Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990.
ÚTSALA
VERSLUNIN ER AÐ HÆTTA
50% AFSLÁTTUR
á öllu.
Fatnaður, leikföng og gjafavara.
Komið og gerið góð kaup.
Verslunin Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði.
Opið kl. 13-18, laugardaga kl. 10-14
Áttu von á barni?
Sérfræðiþjónusta og ekta fatnaður.
Bómull, silki, ull
og Weleda barnavörurnar.
Aðeins það besta fyrir barnið.
ÞUMALÍNA
Leifsgötu 32. Næg bílastæði.
Sendum í póstkröfu. Sími 12136
FRÁ FRÆÐSLUSTJÓRA
NORÐURLANDSUMDÆMIS EYSTRA
Lausar stöður við grunnskóla
Umsóknarfrestur til 1. maí.
AKUREYRI:
íslenska, stærðfræði, danska, enska, myndmennt, handmennt,
íþróttir, sérkennsla, heimilisfræði, samfélagsgreinar, almenn bekkj-
arkennsla og kennsla í forskóla.
GRUNNSKÓLI HÚSAVÍKUR:
Sérkennsla, almenn kennsla yngri barna og kennsla á unglinga-
stigi.
BARNASKÓLI ÓLAFSFJARÐAR:
Almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN Á DALVÍK:
íslenska, enska, jþróttir, raungreinar, samfélagsgreinar, almenn
kennsla.
GRUNNSKÓLI GRÍMSEYJAR:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
HÚSABAKKASKÓLI:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN HRÍSEY:
Almenn kennarastaða.
ÁRSKÓGARSKÓLI:
Almenn kennarastaða.
ÞELAMERKURSKÓLI:
Handmennt.
GRUNNSKÓLI HRAFNAGILSHREPPS:
Almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLI SAURBÆJARHREPPS:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
LAUGALANDSSKÓLI:
Almenn kennarastaða.
HRAFNAGILSSKÓLI:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLI SVALBARÐSSTRANDAR:
Hannyrðir, myndmennt.
GRENIVÍKURSKÓLI:
Stærðfræði, enska, handmennt, almenn kennsla.
STÓRUTJARNASKÓLI:
Staða skólastjóra og almennar kennarastöður.
LITLULAUGASKÓLI:
Almenn kennarastaða,
HAFRALÆKJARSKÓLI:
Handmennt.
GRUNNSKÓLINN KÓPASKERI:
Almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN RAUFARHÖFN:
íþróttir, erlend tungumál, samfélagsfræði.
GRUNNSKÓLINN SVALBARÐSHREPPI:
Staða skólastjóra, almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN ÞÓRSHÖFN:
íþróttir, raungreinar, almenn kennsla.
Utlönd
Mandela
de Klerk
Nelson Mandela í heimsokn i Edandala þar sem miklar skemmdir hafa
orðið vegna átaka andstæðra hópa blökkumanna. Símamynd Reuter
Blökkumannaleiðtoginn Nelson
Mandela sagði í gær að samtök sín,
Afríska þjóðarráðið, hefðu mikinn
hug á viðræðum við suður-afrísk
yfirvöld þó svo að samtökin hefðu
frestað undirbúningsviðræðum þeim
sem ráðgerðar voru 11. apríl. Afríska
þjóðarráðið frestaði fyrsta opinbera
fundinum með fulltrúum stjórnvalda
til að mótmæla skothríö lögréglu-
manna í síðasta mánuði á mótmæla-
göngu blökkumanna. Mandela hefur
hins vegar fallist á að hitta de Klerk
forseta í dag. Þrír aðrir blökku-
mannaleiðtogar munu sitja fundinn.
Á fundi með fréttamönnum í gær
neitaði Mandela að greina frá því í
smáatriðum hvað hann hygðist ræða
við forsetann en notaði tækifærið til
að gagnrýna harkalega aðgerðir og
stjóm lögreglunnar. Mandela vísaði
á bug ágiskunum sumra stjórnmála-
skýrenda að Afríska þjóðarráðið not-
aði aðgerðir lögreglunnar, þegar hún
skaut sautján manns til bana í síö-
asta mánuði, sem fyrirslátt til að
fresta viðræðunum. Sagði Mandela
að þeim sem ekki fyndust morðin
næg ástæða hefðu ekki gert sér grein
fyrir tilfinningum blökkumanna
vegna þessa. „Þeir eru svo vanir að
lögreglan myrði blökkumenn að það
er litið á það sem hversdagslega at-
burði,“ sagði blökkumannaleiðtog-
inn.
Lögregla og eftirlitsmenn frá óháð-
um mannréttindasamtökum sögðu
að rólegra heföi veriö í Natalhéraði
í gær en undanfarna viku en þar
hafa hörð átök verið milli andstæðra
fylkinga blökkumanna. Alls hafa
sextíu manns látið lífið í átökunum
og þúsundir flúið heimili sín.
Reuter
Bretar deila um búseturétt fyrir Hong Kong-búa:
Enn eitft áfallið
fyrir Thatcher?
Ríkisstjórn Margaretar Thatcher,
breska forsætisráðherrans, getur átt
von á að framvarp til laga um ríkis-
borgararétt til handa rúmlega tvö
hundruð þúsund íbúum Hong Kong,
sem lagt var fram í gær, verði fellt á
þingi. Margir félagar innan íhalds-
ílokksins, flokks forsætisráðherrans,
hafa lýst yflr andstöðu sinni við
frumvarpiö og Verkamannaflokkur-
inn, sem er í stjórnarandstöðu, hefur
tekið afstöðu með þeim. Margir þing-
menn lýstu því yfm í gær að þeir
myndu greiöa atkvæði gegn frum-
varpinu þegar það verður tekið til
umræðu á þingi þann 18. apríl næst-
komandi.
Ráðamenn í Hong Kong segja aftur
á móti aö frumvarpiö gangi alls ekki
nógu langt. Þeir vilja að bresk yflr-
völd gangi lengra og heiti breskum
ríkisborgararétti handa öllum þeim
rúmlega þremur milljónum íbúa
Hong Kong sem hafa bresk vegabréf.
Alls búa rúmlega fimm milljónir
manna í þessarar bresku nýlendu
sem árið 1997 fellur undir kínverska
stjórn. Þeir íbúar Hong Kong sem í
dag hafa bresk vegabréf njóta fullra
ferðafríðinda en hafa ekki búseturétt
í Bretlandi.
í framvarpinu umdeilda er kveðið
á um búseturétt fyrir fimmtíu þús-
und fjölskyldur. Við veitingu búsetu-
réttar er tekið tillit til aldurs, mennt-
unar, reynslu og tungumálakunn-
áttu. Gagnrýnendur frumvarpsins
segja að með þessu sé breskur ríkis-
borgararéttur veittur einungis með
tilliti til íjárhagslegrar stöðu, áhrifa
og valda einsfakhngsins, það er að
einungis hinir fjárhagslega sterku fái
hann. Fyrrum formaður íhalds-
manna, Norman Tebbit, sagði í gær
að áttatíu þingmenn íhaldsflokksins
hygðust greiða atkvæði gegn frum-
varpinu eða taka ekki þátt í atkvæða-
greiðslunni. Ekki er ljóst hvernig
Frjálslyndir demókratar hyggjast
kjósa þegar kemur að atkvæða-
greiðslunni um þetta frumvarp en
þeir gætu vel haft afdrif þess á þingi
í hendi sér.
Thatcher má illa við því að tapa í
atkvæðagreiðslu um þetta frumvarp.
Þótt ríkisstjórnin hafi gefið 1 skyn
að hún muni ekki víkja þó að frum-
varpið verði fellt á þingi er ljóst að
ósigur vegna þessa yrði einungis enn
eitt áfallið fyrir stjórn sem þegar á
undir högg að sækja.
Reuter
Aukinn þrýstinaur á Aoun
Þrýstingur vex nú á Michel Aoun,
yfirmann herafla kristinna í Líbanon
að gefa sig fram við Elias Hrawi for-
seta og binda enda á innbyrðis stríð
kristinna sem staðiö hefur yfir í tvo
mánuði. Patríarki maróníta bað í
gær bæði Aoun og Geagea, yfirmann
kristinna þjóðvarðliða, um að leggja
strax niður vopn. Gaf patríarkinn í
skyn að ef þeir gerðu það ekki myndi
þriðji aöilinn grípa inn í.
Geagea, sem barist hefur við Aoun
síðan í janúarlok, hvatti í gær Hrawi
forseta til að senda hermenn sína til
borgarhluta kristinna í Beirút til að
stöðva blóðbaðið. Geagea kvaðst vera
reiðubúinn að láta af hendi við her-
menn forsetans allar þær bækistööv-
ar sem hann hefði náð á sitt vald frá
Aoun.
Þrátt fyrir tilmæli Geagea sáust
þess engin merki að menn forsetans,
sem eru fimmtán þúsund og flestir
múhameðstrúar, né heldur sýrlensk-
ir hermenn væru að búa sig undir
að láta til skarar skríða alveg á næst-
unni. Stjórnarerindrekar segja að
það sé hagstæöara fyrir forsetann og
sýrlensku hermennina 40 þúsund í
Líbanon að bíða að minnsta kosti þar
til herir Geageas og Aouns væru ör-
magna.
Þeir héldu áfram bardögum sínum
í gær. Fjórir menn eru sagðir hafa
fallið og tíu særst.
Reuter
Kona í austurhluta Beirút grætur við
hús sem er illa farið eftir bardaga
kristinna. Simamynd Reuter