Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Síða 48
Fo cr
im EZ
l< O
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990.
Ferjuflugmaðurinn kominn að Borg-
arspítalanum í þyrlunni stuttu eftir
að honum var bjargað úr sjónum á
Faxaflóa. DV-mynd S
Nauðlenti
á Faxaflóa
Erlendum flugmanni var bjargaö
úr tveggja hreyfla ferjuflugvél sem
nauðlenti eldsneytislaus á Faxaflóa
á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,
bjargaöi manninum.
Flugvélin missti afl á öðrum hreyfl-
inum vestur af landinu - flugmaður-
inn hafði einnig villst af leið. Var þá
óskað eftir hjálp og fóru flugvél Flug-
málastjórnar og þyrlan af stað til að
leita að vélinni. Flugmenn á vél Flug-
málastjórnar leiðbeindu síðan ferju-
flugmanninum vegna bilunar í sigl-
ingatækjum. Fyrst var ætlunin að
fljúga til Rifs en frá því var horfiö
og ákveðið að fara til Reykjavíkur.
Þegar vélin átti aðeins eftir um tíu
mínútna flug til Reykjavíkur varö
hún eldsneytislaus og þurfti flug-
maöurinn því að nauðlenda á sjón-
um. TF-SIF, sem flaug á eftir, náði
að bjarga manninum úr sjóiium.
Flugmaðurinn var að ferja vélina,
sem er af gerðinni Cessna, frá Banda-
ríkjunum. Hann lagði af stað frá
Grænlandi síðdegis í gær. Þetta er
annar dagurinn í röð sem ferjuflug-
maður lendir i hrakningum við
landið. -ÓTT
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Úti að aka
í 40 ár'
BÍLALEIGA
v/FlugvaIIarveg
- 91-61-44-00
LOKI
„Hóflega drukkiö vín
gleöur mannsins hjarta."
Þrotabú Hermanns Björgvinssonar:
700 milljóna króna
avisun einskis vrði
- Sigurður Kárason laus allra mála
sonar verður stórt. Kröfum, sam- veriö hægt að sannreyna hvemig
tals að upphæð 309 milljónir króna, ávisunin er til komin. Bæjarþing
var lýst í búið en samþykktar kröf- Reykjavikur hefur komist að þeirri
ur eru tæpar 130 milljónir króna. niðurstöðu að Sigurður skuli sýkn-
Engar eignir koma á móti þessum aður af kröfum þrotabúsins og þar
kröfum. Því virðast þær vera tap- með leystur frá kröfunni um
aðar. greiðslu á ávísuninni.
Mál ákæruvaldsins gegn Her- Sigurður Kárason var nokkuð
manniernúhjáHæstaréttiíslands. áberandi í fjármálalifinu á þeim
Ávísunin, sem tekist var á um í tíma sem Hermann var handtek-
bæjarþingi Reykjavíkur, vakti inn. Hann keypti við annan mann
mikla athygli á sínum tima. Sigurð- Hótel Borg og setti á laggirnar tí-
ur Kárason og Hermann hafa ekki volí, fyrst í Reykjavík og síöar í
verið á eitt sáttir hvort hún haii Hveragerði. Sígurður er ekki eig-
verið tilkomin vegna skulda Sig- andi þeirra fyrirtækja í dag.
urðar við Hermann. Ekki hefur -sme
Ðómur er fallinn í bæjarþings-
máli þrotabús Hermanns Björg-
vinssonar gegn Sigurði Kárasyni.
Málið var höfðaö vegna ávísunar
sem fannst í fórum Hermanns eftir
að hann var úrskurðaður í gæslu-
varðhald vegna meintrar okur-
lánastarfsemi.
Ávísunin var gefm út af Sigurði
Kárasyni. Útgáfudagur var 27. nóv-
ember 1985 og upphæöin, sem
skrifuð var á ávisunina, var
182.950.000 krónur. Framreiknuð
til dagsins í dag er ávísunin um 700
milljónir króna.
Gjaldþrot Hermanns Björgvins-
Nýtt hverfi sjávarréttaveitingahúsa, Marina South, er að rísa i Singapore. Þar stjórnar íslenski skipasmiðurinn
Lárus Ingi Lárusson smíði heljarstórs víkingaskips sem verða mun inni á norrænum sjávarréttaveitingastað sem
nefnist Viking Restaurant. Lárus Ingi sést þarna við smiðarnar en siðan verður byggt yfir skipið. Smiðunum mun
Ijúka um mánaðamótin. Símamynd-TheNewPaper
Fjölbraut í Breiöholti:
Tólf nemendur
sendir heim
vegna drykkju
Nú í vikunm var tólf nemendum
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
vikið úr skólanum í þrjá daga vegna
drykkjuskapar þar eftir frumsýn-
ingu á leikriti hjá leikfélagi skólans.
„Það er rétt að þama kom .upp
vandamál vegna drykkju. Áfengis-
neysla er bönnuð í skólanum og ef
nemendur verða uppvísir að því að
neyta áfengis innan veggja hans þá
varðar þaö brottrekstri. Hve lengi
brottreksturinn gildir ræðst síðan af
því hve alvarlegt brotið er,“ sagði
Kristín Amalds, skólameistari Fjöl-
brautaskólans.
Skólameistari hefur áður orðið að
víkja nemendum um lengri eða
skemmri tíma úr skóla á skólaárinu
vegna drykkju en þó aldrei eins
mörgum í einu og nú. -GK
Fjölmiðlaþróun
drepur litlu blöðin
- segir Þorbjöm Broddason
„Hið eina byltingarkennda við þró-
unina í fjölmiðlaheiminum verður
mögulega að þrjú minnstu dagblöðin
deyja,“ segir Þorbjörn Broddason
lektor í samtali við fréttaritara Reut-
ers sem DV hefur borist.
í frétt Reuters kemur fram að
heimih sem sjá bæði ríkissjónvarpið
og Stöð 2 og kaupa auk þess tvö dag-
blöð í áskrift greiða samkvæmt Þor-
birni tæpar 68 þúsund krónur í
áskriftargjöld á ári. í mörgum tilfell-
um jafngildir þessi upphæð mánað-
arlaunum einstaklings.
Er haft eftir heimildum í íslenska
fjölmiðlaheiminum að ekki sé pláss
fyrir þrjár sjónvarpsstöðvar. Með til-
komu Sýnar sé því lagður grunnur-
inn að mjög harðri samkeppni einka-
stöðvanna.
„Sú stöð sem hefur bestú dag-
skrána mun Ufa af, svo einfalt er
það,“ segir Goði Sveinsson, sjón-
varpsstjóri Sýnar, við Reuter.
Þorbjörn Broddason heldur því
fram að aukning á sjónvarpsefni geti
haft alvarlegar afleiðingar fyrir
minnstu dagblöðin. Þannig geti
hugsast að margir segi upp einu blaði
til að ná sendingum Sýnar. Þar að
auki muni auglýsingafé fyrirtækja
dreifast á enn fleiri fjölmiöla. -hlh
Veörið á sunnudag ög mánudag:
Norðanátt og kólnandi
Framan af sunnudeginum verður fremur hæg suðlæg átt með élj um sunnanlands og vestan. Þurrt verður noröaustantil og hiti nálægt
frostmarki. Síöan snýst vindur til norðaustanáttar með snjókomu norðvestanlands og kólnandi veðri.
Á mánudag verður norðanátt og frost um allt land. É1 verða um norðanvert landið en bjart verður syðra.