Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Side 24
32 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990.. Merming Raunsæið ræður ekki við veraldarsýn barna Spjall við Sigrúnu Davíðsdóttur Eins og fram hefur komið í fréttum voru árleg barnabókarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur- borgar afhent í gær og féllu í skaut Sigrúnar Dav- íðsdóttur fyrir bók hennar, Silfur Egils. Þetta er jafnframt fyrsta skáldverk Sigrúnar, sem þekktari er fyrir bækur sínar og pistla um mat og matargerð. Silfur Egils segir af íslenskri íjölskyldu, foreldr- um og tveimur ungum sonum, á ferð í París þar sem þau finna forna og rykfallna ferðabók frá ís- landi. í hana eru skrifaðar leiðbeiningar um hvar fjársjóð sé að finna og reyna bræðurnir að rekja sig að fjársjóðnum eftir leiðbeiningunum. Er þetta upphafið að æsilegri atburðarás sem ekki verður tíunduð frekar hér til að spilla ekki gamni tilvonandi lesenda. „í alvörunni'* er Sigrún hins vegar íslenskufræð- ingur og stundar rannsóknir á handritamálinu úti í Kaupmannahöfn. í tilefni af verðlaunaveiting- unni gerði hún hlé á rannsóknum og skrapp heim til íslands. Barna- og fullorðinsbækur „Silfur Egils var að mestu leyti skrifuð á árunum 1985-86 en fékk á sig endanlega mynd árið 1988,“ sagði Sigrún í viðtali við DV í gær. „Það væri synd að segja að ég hefði unnið skipu- lega að þessari sögu, heldur valt hún bara áfram á einhvern undarlegan hátt þangað til ég sat uppi með bókarhandrit." En hver voru tildrög þess að matreiðslu- og ís- lenskufræðingurinn fór að skrifa sögu fyrir böm? Sigrún er ekki alveg sátt við orðalag þessarar spumingar. „Ég er eiginlega á móti því að skipta bókum nið- ur í barnabækur og fullorðinsbækur. Það er hægt að lesa svokallaðar fullorðinsbækur fyrir mjög ung böm, allt niður í þriggja ára gömul, því að þau era vön því að skilja ekki einstök orð og geta í eyðurnar. Sömuleiðis eiga fullorðnir að geta haft mikla ánægju af bókum sem ætlaðar eru börnum. Og hví ekki, því við verðum ekki fullorðin í einni svipan heldur smátt og smátt. Sigrún Davíðsdóttir. DV-mynd GVA Flest okkar varðveita í sér barnið í einhverjum mæli, það er hæfileikann til að sjá hið skrítilega við tilveruna, undrast og verða hissa. Ég held að minnsta kosti að það hljóti að vera erfitt að lifa án þessa hæfileika." Sigrúnu er þetta augljóslega mikið hjartans mál. Hliðstæður við veruleikann „Það má ef til vill segja að Silfur Egils hafi oröið til vegna þess að mér þykir gaman að lesa fyrir syni mína. Og Egils saga er auðvitað hluti af minni vitund sem íslenskukennara og íslendings svo að það er ekkert undarlegt þótt ég vísi í hana. Síöan gerðist það í.raun og veru að menn fundu gamla ferðabók frá íslandi í París svo að mér fannst upplagt að nota það atvik sem útgangs- punkt sögunnar. Á tímabili ætlaði ég raunar sjálf með syni mína til dvalar í París, þannig að þarna eru ákveðnar hliðstæður við veruleikann. En allt annað í sögunni er auðvitað uppdiktað og ævin- týralegt.“ Ég spyr Sigrúnu hvort sögur fyrir börn þurfi að vera ævintýralegar. „Ég hef út af fyrir sig ekkert á móti þessum svo- kölluðu raunsæju barnabókum sem nú eru í tísku. Það má vel vera að börn hafi gagn og gaman af því að lesa um fólk sem lifir nákvæmlega eins lífi og þau sjálf. Ég held nú samt að veraldarsýn barna sé svo sérstök að raunsæið ráði ekki við hana. Þeirra veröld er miklu stærri og fjölbreytilegri en okkar, sem eram hátíðlega fulloröin, og um leið óræðari. Þar gerist svo margt sem ekki er hægt að útskýra - og raunar engin þörf á að útskýra. Þessi veröld rúmast hins vegar í ævintýranum. Guðrún Helgadóttir er ein af þeim sem tekist hefur aö fella þessa skrítnu og skemmtilegu ver- aldarsýn bama að raunsærri þjóðfélagsmynd." Þrátt fyrir efasemdir sínar um réttmæti þess að skipta bókum í barna- og fullorðinsbækur er Sigr- ún ekkert ósátt við að taka við barnabókarverð- launum. Engar yfirlýsingar „Sem rithöfundur er maður auövitað feginn allri athygli. Og ef þessi viðurkenning verður til þess að vekja frekari áhuga á bókinni - mér skilst að hún hafi ekki selst neitt ægilega vel fyrir jólin - þá er ég ánægð. Raunar vælandi af þakklæti, eins og krakkarnir segja." Sigrún villekki gefa neinar yfirlýsingar um frek- ari skrif af þessu tagi, að minnsta kosti ekki fyrr en hún er búin að grafa upp allar heimildir um handritamálið í skjalasöfnum Kaupmannahafnar. Sígaunaljóð Garcia Lorca Spænska skáldið Federico Garcia Lorca er íslendingum að góðu kunnur, ekki síst eftir fvær sýningar á Húsi Bernörðu Alba í vetur. Auk þess hefur Blóðbrullaup verið sýnt og skammt er að minnast Yerma En Garcia Lorca vakti ekki síður athygli sem ljóðskáld en leikskáld. Af 2000 bls. ritsafni hans er íjórðungur lagður undir ljóð en tæplega helmingur leikrit. Þetta era ótrúlega mikil afköst þegar þess er gætt, hve góð verk þetta era og að maðurinn var aðeins 38 ára þegar hann var myrtur af Franco-liðum í upphafi spænsku borgarastyrjaldarinnar. Það morð verður vart skýrt með ritum hans, a.m.k. verður þar ekki fundinn pólitískur boðskapur, að því er ég best veit. Eitthvað hefur verið þýtt á íslensku af ljóðum Garcia Lorca, a.m.k. af Baldri Óskarssyni, Guð- bergi Bergssyni og Málfríði Einarsdóttur, e.t.v. líka af Sigríði systur hennar. Því miður hefur enn ekki birst ljóðasafn Málfríðar en það mun vera merkilegt viðfangsefni að búa þaö til út- gáfu. Og athugandi væri hvort ekki er tímabært að gera Ijóðasafn Garcia Lorca á íslensku eftir ýmsa þýðendur, líkt og birtist eftir Bertold Brecht hér um árið. Ástir, afbrýði, morð En á meðan viö bíðum eftir þvi er óhætt að mæla með danskri þýðingu sígaunaljóða Garcia Lorca. Þetta er spyrpa 19 ljóða. Svið þeirra er mjög áþekkt og í Blóðbrullaupi, ástir, aíbrýði og morð, að viðbættum óhugnanlegum ofsókn- um gegn þessari flökkuþjóð. Ramminn er fom danskvæöi eins og kunn era á íslandi í safnrit- unum Fornir dansar og Kvæði og dansleikir. Þetta era einfóld frásagnakvæði um harmsögu- legar ástir, þjóðsagnakennd og ljóðræn. Sum minna á þulur, þá era í ljóðunum stuttar ljóðlín- ur meö reglubundinni hrynjandi og endurtekn- ingar með tilbrigðum. Inni á milli era dramat- ískari kaflar. En innan þessa þjóðkvæðaramma bregður Garcia Lorca upp módemum, mót- Garcia Lorca Bókmenntir Örn Olafsson sagnakenndum myndum, svo lesandinn stöðv- ast við draumkennda fegurö þeirra. Þær njóta sín auðvitaö best, hver á sínum stað í kvæðinu, en með þessum fyrirvara getum við litið á ein- stök dæmi: bidervinden rasende itagets skifersten... Pá brystemes sodede ambolte klager runde, merke sange... (söngvarnir glymja á brjóstunum eins og hamar á steðja) Men fisken, som forgylder vandet og iklæder marmorblokke sorg... Halvmánen stár og drommer ekstatisk om at være stork. Fjarstæður í ljóðinu „Dauði Antonito el Camborio'' segir frá því að einn maður berst gegn fjórum. Inn í hnífabardagann fléttast myndir sem tengjast honum; geislar stjarnanna minna á spjót. Minnt er á horn nauta, sem dreymir um nautaat - en nánar tiltekið um ilminn sem getur fylgt því! Pilturinn er með stríðan makka eins og foli og svo verða líkingarnar enn furðulegri eða fjar- stæðukenndari, hann er hörundsdökkur eins og nýtt tungl, karlmannleg rödd hans minnir á nellikkur! Og da stjemerne planter spyddene i det bleggrá vand og da de unge tyre drommer om kapper med en duft af feckoj, genlod dodens stemmer nær ved Guadalquivir. Antonio Torres Heredia, du stridmankede Camborio, morklodet som den unge máne, med mandig nellikerost Lok fyrra erindisins era eftirminnilegt viðlag kvæðisins; Vocesde muerte sonaron/ cercadel Guadalquivir. Undirritaður er ekki sterkur í spænsku en bar þó þessa dönsku þýðingu saman við frumtexta. Og ég‘ verð að segja að sjaldan hefi ég séð eins nákvæma þýðingu. Mér virðist hljómur dönsku og hljómfall ærið ólíkt spænsku, henni stendur t.d. íslenska miklu nær. En samt tekst þessum danska þýðanda, Peer Sibast, að skila, ekki bara hverju efnisat- riði kvæðanna og myndmáli í smáatriðum, held- ur einnig hrynjandi þeirra og hljómi, eins vel og kostur virðist. Þetta litla kver er því lærdóms- ríkt fyrir áhugafólk um bókmenntir, auk þess að vera unaðslegt aflestrar. Sigojnerballader af Federico Garcia Lorca. Oversat af Peer Sibast Husets forlag, 55s„ Árhus 1990. Listahátíð í Þingholtunum Einn óvenjulegasta og frumleg- asta uppákoma á vegum Listahá- tíöar 1990 verður sennilega úti- sýningin sem Nýlistasafnið stendur fyrir og haldin verður í görðum og götum úti í Þingholt- unum. í samvinnu við íbúasamtök Þingholtanna munu íslenskir, norrænir og evrópskir listamenn vinna að því að færa ýmiss konar skapandi starfsemi út undir bert loft og má búast við skúlptúr- verkum, gjörningum, uppákom- um, tónlistarflutningi og danstil- raunum vítt og breitt um sumar- björt stræti Þingholtanna. Bræðingur Listahátíðin 1990 mun verða vettvangur fyrir ýmislegan bræð- ing í listunum. Nefna má sam- vinnu þýsk- bandaríska hljóm- sveitarstjórans Gunthers Schull- ers og sovéska jasspíanistans Leonids Chizhiks á tónleikum í Háskólabíói 12.júní. Þá verða leikin bæði háklassísk verk og bandarísk tónlist með jassívafi, m.a. verk eftir Gersh- win. Finni hlýtur Nor- rænu kvik- myndaverðlaunin Fyrir nokkrum dögum voru kvikmyndaverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar, sem nema 150.000 dönskum krónum, veitt í fyrsta sinn í lok norrænnar kvikmyndahátíðar í Kristian- sand í Noregi. Þau hlaut hinn kornungi finnski kvikmyndaleikstjóri Ilkka Járvilaturi fyrir mynd sína „Á heimleið" sem gerð var meðan hann var eim í kvikmyndaskóla. Sænska myndin „Verndaren- gillinn'' eftir Suzanne Osten hlaut áhorfendaverðlaun hátíö- arinnar. Áður höfðu menn talið víst að danska myndin „Dansað við Reg- itze", sem tilnefnd var til óskars- verðlauna, mundi hreppa nor- rænu kvikmyndaverðlaunin. Ellefu kvikmyndir voru til- nefndar til verðlaunanna, þar á meðal íslensku myndirnar „Magnús“ og „Kristnihadd undir Jökli". Islensk Ijóð frá Hollandi Það er ekki algengt að íslenskar ljóðabækur séu gefnar út erlend- is. „Fallegri en flugeldar", ljóða- bók eftir Rögnu Sigurðardóttur, hefur nú verið gefin út í Ma- astricht í Hollandi þar sem höf- undur er við nám í myndlist við Jan van Eyck akademíuna. Er upplag bókarinnar takmark- að við 100 eintök og eru fyrstu 25 eintökin gefin út í handgerðri öskju ásamt blýantsteikningu, grafíkverki og klippimynd eftir Rögnu. Hún hefur áður gefið út smá- sagnasafnið „Stefnumót", 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.