Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SiMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuöi 1000 kr. Verö i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblaó 115 kr. Veðjað á rangan hest Innrás Sovétríkjanna í Litháen er innrás og vald- beiting, þótt skotum hafi ekki verið hleypt af. Það er Litháum að þakka, en ekki Rauða hernum, að mannfall hefur ekki orðið. Þeir hafa neitað að láta Rússa koma sér úr jafnvægi og neitað að gefa höggstað á sér. Rauði herinn hefur flutt mikinn herafla inn í Lithá- en. Hann hefur hertekið nokkrar mikilvægar stofnanir, svo sem skrifstofu ríkissaksóknara og prentsmiðjur dagblaða. Hann hefur reynt að koma í veg fyrir útgáfu allra dagblaða, nema þess, sem styður innrás Rússa. Rauði herinn hefur rænt tugum ungra Litháa, sem neita að gegna herþjónustu hjá hinu útlenda hernáms- liði. í því skyni hefur hann brotizt inn í sjúkrahús og kirkjur, þar sem þeir hafa falið sig. Allt eru þetta dæmi- gerð ofbeldisverk innrásarliðs, sem fer sínu fram. Úr þyrlum hefur Rauði herinn dreift miðum, þar sem rússneskumælandi innflytjendur í Litháen eru hvattir til að reyna að koma illu af stað, svo sem með því að mæta á fjöldafundi og fara í mótmælagöngur. Þetta hefur ekki tekizt, en sýnir vel vinnubrögð ögrunar. Samningar, sem kunna að vera gerðir í kjölfar slíkr- ar innrásar og valdbeitingar, eru ekki meira virði en samningarnir, sem gerðir voru 1940, þegar Litháen var innlimað í Sovétríkin í skjóli valdbeitingar. Sovétmenn viðurkenna sjálfir, að þeir samningar eru ógildir. Opnunin í Sovétríkjunum er snögglega horfm. Gor- batsjov er með sífelldar hótanir og ógnanir. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum tyggja upp eftir honum ósómann, ná- kvæmlega eins og í gamla daga, áður en Gorbatsjov fór að fitla við lýðræðiseldinn. Það var marklaust fitl. Snögglega hefur sannazt gömul regla, sem vestrænir ráðamenn, einkum bandarískir, hafa ekki skilið nógu vel. Hún er, að persónuleg sambönd koma ekki í stað utanríkisstefnu. Sá, sem setur traust sitt á persónu í útlöndum, verður fyrir vonbrigðum, þegar á reynir. Þannig hafa Bandaríkin sett traust sitt á langa röð ógæfumanna, svo sem Somoza í Nicaragua, Noriega í Panama, Reza keisara í Persíu, Marcos á Filippseyjum og loks Deng, sem Bush Bandaríkjaforseti heldur, eftir sendiherratíð sína í Peking, að sé sinn maður í Kína. Einu sinni var Krústsjoff ljúflingur Bandaríkjamanna í Sovétríkjunum. Núna er það Gorbatsjov. Nær væri að taka mark á refnum Gromyko, sem segir, að Gorbatsjov hafi stáltennur, þótt hann brosi breitt. Gorbatsjov stefnir ekki til lýðræðis í Sovétríkjunum, heldur eigin einræðis. Þegar Ceausescu riðaði af stalli í Rúmeníu, sendu Vesturlönd þau skilaboð til Kremlar, að hernaðarleg afskipti Rússa af rúmenskum innanríkismálum væru vel þegin. Þegar uppþotin urðu í Azerbajdzhan og Arme- níu, fögnuðu Vesturlönd hernaðarafskiptum Rússa. Þannig skrifuðu Vesturlönd, undir forustu Banda- ríkjanna, formálann að innrás Rauða hersins í Litháen. Vesturlönd hafa veðjað á einn hest rangan í Sovétríkjun- um og sætta sig við allt, sem hann gerir. Þessi hestur er Gorbatsjov og á eftir að valda miklum vandræðum. Enn er ekki of seint fyrir Bandaríkin og Vesturlönd öll að viðurkenna formlega sjálfstæði og fullveldi Lithá- ens. Enn er ekki of seint að kæra Gorbatsjov fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag og leiða votta að því, að hernám Litháens hafi verið ólöglegt, bæði 1940 og 1990. Fyrst og fremst verðum við að átta okkur á, að Gor- batsjov er einræðisherra, sem meinar ekkert með opn- un, heldur notar hana til að hlaða undir sig völdum. Jónas Kristjánsson Nýr vergangur vinstri manna Um næstu helgi efna sex hópar og flokkar vinstri manna í Reykjavík til prófkjörs, þar sem ákveða á sameiginlegan framboðslista þess- ara aðila við kosningarnar til borg- arstjórnar í vor. Hér er um að ræða Nýjan vettvang, Alþýðuflokkinn, Birtingu, Æskulýðsfylkingu Al- þýðubandalagsins, Borgarmálafé- Íag Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar og „óháða borgara", sem svo eru kallaðir, en það eru óflokksbundnir vinstri menn. Prófkjör þetta er í orði kveðnu opið og niðurstaðan ekki fyrirfram gefin. Upplýst hefur hins vegar ver- ið að valdaklíkur, sem að prófkjör- inu standa, hafi gert með sér sam- komulag um úrslitin og rói að því öllum árum að það gangi eftir. Pressan, málgagn Alþýðuflokks- ins, greindi frá samkomulaginu með þessum orðum á dögunum: „Ólína Þorvarðardóttir er talin eiga einróma stuðning í fyrsta sæt- iö. Fyrirhugað er að Kristín (Ólafs- dóttir) og Bjarni P. Magnússon verði í öðru og þriðja sæti.“ „Fyrirhugað er...“ Og hvert skyldi kjörorð þessa fólks vera? Jú, það er „lýðræði gegn flokksræði“. Hvílík tvöfeldni! Ellefu vinstri flokkar Fimm aðrir vinstri flokkar hafa þegar tilkynnt að þeir hyggist bjóða fram sjálfstæða framboðslista. Þar eru á ferð Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn, Kvenna- hstinn, Borgaraflokkurinn og Græningjar. Óljóst er hvort Flokk- ur mannsins, sem einnig er vinstri flokkur, býður fram að þessu sinni. í kosningunum í vor stendur val kjósenda því væntanlega á milli sex tfl sjö framboðslista vinstri flokka annars vegar og Sjálfstæðisflokks- ins hins vegar. En þá á eftir að taka : tillit til þess að sex sundurleitir hópar standa að sameinaða vinstri listanum (sem sumir kalla Nýjan vergang). Segja má því að í reynd verði val kjósenda í Reykjavík á milli Sjálfstæðisflokksins og ekki færri en ellefu vinstri hópa og flokka. Dæmalaus óstjórn 1978- 1982 Ég hef áður rakiö hér í DV hvern- ig fór þegar vinstri flokkarnir náðu meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur árið 1978. í stað uppbygging- ar og sóknar ríkti deyfð og drungi í borginni og stöðnun einkenndi jafnt atvinnulíf og menningu sem félagslega þjónustu og skipulag borgarinnar. Á kjörtímabili vinstri manna fram til 1982 fækkaði íbúum Reykjavíkur og atvinnufyrirtæki sóttu í önnur sveitarfélög. Er ástæða til að ætla að vinstri flokkarnir séu nú betur í stakk búnir til aö stjórna höfuðborginni en þá? Er ástæða til að ætla að þeir hafi lært eitthvað af mistökum sín- um? Því miður virðast þeir ekki hafa dregið neina lærdóma af óstjórn- inni 1978 til 1982. Ég kannast til dæmis ekki við að nokkur borgar- fulltrúa eða frambjóðenda vinstri flokkanna hafi fyrr eða síðar haft uppi gagnrýni á vinnubrögð vinstri meirihlutans á þessum árum. Af því verður tæpast dregin önnur ályktun en sú að vinstri menn séu ánægðir með þessa dæmalausu stjóm og ætli sér að fylgja fordæmi hennar fái þeir til þess stuðning í kosningum. Og varla em verk núverandi vinstri ríkisstjórnar þessara flokka til þess fallin að auka traust fólks á vinstri stefnu. Vinstri stjómin er óvinsælasta ríkisstjórn sem hér hefur setið að völdum og þaö verð- ur því að teljast nokkur kokhreysti af oddvita Nýs vergangs, frú Ólínu Kjállaiinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Þorvarðardóttur, að lýsa því yflr að hún styðji stjórnina. Moldarkofastefnan Framkvæmdir borgarstjórnar, einkum bygging Ráðhússins og Perlunnar í Öskjuhlíð, hafa farið mjög fyrir brjóstið á vinstri mönn- um. Af skrifum þeirra og ummæl- um fram að þessu virðast þær meg- inádeiluefnið á stjórn borgarinnar. Þetta er stundum orðað með þeim einkennilega hætti að lúxusbygg- ingar hafi forgang í Reykjavík en félagsleg þjónustu sitji á hakanum. Gagnrýni þessi væri kannski marktæk ef Reykjavíkurborg hefði lagt nýja skatta á borgarbúa eða tekið stórfelld erlend lán til að standa straum af framkvæmdun- um í Öskjuhlíð og viö Tjörnina. En svo er ekki eins og alkunna er. Fjárhagsstaða borgarinnar og borgarfyrirtækja er sterk og leyfir því framkvæmdir af þessu tagi. Lúxustalið er annars gamall og þreyttur söngur. Hvemig halda menn að umhorfs væri í höfuðborg okkar ef hatur vinstri manna á öllu því sem rís upp úr meðalmennsk- unni hefði fengiö að ráða ferðinni? Halda menn að hér væri þá Al- þingishús, Dómkirkja, Landsbóka- safn, Þjóöleikhús, Háskóh eða Listasafn? Ég er hræddur um að hér væru þá tómir moldarkofar. Og fjasið um að félagsleg þjónusta sé ekki nóg í höfuðborginni á ekki við rök að styðjast. Sannleikurinn er sá að á þessum sviðum ber Reykjavík höfuö og herðar yfir öll önnur sveitarfélög hér á landi enda flykkist fólk utan af landi hingað til að pjóta þessarar þjónustu. Og Reykjavík stendur fyflilega jafn- fætis - og víða framar - höfuð- borgum Norðurlanda þegar félags- þjónusta er annars vegar. Guðmundur Magnússon „Segja má því að 1 reynd veröi val kjós- enda í Reykjavík á milli Sjálfstæðis- flokksins og ekki færri en ellefu vinstri hópa og flokka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.