Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. 35 Aimæli Grímur Grímsson Grímur Grímsson, kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, Byggð- arholti 41, Mosfellsbæ, er fimmtug- ur í dag. Grímur er fæddur á Ólafs- firði og ólst þar upp. Hann var í námi í rafvélavirkjun hjá Halldóri Ólafssyni, Rauðarárstíg 20, Rvík, 1959-1963 og lauk sveinsprófi í raf- virkjun 15. júlí 1963. Grímur vann við rafvélavirkjun hjá Guðmundi Jenssyni, rafvélavirkja í Rvík, 1963-1966 og lauk meistaraprófi í rafvélavirkjun 3. nóvember 1966. Hann vann á eigin rafvélaverkstæði í Rvík 1966-1969 og við rafiðnir hjá Burmeister og Wain í Kaupmanna- höfn 1969-1970. Grímur vann við rafiðnir hjá Vitrohm Linde alle í Kaupmannahöfn 1970-1972 og var í námi við Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn 1971-1972. Hann vann við verslunarstörf hjá JL hús- inu Rvík 1972-1973 og vann viö við- gerðarþjónustu og verslunarstörf hjá Fálkanum í Rvík 1973-1978. Grímur hefur unnið við eigin rekst- ur í Rafbraut, Bolholti 4, Rvík, frá 1978 og verið kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti frá 1981. Hann var í námi í uppeldis- og kennslufræðiíKHI 1984-1986. Grím- ur var formaður Karlakórsins Stefnis í Kjósarsýslu 1978-1981 og formaður Kötlu, sambands sunn- lenskrakarlakóra, 1981-1987. Hann- var í fræðslunefnd í rafvélavirkjun 1987-1990 og í sveinsprófsnefnd í rafvélavirkjun 1987-1990. Grímur kvæntist 23. september 1961 Val- gerði Sigurborgu Ebenesersdóttur, f. 25. júní 1941, framkvæmdastjóra Rafbrautar. Foreldrar Valgerðar eru: Ebeneser Erlendsson, f. 27. apríl 1907, d. 16. maí 1988, sjómaður, og kona hans, Jóna Sigurðardóttir, f. 4. júní 1914. Börn Gríms og Val- gerðar eru: Helga Jóna, f. 18. nóv- ember 1960, hjúkranarfræðingur í Mosfellsbæ, gift Aðalsteini Pálssyni verkfræðingi, börn þeirra eru: Fannar Páll og Hlín Vala; Guðrún, f. 18. júní 1965, verslunarmaður á Selrjarnarnesi, sambýlismaður hennar er Gunnar Valur Jónasson bakari, og Jóhann Ævar, f. 18. ágúst 1978. Systkini Gríms eru: Hrafn- hildur Jakobína, f. 3. febrúar 1937, verslunarmaöur á Ólafsfirði, fyrri maður hennar var Þórir Bjarni Guðlaugsson, d. 1979, ogeigaþau fjögur börn, seinni maður hennar er Hilmar Jóhannesson, rafeinda- virki á Ólafsfirði; Sigurpáll, f. l. júní 1945, rakarameistari í Rvík, kvænt- ur Ingibjörgu Geirmundsdóttur hárgreiðslumanni og eiga þau tvö börn; Bjarni Kristinn, f. 17. júlí 1955, bæjarstjóri á Ólafsfirði, kvæntur Brynju Eggertsdóttur skrifstofu- manni og eiga þau þrjú börn, og Sigurður EgiU, f. 17. júlí 1956, raf- vélavirki í Kópavogi, kvæntur Kat- rínu Bergmundsdóttur skrifstofu- manni og eiga þau tvö börn. Foreldrar Gríms eru Grímur Bjarni Bjarnason, f. 13. apríl 1914, fyrrv. póstmeistari í Ólafsfirði, og kona hans, Guðrún Tryggvina Sig- urpálsdóttir, f. 12. október 1914, d. 20. júlí 1978. Grímur er sonur Bjarna, sjómanns í Ólafsfirði, Helgasonar, b. á Vatnsenda í Ólafs- Grimur Grímsson. firði, Hafliðasonar, b. á Skálhnjúki í Gónguskörðum, Hafliðasonar, b. á Ögmundarstöðum, Jónssonar. Móð- ir Hafiiða á Ögmundarstöðum var Steinunn Björnsdóttir, b. og hrepp- stjóra í Ási í Hegranesi, Jónssonar og konu hans, Margrétar Sigurðar- dóttir, b. og hreppstjóra á Syðri- Brekkum, Jónssonar. Móðir Hafliða á Skálhnjúki var Guðrún Þorvalds- dóttir, b. í Reykjahóli, Sigurðssonar ogkonuhans, GuðrúnarÞorvalds- dóttur. Móðir Helga var Guðrún Helgadóttir, b. í Beinhöll á Lang- holti, Árnasonar. Móðir Bjarna var Kristín Eiríksdóttir, b. á Gili í Fljót- um, Bjarnasonar og konu hans, Kristínar Ólafsdóttur. Móðir Gríms var Jakobína Ingimundardóttir b. á Auðnum, Halldórssonar, b. í Garði í Ólafsfirði, Ingimundarsonar, b. í Garði, Jónssonar. Móðir Halldórs var Ingibjörg Ólafsdóttir, prests á Kirkjubæ, Brynjólfssonar og konu hans, Ragnheiðar Þorgrímsdóttir, prests á Hálsi í Fnjóskadal, Jónsson- ar. Móðir Ingimnundar á Auðnum var Ingibjórg Nikulásdóttir, hús- manns á Kálfá, Péturssonar og konu hans, Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Móðir Jakobínu var Ólöf Einars- dóttur, b. á Bakka, Einarssonar og konu hans, Þórdísar Guðmunds- dóttur, b. á Auðnum, Jónssonar, prests á Kvíabekk, Oddssonar. Guðrún var dóttir Sigurpáls, b. á Brimnesi, Sigurðssonar, b. í Horn- brekku, Pálssonar, b. á Karlsá, Sig- urðssonar, b. á Sauðanesi, Pálsson- ar, b. á Gunnarsstóðum í Þistilfirði, Magnússonar. Móðir Sigurðar í Hornbrekku var Guðrún Sigurðar- dóttir, b. á Brúnarlandi í Deildar- dal, Jónssonar og konu hans, Krist- rúnar Erlendsdóttur, klausturhald- ara á Munkaþverá, Hjálmarssonar. Móðir Erlendar var Filippía Páls- dóttir, systir Bjarna landlæknis. Móðir Kristrúnar var Kristrún Þor- steinsdóttir, prófasts á Hrafnagili, Ketilssonar. Móðir Sigurpáls var Jónína Jónsdóttir, snikkara í Horn- brekku, Jónssonar og konu hans, Guðfinnu Jónsdóttur. Móðir Guð- rúnar var Sigríður Árnadóttir, b. á Klúkum, Hallgrímssonar Árnason- ar, skálds á Skútum, Sigurðssonar. Móðir Sigríðar var María Stefáns- dóttir, b. á Öngulsstöðum, Jónas- sonar og konu hans, Guðrúnar Jós- efsdóttur, b. í Hvammi, Jósefssonar Tómassonar, b. á Hvassafellí, Tóm- assonar, ættfbður Hvassafellsættar- innar. Tilkynning um afmælisskrif 1 páskabladið Páskablaó DV kemur út mióvikudaginn 11. apríl. Þoir sem hafa hug á afmælísgroinum í páskablaöid þurfa ad skila inn greinunum eöa upplýs- ingum um viókomandi afmælisbarn eigi siöar on á morgun, föstudaginn 6. april. Halldór Björnsson Halldór Bjömsson, b. í Engihlíð í Vopnafirði, er sextugur í dag. Hann er fæddur á Svínabökkum í Vopna- firði og ólst þar upp. Halldór varð búfræðingur frá Hólum 1950 og var eftir það í vinnu á Vífilsstöðum, í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Hann var við búskap á Svínabakka með móður sinni og systkinum eftir lát föður síns og byggði nýbýlið Engihlíð úr landi Svínabakka ásamt konu sinni og hefur búið þar síðan, nú síðustu ár félagsbúi ásamt börn- um sínum og tengdabörnum. Hall- dór kvæntist 1955 Margréti Þor- geirsdóttur, f. 18. jánúar 1933. For- eldrar Margrétar eru: Þorgeir Þor- steinsson, b. á Ytra-Núpi í Vopna- firði, og kona hans, Jóna Kristín Jónsdóttir. Börn Halldórs og Margr- étar eru: Jóná Kristín, f. 1. ágúst 1955, gift Einari Guðmundssyni, b. á Skálanesi II, Vopnafirði, og eiga þau tvær dætur, Björn, f. 14. des- ember 1956, b. í Vopnafirði, kvæntur Alfhildi Ólafsdóttur og eiga þau einn son, Ólafía, f. 1. apríl 1960, gift Þor- steini Kröyer og búa þau í Rvík og eiga þau tvær dætur og Gauti, f. 23. september 1963, b. í Engihlíð í Vopnafirði, kvæntur Halldóru Andrésdóttur og eiga þau einn son. Sonur húsfreyju er Þorgeir Hauks- son, Skálanesgötu 1, Vopnafirði, kvæntur Guðbjórgu Leifsdóttur og eiga þau tvo syni. Systkini Halldórs eru: Amþór, f. 16. júlí 1931, hótelstjóri í Reynihlíð í Mývatnssveit, kvæntur Helgu Pét- ursdóttur og eiga þær þrjár dætur; Sigurður, f. 5. nóvember 1932, b. á Háteigi í Vopnafirði, kvæntur Ólöfu Helgadóttur og eiga þau þrjú börn; Metúsalem, húsgagnasmiður í Rvík, kvæntur Guðrúnu Þorbergsdóttur og eiga þau þrjú börn; Einar Magn- ús, f. 20. apríl 1937, d. 15. apríl 1978, b. á Svínabökkum, kvæntur Sigríði Ásgrímsdóttur og eiga þau átta börn, og Guðlaug, f. 21. september 1939, gift Rúrik Sumarliðasyni, búa í Rvík og eiga þau þrjár dætur. Fóst- urbróðir Halldórs er Þórarinn Sig- urbjömsson, vélvirki í Hafnarfirði, kvæntur Sólveigu Arnórsdóttur og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Halldórs eru: Björn Vig- fús Metúsalemsson, f. 29. maí 1894, d. 2. desember 1953, b. á Svína- bakka, og kona hans, Ólafia Einars- dóttir, f. 29. ágúst 1899. Björn var sonur Metúsalems, b. á Svínabökk- um Jósefssonar, b. á Svínabökkum, Jónssonar, b. á Refsstað, Pétursson- ar, afa Sigfúsar Eymundssonar, ljósmyndara og bóksala. Móðir Metúsalems var Ingunn Sigurðar- dóttir, b. á Egilsstöðum, Sigurðsson- ar og konu hans, Arnþrúðar Jóns- dóttur. Móðir Björns var Guðlaug Pálsdóttir, silfursmiðs á Eyjólfs- stöðum, bróður Þórunnar, ömmu Þorsteins Gíslasonar, skálds og rit- stjóra, föður Gylfa, fyrrv. ráðherra,' og Vilhjálms, fyrrv. útvarpsstjóra." Páll var sonur Sigurðar, umboðs- manns á Eyjólfsstöðum, Guð- mundssonar, sýslumanns í Krossa- vík, Péturssonar. Móðir Páls var Ingunn Vigfúsdöttir, prests á Val- þjófsstað, Ormssonar og konu hans, Bergljótar, Þorsteinsdóttur, prests á Krossi, Stefánssonar. Móðir Guð- laugar var Helga Benjamínsdóttir, Þorgrímssonar og Guðrúnar Vig- fúsdóttur, b. í Fremraseli, Tómas- sonar. Ólafía er dóttir Einars Magn- ússonar, skútusjómanns á Bíldudal, og Sigríðar Oddsdóttur. Halldór er að heiman í dag. Menning Á einstigi listarinnar í listinni getur þörfm fyrir að fylgja sannfæringu sinni út í æsar hæglega þróast út í nokkurs konar ei- næði eða einræningshátt, skipulegar rannsóknir á fár- ánlegum fyrirbærum út frá enn fáránlegri forsendum. í verkum sínum hefur Guðmunda Andrésdóttir þrætt einstigið milh hstrænnar staðfestu og rakinnar sérvisku af fádæma þrautseigju. Á hverri Septem-sýningunni á fætur annarri hafa verk hennar birst ein og söm, stríð í litum, kræklótt í teikningu, hnykkjandi á gamalkunnum sannindum, eins og gömul, vís en dáldið viðskotaill frænka sem kemur í heimsókn einu sinni á ári. Á endanum fylltist maður auðmýkt gagnvart þessari þvermóðskufullu sannleiksleit frænkunnar, þeirri sannfæringu listamannsins að viskusteininnsé hvergi annars staðar að finna en þar sem htir mæta lérefts- dúk. Sannleiksleit Guðmundu Andrésdóttur blasir nú við á yfirlitssýningu hennar aö Kjarvalsstöðum, sem Reykjavíkurborg stendur að af talsverðum myndar- skap. Fram kemur að Guðmunda fékk fyrst löngun til list- sköpunar við að sjá sýningu Svavars Guðnasonar árið 1945 og hélt til náms í myndlist í Svíþjóð árið eftir. Árin 1951-53 var Guðmunda í París ásamt herskara annarra íslenskra listamanna og hreifst með þeirri bylgju strangflatarlistar sem þá gekk yfir Parísarborg. Af grindverkum Tvö elstu málverkin á sýningunni (1955 & 1956) bera þeirri hrifningu vitni. Hreinir litfletir teygja sig um strigann, skarast síðan einstaka sinnum til að mynda tæra litatóna. Þessi verk skera sig að engu leyti úr fjölda verka í svipuðum dúr sem gerð voru á íslandi um þetta leyti nema þá fyrir þá tilhneigingu listakonunnar að draga form sín saman í oddhvassar einingar. Þessi tilhneiging ágerist og nær hámarki í „grind- verkunum", c. 1957-64, þar sem listakonan þekur myndflótinn með þéttriðnu neti lína sem skarast með ýmsum hætti. Myndast við það mismunandi gleiðir þríhymingar sem mynda fíngerða ramma utan um gisna og ljós- næma litfleti. Þar með er komið á nokkurs konar jafn- vægi rökhyggju og ljóðrænu í myndlist Guðmundu. Að mínu viti er sköpun þessa jafnvægis helsta fram- lag hstakonunnar til íslenskrar afstrakthstar og eru mörg verk frá þessu skeiði mikil gersemi; ég nefni aðeins stórfallegt málverk í eigu Seðlabankans. Sennilega er það ein af þessum sérkennilegu tilvilj- unum listasögunnar að hin þekkta danska listakona, Elsa Alfelt, hafði nokkra áður þróað afstrakt „grind- verk" í svipuðum dúr en þó með sterkara náttúruívafi. Á næsta stigi rannsókna sinna, aö öllum líkindum fyrir áhrif frá ljóðrænni afstraktlist, (1964-65) tekur Guðmunda htinn að hluta til „út úr" grind sinni og hrannar honum upp við miðbik málverksins þar sem hann flýtur frjáls eins og skýjabólstur. <& ° .:A \ ^M^, éAF > r,uNf/. { ¦ ¦P^i* ** * frÉ&M W i k V « ~— -y_A 11 &É il- , £ | \ tm ln/: 1-n ir* w*M Guðmunda Andrésdóttir á sýningu sinni. DV-mynd GVA Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson I hringarikisstíl Þar sem engin verk frá tímabilinu 1965-72 eru á sýn- ingunni freistast áhorfandinn til að álykta að þá hafi hlé orðið á listsköpun Guðmundu en eftir það hafi hún komið fram með hringaríkisstíl hinn nýja, það er „hreyfimyndir" sínar. Hins vegar er hvergi minnst á slíkt hlé í tilskrifi um Guðmundu, sem sýningunni fylgir, og raunar eru til verk eftir hana í safni Sverris Sigurðssonar sem benda til þess að umskiptin hafi ekki orðið eins snögg og sýningin virðist gefa til kynna. Allt um það breytast áherslur allnokkuð í verkum Guðmundu á áttunda áratugnum. Dregur hún láréttar línur þvert yfir myndflötinn og lætur marglita hringi og litatauma dansa upp eftir þessum Unum eins og nótur á tónstiga. Upp í hugann koma hinar „músí- kölsku" afstraktmyndir þeirra Delaunay-hjóna á öðr- um áratug aldárinnar. í seinni tíð hefur hreyfingin ein og sér sótt æ meir á listakonuna og er hún túlkuð með hnum sem hlykkj- ast alla vega um flötinn, út frá eða í kringum kyrrstæð- an feming í þungamiðju hverrar myndar. Yfirlitssýningin á verkum Guðmundu að Kjarvals- stöðum er merkileg innsýn í sérstæða myndveröld. Hún er aðgengileg en ef til vill helst til einhæf í upp- hengingu, auk þess sem hún lætur ósvarað nokkrum áleitnum spumingum um þróunarferil listakonunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.