Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. Afmæli Guðborg Elíasdóttir Guöborg Elíasdóttir, húsfreyja á Garöabraut 8, Akranesi, er sjötug í dag. Guðborg fæddist á Tyröilmýri á Snæfjallaströnd í Noröur-ísafjarö- arsýslu og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún stundaði nám viö Hér- aðsskólann á Reykjanesi 1937-38 og flutti til Akraness 1939 er hún réöst í vist til hjónanna Elíasar Guö- mundssonar skipstjóra og Sigríðar Einarsdóttur. Veturinn 1940-41 vann Guðborg á saumastofu Þó- runnar Oddsdóttur á Akri á Akra- nesi. Guöborg giftist 1.1.1941 og bjuggu þau hjónin fyrstu hjúskapar- árin í Sandvík (Vesturgötu 77) á Akranesi, síöar á Sunnubraut 24 og á Garðabraut 8 frá 1975. Guöborg hóf störf utan heimilisins haustiö 1964 í frystihúsi HB & Co og vann þar um árabil. Hún stundaði síðan ýmis störf, síðast hjá sokkaverk- smiöjunni Trico hf. frá 1984 til síð- ustu áramóta. Eiginmaður Guöborgar var Jó- hannes Jónsson bakarameistari, síðast baövörður viö íþróttahúsið á Akranesi, f. 3.6.1917, d. 18.8.1985, en foreldrar hans voru Jón Péturs- son, f. 1.7.1895, d. 9.10.1963, sjómaö- ur og síðar vigtarmaöur á Akra- nesi, og kona hans, Guðrún Jóhann- esdóttir, f. 17.5.1889, d. 30.10.1979. Guöborg og Jóhannes eignuðust níu börn og eru átta þeirra á lífi. Börn þeirra eru Elías, f. 15.7.1941, húsasmiöur og ofngæslutæknir á Akranesi, kvæntur Dröfn Einars- dóttur starfsstúlku og eiga þau einn son, Jóhannes; Pétur Steinar, f. 6.8. 1942, múrari og lögregluþjónn á Akranesi, kvæntur Magneu Guö- finnu Sigurðardóttur starfsstúlku og eiga tvo syni, Jón og Sigurö Svein; Guörún, f. 26.6.1944, hjúkr- unardeildarstjóri í Reykjavík, gift Jóhanni Frey Ásgeirssyni prent- verkstjóra og eiga þau þrjú börn, Kolbrúnu Ýr, Ásgeir Örvarr og Óöin Örn; Dagbjartur, f. 25.10.1946, blikk- smiður í Reykjavík, var kvæntur Bjarnlaugu Helgu Daníelsdóttur húsfreyju en þau slitu samvistum, er kvæntur Lilju Krsitjánsdóttur kaupkonu og á tvo syni með fyrri konu, Daníel Gunnar og Sigurö Hlíðar, auk þess sem hann á son frá því fyrir hjónaband, Árna Þór; Óm- ar Þór, f. 29.4.1948, blikksmiður á Akranesi, kvæntur Önnu Eiriks- dóttur verslunarmanni og eiga þau þrjú börn, Guöborgu Ester, Snorra Þór og Elías Borgar; Elísabet, f. 18.3. 1951, fóstra og kennari á Akranesi, gift Gunnlaugi Haraldssyni for- stöðumanni og eiga þau tvö börn, Heimi Fannar og Fanneyju Ýr; Haf- steinn, f. 31.10.1952, verkamaöur á Akranesi; Jóhanna Guðborg, f. 17.7. 1954, húsfreyja á Akranesi, gift Loga Arnari Guðjónssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjú börn, Elfu Sif, Bryndísi Rut og Jóhannes Arn- ar. Barnabörn Guöborgar eru því sautján talsins en langömmubörnin þrjú. Guðborg var einkabarn foreldra sinna en hún átti tvo fósturbræður: Bergmann Þormóðsson, f. 28.6.1916, d. 20.11.1989, sjómaður á ísafirði, en ekkja hans er Kristjana Ólafs- dóttir húsfreyja, f. 17.7.1917 og eru börn þeirra Sofíia, Ólöf og Elías; Sigurbjörn Jónsson, f. 3.12.1938, húsasmiður á Akranesi (sonur Júlí- önu Kristínar Borgarsdóttur, föður- systur Guðborgar) kvæntur Sonju Frederiksen húsfreyju, f. 2.7.1941 og eiga þau þijá syni, Hlyn Mána, Bjarka ogLeikni. Foreldrar Guðborgar voru Elías Borgarsson, f. 28.3.1890, d. 21.9.1957, bóndi á Tyrðilmýri á Snæfjalla- strönd 1922-45, í Birnhöfða í Innri- Akraneshreppi 1945-46 og síðar verkamaður á Bergi á Akranesi, og kona hans, Elísabet Hreggviðsdótt- ir, f. 30.8.1889, d. 13.3.1976. Foreldrar Elíasar voru Borgar Guðborg Elíasdóttir. Bjarnason, b. á Skarði og í Borgar- húsi við Berjadalsá á Snæfjalla- strönd, og kona hans, Guðný Páls- dóttirhúsfreyja. Foreldrar Elísabetar voru Hregg- viður Þorleifsson frá Flatey á Breiðafirði, formaður á ísafirði, og kona hans, Helga Jensdóttir hús- freyja, síðar á Lónseyri á Snæfjalla- strönd. Guðborg tekur á móti gestum og býður upp á kafíisopa í Kiwanis- húsinu að Vesturgötu 48 á Akranesi laugardaginn 7.4. frá klukkan 15-18. Sigurbjöm Ketilsson Sigurbjörn Ketilsson, fyrrv. skóla- stjóri, Stóragerði 34, Reykjavík, er áttræður í dag. Sigurbjöm fæddist á Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Hérðasskólann á Laugarvatni 1929-31, við Kennara- skóla íslands 1931-33 og lauk kenn- araprófi þaðan 1933. Sigurbjörn var kennari í Hraun- gerðishreppi 1933-36, viö Miðbæjar- skólann í Reykjavík 1936-37 og við barnaskólann á Eskifirði 1937^42. Hann var skólastjóri viö Njarðvík- urskóla 1942-63, skólabókavörður í Njarðvík 1963-83 og bókavörður við Bókasafn Njarðvíkur 1945-63. Sigurbjörn sat í hreppsnefnd Eski- fjarðar 1938-42 og í hreppsnefnd Njarðvíkur 1954-58. Hann sat í stjóm Ungmennafélags Skeiða- manna og Ungmennafélagsins Austra á Eskifirði um skeið, sat í stjóm Sósíalistafélags Eskifjarðar og Sósíalistafélags Njarðvíkur í nokkur ár. Sigurbjörn hefur skrifað greinar um stjórnmál í Þjóðviljann og Keili, kosningablað sósíalista á Suðurnesjum. Sigurbjöm kvæntist 9.1.1935, Hlíf Tryggvadótturkennara, f. 2.6.1908, dóttur Tryggva Matthiassonar, tré- smiðs á Skeggjastöðum í Garöi, og konu hans, Kristínar Þórðardóttur frá Neðra-Hálsi í Kjós, af Fremri- Hálsaætt. Börn Sigurbjarnar og Hlífar eru Tryggvi, f. 9.7.1935, verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Siglinde Sig- urbjarnarson bókaverði og eiga þau þrjúbörn; Kristín, f. 13.10.1936, kennari í Reykjavík, gift Sigurði R. Halldórssyni tæknifræðingi og eiga þau þrjú börn; Drífa, f. 15.6.1942, hótelstjóri í Lúxemborg, gift Þórði Sæmundssyni flugvirkja og eiga þau þrjú börn; Álfdís Katla, f. 9.3.1947, fasteignasali í Tampa í Flórída í Bandaríkjunum, var gift Charles Courtney líffræðingi en þau slitu samvistum og eiga þau þrj ú börn; Þráinn, f. 16.2.1949, tæknifræðingur í Suður-Afríku, kvæntur Susan Sig- urbjarnarson skrifstofukonu og eigaþautvö börn. Systkini Sigurbjarnar eru Brynj- ólfur, f. 26.9.1901, bóndi og síðar verkamaður í Reykjavík; Ólafur, f. 15.8.1903, bílstjóri á Laugarvatni, nú búsettur í Kópavogi; Valgerður, f. 29.3.1905, húsfreyja á Álfsstöðum, nú búsett á Selfossi; Helgi, f. 20.8. 1906, d. 29.8.1986, bóndi á Álfsstöð- um; Sigríður, f. 15.6.1907, d. 1.2.1908; Ellert, f. 17.6.1913, d. 13.4.1973, sjó- maður og verkamaður í Reykjavík; Kristín, f. 6.8.1914, d. 3.2.1985, hús- freyja á Forsæti í Villingahreppi í Árnessýslu; Hafliði, f. 16.8.1916, bóndi á Álfsstöðum, nú búsettur á Selfossi, og Guðmundur, f. 10.9.1919, mjólkurfræðingur á Selfossi. Upp- eldisbróðir Sigurbjarnar er Helgi Ólafsson, f. 27.6.1924, fasteignasali íReykjavík. Foreldrar Sigurbjarnar voru Ket- ill Helgason, f. 11.10.1871, d. 15.3. 1965, bóndi á Álfsstöðum, og kona Sigurbjörn Ketilsson. hans, Kristín Hafliðadóttir, f. 26.6. 1874, d. 18.1.1943. Faðir Ketils var Helgi, b. í Skál- holti og Drangshlíð undir Eyjafjöll- um, Ólafsson, b. í Skálholti, Helga- sonar. Móðir Helga var Ingiríður Einarsdóttir, b. á Bryðjuholti og konu hans, Guðrúnar, systur Hall- dóru, langömmu Bjarna Þorsteins- sonar, prests og tónskálds á Siglu- firði. Guðrún var dóttir Kolbeins, prests og skálds í Miðdal, Þorsteins- sonar. Móðir Ketils var Valgerður Eyjólfsdóttir, b. í Vælugerði í Flóa. Foreldrar Kristínar voru Hafliði Jónsson, b. á Birnustööum, frá Auðsholti í Biskupstungum, og kona hans, Sigríður Brynjólfsdóttir frá Bolholti á Rangárvöllum. Sigurbjörn verður að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 5. apríl 75ára________________________ 50ára________________________ Brynhildur Svala Einarsdóttir, Þorsteinn Smári Þorsteinsson, Skálholtsstig 2, Reykjavík. Smáratúni 36, Keflavík. Erlendur Helgason, Guðrúnargötu 1, Reykjavík. 70ára Rögnvaldur Johnsen, Háteigsvegi 12, Reykjavík. 60ára Páll Þórarinsson, Kirkjubraut 19, Seltjarnarnesi. Margrét S. Magnúsdóttir, Víðimýri 16, Akureyri. Hörður Hermannsson, Munkaþverárstræti 13, Akureyri. Sæmundur Ágústsson, Þingskálum 8, Rangárvallahreppi. Einar Vilhelm Jensson, Hæðargarði6, Nesjahreppi. Sigurður Guðnason, Bárðarási 14, Neshreppi. Agnar V íglundsson, Kirkjuvegi 18, Ólafsfirði. 40ára Torfi Haraldsson, Sóleyjargötu6, Vestmannaeyjum. Ragnar Árnason, Bergþórugötu 33, Reykjavík. Þorbjörg Garðarsdóttir, Ártröö 1, Egilsstöðum. Daníela Fernandez, Sólheimum 30, Reykjavik. Elva Björk Valdimarsdóttir, Þórustíg 20, Njarövíkum. Jóna Gunnarsdóttir, Heiðarseli 7, Reykjavík. Snæbjörn Kristófersson, Laufási 1, Neshreppi. Stefán Kjartansson, Haukshólum 7, Reykjavík. Þorsteina Grétarsdóttir, Hilmisgötu 1, Vestmannaeyjum. Sigrún Jóhannsdóttir, Skútustööum2C, Skútustaða- hreppi. Guðrún Jónsdóttir Guðrún jónsdóttir, Vetleifsholti II, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, er fimmtug í dag. Guðrún fæddist á Núpi II undir Eyjafjöllum og ólst þar upp. Hún var í Ásólfsstaðaskóla 1940-1944 og vann í Sláturfélagi Suð- urlands á Hellu með hléum í tuttugu og fjögur ár. Guðrún giftist 23. des- ember 1950 Sigurði Þorsteinssyni, f. 10. desember 1921, b. í Vetleifs- holti. Foreldrar Sigurðar: Þorsteinn Tyrfmgsson, b. í Rifshalakoti, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir. Böm Guðrúnar og Sigurðar: Jón Björg- vin, f. 22. júlí 1950, kvæntur Matt- hildi Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn, Sigrún, f. 4. ágúst 1955, gift Garðari Sigurðssyni, hún á þrjú börn, Hafsteinn Birgir, f. 12. október 1957, á eitt barn, Auðbjörg Jónína, f. 28. mars 1960, gift Valsteini Stef- ánssyni, þau eiga tvo syni, Hafdís Dóra, f. 4. febrúar 1963, býr með Gísla Stefánssyni, Siguröur Rúnar, f. 17. október 1968, Eiður Ingi, f. 13. janúar 1970, býr með Lindu Rut Larsen, og Sigríöur Magnea, f. 20. janúar 1973. Systkini Guðrúnar: Kristín, gift Tómasi Jónssyni, b. í Skarðshlíð og eiga þau fimm böm, Siguröur, b. á Seljalandi, kvæntur Mörtu Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn, Einar, býr í Rvík, kvænt- ur Grétu Árnadóttur og eiga þau tvö börn, Jóna, gift Jóni Guðjónssyni, b. í Hallgeirsey og eiga þau tvo syni, Guðrún Jónsdóttir. Páll, býr á Hellu, kvæntur Þórnýju Oddsdóttur og eiga þau tvær dætur, Sigríður, gift Vigfúsi Guðmunds- syni, b. á Eystri-Skógum og eiga þau tvö börn, Guðlaug, gift Guðgeiri Ólasyni, b. á Efri-Þverá og eiga þau þrjú börn, Jóhanna, gift Guðmari Ragnarssyni, b. í Meiri-Tungu og eiga þau þrjú börn, Rúna Björg, gift Heröi Björnssyni, þau búa í Hvol- hreppi og eiga þrjú börn, Guðjón, b. á Núpi, V-Eyjafjöllum, kvæntur Ástu Sveinbjarnardóttur og eiga þau íjögur börn, og Oddur Helgi, kvæntur Valdísi Leifsdóttur, þau búa á Hvolsvelli og eiga þrjú börn. Foreldrar Guðrúnar voru Jón Einarsson, f. 30. apríl 1902, d. 22. maí 1979, b. á Núpi II, V-Eyjafjöllum, og kona hans, Auðbjörg Jónína Sig- urðardóttir, f. 25. apríl 1910, d. 1985. Jón var sonur Einars, b. í Nýjabæ, Sveinssonar, b. í Nýjabæ, Einars- sonar. Móðir Einars var Þorbjörg Eiríksdóttir, b. í Nýjabæ, Ólafsson- ar. Móðir Jóns var Kristín Páls- dóttir, b. í Fit, Magnússonar, og konu hans, Margrétar Andrésdótt- ur. Auðbjörg var dóttir Sigurðar, b. á Núpi, Ólafssonar, b. á Núpi, Jóns- sonar. Móðir Auöbjargar var Guð- rún Auðunsdóttir, b. á Núpi, Einars- sonar, og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Guðrún verður að heiman á afmælisdaginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.