Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Side 25
MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. 33 I>V Sviðsljós Fimmtugsafmæli Gunnars Felixsonar í síðustu viku varð Gunnar Felix- son, aðstoðarforstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar hf„ fimmtugur. Gunn- ar ólst upp í vesturbænum og hefur verið KR-ingur frá blautu barns- beini. Hann lék knattspyrnu í öllum flokkum félagsins, þar á meðal með meistaraflokki á árunum 1959-70, og er margfaldur íslands- og bikar- meistari í knattspyrnu. Hann lék einnig nokkra landsleiki. Þess má geta að bræður hans, Hörður og Bjarni, léku allir samtímis með KR og íslenska landsliðinu. Gunnar Felixson og eiginkona hans, Hilda Guðmundsdóttir, tóku á móti gestum í Hvammi á Holiday Inn á afmælisdaginn og var þar mikið fjölmenni ættingja og vina. Bjarni Felixson, bróðir Gunnars, óskar honum til hamingju með afmælið, Gunnar Felixson ásamt eiginkonu sinni, Hildu Guðmundsdóttur, og sonum þeirra, Guðmundi Erni og Ágústi Felix Margir gamlir og grónir KR-ingar heimsóttu Gunnar á afmæli hans. Hér má sjá nokkra. Talið frá vinstri, Guðmundur Haraldsson, Þorgeir Guðmunds- son, Sigþór Sigurjónsson, Ársæll Kjartansson, Ólafur Guðmundsson og Haraldur Gislason. DV-myndirS Er Jessica Lange að skilja? Það er eitthvað dularfullt að gerast hjá leikkonunni frægu, Jessicu Lange. Ekki alls fyrir löngu skrapp hún út eina kvöldstund til að vera viðstödd frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Men Don’t Leave. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema að hún fór út án eiginmanns síns, leikarans og leikritahöfundar- ins Sams Shepard. Fylgdarfólk Jessicu var hins vegar fyrrum sam- býlismaður hennar, ballettdansar- inn Mikhail Baryshnikov, og átta ára dóttir þeirra, Alexandra. Jessica gat sér fyrst verulega gott orð í kvikmyndaheiminum fyrir myndirnar The Postman always Rings Twice, Tootsie, þar sem hún lék á móti Dustin Hoffman, svo og fyrir myndina Frances en fyrir það hlutverk var hún útnefnd til óskars- verðlauna. Hún hitti Sam þegar hún lék í Fran- ces og þau fóru að búa saman skömmu síðar. Jessica og Sam eiga tvö börn, Hannah og Walker, og hefur allt virst í lagi hjá þeim skötuhjúum. Menn eru hins vegar farnir að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að í sam- bandinu fyrst hún er farin að sjást í fylgd með Mikhaii aftur. Jessica leiðir hér dóttur sina, Alex- öndru, og fast á eftir þeim fylgir Mikhail Baryshnikov, fyrrum sam- býlismaður Jessicu. BIFREIÐAEIGENDUR! SPARIÐ TÍMA - SPARIÐ FYRIRHÖFN Renníð bxlnum í gegn hjá Bón- og þvottastöðxnní, Sigtúní 3. Hjá okkur tekur aðeins 12-15 mínútur aða fá bílinn þveginn og bónaðan. Hjá okkm: eru allir bílar handþvegnir. Notað er úrvals tjöruhreinsiefni og hið viðurkennda SONAX* gæðabón. Verð mjög sanngjarnt. Vegna afkastagetu stöðvarinnar, sem er yfir 40 bílar á klukkustund er biðtími nánast enginn. Tíma þarf ekki að panta. i:ó\- og i »v< riTAs n wi x SIGTÚNI 3 - SÍMI 14820 n ■ 11 ■ i ■ i i ■ i ■ u ■ ■ i ■ i n i ■ i ■ in ■ ■ i ■ ■ 11 ■ ■ i ■ i ■ n ■ ■ ■ i MINOLTA MYNDAVÉLAR FRABÆR GÆÐI Opnum kl. 8.30 íTi ■ ni 11 ii ii 1111111 iJi ■ 11 Allar ljósmyndavörur á einum stað nnnmiimiiiiiiiiiimn] LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Siónvarnið) I xiniimmiiiiMMninimljj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.