Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. 31 Smábátaeigendur! Höfum fyrirliggj- andi talstöðvar, dýptarmæla, ratsjár, lóran C og sjálfstýringar í trillur. Friðrik A. Jónsson hf., Fiskislóð 90, s. 91-14135 og 91-14340. Kreditkortaþj. Audi 80 1,8E árg. ’88, demantssvartur, litað gler, álfelgur og sportsæti, mjög vel farinn, ekinn aðeins 24 þús. Uppl. í vs. 91-625030 og hs. 91-689221. ■ Líkamsrækt Þessi bátur er til sölu: 4,9 rúmlestir, með skjádýptarmæli, talstöð og komp- ás. 62 ha vél, ganghraði 16 sjómílur. Sérlega hentugur tii grásleppu- og handfæraveiða. verð 1750 þús. Uppl. í síma 50818 og á kvöldin í síma 51508. Hreysti - 15% afsl. í tilefni nafnbreytingar veitum við 15% staðgreiðsluafslátt af öllum okk- ar tækjum fram að páskum. Dæmi: þrekhjól, stígvélar, pressubekkir, lyft- ingasett, mittisbekkir, handlóð o.m.íl. Póstsendum. Áður Vaxtarræktin, nú Hreysti, Skeifunni 19, s. 681717. KORTHAFAR FÁ LÍKA15% AFSLÁTT Já, allir korthafar fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða siriáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum að Smáauglýsingin færð á kortið þití. % Það er gamla sagan: C Þú hringir, við birtum og það ber árangur! et opm: kl. 9.00 22.00 kl. 9.00-14.00 kl. 18.00-22.00 ÐV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. Bianca 2000 baðinnrétt. 30-40% afsl. Poulsen, Suðurlandsbraut 10, sími 686499. Útsölustaðir: Málningarþjón- ustan, Akranesi, Húsgagnaloftið, Isafirði, flest kaupfélög um land allt. Húsgögn Unglingahillusamstæöur i svörtu og hvítu. Gefum 20% fermingarafsl. Visa- og Euro-samningar. Nýborg (sama hús og Álfaborg), Skútuvogi 4, s. 82470. Hornsófar, sófasett og hrúgöld á tilboðs- verði þessa viku, hagsætt verð. Mikið úrval áklæða. Sími 44288, Isfe hf/Inn- bú, Smiðjuvegi 4-E, Kópavogi. Varáhlutir ■ Bátar Smáauglýsingar Þessi Viking bátur er til sölu. Hann er byggður úr trefjaplasti hjá Samtaki hf. árið 1987, 8 m langur, 5 rúmlestir brúttó, dekkaður, aðalvél Ford Merl- in, 80 hö. Meðf. tæki: 2 stk. DNG færa- vindur, Appelco 1650 color dýptar- mælir, Ray-98 örbylgjustöð, Koden loran 797, gúmmíbátur, 4ra manna með sendi. Vs. 91-680995, hs. 91-79846. BQar til sölu Bill með krana til sölu. Þessi Man 16.240 FÁ, árg. ’79, _er til sölu. Bíllinn er með framdrifi og áföst- um stórum krana sem hefur lyftigetu um 8 tonn. Uppl. í vs. 91-680995 og hs. 91-79846. Chevrolet Blazer 1976 til sölu, upptek- in Bedford, 6 cyl. vél, 518, 5 gíra, Benz gírkassi. Alls konar skipti möguleg, t.d. á hestum, hestakerrum, vélsleðum og m. fleira. Uppl. í síma 91-23797 á kvöldin. Toyota Hilux, extra cab, árgerð '84 til sölu, ekinn 86 þús. km, dísil, yfir- byggður,'beinskiptur, vökvastýri, spil- grind, toppgrind. Upplýsingar í síma 97-13055. Guðmundur. M. Benz 250, 6 cyl., árg. '79, sjálfskipt- ur, vökvastýri, sóllúga, álfelgur o.fl., verð 520 þús., 395 þús. staðgreitt. Skipti ath. Uppl. veittar í símum 91-30392 og 91-46344. Sértilboð á 33"x12,5 jeppadekkjum, aðeins 10.700 stgr., eigum einnig aðrar stærðir á góðu verði. Felgur, mikið úrval, verð 15"xl0" 4600 stgr. Amerísk gæðavara. Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23, 112 Rvík, s. 91-685825. Fréttir Selfosskaupstaður: FJárhagsstaðan er mjög sterk Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Ég átti nýlega tal við hinn áhuga- sama bæjarstjóra okkar á Selfossi, Karl Björnsson, sem allir óska eftir að gegni starfi bæjarstjóra áfram. Hann sagði mér að á fundi bæjar- stjómar Selfoss 14. mars hefði fjár- hagsáætlun fyrir árið 1990 verið samþykkt. Heildartekjur eru áætl- aðar um 337 m.kr. Þar af eru útsvör 198 milljónir, fasteignagjöld um 60 milljónir og aöstöðugjöld 46 millj- ónir. Heildarrekstrarútgjöld eru áætluð um 230 milljónir. Helstu rekstrargjöld eru um 68 milljónir til félagshjálpar og almannatrygg- inga og um 43 milljónir til fræðslu- mála. Fjármagnskostnaður nemur ein- ungis um 6 milljónum eða 2% af tekjum. Rekstrarafgangur er um 107 milljónir eða um 32% af tekjum. Helstu framkvæmdir ársins verða viðbygging við gagnfræðaskóla Selfoss. Til þeirra framkvæmda verður varið um 51 milljón kr.á þessu ári en 10,5 milljónum til bókasafnsframkvæmda við Aust- urveg 2^4 og um 10,4 milljónum til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Einn- ig verður haldið áfram við gatna- gerð, bæði við gatna- og gangstétta- gerð og er áætlað að framkvæma fyrir 28 milljónir. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir er gert ráð fyrir að lækka skuldir bæjarins um tæpar 10 milljónir. Fjárhagsstaða Selfosskaupstaðar er mjög sterk og hlýtur að vera ánægjuefni fyrir Selfossbúa og fleiri þegar stöðugar fréttir berast af illa stæðum sveitarfélögum víða um landsbyggðina, eins og ég les um í blöðum daglega. Deila vegna húsaleigu: Leigusala gert að greiða tryggingarfé í borgardómi er fallinn dómur í deilumáli vegna uppsagnar á leigu- húsnæði og endurgreiðslu á trygg- ingarfé. Leigutaki stefndi leigusala vegna þess að leigusalinn neitaði að endurgreiða allt tryggingarféð eftir að leigusamningi hafði verið sagt upp. I desember gerðu aðilarnir með sér ótímabundinn leigusamning. Leigu- taki tók á leigu herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði. Til tryggingar greiddi hann tvöfalda mánaðarleigu. Leigutakinn sagði leigunni upp með bréfi dagsettu 30. janúar, með mán- aðar fyrirvara. Leigusalinn segist ekki hsifa fengið bréfið fyrr en 1. fe- brúar og neitaði með þeim rökum að endurgreiða nema helming trygging- arinnar. Því undi leigutakinn ekki og stefndi leigusalanum. Borgardóm- ur hefur nú fallist á sjónarmið leigu- takans og gert leigusalanum að end- urgreiða allt tryggingarféð auk máls- kostnaðar og vaxta. Leigusalinn vildi meina að leigu- takinn hefði haft íbúð á leigu og því væri ekki hægt að segja leigunni upp með minna en þriggja mánaða fyrir- vara. Dómarinn féllst ekki á þá rök- semd. Leigusalinn, en hann hefur atvinnu af leigu íbúðarhúsnæðis og hefur áður verið til umljöllunar í fjöl- miðlum vegna óánægju viðskipta- vina sinna, segist beita þessum regl- um gegn öllum þeim fimmtán aðilum sem hann leigir húsnæði. Allan Vagn Magnússon borgar- dómari kvað upp dóminn. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.