Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. Andlát Ásta Magnúsdóttir frá Mosfelli and- aðist í Landspítalanum þriðjudags- kvöldið 3. apríl. Jardarfarir Bergþóra Jónsdóttir frá Súðavík, Hlyngerði 7, Reykjavík, sem lést 29. mars, verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju fóstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Eygerður Ester Runólfsdóttir, til heimilis að Baldursgötu 12, Keflavík, sem lést 1. apríl, verður jarðsungin föstudaginn 6. apríl kl. 13.30 frá Garðakirkju. Guðný Alexía Jónsdóttir, Birkivöll- um 17, Selfossi, sem lést 2. apríl, verð- ur jarðsungin laugardaginn 7. apríl kl. 13.30 frá Selfosskirkju. Margrét Stefánsdóttir lést 24. mars sl. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey. Bjarni Sveinsson verslunarmaður, Hvassaleiti 56, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fostudaginn 6. apríl kl. 13.30. Útför Þorgerðar Lárusdóttur frá Heiði, Langanesi, til heimilis í Ný- bergi, Keflavík, sem andaðist 30. mars, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 6. apríl kl. 15. Cecilía Þórðardóttir lést 27. mars. Hún var fædd í Odda í Ögurhreppi við Djúp 25. ágúst 1931. Foreldrar hennar voru Þórður Ólafsson og Kristín Svanhildur Helgadóttir. Cilla útskrifaðist frá Samvinnuskólanum 1950. Hún hóf störf hjá embætti bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík 1. sept- ember 1952 og starfaði þar óslitið til dauöadags. Cilla giftist ekki en eign- aðist einn son. Útfór hennar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Tilkyrmirigar Sumarferð MÍR til Sovétríkj- anna Dagana 4.-21. ágúst nk. verður farin hóp- ferð til Sovétríkjanna á vegum MÍR. Flog- ið verður til Kaupmannahafnar og gist þar eina nótt en haldið morguninn eftir til Leningrad. í Leningrad býr hópuriim á hóteh í miðborginni frá 5.-11. ágúst og verða skipulagðar skoðunarferðir um borgina dag hvem. Frá Leningrad verður flogið 11. ágúst til Kherson í Úkraínu, borgar við ósa Dnépr-fljóts, og dvalist þar til 14. ágúst, famar skoöunarferðir og einn daginn farið meö fljótinu til borgar- innar Novaja Kahovka. Síöan hggur leiö- in með bifreið vestur á bóginn, um Odessa, hina frægu borg við Svartahaf, til Kishinjov, höfuðborgar Moldavíu. Dvalist verður þar til 18. ágúst en þá flog- ið til Moskvu. Heim verður svo haldið um Kaupmannahöfn frá Moskvu hinn 21. ágúst. í Kishinjov og Moskvu verða að sjálfsögðu famar margar skoðunarferðir meðan dvalist er þar. Páskabasarkven- félagsins Hringsins Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík heldur sinn árlega páskabasar í Kringl- unni föstudaginn 6. og laugardaginn 7 apríl. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 7. apríl kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Næst veröur spil- að 21. apríl. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl. 11 að Nóatúni 17. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag, kl. 14, frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 dansað. Árshátíð Félags eldri borgara verður haldin á Hótel Sögu miðvikudag- inn 11. apríl nk. Miðapantanir og upplýs- ingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Tónleikar Tónleikar með Megasi i kvöld, 5. apríl, verða haldnir tónleikar í Risinu, Borgartúni 32, með meistara Megasi en hann hefur nýlokiö upptökum á væntanlegri hljómplötu sinni, „Hættu- leg hljómsveit og glæpakvendið Stella". Eins og kunnugt er verður plata þessi einungis seld í áskrift og mun Megas flytja lög af henni ásamt eldri perlum sem allir ættu að kannast við. Tónleikarnir heúast stundvíslega kl. 22. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Bo Arne Skjöld, fyrrum lektor við Kenn- araháskólann í Stokkhólmi, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands og Norræna hússins í dag, 5. apríl, kl. 20.30 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist „Carl Michael Bellman 250 ár“ og veröur fluttur á sænsku. Bo Arne Skjöld hefur starfaö sem lektor í sænsku, fyrst í ýmsum menntaskólum í Stokkhólmi en u.þ.b. síöustu 25 árin við Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Rannsóknir hans hafa aðal- lega beinst að höfuðskáldi Svía, Carl Mic- hael Bellman. Einnig hefur hann stundað rannsóknir á því hvemig megi bæta kennsluaðferðir til að ná virkri þátttöku nemenda í tímum. Fyrirlesturinn er öll- um opinn. Fundir 8. félagsfundur JC Hafnar- fjarðar verður haldinn í kvöld, fimmtudag, kl. 20.15 að Dalshrauni 5, Hafnarfiröi. Kvennalistinn á Reykjanesi í kvöld, 5. apríl, kl. 20.30 heldur Kvenna- listinn á Reykjanesi fund um félagsþjón- ustu sveitarfélaga í húsnæöi sínu að Austurgötu 47 í Hafnarfirði. Kvennahsta- konur víðs vegar í Reykjaneskjördæmi hyggja nú á framboö til sveitarstjórna, ýmist einar sér eða í samstarfi við aðra. Því em málefni sveitarfélaga ofarlega á baugi hjá kvennalistakonum um þessar mundir, ekki síst félagsleg þjónusta sveit- arfélaga. Fundur hjá Neytendasamtök- unum Föstudaginn 6. apríl kl. 15 efna Neytenda- samtökin til fundar aö Borgartúni 6 um EB-EFTA og neytandann. Ræðumenn: Jóhannes Gunnarsson, form. Neytenda- samtakanna, Jón Sigurðsson vi'ðskipta- ráðherra, Benedicte Federspiel, forstjóri danska Neytendaráðsins, Ólafur Davíðs- son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Sólrún B. Jensdóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Þeir sem hafa áhuga á að sækja fundinn em vinsamlegast beðnir að tilkynna þátt- töku sína til neytendasamtakanna fyrir kl. 12 á fóstudag. Stofnfundur nýrrar ITC deildar á Seltjarnarnesi Býrðu yíir leyndum hæfileikum? - fram- hald. í dag, 5. apríl, kl. 20.30 verður hald- inn stofnfundur nýrrar ITC deildar á Seltjamarnesi/vesturbæ í framhaldi af kynningarfundi III. ráðs ITC á íslandi sem haldinn var fimmtudaginn 15. mars sl. á Seltjarnarnesi í húsi SPRON aö Austurströnd 3. Stofnfundurinn verður haldinn á sama stað og síðast. Alhr þeir sem áhuga hafa á stofnun ITC deildar á Seltjarnamesi/vesturbæ em hvattir til að mæta og vera með frá upphafi. Mark- mið ITC er m.a. að efla hæfileika til sam- skipta og forystu, auka starfsaíköst og styrkja sjálfstraust félagsmanna sinna. Nánari upplýsingar veita Guðrún, s. 46751, Helga, s. 78441 og Sigríður, s. 681753. t MINNINGARKORT Sími: 694100 gFLUGBJORGUNARSVEITINi ■■■Reykjavík ■■ Hvað varð um Félag farstöðvaeigenda? Þannig spyr „félagsmaöur" í Fé- lagi farstöövaeigenda í DV 13/2 sl. Það er skoðun núverandi stjórnar aö umræöur af því tagi sem „félags- maður“ hefur i grein sinni séu bet- ur komnar innan félagsins sjálfs en í fjölmiðlum. Þar sem nú hafa birst tvær svargreinar og „yfirlýs- ing“ frá fyrrverandi stjórnarmönn- um verður ekki hjá því komist að upplýsa stuttlega um staðreyndir varðandi þær deilur er uppi hafa verið í félaginu. ítarlegar verður gerð grein fyrir þessum málum í málgagni félagsins sem kemur út bráðlega. Breytingar voru aðkallandi Á formannafundi, sem hafði ver- ið ákveðinn af landstjórn FR 1. júlí 1989, hóf þáverandi formaður fund- inn á því að tilkynna afsögn sína og fjögurra annarra stjómar- manna, þar á meðal gjaldkera og ritara, og gekk því næst á dyr. í yfirlýsingu sinni halda þessir fyrr- verandi stjórnarmenn því fram að þeir hafi skilað hreinu borði fyrir afsögnina. Sagt er að allt bókhald félagsins hafi verið uppfært, afstemmt og endurskoðað af löggiltum endur- skoðanda fram til þess tíma. Svo er ekki! Hér var aðeins um bráða- birgðauppgjör að ræða og er áritun endurskoðanda á þessa leið: Af- stemmingar hafa ekki farið fram né endurskoöun. (Tilvitnun lýkur). Eftirsitjandi stjórnarmenn ásamt varamönnum tóku að sér, sam- kvæmt beiðni fundarins, að sitja i starfsstjórn fram að ársþingi fé- lagsins sem halda átti í september 1989. Þegar starfsstjórnin tekur við og fer að skoða stöðu félagsins kemur í ljós að íjárhagsstaða þess er afar slæm, svo að ekki sé meira sagt. Ljóst var að tæplega 80% af heild- artekjum félagsins höfðu farið í að reka skrifstofu fyrir félagið. Breyt- ingar voru aðkallandi ef félagið átti að lifa áfram. Húsaleigusamningi fyrir skrif- stofuhúsnæði að Síðumúla 2 hafði veriö sagt upp af húseiganda í nóv- ember 1988 án þess að tilkynnt væri á stjórnarfundi. Ástæða fyrir uppsögninni var m.a. að húseig- andi vildi gjarnan leigja öðrum aðila sem hefur verið með aðstöðu sína í Síðumúla 2 í langan tíma og þurfti að stækka við sig. Af þessari ástæðu svo og þeirri augljósu stað- reynd að félagið hafði hreinlega ekki efni á því að leigja svo dýrt húsnæði varð ekki hjá því komist að færa skrifstofuna. Því var það að frá og með 1. okt- óber 1989 var leigt skrifstofuhús- næði aö Ármúla 36 og er símanúm- er hiö sama og áður, 34100. Enginn launaður starfskraftur hefur verið hjá félaginu síðan 1. júlí 1989 en KjaUarLnn Hrafnhildur Jóhannsdóttir i framkvæmdastjórn FR skrifstofuhald hefur verið í umsjón gjaldkera og hefur skrifstofan verið opin frá kl. 16.00-18.00 daglega. Til frekari glöggvunar Um ástæður fyrir hinni alvarlegu fjárhagsstöðu skal ekki fjölyrt hér en þó þykir rétt aö upplýsa eftirfar- andi: 1. Fylgiskjöl voru ekki færð um fimm mánaða skeið, frá ágúst 1988 til janúar 1989, og ekki geng- ið frá milliuppgjöri bókhalds. 2. Þrátt fyrir að fram höfðu komið efasemdir um ijárhagsstöðu fé- lagsins var samþykkt af meiri- hluta landsstjórnar að bæta við starfskrafti á skrifstofu félags- ins. Sem betur fer varð ekki af þessu. 3. Launagreiðslur til starfskrafts á skrifstofu félagsins voru að mati hlutlausra aðila óhóflega háar. Til frekari glöggvunar skal hér birtur listi yfir launagreiðslur fyrir síöastliðið reikningsár: Agúst 1988, kr. 176.716,- Sept. 1988, kr. 163.389,- Okt. 1988, kr. 240.219,- Nóv. 1988, kr. 165.966,- Des. 1988, kr. 103.252,- Jan. 1989, kr. 218.332,- Febr. 1989, kr. 345.274,- Mar. 1989, kr. 129.840,- Apr. 1989, kr. 138.720,- Maí. 1989, kr. 148.290,- Júní 1989, kr. 158.520,- Tekið skal fram að um greiðslur til eins starfskrafts er að ræöa nema mánuðina okt.-nóv. ’88 og jan.-febr. ’89. Samkvæmt sam- þykkt á stjórnarfundi lands- stjórnar báru formaður og gjald- keri meirihlutans einir ábyrgð á störfum á skrifstofu og starfsemi hennar, enda hlaut svo að vera því að ekki reyndist hægt að fá hrein svör um ráðningarsamn- ing starfskrafts, hvað þá launa- kjör. Aldrei voru lögð fram gögn um þessi mál á fundum landsstjórn- ar. Á sama tíma og þessar greiðslur, sem áður er getið, voru inntar af hendi hjá FR voru almenn ritaralaun á Reykjavík- ursvæðinu talin vera milli 70 og 80 þús. kr. á mán. Taxti VR í mars 1990 er mun lægri eða rúm- lega 60 þús. kr. á mán. Ekki lagtniður Ágæti FR-félagi. Rangfærslur og ósannindi í grein „félagsmanns" og yfirlýsingu fyrrverandi stjórnarmanna eru vart svara- verð. í lokin vill framkvæmdastjórn FR taka fram: Félagiö hefur ekki verið lagt niður. Eigur þess eru nú í góðri vörslu, sumt á skrif- stofu félagsins og annað í geymslu sem einn félaga okkar útvegaði endurgjaldslaust. Eig- ur félagins voru ekki færðar til deildar 4. Menn, sem og félög, verða að sníða sér stakk eftir vexti og á þessum samdráttartímum verð- um við einfaldlega að herða ólina. Það hefur nú verið gert, þó svo að seint sé, að mati núver- andi stjórnar. Við munum samt kappkosta að reka félagið á ijárhagslega heil- brigðum grundvelli og munum gefa út málgagn félagsins, „Fjar- skiptamál", nú á þessu vori meö upplýsingar og fróðleik til fé- lagsmanna um þetta mál sem og annaö sem fróðlegt er á sviði fjarskiptamála. Boðskapur framkvæmdastjórnar til félagsmanna er þessi: Ef þú, félagi góður, hefur áhuga á þvi að FR lifi áfram þarftu að greiða árgjaldið þitt sem fyrst og taka á þann hátt þátt í því að lyfta félaginu úr þeim öldudal sem það nú er í. Hrafnhildur Jóhannsdóttir „Ef þú, félagi góður, hefur áhuga á því að FR lifi áfram þarftu að greiða ár- gjaldið þitt sem fyrst og taka á þann hátt þátt í því að lyfta félaginu úr þeim öldudal sem það nú er í.“ Fjöliniðlar Hemmi meiðir Ef marka má skoðanakannanir þá er þáttur Hemma Gunn sá vin- sælasti sem verið hefur á dagskrá sjónvarps hér á landi. Reyndar eru þessar kannanir ekki nýjar og því ekki víst að Hemmi sé j aftmnsæll og hann var þegar kannanir nar voru geröar. Hitt er lika ekki þaö sama að horfa á þátt og hafa gaman af honum. Undirritaður hefur horft á nokkra þætti í vetur en sjaldan haftgamanaf. í þættinum í gærk völd var gaman að sjá hversu hress og lífsglaður hjartaþeginn Halldór Halldórsson er. Björgvin Halldórsson var góður. Hitt ekki. Þá sérstaklega söngvara- keppnin. Það er ekki hægt að gera keppendum það að sjónvarpa hljóði og mynd í beinni útsendingu. Það hlýtur að mega taka upp hljóðið áður. Innganga Hemma á sviðið, í upp- hafi þáttanna, er orðin pínleg. Þegar hann öskrar yfir sviðið og spy r hvort allir séu ekki í stuði þá má sjá ástjórnandanum aö honum þykir þetta pínlega asnalegt. Kveöju- stundin er einn vandræöagangur- inn. Hemmi getur verið svo væminn aö hreinlega meiöir áhorfendur. Eítt er verulega gott í þessum þátt- um. Það er framlag hljómsveitar- innar. Þar fara atvinnumenn sem kunnasittfag. Sigurjón M. Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.