Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. 25 íþróttir íþróttir Sport- stúfar Detroit Pistons sigraöi Boston Celtics eftir jafna viðureign lið- anna í fyrrinótt. Óvæntustu úrslitin voru þegar San Antonio Spurs tapaði á heimavelli fyrir Minnesota. Framlengja þurfti leik Seattle Supersonics og Portland en á síð- ustu sekúndum framlengingar tryggði Seattle sér sigurinn. Úr- slit í leikjunum í fyrrinótt urðu annars þessi: Detroit - Boston....... 93-82 NY Knicks - Cleveland..106-97 Orlando - Golden State.126-127 76ers - Houston.......133-112 Chicago - Indiana.....109-102 SA Spurs - Minnesota.. 90-92 Utah - Charlotte.......127-104 Sacramento - Clippers..105-114 Seattle - Portland....136-134 Phoenix - Dallas......117-111 US Masters hefst í Augusta í dag Annað tveggja stærstu golfmóta í heimunum, US Masters, hefst í Augusta í Bandaríkj- unum í dag. Allir fremstu golfar- ar heimsins eru mættir til leiks en mótinu lýkur á sunnudag. Bretinn Nick Faldo, sem sigraði á þessu móti í fyrra, sagði viö fréttamenn í gær aö hann stefndi að því að vinna þetta stórmót annað árið í röð. Faldo, sem 32 ára að aldri, sagði að hann væri jafnvel í enn betra formi núna en á sama tíma í fyrra. Jack Nick- laus er eini golfarinn sem tekist hefur að vinna tvö ár í röð á US Masters Unglingameistaramót Fimleikasambands íslands Unglingameistaramót íslands verður haldið þriðjudaginn 10. apríl. Keppendur sem taka þátt í mótinu eru um þrjátíu. Mótið verður haldið í Laugar- dalshöllinni og hefst kl. 19.30. Mótshaldari er fimleikadeild íþróttafélagsins Gróttu. Ársþing HSÍ Ársþing HSI verður haldið í Reykjavík 8. júní næstkomandi. Fundarstaður hefur enn ekki verið ákveðinn en tveir koma sterklega til greina, annars vegar Framheimilið við Safamýri og hins vegar salarkynni ÍSÍ í Laug- ardal. Víóavangshlaup íslands í Keflavík Víðavangshlaup ís- lands 1990 fer fram í Keflavík á sunnudag- inn á vegum UMFK. Byrjað verður á yngsta hópnum en þar hlaupa telpur, piltar, stelp- ur og strákar 1,5 kílómetra. Kon- ur, drengir og sveinar hlaupa 3 km og öldungar (35 ára og eldri) og karlar 8 km. Keppt er í fimm manna sveitum í öllum flokkum nema öldungaflokki en þar eru þrír í sveit. Þátttökutilkynningar þurfa að berast á skrifstofu UMFK fyrir kl. 22 á fóstudags- kvöld. Sími þar er 92-13044. Þau félög sem vantar gistingu í skóla þurfa að láta vita af því tíman- lega. Firmakeppni Vals í körfuknattleik Hin árlega firmakeppni Vals í körfuknattleik fer fram á sunnu- daginn í stærri íþróttasal félags- ins að Hlíðarenda. Þátttaka er heimil fyrirtækjum, félagasam- tökum og öðrum áhugahópum. í hverju liði má vera einn leikmað- ur sem leikið hefur í úrvalsdeild- inni á þessu keppnistímabili. Skráning fer fram hjá fram- kvæmdastjóra Vals í síma 11134 og 623730 á skrifstofutíma. Clough kyssti fréttamanninn - eftir skell Forest gegn Everton Guimar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Nottingham Forest lék í gærkvöldi einhvern sinn lélegasta leik um ára- bil þegar félagið steinlá fyrir Ever- ton, 4-0, í 1. deild ensku knattspyrn- unnar. Leikmenn Everton voru ekki á skotskónum, þeir áttu þrjú stang- arskot og hefðu hæglega getað skor- að á annan tug marka! Tony Cottee og Norman Whiteside gerðu tvö mörk hvor fyrir Everton. Þorvcddur Örlygsson var ekki í leikmannahópi Forest. Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest, vildi ekkert ræða leikinn við sjónvarpsmenn að honum loknum. Clough gerði sér lítið fyrir og kyssti sjónvarpsfréttamanninn á kinnina í beinni útsendingu og hvarf síðan til búningsklefans! Clough hefur hins vegar látið hafa eftir sér í blöðum að enginn leikmanna Forest sé öruggur um sæti í liðinu í úrslitaleik deilda- bikarsins gegn Oldham þann 29. þessa mánaðar - aðeins rútubílstjóri liðsins sé öruggur með að fara með á Wembley! Norwich vann Crystal Palace, 2-0. • Brian Clough kyssti fréttamann i beinni útsendingu í gærkvöldi! Tim Sherwood skoraði fyrra markið og það síðara var sjálfsmark frá Gary O’Reilly. í 2. deild vann West Ham mikilvæg- an útisigur á WBA, 1-3, og eygir enn von um 1. deildar sæti. í 3. deild komst Bristol Rovers í annað sætið með 1-2 sigri á Wigan. Sport- stúfar Þeír 36 dómarar sem valdir hafa veriö til að dæma í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu á Ítalíu í sumar hittust nýverið til að hera saman bækur sínar fyrir stórá- tökin í sumar. Einn liðurinn í undirbúningi dómaramia var að taka sérstakt þrekpróf og féll helmingur dómaranna, eða 18, á prófmu og fá þeir nú tvo mánuði til að bæta sig. Flestir ef ekki all- ir þessir dómarar komu frá lönd- um sem eru að klára keppnis- tímabil sín í knattspyrnunni svo að árangur dómaranna í þrek- prófinu kom mjög á óvart. Egyptar unnu TékkaíPrag Egyptar komu verulega á óvart í gær þegar þeír sigruðu Tékka, 0-1, í vináttulandsleik í Brno. Tékkar höfðu nokkra yfirburði í leiknum en virtust ekki hafa kraft eða metnað til að jafna eftir að Mohamed Kas skallaði bolt- ann í mark þeirra 17 mínútum fyrir leikslok. Bæði þessi lið leika í úrslitakeppni HM á Ítalíu í sum- ar. Norðmenn lögðu þá vestur-þýsku - og mæta Finnum í úrslitaleiknum Norðmenn unnu góðan sigur á Vestur-Þjóðverjum, 20-18, í álfu- keppninni í handknattleik í Finn-* landi í gær og nú er nánast öruggt að þeir mæta Finnum í úrslitaleik keppninnar. Staðan í hálíleik var 11-10, Norð- mönnum í hag, en undir lokin, þegar staðan var 18-18, varði markvörður þeirra, Gunnar Fosseng, vítakast frá Jochen Fraatz. Öysten Havang skor- aði 6 mörk fyrir Norðmenn, Rune Erland og Ole Gustaf Gjekstad 4 hvor. Richard Ratka og Jochen Fra- atz gerðu 5 mörk hvor fyrir Vestur- Þjóðverja. Önnur úrslit í A-riðli urðu þau að ísrael vann Tyrkland, 21-20, og Belg- ía vann Grikkland, 23-15. Noregur er með 8 stig, Vestur-Þýskaland 6, ísrael 6, Belgía 4, Grikkland og Tyrk- land ekkert. Norðmenn og Vestur- Þjóðveijar komast í .B-keppnina, ásamt Israelum, nema Belgar vinni Norðmenn á morgun og komist upp- fyrir ísraela, sem mæta Vestur-Þjóð- verjum. í B-riðli unnu Finnar sigur á Portú- gölum, 31-23, Hollendingar unnu Lúxemborgara, 32-20, og Búlgarir unnu ítali, 16-12. Finnar eru með 8 stig, Hollendingar 6 og Búlgarir 6, og þessar þijár þjóðir eru öruggar í B- keppnina. ítalir eru meö 2 stig, Lúx- emborgarar 2 og Portúgalir ekkert stig. -VS Robson og Webb með um helgina? Gurmar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Alex Ferguson, stjóri Manc- hester United, mun ákveða í dag hvort Bryan Robson og Neil Webb verði í liöinu sem mætir Oldham í undanúrslitum bikar- keppninnar á sunnudag. • Tony Daley, útherji Aston Villa, þurfti að yfirgefa Villa Park á hækjum síðastliðinn smmudag eftir leik liðsins við Manchester City. Engu að síður er talið liklegt að Daley verði tilbúinn í slaginn fyrir hinn mikilvæga leik gegn Arsenal næsta miðvikudag. • Sheffield Wednesday hefur verið skipað að taka niður stál- grindurnar sem léku stóran þátt í Hillsborough-slysinu hörmu- lega á síöasta ári. Skipunin kom frá bæjarráði Sheffield í kjölfar viðræöna þess viö öryggissér- fræðinga. • Falko Götz, sóknarmaður Kölnar, skallar boltann í mark Juventus í leik liðanna i undanúrslitum UEFA-bikarsins í Tórínó í gærkvöldi. Pierre Littbarski lagði upp þetta mark, eins og síðara mark Kölnar skömmu síðar, en Juventus marði sigur, 3-2. Símamynd Reuter Milan með undirtökin í slagnum við Bayern - tómir eins marks sigrar í E vrópumótunum í knattspymu í gær AC Milan hafði betur í stórveldaslagn- um við Bayern Múnchen frá Vestur- Þýskalandi þegar þessir tveir risar mættust fyrra sinni í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu í Mílanó á Ítalíu í gær. Það var Marco Van Basten sem skor- aði sigurmarkið, 1-0, úr vítaspyrnu - sem hann krækti í sjálfur þegar Kohler hélt honum fóstum í vítateig Bayern á 77. mínútu. Raimond Aumann var frá- bær í marki Bayern og varði nokkrum sinnum úr dauðafærum ítalanna. Chris Waddle var í aðalhlutverki hjá Marseille sem sigraði portúgölsku meistarana Benfica, 2-1, í Frakklandi. Adesulado Lima kom Benfica yfir eftir aðeins tvær mínútur en Franck Sauzee var aðeins þrjár mínútur að jafna. Það var síðan Jean-Pierre Papin sem skoraði sigurmark Frakkanna undir lok fyrri hálfleiks - hans sjötta mark í keppninni í vetur. Marseille var óheppið að vinna ekki stærri sigur og átti meðal annars tvö stangarskot í síðari hálfleik. Naumt forskot Anderlecht Kristján Bemburg, DV, Belgíu: í Evrópukeppni bikarhafa í Brussel áttu Amór Guðjohnsen og félagar í And- erlecht í erfiðleikum með Dinamo Búk- arest, fyrrum lið rúmensku öryggislög- reglunnar. Anderlecht vann 1-0 og skor- aði Luc Nilis sigurmarkið í síðari hálf- leik með hörkuskoti eftir að Stelea, markvörður Dinamo, hafði varið skot frá Marc Degryse af 25 metra færi. Anderlecht átti í miklum erfiðleikum með leikna og snögga Rúmenana sem voru hættulegri aðilinn lengi vel. Strax eftir markið var Klein hjá Dinamo rek- inn af velli fyrir að gefa Oliveira kraft- mikið olnbogaskot. Þá var krafturinn úr Rúmenunum og Vandenlinden og Oliveira gátu aukið forskotið en tókst það ekki. Arnór lék á miðjunni hjá Anderlecht, framar en í síðustu leikjum. Hann vann mjög vel en skapaði sér engin færi. Dýrmæt mörk Kölnar Tvö mörk á lokamínútunum breyttu stöðu Kölnar frá Vestur-Þýskalandi úr vonlítilli í vænlega þegar liðið mætti Juventus á Ítalíu í UEFA-bikarnum. Juventus var komið í 3-0 með mörkum frá Rui Barros, Pier Luigi Casiraghi og Giancarlo Marocchi en undir lokin skor- uðu Falko Götz og Ralf Sturm fyrir Köln og lokatölurnar urðu því 3-2. Köln á því mikla möguleika í síðari leiknum á heimavelh sínum. -VS Körfubolti: KR-ÍBK í kvöld Einvígi KR-inga og Keflvíkinga um íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik heldur áfram í kvöld. Þá mætast félögin öðru sinni og nú i íþróttahús- inu í Keflavík klukkan 20.30. KR vann fyrsta leikinn, 81-72, á Seltjarnarnesi á mánudagskvöldið og hefur þvi undirtökin í einvíginu en það lið sem á undan vinnur þrjá leiki verður íslandsmeistari. Takist KR-ingum að vinna í kvöld blasir titillinn við þeim. Það verður þó haegara sagt en gert því Keflvík- ingar hafa unnið alla heimaleiki sína í Islandsmótinu í vetur, 15 að tölu, og auk þess unnu þeir upp níu stiga forskot KR úr fyrri leik liöanna í bik- arkeppninni fyrr í vetur og sigruðu meö 10 stiga mun. Hér til hliðar má sjá hver frammi- staða einstakra leikmanna í liðunum tveimur hefur verið í úrslitakeppn- inni hvað stigaskor varðar. Guöjón Skúlason hefur skorað 25,8 stig að meðaltali í leik fyrir Keflavík en Páll Kolbeinsson 22 að meðaltali fyrir KR og víst er aö frammistaða þeirra ræður miklu um hvorum megin sig- urinn lendir í kvöld. -VS © KR 1:0 IBK lllllllslillijllllllilllll Illlllilii IlllllII IIÉIIIIIII . í&iæis ■ ::ll: Einvígiö um Islandsbikarinn í körfuknattleik 22,0 Páll Kolbeinsson 15.3 Birgir Mikaelsson 15,0 Guöni Guönason 11.3 Axel Nikulásson 8.7 Matthías Einarsson 8,0 Anatólí Kovtoum 2.7 Höröur G. Gunnarsson 2,7 Lárus Árnason 25.8 Guðjón Skúlason 13.8 Sandy Anderson 12.5 Magnús Guöfinnsson 10.8 Nökkvi Már Jónsson 8,0 Falur Haröarson 7,0 Siguröur Ingimundarson 2.5 Einar Einarsson 1 ,o Ingólfur Haraldsson 0,25 Kristinn Friðriksson Tölurnargefa tilkynna meöalskor viökomandi leikmanns í úrslitakeppninni Eriendir skíðamenn í efstu sætunum - á lokamótinu í Blái^öllum Erlendir skíðamenn skipuðu sér í efstu sætin á síðasta svigmótinu í Bláfjöllum í fyrradag sem Skíðasamband íslands hefur efnt til á undanförnum dögum. Torbjörn Blomberg frá Svíþjóð sigraði í karla- flokki, Örnólfur Valdimarsson hafnaði í öðru sæti en Júgóslavarnir Matjaz Cujes og Pevli Cebulj urði í þriðja til fjórða sæti. í kvennaflokki sigraði franska stúlkan Goud Renaud, Carin Lindberg varð í öðru sæti og Guðrún Kristjánsdóttir lenti í þriðja sæti. Franska stúlkan sýndi mikið öryggi en þetta var eina mótið sem hún tók þátt í. Guðrún hlaut bikarinn Guðrún Kristjánsdóttir vann íslands- meistarabikarinn en hún var stigahæst að lóknum mótunum fimm sem fram hafa farið undanfarna dag. Guðrún hlaut 105 stig, Carin Lindberg, Svíþjóð, varð önnur með 85 stig. Torbjörn Blomberg sigraði í karlaflokki, hlaut samtals 110 stig. Valdi- mar Valdimarsson lenti í öðru sæti með 52 stig og Arnór Gunnarsson í því þriðja með 51 stig. -JKS Gurrí markadrottning Fyrir lokaumferðina í 1. deild kvenna í Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR........152 handknattleik er Guðríður Guðjónsdóttir Ragnheiður Stephensen, Stjörn.....121 búin að tryggja sér markadrottningartitil- Guörún Kristjánsdóttir, Val.......103 inn í deildinni og það ekki í fyrsta skipti. Laufey Sigvaldadóttir, Gróttu.....102 Húnhefurgertl72mörkí201eikjumFram Katrín Friðriksson, Val.............. 93 í vetur, 21 marki meira en Sigurbjörg Sig- Björk Hauksdóttir, Haukum..........92 þórsdóttir úr KR. Tíu markahæstu stúlkur Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni...... 87 fyrir síðustu umferðina, sem verður leikin Rut Baldursdóttir, FH............. 80 um helgina, eru þessar: Arna Steinsen, Fram...............73 Guðríður Guðjónsdóttir, Fram........173 -ÁBS/BÓ Tobbi skaut Saab í úrslit - skoraði sjö mörk gegn meisturum Redbergslid Ginvnar Gunnarsson, DV, Svíþjóð: Þorbergur Aðalsteinsson, hinn nýráðni landsliðsþjálfari íslands í handknattleik, var maðurinn á bak við óvæntan útisigur Saab á Sví- þjóðarmeisturum Redbergslid, 18-22, í Gautaborg í gærkvöldi. Þar með er ljóst að Saab mætir Drott i allt að flmm leikja einvígi um sænska meistaratitilinn. Þrátt fyrir sigur Saab á Red- bergslid á heimavelli á dögunum, í framlengdum leik, áttu fæstir von á að liðið myndi afreka það sama í Gautaborg. En Þorbergur reynd- ist liði sínu drjúgur, hann skoraði 7 mörk og mörg þeirra á mikilvæg- um augnablikum í síðari hálfleikn- um. Markvörðurinn Hákan Brolin lék líka stórt hlutverk í sigrinum. Pólverjinn Dziuba, sem lék íslend- inga svo grátt í heimsmeistara- keppninni, lék ekki með Saab vegna meiðsla. Redbergslid vann sjálfa 1. deild- arkeppnina með glæsibrag og fékk 38 stig af 44 mögulegum sem er nýtt met, almennt var reiknað með aö Saab yröi ekki mjög erfið hindr- un fyrir meistarana. Pár Jflsen var markahæstur hjá Redbergslid meö 7 mörk. Drott vann Irsta í hinu einvígi undanúrslitanna, 24-23, og þurfti því einnig aðeins tvo leiki til að komast í úrslitin. Drott fær odda- leikinn á heimavelli ef fimmtu við- ureignina þarf til að finna Svíþjóð- armeistarana 1990. • Eysteinn Guðmundsson. Eysteinn er hættur „Ég var á því að hætta að dæma í fyrra en lét þá til leiðast og hélt áfram. Núna er ég hins vegar al- veg ákveðinn í að hætta að dæma,“ sagöi Eysteinn Guð- mundsson, mílliríkjadómari í knattspyrnu, í samtali við DV. Eysteinn er einn reyndasti dómari landsins og hefur að eigin sögn dæmt um 1200 leiki. Milli- ríkjaréttindi hlaut hann árið 1972 . og leikirnir erlendis eru orðnir 62 sem dómari eða línuvörður. „Ég byrjaði að dæma árið 1959 og ætli þetta sé ekki orðið gott,“ sagði Eysteinn ennfremur. Hann bætti því við að útlitið í dómara- málum væri ekki gott og að hann hefði orðiö að hlaupa í skarðið í fyrra einfaldlega vegna þess að ekki fengust nægilega margir dómarar til starfa. -SK Unglingahandbolti: KR vann tvöfalt Úrslitatörnin i 3. flokki karla og kvenna og 5. flokki karla í handknattleik fór fram um síö- ustu helgi. KR varð tvöfaldur íslands- meistari en 3. flokkur kvenna og 5. flokkur félagsins hömpuðu ís- landsmeistaratitlinum að lokinni spennandi "keppni. Valsmenn urðu síðan íslands- meistarar í 3. flokki karla en þeir unnu alla leiki sína með miklum yfirburöum. Nánar verður greint frá úrslita- keppninni í helgarblaöi DV á laugardaginn. -HR Bikarkeppnin í handbolta: Lögreglumál á SeHjarnamesi - eftir sigur B-liös Gróttu á HK B-hö Gróttu, blanda af eldri og yngri leikmönnum félagsins, gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og sigraði 1. deildar lið HK, 24-22, í 16 liða úr- shtum bikarkeppni HSÍ á Seltjarnar- nesi. Mótlætið fór mjög í skap Kópavogs- búa og einn þeirra gerði sér lítið fyr- ir og mölvaði hurð í íþróttahúsinu að leik loknum. Lögregla var kölluð til og gerði hún skýrslu um málið! Kristján Brooks, ungur piltur í liði Gróttu, skoraði 7 mörk í leiknum og Þorlákur Árnason varði mark Sel- tirninga af snilld, meðal annars þrjú vítaköst. Seltirninga dreymir nú um að A- og B-lið Gróttu mætist í 8 liða úrslitum keppninnar en til þess að svo geti farið þarf A-liðið að sigra Eyjamenn á Nesinu í kvöld en þeim leik var frestað í gærkvöldi ásamt leik B-liðs Eyjamanna gegn Breiða- bliki. • FH vann B-lið Fram í Laugar- dalshöllinni, 23-35. Óskar Ármanns- son skoraði 9 mörk fyrir FH og Jón Erling Ragnarsson 7 en Gústaf Björnsson gerði 6 af mörkum Fram. • Valur vann Hauka auðveldlega í Hafnarfirði, 18-31, eftir 9-18 í hálf- leik. Valdimar Grímsson skoraði 6 mörk fyrir Val og Júlíus Gunnarsson 5 en Óskar Sigurðsson 4 fyrir Hauka. • Keflvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni, 21-27, eftir 8-15 í hálfleik. Björgvin Björgvinsson gerði 12 marka Keflvíkinga en Sigurður Bjarnason skoraði 7 mörk fyrir Stjörnuna og Einar Einarsson 5. • Loks vann Víkingur Ármann, 32-14. Birgir Sigurðsson skoraði 10 mörk fyrir Víking en Elías Sigurðs- son 4 fyrir Ármann. • Afturelding og Selfoss mætast á sunnudaginn í Mosfellsbæ. -ÆMK/VS Bikarúrslitin í blaki á Húsavík - Þróttarar munu mæta til leiks Sættir hafa náðst í deilunni milli Þróttar og BLÍ. Ákveðiö hefur verið að úrslitaleikurinn fari fram á Húsa- vík á laugardaginn kemur. Blaksam- bandið sér alveg um undirbúning fyrir leikinn í stað KA áður og verð- ur leikurinn tekinn upp af Sjón- varpinu og sýndur síðar. Búast má við hörkuleik enda mæt- ast hér tvö sterkustu lið landsins og væntanlega verður gæðablak á boð- stólum. Bikarúrslit kvenna Það verða Víkingur og Breiðablik sem berjast munu um bikarinn. Leikurinn átti að fara fram sama dag og karlaleikurinn en hefur verið frestað til 12. apríl vegna þess að þjálfari UBK, Örn Kristján Arnar- son, er jafnframt leikmaður með Þrótti. Viðureign stúlknanna verður í Hagaskóla. -gje ÍBR ________________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA KL. 20.30 ÍR-FYLKIR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.