan Kirk
Hepner var að kyrkja Andreu hafi
hún hugsað svo sterkt um hefnd
að henni hafi síðar tekist að snúa
aftur til þessa heims nógu lengi til
að koma ætlunarverki sínu í fram-
kvæmd? x
Dó Hepner eðlilega?
Eitt af því sem þykir benda til
þess að Hepner hafi ekki látist af
venjulegri hjartabilun er hvernig
hann lá þegar að honum var kom-
ið. Fólk, sem deyr af hjartabilun,
finnst oft með hönd við brjóst.
Venjulega fellur það fram á við eft-
ir að hafa fyrst lagst á hnén. Hepn-
er lá hins vegar á bakinu með hend-
urnar út til hliðanna eins og sá sem
skotinn hefur verið.
Annað sem styður ofangreinda
kenningu er að Hepner var aðeins
tuttugu og níu ára og ekkert hafði
komiö fram sem benti til þess að
hann væri heilsutæpur. Þvert á
móti virtist hann hafa verið vel á
sig kominn líkamlega.
Hafi það verið konan sem hann
myrti hálfum mánuði áður sem
stóð skyndilega ljóslifandi fyrir
framan hann er hins vegar ekki
undarlegt þótt hann hafi fengið svo
fyrir hjartað að þaö hafi kostað
hann lífið. Hann getur hreinlega
hafa dáið af hræðslu.
Engar aðrar
skýringar
Sá hann því ekki þaö sama og
Ritchie, Dyane og dyravörðurinn,
konu með skammbyssu um tvo
metra frá honum? Reyndi hann
ekki að biðja sér griða, áður en
hann féll fyrir „ósýnilegu kúlun-
um“ hennar? Læknarnir hefðu að-
eins getað greint hjartabilun en í
raun kann að hafa verið um að
ræða hefnd Andreu Marlin eftir
dauðann.
Þessi óvenjulegi atburður í Tulsa
hefur vakið athygli margra þeirra
sem þykjast sannfærðir um að
yfirnáttúrulegir atburðir eigi sér
stað enda hafa engar aðrar kenn-
ingar verið settar fram en þær sem
getið hefur verið. Og ekkert hefur
komiö fram um að vitnin þrjú, Ritc-
hie, Dyane og Alexander, hafi
þjáðst af ofskynjunum og ljóst er
að ekkert þeirra var í annarlegu
ástandi er atburðurinn gerðist.
Lögreglan hefur, eins og fyrr seg-
ir, komist að sinni niðurstöðu en
vitnin þrjú eru ekki í neinum vafa
um hvaö þau sáu. Þau telja því,
eins og margir aðrir, að um hefnd
látnu konunnar kunni að hafa ver-
ið að ræða. Og margir eru þeim
sammála.