Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. Fréttir DV Hætta á að mengunin komi fram í matvælaafurðum okkar: Engar eiturefnaathuganir á íslenskum matvælum - segir efnafræðingur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins Hnifsdalur á sólbjörtum sumardegi. Það sem sýnist vera þoka á myndinni er í raun reykur frá sorpbrennslunni á Skarfaskeri. Þó að vitað sé að í þessum reyk sé mikið af eiturefnum hafa engar mælingar farið fram á eiturefnum í afurðum fiskvinnslufyrirtækja á staðnum. Engar kannanir fara fram hér- lendis á hugsanlegri mengun líf- rænna leysiefna í sjávar- eða land- búnaðarafurðum. Þær athuganir sem Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins stendur fyrir á þungmálmum í fiski eru einu mengunarkannan- irnar sem fram fara í íslenskri matvælaframleiðslu. Eins og DV hefur skýrt frá hafa eiturefni fundist í islenskum mat- vælum við matvælaeftirlit erlend- is. Þannig fannst díoxín í lýsi í Sví- þjóö og kvikasilfur í lúðu í Þýska- landi. Þrátt fyrir að íslendingar byggi afkomu sina að mestu á út- flutningi sjávarafurða hafa þeir ekki möguleika á að gera eiturefna- mælingar á afurðunum til að fyrir- byggja að upp komi fleiri slík mál erlendis. Eins og DV hefur skýrt frá ríkir ófremdarástand í sorpmálum ís- lendinga. Sorp er víðast brennt við lágan hita og við það myndast mörg eiturefni sem berast með reyknum yfir íbúðarbyggð og matvælafyrir- tæki eins og frystihús. Sömuleiðis hefur veriö greint frá álíka ástandi í skolpmálum en íslendingar eru þar mörgum áratugum á eftir vest- rænum þjóðum eins og í sorp- málunum. í nýlegri könnun á fjör- um Evrópu kom fram að skolp- mengun í íjörum er hér meiri en hjá milljónaþjóðum þrátt fyrir að landið sé fámennt og strjálbýlt. Nokkur dæmi eru til um mengun vegna þessara þátta. Um fimmtíu folöld drápust vegna salmonellu í Landeyjum og salmonellusmit fannst í sauðfé á Suðurlandi. Bæði tilfellin má rekja til sóðaskapar við losun úrgangs frá sláturhúsum, á sorphaugum og í skolpmálum. PCB hefur mælst í kræklingi við Nes- kaupstað og má rekja það til urðun- ar á rafspennum en mikið kæru- leysi ríkti hér með meðferð þeirra löngu eftir aö PCB varð þekkt sem mikill mengunarvaldur erlendis. Kvikasilfur yfir leyfilegum mörk- um hefur mælst í golþorskum hér við land en kvikasilfrið safnast upp í dýrum og því meiri hætta á of miklu magni í sjávardýrum eftir því sem þau verða eldri. Leifar af hættulegu efni, Lindan, fanhst fyr- ir nokkrum árum í íslensku smjöri en Lindan var notað við böðun á sauðfé. Ofangreind dæmi hafa komið fram í tilviljanakenndum mæling- um. Engar reglulegar mælingar á mengun fara fram utan hvað Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins mælir þungmálma í sjávarafurðum. En skortur á mælingum á ekki einungis við um afurðir heldur er afar fátitt að hugsanleg mengun sé yfirleitt könnuð á íslandi. Þrátt fyr- ir að mengun frá öskuhaugum sé vel þekkt og nokkuð víst að ösku- haugar Reykjavíkurborgar hafi mengað eða muni menga strand- lengjuna og sjóinn í kring hefur mengun frá þeim ekki verið mæld. Þrátt fyrir að vitað sé að í reyk frá sorpbrennslustöðvum séu mörg hættuleg eiturefni hefur ekki verið kannað hvaða áhrif mengun frá sorpbrennslunni i Hnífsdal hefur á fólk og afurðir fiskvinnslufyrir- tækjanna þó að reykurinn liggi þráfaldlega yfir byggðinni. Svona mætti lengi telja upp dæmi um staði þar sem rökstuddur grun- ur leikur á að mengun sé orðin hættuleg en ekkert er gert til að draga hættuna fram með mæling- um. - En er raunveruleg hætta á að ófremdarástand í skolp- og sorp- málum hérlendis leiði til þess að eiturefnamengun finnist í mat- vælaframleiðslu okkar? „Jú, vissulega. Skolp, og þá sérs- taklega vegna örverumengunar, ógætileg meðferð ýmissa iðnaðar- efna svo og pláguefna í landbúnaði og meðferð og bruni sorps eru mik- il vá og hætta á að það sýni sig í okkar afurðum," sagði Guðjón Atli Auðunsson, efnaverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiönað- arins. -gse Fangarnir af Litla-Hrauni: Brutust inn á þremur stöðum Fangarnir fimm, sem struku af Litla-Hrauni í fyrrakvöld, brutust inn á þremur stöðum áður en þeir stálu bíl á Stokkseyri sem þeir fóru síðan á til Reykjavíkur. Ætlun mannanna var greinilega að komast í síma og virðist það hafa gengið heldur brösuglega til að byrja með. Fangarnir brutust inn á eyðibýhð Borg sem er skammt austan við Litla-Hraun. Þeir fóru einnig inn í Salthúsið á Stokkseyri og fóru þar inn í herbergi verkstjóra. Þar var sími en hann var með lás á. Reyndu fangarnir þá að skera lásinn frá en ekki tókst þeim að hringja. Við svo búið fóru þeir í harðfiskgerðina Eyr- arfisk og þaðan tókst þeim loksins að hringja en eins og fram kom í DV í gær stöðvaði lögregla ökumann í fyrrinótt sem grunur lék á að hefði vitneskju um strok fanganna. Fangarnir stálu bíl sem stóð við íbúðarhús á Stokkseyri og óku á hon- um til Reykjavíkur. Mál fanganna er nú til meðferðar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi í Reykjavík. -ÓTT Listaverkaeign banka og sjóða: Seðlabankinn á mál- verk upp á 35 milljónir Seðlabankinn á nú listaverk fyrir um 35,1 milljón króna og er þá stuðst við tryggingarmatsverð listaver- kanna. Listáverk bankans eru í árs- skýrslu bankans talin með tækjum og búnaði. Þetta kemur fram í svari forsætis- ráðherra við fyrirspurn Finns Ing- ólfssonar, varaþingmanns og aðstoð- armanns heilbrigðisráðherra, um listaverk í eigu banka og sjóða. Seðlabankinn og íslandsbanki eru einu bankarnir sem leggja fram tölur um verðgildi listaverka sinna. Bók- fært verð á listaverkum og myntsafni íslandsbanka um síðustu áramót var 14,7 milljónir. Búnaðarbankinn og Landsbankinn eiga geysilegt safn málverka en í svarinu kemur ekki fram verðgildi þeirra. Lætur nærri að hvor banki um sig eigi á milli 350 og 400 mál- verk. Er það til dæmis töluvert íleiri málverk en Seðlabankinn á en þau eru um 140 talsins. -SMJ Líklegt að kostn- aður fari yf ir 60 milljomr krona - ríkisstjómin með óformlegt tilboð frá Orðabók Háskólans Gert er ráð fyrir að á næstu vik- ráðuneytið útvegi húsnæði undir um skjölin þegar þau eru komin í um verði ákveðið aö ráöast í þýð- verkið. En rétt er að taka fram að íslenska þýðingu. ingu á skjölum og lagagreinum þama er miðað við kostnaöinn fyr- Evrópubandalagsins til að Alþingi ir prentun. Kostar Svía og Finna 180 geti samþykkt lagabreytingar í Samkvæmt heimildum DV lét milljónir kjölfar þeirra viðræðna við banda- utanríkisráðuneytiö reikna út Eins og áður sagði þá er hér um lagið sem nú standa yfir. kostnaðinn ef löggiltir skjalaþýð- geysimikið verk að ræða en hér er endur yrðu fengnir til verksins. á ferðinni flókinn sérfræðitexti. { Oröabók Háskólans hefur gert Var það talið kosta um 70 milljónir tilboðí Orðabókarinnar er gert ráð utanrikisráðuneytinu óformlegt króna fyrir utan aukakostnað við fyrir að það taki um það bil eina tilboð í verkið en gert er ráö fyrir aö samræma texta. og hálfa klukkustund að þýða að þýða verði um 30.000 vélritaðar Þar eð engin íjárveiting er fyrir hverja síðu. Orðabókin þarf að ráða síður. Er áætlað að um 26 mannár verkinu í íjárlögum 1990 þá þarf margaþýðendurtilsínefhún verð- fariíverkiðsemkostiþví50,4millj- Alþingi að samþykkja fjárveitingu ur valin í starfið. ónir króna með virðisaukaskatti, til þess. Bráðnauðsynlegt er þó að Þá vekur athygli hve miklu lægri í þeim tölum er ekki gert ráð fyr- hefja verkið sem fyrst og því er kostnaðartölur eru hér á Islandi ir kostnaði við húsnæöi og véla- talið hugsanlegt að aukafjárveiting miðaö við áætlaðan kostnað Svía kaup.ErbentáítilboðiOrðabókar- verðí látin leysa vandann í bili. og Finna. Þessar þjóðir standa innar að kostnaður við að koma Allir samningar við EB veröa að frammi fyrir sömu kvöð og íslend- upp tölvuneti, svipuðu því sem er liggja fyrir í árslok 1991. Áður þarf ingar. ÁætJa til dætnis Svíar að þaö í þýðingarstöð Orðabókarinnar í Alþingi að fjalla um máhö og því kosti um 180 milljónir króna að Sigtúni, sé um 10 milfjónir. Þarna þarfverkinuiraunogveruaðvera þýða skjölin yfir á sænsku og er því kostnaðurinn kominn upp í lokið fyrir næsta vor, í síðasta lagi. Finnar eru með svipaöar kostnað- 60 milljónir en gert er ráð fyrir aö Er gert ráð fyrir að Alþingi fjalli arhugmyndir. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.