Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. 11 Utlönd Shimon Peres, leiðtogi ísraelska Verkamannaflokksins (tii vinstri), stendur nú á krossgötum. Segja sumir að for- ysta flokksins muni aðeins gefa honum örfárra vikna frest áður en hún fer að svipast um eftir arftaka hans, s.s. Yitzhak Rabin, fyrrum varnarmálaráðherra. Simamynd Reuter Shimon Peres, leiötogi ísraelska Verkamannaflokksins: Leiðtogi á krossgötum Shimon Peres, leiðtogi ísraelska Verkamannaflokksins, stendur á krossgötum. Svo getur fariö aö hann missi af forsætisráðherraembætti ísraels sem og leiötogaembætti flokks síns takist honum ekki fljót- lega að tryggja sér og Verkamanna- flokknum nægan stuöning til aö setja á laggirnar samsteypustjórn. Peres fékk fyrir skemmstu þriggja vikna stjómarmyndunarumboð. Tvær vikur eru þegar liönar og enn hefur honum ekki tekist að fá stuðn- ingsmenn Likud-flokks Shamirs for- sætisráöherra á þingi á sitt band. Nú er svo komið aö báðir stærstu flokk- arnir, Verkamannaflokkurinn og Likud-flokkurinn, hafa svo aö segja jafnan stuöning fulltrúa á hinu 120 sæta þingi. „Ég er frekar svartsýnn á mögu- leika hans til að koma saman stjórn," sagöi Gad Barzilai, kennari við Tel Aviv háskólann, um stjórnarmynd- unarmöguleika Peres. „Ef honum tekst þaö ekki gæti hann misst leið- togaembættið,“ bætti hann við. Leiðtogaembættið í hættu Fréttaskýrendur segja að takist Peres ekki stjórnarmyndun nú kunni að koma til aukinnar andstöðu við hann innan flokksins sem svo kynni að kosta hann leiðtogaembætt- ið. ísraelsk dagblöð skýrðu frá því í vikunni aö háttsettir embættismenn innan Verkamannaflokksins vildu aðeins veita Peres nokkurra daga frest áður en þeir sneru sér að öðrum leiðtogaefnum, s.s. Yitzhak Rabin fyrrum varnarmálaráðherra. Peres bar sigurorð af Rabin í bar- áttu þeirra um leiðtogaembætti flokksins árið 1976. Æ síðan hefur verið frekar stirt á milli þeirra. Heimildarmenn segja að nú sé þungt hljóðið í mönnum innan Verka- mannaflokksins. Likud-menn eru aftur á móti fullir bjartsýni á fram- tíðina og vissir um að fá umboð til stjórnarmyndunar fljótlega. Stjórnarkreppa Stjórnarkreppa sú sem nú ríkir í ísrael er til komin vegna ágreinings Likud og Verkamannaflokksins um afstöðu ríkisstjórnarinnar til friðar- tillagna Bandaríkjanna. Verka- mannaflokkurinn sleit stjómarsam- starflnu þegar Shamir vildi ekki skuldbinda flokk sinn til friðarvið- ræðna við Palestínumenn. Það eru trúarflokkar sem eru í pddaaðstöðu í stjórnarmyndun í ísrael nú sem endranær. Fjórir trú- arflokkar ráða sanianlagt yflr átján sætum á þingi og það er stuðningur þeirra sem stóru flokkarnir sækjast eftir. Takist hvorugum stjórnar- myndun á þeim skamma tíma sem þeir hafa til umráða verður gengið til kosninga á nýjan leik í ísrael. Reuter Chai Ling flúði til Frakklands Chai Ling, leiðtogi kínverskra námsmanna, er nú á sjúkrahúsi í Frakklandi þar sem hún safnar kröftum eftir að hafa verið á flótta undan yfirvöldum í Kína í tíu mán- uði. Kínverskir andófsmenn greindu frá þessu í gær. Chai, sem er rúmlega tvítug, var í fararbroddi námsmanna sem kröfðust lýðræð- islegra umbóta í Kína í fyrravor. Barátta þeirra var brotin á bak aft- ur með blóðugri árás kínverskra hermanna á Torgi hins himneska friðar í Peking í júníbyrjun. Stjórnarerindrekar búast við aukinni spennu milli franskra og kínverskra yfirvalda vegna dvalar Chai í Frakklandi. Kínversk yfir- völd báru fimmtán sinnum fram mótmæli við sendiherra Frakk- lands í fyrra eftir að frönsk yflr- völd höfðu samþykkt að hýsa þekkta andófsmenn og leyft sam- tökum, sem berjast fyrir lýðræði í Kína, að setja upp aðalstöðvar í París. í síðasta mánuði fetuðu frönsk yfirvöld reyndar í fótspor annarra vestrænna ríkja og til- kynntu að þau ráðgerðu að taka upp á ný viðskipti við Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um afdrif Chai frá því að hermenn gerðu árás á námsmenn á Torgi hins himneska friðar. Fregnir hafa borist af því að hún hafi flúið, ver- ið handtekin eða jafnvel líflátin. í dagblaði í Hong Kong í gær var Leiðtogi kínverskra andófsmanna, Chai Ling. Myndin er tekin af sjón- varpsskjá. Simamynd Reuter greint frá því að Chai og maöur hennar, Feng Congde, sem einnig er eftirlýstur af kínverskum yfir- völdum, liefðu flúið frá Kína þann 24. mars síðastliðinn. Sjónvarpið í Hong Kong sýndi seint á þriðju- dagskvöld fréttamynd með Chai án þess að greina frá dvalarstað henn- ar. Þar sagði Chai að leiðin til frels- is hefði verið löng og erflð og að í lokin hefði hún verið að niðurlot- um komin. Hún hét því að halda áfram baráttunni fyrir lýöræði í Kína. Reuter Úrvals niðursuðuvörur Gæði med gódum mat #/#*••• íslenskV//// Ameriska Tunguháls 11 • Síml 82700 FAGNAÐARFUNDUR Átthagasal Hótel Sögu í kvöld fimmtudagskvöld 5. april kl. 20.30. í kvöld fjölmenmim við á Sögu og kynnumst 23 merkisberum sameiningar um Nýjan Vettvang í málum Reykvíkinga. A milli þess sem frambjóðendur Nýs Vettvangs kynna sig í eigin persónu, skemmta valinkunnir listamenn gestum með söng, spjaiii, spaugi og hijóðfæraslætti. peir sem fram koma: Bubbi Morthens • EHen Kristjánsdóttir og Flokkur mannsins hennar • Einar Kr. Einarsson gítarleikari • Eftirherman góðkunna, Johannes Kristjánsson • Einsöngur: Páimi Gestsson • Ávarp: Ragnheiður Davíðsdóttir formaður Samtaka um Nýjan Vettvang • Kynnir: Jakob Frímann Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.