Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. 3 Fréttir Sýning á breyttu Þjóðleikhúsi: Sfaðfestir skoðun mína - segir Eiður Guðnason alþingismaður „Ég get ekki talaö fyrir aöra þing- menn en fyrir mig staðfestir þessi sýning á þreytingunum á Þjóðleik- húsinu aö það á að byggja nýtt leik- hús innan í gömlu skelinni. Ég er því enn frekar en áður sannfærður um að það sé rangt að ráðast í þess- ar breytingar á Þjóðleikhúsinu. Það þarf að endurnýja sumt þa'r og aðlaga nýjum kröfum en það á ekki að umturna því,“ sagði Eiður Guðnason, þingmaður Alþýðu- flokkins og flutningamaður þingsá- lyktunartillögu um að hætta við breytingar á Þjóðleikhúsinu, við DV. Eiður sótti ásamt öðrum þing- mönnum sýningu byggingarnefnd- ar á líkani að breytingum á Þjóð- leikhúsinu í fyrrakvöld. Á sama tíma var haldinn í kjallara hússins framhaldsaðalfundur Félags ís- lenskra leikara þar sem borin var upp tillaga sem gengur í sömu átt og tillaga Eiös. Henni var vísað frá með 36 atkvæðum gegn 7. „Það eru ekki allir hetjur og það kann að blandast inn í afstöðu manna hræðsla við að missa brauðið sitt í framtíðinni. Þjóðleik- hússtjóri vill að leikararnir standi allir með honum og það er ljóst að meirihlutinn gerir það,“ sagði Erl- ingur Gíslason, leikari og flutn- ingsmaður tillögunnar. „Mér fmnst undarlegt að ekki skuli vera hægt að leggja rafleiðslu án þessa að sprengja upp sviðið í leiðinni. En það eina sem gæti breytt málinu úr þessu er að tillaga Eiðs í þinginu veði samþykkt en ráðherra virðist ekki ætla að taka mark á henni,“ sagði Erlingur. Tillaga Eiðs kemur ekki til um- ræðu í þinginu fyrr en í fyrsta lagi á fimintudag. Fjöldi arkitekta hefur tekið undir hana og 122 þeirra af- hentu forseta Sameinaðs Alþingis undirskriftir þess efnis. í DV í gær var farið rangt með nafn mannsins sem afhenti undirskriftirnar. Sá heitir Bárður ísleifsson og var lengi samstarfsmaður Guðjóns Samúels- sonar og er elstur íslenskra arki- tekta. -GK Gróði af háhymingimum: Endurbygging Sædýra- safnsins framundan „Við erum þokkalega ánægðir með heildarútkomuna vegna háhyrning- anna fjögurra sem við veiddum í október. I bæði skiptin gekk einstak- lega vel að flytja þá úr safninu og upp í flugvél. Framundan hjá okkur núna er að endurbyggja Sædýrasafn- ið og við eigum kost á vönduðum útbúnaði á góðu verði erlendis frá. Næst er að fá teikningar og fram- kvæmdir hefjast væntanlega á næstu mánuðum," sagði einn aðstandenda Sædýrasafnsins í samtali við DV. Fimm starfsmenn skiptust á að vakta dýrin allan sólarhringinn í Sædýrasafninu og hafa þeir verið á fullum launum. „Við erum heppnir með fólk og þetta hefur gengið mjög vel. Skilyrðið fyrir veiðileyfinu var að hagnaðurinn af sölunni færi í enduruppbyggingu Sædýrasafnsins, þar á meðal að greiða eftirstöðvar af kaupverði þrotabús fyrri eigenda. Við höfum þegar varið miklu fé í viðamikið sjóöflunarkerfi sem er nauðsynlegt fyrir sædýrasafn. í ár verður frekar takmarkað fé til fram- kvæmda en framgangur mála mun væntanlega skýrast á næstunni. En við erum nokkuð ánægðir með út- komuna þó kostnaðurinn hafi verið heldur mikill,“ sögðu aðstandendur Sædýrasafnsins. -ÓTT Framboð í Garðabæ: Svara ekki svona leið- indaspurningu „Mér ber engin skylda til að svara þessu. Ég ætla ekki að svara svona leiðindaspurningu,“ sagði Valgerður Jónsdóttir, sem skipar efsta sæti á sameiginlegum framboðslista Al- þýðubandalags, Framsóknarflokks og annarra fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar, þegar hún var spurð hvort hún tilheyrði Framsóknarflokki eða væri óháð. Innan Framsóknarfélagsins eru ekki allir á eitt sáttir þar sem Val- gerður hefur verið sögð óháð. Til eru framsóknarmenn sem vilja meina að Valgerður sé í Framsóknarflokkn- um. Valgerður neitaði að svara DV þegar hún var spurð hvort hún til- heyrði flokknum. „Það getur farið svo að við bjóðum fram í nafni flokksins. Ef Valgerður er ekki í Framsóknarflokknum eig- um við ekki mann fyrr en í fjórða sæti og það er erfitt að sætta sig við það. Ég veit að við erum í minni- hluta innan félagsins en við stöndum þétt saman og það getur þess vegna komið til þess að við bjóöum fram B-lista,“ sagði framsóknarmaður í Garðabæ. Valgerður neitaði því, í samtali við DV, að óháðir ættu aðild að framboð- inu og sagði að Alþýðubandalag, Framsókn og aðrir standi að þessu framboði. -sme HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. 18.000.000.- DREGIÐ VERÐUR FÖSTUDAGINN 6. APRÍL 1990. & \ HAPP , DRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS ClNTRclRÍGtSffc..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.