Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. 9 Utlönd Lothar de Maiziere, leiðtogi kristilegra demókrata í Austur-Þýskalandi, (til hægri) er talinn næsta öruggur með forsætisráðherraembættið í næstu stjórn. Simamynd Reuter Austur-þýska þingiö kemur saman 1 dag: Hápunktur baráttunnar I dag kemur að hápunkti lýðræðis- baráttu Austur-Þjóðverja en þá kem- ur hið lýöræðislega, nýkjöma þing saman fyrsta sinni. Fyrir fjögur hundruð þingmönnum liggur fyrst að kjósa þingforseta sem og að út- nefna forsætisráðherra. Fastlega er búist við að Lothar de Maiziere, leið- togi kristilegra demókrata, verði út- nefndur til forsætisráöherraembætt- isins og verði veitt heimild til stjóm- armyndunar. De Maiziere verður án efa fyrsti forsætisráðherra frjáls Austur- Þýskalands en Bandalag fyrir Þýska- land, sem flokkur hans var í forsæti fyrir, vann yfirburðasigur í nýaf- stöðnum þingkosningum. Að auki er flokkur kristilegra demókrata stærsti flokkurinn á þingi, með alls 163 þingmenn. Næstur honum kem- ur fíokkur jafnaðarmanna með alls 88 þingsæti. Búist er við að í næstu viku, þegar þing kemur saman öðru sinni, leggi de Maiziere fram ráð- herrahsta sinn til samþykktar og verði ennfremur kjörinn forsætis- ráðherra. De Maiziere mun liklega setja sam- an samsteypustjóm á breiðum grundveUi, með þátttöku jafnaðar- manna, Bandalags frjálslyndra demókrata og eigin bandalagsflokka. í viðræöum fuUtrúa fyrrnefndra flokka í gær komst skriður á myndun stjórnar og búast margir við að í dag liggi fyrir hvernig ráðherralisti hinn- ar nýju stjórnar verður. Ekki er enn ljóst hvernig ráðherraembættum verður skipt miUi hugsanlegra aðUd- arflokka stjórnar. Jafnaðarmenn hafa lýst yfir áhuga á að fá úthlutað sjö ráðuneytum, þar á meðal utan- ríkisráðuneytinu og ráðuneyti inn- anríkismála. Framfarirnar í stjórnarmyndunar- viðræðunum í gær ýttu undir vonir manna með að fljótlegá hæfust sam- einingarviðræður þýsku ríkjanna fyrir alvöru. Forystumenn fyrir- hugaðra stjómarflokka austan meg- in eru samþykkir því að besta leiðin til sameiningar sé að Austur-Þýska- land samþykki stjórnarskrá Vestur- Þýskalands en samkvæmt 23. grein stjórnarskrárinnar er Austur-Þýska- landi heimilt að ganga inn í Sam- bandslýðveldið Þýskaland. Reuter SENDUM í PÓSTKRÖFU - SÍMI 687720 Nintendo sjónvarpsleíktækíð mun veíta öllum í fjölskyldunni ómælda skemmtun. í tílefni fermínganna bjóðum víð Nintendo leíktækíð ásamt eínum vinsælasta leíknum á frábæru tílboðsverðí, 17.990,- Ath. Míkíð úrval íeíiýa. EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS Fangar i Strangeways-fangelsinu í Manchester skrifuðu á borða að engir væru dánir en óstaðfestar fregnir herma að allt að tuttugu fangar kunni að hafa verið myrtir í uppreisninni. Símamynd Reuter Sjönarvottar segja frá: Sáu meðfanga hengda Þrjátíu uppreisnarfangar í Strangeways-fangelsinu í Manchest- er í Bretlandi gáfust tíþp í gær en tahð er að tuttugu séu enn inni í fang- elsinu. Samningaviðræðum verður haldið áfram við fangana sem orðnir eru örvæntingarfullir en fastákveðn- ir í að gefast ekki upp, að því er sagt er. Þeir sem enn þrauka eru taldir vera uppreisnarleiðtogarnir. Einn fangi, ákærður fyrir kynferð- isafbrot, lést á sjúkrahúsi á þriðju- daginn. Áhtið er að hann hafi dáið af völdum barsmíða í uppreisninni. Embættismenn óttast að fleiri hafi látist í uppreisninni og að þeir eigi eftir að finna hk innan veggja fang- elsisins. Kynferðisafbrotamenn eru fyrirhtnir af meðfóngum og er tahð að sex shkir hafi getað verið myrtir í uppreisninni. Lögfræðingar tveggja manna, sem voru í gæsluvarðhaldi í Strange- ways-fangelsinu um helgina vegna umferöarlagabrota og komu fyrir rétt í gær, sögðu skjólstæðinga sína hafa orðið vitni að hroðalegum at- burðum. Annar mannanna, sem varð fyrir meiðslum í uppreisninni, kvaðst hafa séð þrjá menn hengda. Einn þeirra hafi verið sautján ára gamall unghngur. Hinn sem kom fyrir rétt í gær kvaðst hafa verið inni- lokaður í klefa sínum þegar reyk lagði undir hurðina. Sagðist hann hafa hrópað á hjálp í örvæntingu og komist út þegar einhver braut klefa- hurðina. Reuter Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. WS4 (Nintendö) Gjöfm SEM ALLIR MUNDU VIIJA FÁ Aðalfundur Aðalfundur Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina verður haldinn föstudaginn 6. apríl 1990 kl. 20.30 í Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.