Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. Spumingin Ferðu í fermingar- veislu í ár? Margrét Marteinsdóttir nemi: Já, ég fer á sunnudaginn. Bróðir vinkonu minnar og frænka mín fermast. Valgerður Jensen nemi: Nei, ég býst ekki við því. Sævar Sigurvaldason sjómaður: Ég reikna með því. Helga Þorkelsdóttir húsmóðir: Ég fer í tvær á pálmasunnudag. Lesendur Litlar framkvæmdir við Nýbýlaveg Kópavogsbúi skrifar: Kópavogsbær hefur löngum haft á sér vafasamt orð er kemur aö gatnaframkvæmdum og þegar loksins var lagt í aö malbika helstu göturnar miðaði framkvæmdum seint. Og enn er Kópavogsbær viö sama heygarðshornið. í fyrrasumar var ráðist í breytingar á Nýbýlavegi frá Túnbrekku að Birkigrund. Máttu íbúar götunnar sætta sig viö að henni væri lokað í talsveröan tíma og að vinnuvélar vektu fólk eld- snemma um helgar. En fólk lét ekki slík óþægindi á sig fá því í brjóstum þess blundaði sú von að ef til vill tækist nú að klára fram- kvæmdirnar á tilsettum tíma. Samkvæmt dreifiriti, sem var borið í öll hús við Nýbýlaveg fyrir tæplega ári, átti húsagatan að vera tilbúin þann 1. september sl. Þegar fyrsti snjórinn féll mátti hluti íbúa götunnar enn sætta sig við að hoss- ást upp og niður á holóttum malar- vegi ef þeir höfðu hug á aö komast til síns heima. Eins og staðan er nú er sá hluti húsagötunnar, sem tilbúinn er, notaður sem aðalvegur en ekkert virðist unnið við sjálfan aðalveg- Kópavogsbúi er langþreyttur á ástandinu við Nýbýlaveginn. inn. Eru margir orðnir langþreyttir á ástandinu og langeygðir eftir að það breytist til batnaðar. I tilefni komandi bæjarstjórnar- kosninga skulu forráðamenn Kópavogsbæjar minntir á það að Nýbýlavegurinn verður engin rós í hnappagat núverandi meirihluta bæjarins. Metallica í Bylming Metalliea-aðdáandi skrifar: Ég er einlægur aðdáandi speed- raetal hljómsveitarinnar Metallica og ekki einn um það því aö ég veit með ýissu að' Metallica á sér mjög stóran aðdáendahóp hér á landi þótt aldrei heyrist lög hljótnsveit- arinnar i útvarpí eða sjónvarpi. ' \ Og það er meinið. Er ekki mögu- legt að koma á móts við hlustendur speed-metal tónlistar raeð því að geía henni smápláss í útvarpi og sjónvarpi? Ég horfi td. alltaf á Bylming sem kallast þungarokks- þáttur en stendur engan veginn undir naihi. Væri ekki möguleiki að gera þáttinn að raunverulegum þungarokksþætti og sýna mynd- bönd með Metalliea, Megadeth, að heyra af speed-metal hijóm- Slayer, Iron Maiden og öðrum sveitum og Iron Maiden. hljómsveitum sem hlustandi er á og bera speed-metal- og þunga- hljómsveítum og því meira en nóg rokkstitilinn með rentu. til af efni. Rokksmiðjan á Rás 2 er nokkuö Skora ég á hina fjölmörgu unn- góður þáttur, ef til vill var hann endur Metallica og annarra slíkra of góður því að ekki fékk hann aö hljómsveita að láta í sér heyra um halda tveggja tíma lengd sinni. þessi mál. Varla er von til að Met- Mætti Rokklistinn á Stjörnunni allica komi hingaö á Listahátíð á taka Rokksmiðjuna sér til fyrir- næstunni þótt henni tækist auð- myndar og þyngja verulega takt- veldlega aö troðfylla Laugardals- inn. Ekki skortir úrvalið af góðum höllina. Lifeyrissjóðimir og eftirlaunin: Hneykslanleg yfirlýsing Stefán Karlsson skrifar: Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum er ég var að hlusta á fréttir í útvarpsstöðinni Bylgjunni sl. mið- vikudagskvöld. Þar var m.a. verið aö segja frá ummælum stjórnar Sam- bands almennra lífeyrissjóða og leggja út frá frumvarpi þriggja þing- manna Framsóknarflokksins um breytingu á fyrirkomulagi á greiðsl- um launþega til eftirlauna. í fréttinni kom m.a. fram að stjórn hinna Almennu lífeyrissjóða hafnaði alfarið þeirri hugmynd að greiðslur launþega á sérstaka einkareikninga, t.d. í bönkum, gæti komið í stað nú- gildandi lífeyrisgreiðslna. Um þetta er aðeins eitt aö segja; Hvorki stjórn lífeyrissjóða eða aðrar stjórnir eiga aö geta haft áhrif á það hvemig launþegar vilja spara og greiða af launum sínum til elhár- anna. í raun Ukist núgUdandi kerfi um greiðslur í lífeyrissjóði ekki öðru en einhvers konar Austur-Evrópu- kerfisklúðri sem alhr vilja losna við sem fyrst. Þingsályktunartillaga þeirra þre- menninganna, Guðna Ágústssonar, Stefáns Guðmundssonar og Alex- anders Stefánssonar, um breyttar líf- eyrissjóðagreiðslur, er einasta tUlag- an sem sést hefur í áraraðir sem tek- ur eitthvað á þessum lífeyrismálum. Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum hafa verið tregastir allra til að breyta núgildandi kerfi og er það kannski að vonum, þar sem þeir sjálfir nær- ast mest og best á lífeyrissjóðunum með því að fá þó greitt fyrir setu í stjórnunum auk þess sem þeir njóta allra almennra réttinda eins og aðrir launþegar. Ég skora á alla áhrifamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að stuðla að uppstokkun í lífeyrissjóða- kerfinu sem er mjög óréttlátt og koma því í nútímalegra far - ekki síst með því að gefa launþegum frelsi til að stofna til sérreikninga, líkt og gerist með skyldusparnað ung- menna, þar sem bæði launþegar og vinnuveitandi leggja inn tilskUdar og umsamdar upphæðir mánaðar- lega í stað þess að senda þessar greiöslur til lífeyrissjóðanna. Með konum gegn klámi Láki skrifar: Auðvitað á að banna öllum aö stunda klám og enginn ætti að niöur- lægja og misnota fólk kynferöislega. Aftur á móti er ekkert eðlilegra en heilbrigt kynlíf, enda eru konur gegn klámi ekki á móti þvi. Herferöin er til þess að bægja karlmönnum frá þeim hættum sem fylgir því að horfa á óeðli. Það er margsannað að fjöldi hjónabanda hefur farið forgörðum þegar maðurinn hefur reynt að heimfæra óeðli inn í ástarlífið. En hvers vegna eru menn þá aö horf á klám? Ég held aö vandamálið sé að það er of erfitt að fá gott mynd- efni með eðlilegu kynlífi. Mikið af þessum myndböndum, sem maður kaupir, eru illa gerð og taliö passar t.d. oft ekki viö atburðarásina. Þetta leiðir hugann að því hvers vegna ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn hafa ekki lagt fyrir sig að gera eðlilegar kynlífsmyndir. Við eigum faUegustu konur í heimi og greinda menn, þannig að íslen- skar kynlífsmyndir yrðu ekki ein- ungis fallegar heldur líka innihalds- ríkar og djúpar. Ég er viss um að þetta ætti eftir að verða mikil lyfti- stöng fyrir íslenska kvikmyndagerð sem er í mikilli lægð þessa stundina. Allir vita að Danir hafa grætt reið- innar ósköp á lélegum kynlífsmynd- um þannig að viö ættum aö geta mokað inn gjaldeyri á íslenskum kynlífsmyndum. Margir halda aö útUokað sé aö hrinda þessu í fram- kvæmd vegna þess aö erfitt verði að fá leikendur. Ég held hins vegar að svo sé ekki, ef vel er greitt fyrir, enda hefur það sýnt sig og sannað, t.d. hjá kynlífsblaðinu Bleikt og blátt. Ég vil að fólk átti sig á því að þessi iðnaður þyrfti enga styrki og er al- gjörlega laus við mengun og væri hægt að stunda í smáum og stórum stfl. Að lokum vil ég benda fólki á góða aöferð tU þess að meta hvort eitthvað er eðlUegt kynlíf eða ekki. Hún er sú að spyija sjálfan sig: myndu mamma og pabbi gera svona?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.