Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990.
7
i>v Sandkom
Fréttir
Þorvaldar
Alþýftublaöiö
kynntí í gær
opið prófkjör
Alþýöuflokks-
msíReykjavik
Samtakaum
nyjan vettvang,
Fólagsungra
alþýðubanda-
lagsmanna, Reykjavikurféiagsins,
Samtaka um betri borg og óháöra
borgara, (Hver á eiginlega aö muna
þessa rullu?) Var próíkjörið kynnt í
kálfi semfylgdi Alþýðublaöinu. í
miöj u kálfsins voru my ndir af fram-
bj óðendum, 23 talsins, ásamt nöfnum
þeirra, aldri og starfsferli í stikkorð-
um. Allt er þetta afar hefðbundið og
„týpiskt". En eítthvað hafa þeir verið
utangátta sem settu þessa opnu sam-
an. Ein skærasta stjarna þessa fram-
boðs mun vera Ólina Þorvaröardóttir
dagskrárgerðarmaður. Þeim á Al-.
þýðublaðinu hefur hins vegar ekki
tekist betur upp en s vo að hún er
rangfeðruð í opnunni, blessuð, og
sögð Þorvaldsdóttir. Góð byrjun það.
Fyrsta-
dagsumslög
Eitthuggu-
iegt korn. i til-
efnitíOáraaf
mælis Kvenfé-
lagasambands
íslandsumsíð-
ustu hclgi var
tjölda manns
boðiðtil hófs.
Sérstaka athygb vöktu boðskortin
sem send voru út í umslagi með fri-
merki af fyrsta formanni Kvenfélaga-
sambandsins, Ragnhildi Pétursdótt-
ur. Frímerkíð var gefið út í tilefni
aftaælisins og umslögin, sem boðs-
kortin bárust i, voru öll fyrstadags-
umslög. Þetta er alveg ljómandi snið-
Lifandi í dag,
dauður á morgun
Ogyfirílétt-
metið. Maður
nokkuríórnl
læknis. Sá
sagðihonum
eitrfaldlegaað
liannættiafar
skammteftir
ólifað. Myndi
maðurinn hreinlega deyja þá um
nóttina. Manninum verður bilt við
og fer heim til konu sinnar með hin
válegu tíðindi. Um kvöldið gera þau
hjónin upp sín mál og ganga þannig
frá að ekki verði neinir lausir endar
eftir andlát mannsins. Þá ganga þau
tilrekkja Þegaruppíerkomiðhugs-
ar maðurinn aö hann verði nú að fá
að gera dodo í síðasta skipti og fer
þvi aö láta blíðlega að konu sinni.
Hún tekur ekki sérlega vel í þessa
viöleitní eiginmannsins. Hann segir
þá: „Æ, láttu ekki svona, vertu nú
almennileg. Við hötúm bara gott af
smáleik." Þá svarar konan heldur
fúl: „Þetta getur þú sagt sem þarft
ekki að vakna til vinnu í fyrramálið!"
Blár
heimilisiðnaður
Eitt biáttí
lokin.Sand-
komsritari
heyröi þessa
söguogveit
sattaösegja
ekkihvorthún
ersönneðalog-
in. En látum
hana ílakka. Maður nokkur var far-
inn að færa sig upp á skaftið með
nýju myndbandstökuvélina sina og
byrjaður að taka upp bláar myndir
heima hjá sér. Fy Igir ekki sögunni
hvort ieikendur hafl verið eiginkon-
an og húsvinurinn en hitt fylgdi að
maðurinn var mj ög ánægður með
árangurinn. Harrn var svo ánægöur
að hann ákvaö að ta gert aukaeintak
af myndínni. Fór hann í þvi skyni á
einhvem stað sem getur íj ölfaldað
myndbönd. Segir sagan að þeir sem
áttu að gera aukaeintakið týrir
manninn hafi líka orðið yfir sig hrifn-
ir og gert heil 30 eintök. A þeim síðan
að hafa verið dreift á ýmsar mynd-
bandaleigur þar sem hægt er að fá
myndbandið leigt með lykUorðunum
blár heimilisiönaður.
Umsjon: Haukur L Hauksson
Fyrirspurnir á Alþingi:
Erum komin í ógöngur
- segir Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings
„Fyrirspurnir eiga samkvæmt
þingskaparlögum að vera stuttar og
hægt að svara þeim í stuttu máli. Við
erum komin út í algerar ógöngur
með þetta því oft er um að ræða
margra mánaða vinnu í ráðuneytun-
um við að svara fyrirspurnum þing-
manna,“ sagöi Guðrún Helgadóttir,
forseti sameinaðs þings, þegar hún
var spurð um samskipti löggjafar-
samkomunar og framkvæmdavalds-
ins.
Guðrún sagðist líta svo á að fyrir-
spurn Láru V. Júlíusdóttur hefði
ekki verið hafnað heldur væri enn
verið að vinna að svarinu af hálfu
fjármálaráðherra.
Guðrún sagði að vandamálið væri
oft að forsetar gætu ekki hafnað fyr-
irspurnum ef þingmenn vildu leggja
þær fram. Hins vegar taldi hún að
ef menn krefðust ítarlegra upplýs-
inga af framkvæmdavaldinu þá ætti
að biðja um skýrslu. Til þess þurfa 9
þingmenn að skrifa undir skýrslu-
beiðnina.
Þá sagðist Guðrún ekki geta tekið
undir fullyrðingar um að umboðs-
maður Alþingis hefði orðið illa úti í
niðurskurði íjármálaráðuneytisins.
„Það var sárahtil niðurskurður hjá
umboðsmanninum og yfirleitt hefur
hann fengiö þaö sem hann hefur beö-
iö um,“ sagði Guðrún.
„Aðalgagnrýni umboðsmanns í
skýrslu hans beindist að því hve
ráðuneytin svara honum seint. Við
forsetarnir höfum skrifað forsætis-
ráðherra bréf út af því þannig að við
höfum reynt aö vinna að því að hann
geti starfað eðlilega.“
Um störf Ríkisendurskoöunar
sagði Guðrún að samkvæmt lögum
þá ætti hún að vera ráðgefandi við
fjárlagagerðina. Hún vissi til dæmis
að það tíðkaðist víða erlendis. „Auð-
vitað á það að gilda með Ríkisendur-
skoðun eins og umboðsmanninn að
þessi embætti eiga að vera sem sjálf-
stæðust," sagði Guðrún.
-SMJ
Smásagnasamkeppni:
Nótt hlaut
fyrstu verðlaun
Verðlaun í smásagnasamkeppni
framhaldsskóla í tilefni 70 ára af-
mælis Barns náttúrunnar eftir
Halldór Laxness voru afhent í
Menntaskólanum í Reykjavík í gær.
Efndu Vaka-Helgafell og mennta-
málaráðuneytið til þessarar smá-
sagnasamkeppni í framhaldsskólum
landsins í október.
Dómnefnd keppninnar bárust 60
smásögur en í sumum framhalds-
skólum var forval þannig að þátttak-
endur voru mun fleiri.
Fyrstu verðlaun, 25 þúsund krón-
ur, ásamt 24 bókum Halldórs Lax-
ness, hlaut Kristján Leósson,
Menntaskólanum í Reykjavík, fyrir
smásöguna Nótt.
Önnur verððlaun, 15 þúsund krón-
ur, auk 24 bóka Halldórs Laxness,
hlaut Dagur B. Eggertsson, Mennta-
skólanum í Reykjavík, fyrir smásög-
una Allt þar sem það er séð úr glugga.
Þriðju verðlaun, 10 þúsund krónur,
auk bóka eftir Halldór Laxness, hlaut
Þorkell Óskarsson, Verkmennta-
skóla Austurlands, fyrir smásöguna
Hvít lilja.
Sjö aukaverðlaun voru veitt sem
eru verk eftir Halldór Laxness.
Dómnefndina skipuðu Þóröur
Helgason frá Samtökum móðurmáls-
kennara, Þórarinn Friðjónsson frá
Vöku-Helgafelli og Vigdís Gríms-
dóttir frá Rithöfundasambandinu.
-hlh
Hornafjarðar-
ósinn ófær
stærri skipum
Júlía Imsland, DV, Höfn:
Togarinn Stokksnes landaði um 80
tonnum af fiski á Djúpavogi á mánu-
dag og var aflinn fluttur landleiðina
til Hafnar. Ástæðan fýrir lönduninni
á Djúpavogi var sú að ekki var talið
fært fyrir togarann inn á Hornafjörö
sökum þess hve ósinn er orðinn
grunnur. Hafa heimabátar undan-
farið aðeins fariö ósinn á flóöi.
í síðustu viku voru sjö þúsund
kassar af freðfiski og 60 tonn af salt-
fiski flutt á bílum í skip á Djúpa-
vogi. Eitthvað hafði ástand óssins
lagast síðdegis á mánudag en dýpk-
unarskipið Perla hefur verið þar að
grafa.
Hornfirðingar hafa undanfarna
daga fengið innsýn í það ástand sem
myndi skapast á staðnum ef siglinga-
leiðin inn lokaðist alveg. Ætti þessi
reynsla að verða til þess að augu
manna opnuðust fyrir því óefni sem
í er komið og eitthvað raunhæft verði
gert strax.
Rangt föðurnafn
Siv Friðleifsdóttir, sem er þátttak-
andi í prófkjöri Nýs afls á Seltjarnar-
nesi, var sögð Þorleifsdóttir í blaö-
inu. Þetta leiðréttist hér með. Siv er
Friðleifsdóttir.
Olafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafells, ávarpar gesti við verðlaunaafhendingu í smásagnasamkeppni fram-
haldsskóla sem efnt var til þar sem sjötiu ár voru í haust liðin frá útkomu Barns náttúrunnar eftir Halldór Lax-
ness. Verðlaunaþegar standa aftan við Ólaf. DV-mynd GVA
Falleg og stílhreín ljósmyndavél
er tílvalín fermíngargjöf
Ný Minolta myndavél
• Fókusfri
• Innbyggt flass
• Sjálfvirk þræðing
• Mótor fyrir fílmufærslu
• Sjálfvirk ASA-stiIIing
TILBOÐSVERÐ KR. 4.990,-
Ricoh Áutofocus myndavél
• Autofocus
• Innbyggt flass
• Sjálfvirk þræðíng
• Mótor fyrír fílmufærslu
• Sjálfvirk ASA-stilIing
TILBOÐSVERÐ KR. 6.990,-
í Ijósmyndadeíld okkar bjóðum víð vandaðar vörur
á verði sem kemur skemmtílega á óvart