Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. 15 Lýðræði gegn flokksræði Það þarf að hleypa nýju lífi í hjarta Reykjavíkur. Þessa dagana fer mikill titringur um raðir íhaldsmanna vegna hins nýja framboðs í Reykjavík sem bor- ið er uppi af samtökum um Nýjan vettvang og Alþýðuflokknum. Kveður svo rammt að tauga- skjálfta íhaldsins að Morgunblaðiö hefur tileinkað þessu nýja fram- boði hvern leiðarann á fætur öðr- um og notið auk þess dyggrar að- stoðar nafnlausra greinarhöfunda blaðsins, Víkverja og Staksteina. Raunar hefur DV einnig tekið undir þennan hjáróma söng og nú síðast bættist þeim óvæntur liðs- auki þegar Tíminn tók að rumska og blanda sér í kórinn, Stakstein- um til óblandinnar ánægju. „Flokkshundar" í öllum flokkum Það er ekki laust við að mér sé skemmt yfir þessum hamagangi öllum, sem lesendur blaðanna hafa vart komist hjá að finna. Eiginíega skemmti ég mér best yfir orða- hnippingum Framsóknarmál- gagnsins, sem nú er loks að gera sér grein fyrir því hvaöa afleiöing- ar hið nýja framboð getur haft inn í þeirra eigin raðir. Pennar blaðsins hafa því gripið til þess ráðs - eins og meðbræður þeirra á Mórgunblaöinu og DV - að ráðast gegn þeim einstaklingum hins nýja framboðs sem þeir telja nauðsynlegt að afvopna sem fyrst. Við þekkjum þetta úr handboltan- um, þar er ævinlega sett vakt um skæðustu skytturnar. Ef marka má tilburðina verð ég eiginlega að draga þá ályktun að ég sé komin í skyttuhópinn skæða: „Enn er of snemmt að spá um hvort þessi nýju samtök eru and- KjaUarinn Ólína Þorvarðardóttir dagskrárgerðamaður og fyrrv. fréttamaður vana fædd eða ekki. Þau virðast ætla að bregða á nútímaleg ráð og treysta á sjónvarpsstjörnu í fyrsta sæti. En það gerist nú stöðugt al- gengara að sjónvarpsstjörnur eru taldar hafa próf í pólitík, þótt þær hafi aldrei sagt merkilegra en hæ og bæ í sjónvarpi...“ (Tíminn, laugard. 24. mars sl.). Ég skal þó viðurkenna að þessi ummæli vöktu nokkra furðu mína. Ekki síst í ljósi þess að hér á árum áður þótti „sjónvarpsstjarnan" ágætlega liðtæk í frétta- og greina- skrif í þessu sama blaði. Raunar hét það NT á þeim tíma, en við vit- um að gimbur verður ekki naut þótt hún sé vistuð í fjósi. Það skemmtir sjálfsagt skrattan- um að þessi spaklegu orð hitta sennilega flokkinn harðast, af ástæðum sem óþarft er að tíunda nánar hér. Ónei, ágætu framsóknarmenn. Þessi málflutningur dregur ykkur skammt og afhjúpar sárgrætilega málefnafátækt, rétt eins og hjá sjálfstæðismönnum. Þetta sannar það sem ég hef raunar alltaf vitað, að innanum flokksraðirnar eru for- stokkaðir íhcddsmenn sem kalla sig framsóknarmenn. Þeir ganga um eins og úlfar í sauðargæru, og það eru þeir sem komu í veg fyrir það að samstaöa næðist um sameiginlegt framboð allra minnihlutaflokkanna fyrir þessar borgarstjórnarkosningar. Þetta eru „flokkshundarnir“ sem ég kalla svo. - Þeir eiga heima í öllum flokkum. Til mikil§að vinna Til allrar hamingju hefur það komið í ljós, að til er fjöldinn allur af flokksbundnu fólki héðan og þaðan sem ekki verðskuldar þenn- an titil. En þeir sem gera það, þeir eiga eitt sameiginlegt: Þeir hafa ekki burði til þess að lyfta hugsun sinni upp á það svið þar sem útsýni er til annarra átta. Og fyrir þeirra tilverknað stirðna flokkarnir í föstum skorðum - vaxa frá upphaflegum málstað og hug- myndum - síðan deyja þeir. Þeir laða ekki að sér ungt blóð, innan þeirra verður engin hreyfing. - Þannig virðist mér þróunin vera að verða í Framsóknarflokknum, og raunar öðrum flokkum einnig. Ekki eru þó allir sama marki brenndir. Til eru þeir sem sjá nauð- syn þess að taka höndum saman um brýnustu verkefni í borgar- stjórn Reykjavíkur, og eru tilbúnir til þess að leggja flokksstimplana til hliðar á meðan. í því felst athygl- isvert áræði sem aðrir flokkar hafa ekki af að státa. - Samtök um Nýj- an vettvang fagna slíku frumkvæði að sjálfsögðu og hafa auk þess hvatt aöra flokka til þess að fara að dæmi Alþýðufiokksins. Það er trúa mín að hugsandi Reykvíkingar gangi til hðs við hið nýja afl fyrir þessar borgarstjórn- arkosningar, af ástæðum sem flest- um ættu að vera ljósar. Það er til mikils að vinna, að breyta þessari borg þannig að hún geti með sóma borið hefðarheitið: Höfuðborg ís- lands. ■ Af nógu að taka Verkefnin eru ærin. Hér þarf að gera stórátak í umferðarmálum og kanna gaumgæfilega nýja kosti í almenningssamgöngum. Þetta er orðið mjög brýnt, ekki síst með hliðsjón af ört vaxandi loftmengun í Reykjavík, sem nú er orðin sam- bærileg við það sem gerist hjá millj- ónaþjóðum, og oft yfir hættumörk- um. Hér þarf að gera stórátak í meng- unar- og umhverfismálum. Flestu er ábótavant varðandi'skolplosun og sorphreinsun, enda hafa viður- kenndar kannanir sýnt að eyðing sorps á íslandi er nokkrum áratug- um á eftir þróuninni í nágranna- löndum. Raunar þarf ekkert sér- fræðingaálit til þess að segja okkur slík sannindi. Iðandi rottugangur í fjörugrjóti Reykjavíkur segir sína sögu. Af nógu er að taka, nú þegar skjólstæðingum Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar fjölgar stöðugt, og umsóknir um öldrunar- húsnæði og -þjónustu hrannast upp hjá ellimáladeildinni. Eru þá ónefndir biðlistarnir eftir dagvist- un barna í Reykjavík þar sem bíða á annað þúsund barna í forgangs- hópi. Miðbærinn í Reykjavík er ekki svipur hjá sjón. Víða blasir við autt verslunarhúsnæði og mannlíf- ið ber keim af því. Af er það sem áður var þegar gamli miðbærinn blómstraði, og götur allar iöuðu af mannfjölda. Það þarf að hleypa nýju lífi í hjarta Reykjavíkur. Hér er þarft verk að vinna fyrir samhentan hóp. Sameinuð göngum við til kosninga; köstum flokks- stimplunum og látum hendur standa fram úr ermum! Ólina Þorvarðardóttir „Það er til mikils að vinna að breyta þessari borg þannig að hún geti með „ sóma borið hefðarheitið: Höfuðborg ís- lands.“ Fjölmargt er enn öðruvísi í Hamarshúsinu en ætti að vera. Hamarshússmálið - dæmigerð pólitísk fyrirgreiðsla D-listans Upphaf þessa máls má rekja aft- ur til ársins 1984 þegar Ólafur S. Björnsson húsasmíðameistari fékk leyfi meirihluta skipulags- og bygg- ingarnefndar Reykjavíkur til þess að breyta Hamarshúsinu úr at- vinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði á vægast sagt mjög hæpnum for- sendum. Það sem m.a. mælti gegn því að leyflð yrði veitt var: 1. Framkvæmdir voru vel á veg komnar þegar leyfið var veitt. 2. Umferðarhávaði við húsið fór yfir þau mörk sem æskileg eru í íbúðarbyggð. 3. Útivistarsvæði var ófullnægjandi við húsiö. 4. Hafnarstjórn var á móti þessu byggingarleyfi þar sem húsið er á hafnarsvæði. Ekki eins og teikningarnar Snemma í júní 1987 barst mér til eyrna að fjölmargt í Hamarshúsinu væri ekki eins og samþykktar teikningar af því sýndu að það ætti að vera og þess vegna sá ég til þess að málið yrði tekið upp í byggingar- nefnd Reykjavíkur. í nefndinni fylgdum við minni- hlutafulltrúarnir málinu eftir af fullum þunga og kom þá í ljós að embættismenn byggingarfulltrúa- embættisins höfðu gert úttekt á húsinu í maí 1986, rétt fyrir kosn- ingar, þar sem fram kom að fjöl- margt í húsinu var verulega í ó- samræmi við samþykktar teikn- KjaHarinn Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur hjá borgarverk- fræðingsembættinu ingar, en samt höfðu embættis- mennirnir ekki látið byggingar- nefnd vita um það alla þessa 13 mánuði og að lokum frétti ég, bygg- ingarnefndarmaðurinn, af þessu hneyksli annars staöar frá! Eftir nokkurt japl og jaml í bygg- ingarnefndinni var máhð afgreitt 'þaðan 30. júlí 1987 og þá lá m.a. ljóst fyrir að það sem var ógert eða unn- ið öðruvísi en samþykktar teikn- ingar sýndu var fjölmargt og nán- ast það sama og að var, samkvæmt úttekt byggingarfulltrúaembættis- ins frá í maí 1986! Nefndin ákvað m.a. að áminna hönnuð pípulagna í húsinu og að svipta húsasmíðameistara og end- urbyggjanda Hamarshússins, Ólaf S. Björnsson, réttindum tíl þess að standa fyrir byggingu húsa í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur. Níu milljóna dagsektir Nú líður og bíður fram í febrúar 1990 og heyrði ég þá á skotspónum að ijölmargt væri enn öðruvísi en það ætti að vera í Hamarshúsinu og af því tilefni flutti ég eftirfarandi tillögu í byggingarnefnd Reykja- víkur: „Byggingarnefnd Reykja- víkur felur byggingarfulltrúanum að innheimta þegar í stað dagsekt- ir, nær niu milljónir króna, af þeim sem ábyrgð bera á því að Tryggva- gata 4-6 (Hamarshúsið) er ekki enn komið í það horf sem byggingar- nefndarteikningar sýna og vantar mikið upp á það.“ í greinargerð með tiUögunni vís- aði ég í samþykkt nefndarinnar frá 30. júlí 1987 þar sem talið var upp fjölmargt sem að væri og segi síð- an: „Skemmst er frá að segja að margt af því sem tahð er upp í bók- un nefndarinnar er enn ógert og er því ekkert annað í stöðunni að gera en að beita dagsektum." Tillögu minni var frestað til seinni fundar nefndarinnar í mars sl„ en jafnframt var bókað að þá yrði tillagan afgreidd. Ekki staðið við bókunina En það var nú aldeiUs ekki! Við þessa bókun var ekki staðið og var málið ekki á dagskrá þessa fundar, sem haldinn var 29. mars, og bók- uöum viö minnihlutamenn í nefnd- inni af því tilefni m.a.: „Það er mjög ámælisvert að formaður nefndar- innar sjái ekki tU þess að hátíðlega bókuð loforð um afgreiðslu þessa máls á þessum fundi séu efnd þar sem fimm vikur hafa Uðiö síðan loforðið var gefið! Að vísu verður að telja þau brigð í góðu samræmi við aUan feril D-listans í þessu Hamarshússmáli allt frá 1984.“ Allt þetta mál er holl lexía fyrir þá sem einhvern tíma hafa gælt við þann möguleika að stjórn Sjálf- stæðisílokksins á borginni væri viðunandi, hvað þá heldur í góðu lagi. Hér er knúin í gegnum nefndir og ráö borgarinnar fyrsta flokks fyrirgreiðsla til handa byggingar- meistara, sem er yfirlýstur sjálf- stæðismaður, en sem er jafnframt þekktur hjá byggingaryfirvöldum borgarinnar fyrir allt annað en að fara í einu og öllu eftir réttum regl- um í byggingarstarfsemi sinni og þegar hann er gripinn glóðvolgur í Hamarshúsinu í júni 1987 þá dregst að innheimta dagsektir hjá honum, a.m.k. fram á vorið 1990. Hinn þungi hrammur einsflokks- veldisins í Reykjavík hefur haft vond áhrif í byggingarmálum, sem og víða annars staðar. Við skulum því veita D-listanum öflugt aðhald með sigri Nýs vettvangs í kosning- unum í vor. Gunnar H. Gunnarsson. „Allt þetta mál er holl lexía fyrir þá sem einhvern tíma hafa gælt við þann möguleika að stjórn Sjálfstæðisflokks- ins á borginni væri viðunandi, hvað þá heldur í góðu lagi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.