Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Side 5
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990.
5
Fréttir
Kostnaður við að gera sorphirðu íslendinga viðunandi:
2,2 milljarðar í byrjun
svo 800 milljónir á ári
Samkvæmt áætlun Birgis Þórðar-
sonar hjá Hollustuvernd myndi það
kosta um 2,2 milljarða að koma sorp-
málum íslendinga í það horf sem
boðlegt þykir í nágrannalöndunum.
Hér er átt við fjárfestingu í nýjum
mannvirkjum og tækjabúnaði í sorp-
eyðingu. Auk þessa þyrftu sveitarfé-
lögin að stórauka framlög sín til sor-
peyðingarmála eða um allt að 800
milljónir króna árlega.
Hér á landi fara um 2,8 prósent af
rekstrargjöldum sveitarfélaga til
sorphirðu. Sambærilegt hlutfall í
nágrannalöndunum eru hins vegar
um 7 prósent. Ef íslendingar ættu að
standa með svipuðum hætti að sorp-
hirðu og -eyðingu og þar er krafist
þyrfi framlag sveitarfélaga að hækka
úr um 500 í um 1.300 milljónir árlega.
Hér er ekki tekið tillit til þess að
ísland er strjálbýlla en ílest þeirra
landa sem við berum okkur saman
við. Þessi mismunur gefur hins vegar
Afengisverslunln rýmir hillurnar:
Tekur 101 tegund
af aðalsöluskrá
„Fækkun tegunda nær ekki jafnt
til þeirra tegunda sem umboðsmenn
eru fyrir og þeirra tegunda sem flutt-
ar eru inn án nokkurra umboðs-
manna. Það er einfaldlega vegna þess
aö það er svo nýtilkomið að vörur
eru keyptar til landsins án milh-
göngu umboðsmanna. í þessu sam-
bandi ber þó að nefna að þaö er regin-
misskilningur að við séum með um-
boð fyrir vörur. Við erum ekki með
neitt umboð. En vörur án umboðs-
manna ná til um það bil 5 prósent
vara á okkar sölulista og á þessum
hsta yfir tegundir sem teknar verða
af söluskrá eru einnig slíkar vörur,“
sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, í samtali við DV.
Áfengisverslunin hefur ákveðið að
taka 101 áfengistegund af aðalsölu-
lista sínum. Verða þær tegundir ekki
pantaðar þegar birgðir þrjóta. Mest
er um hvítvín- og rauðvínstegundir,
eða 19 tegundir í hvorum flokki. Þá
detta 15 viskítegundir af listanum en
minna af öðrum tegundum. íslensk-
ar tegundir, sem hverfa, eru brenni-
vín í 350 millilítra flöskum, svokah-
aðir aumingjar, ákavíti, gamalt áka-
víti og hvannarótarbrennivín.
„Til viðmiðunar við fækkun teg-
unda er í fyrsta lagi stuðst við sölu-
magn vörunnar. í öðru lagi reynum
við að halda vissri flölbreytni við val
á víntegundum þannig að jafnvel
þótt vara hafi selst en á um leið hlið-
stæðu á markaðnum þá höfum við
tekið þessa hliðstæðu tegund út.
Loks höfum við haft augun á því að
gefa ekki einhverjum ákveðnum
fremleiðsluhringjum einokunarað-
stöðu. Við látum aðra lifa þótt þeir
séu ekki eins sterkir."
Höskuldur sagði að Áfengisversl-
unin reyndi aö halda ákveðinni stöðu
með tilliti til gæða. Nefndi hann að
ef Áfengisverslunin ætlaði ekki að
verða steinrunnin þá gæti hún ekki
alltaf haldið áfram að selja sömu teg-
undimar eöa aukið flölbreytni ein-
ungis með því að bæta tegundum á
sölulistann. Yrði að taka út tegundir
og setja nýjar inn í staðinn þótt meg-
intilgangur afskráningarinnar núna
væri reyndar að fækka tegundum
þar sem hvítvínssalan hefði dregist
saman um þriðjung og rauðvínssalan
um 25 prósent.
Varðandi kaup Áfengisverslunar-
innar á vörum sem ekki hafa um-
boðsmenn sagði Höskuldur að sú
vara fengist á eitthvað lægra verði
'fyrir vikið.
Höskuldur sagði loks að af sumum
tegundum væru til 10 ára birgðir
miðað við sölu. Væru th dæmi um
útsölu hjá Áfengisversluninni en
ekkert væri ákveðiö í þeim efnum
núna.
-hlh
Rækjuvinnslufólk á Kópaskeri:
Sá fyrsta rækjufarm-
inn velta út á götuna
Vörubíll með hátt í átta tonn af
rækju valt á hliðina inni í miðju
þorpi á Kópaskeri á mánudag. Bhl-
inn var á leið til Rækjuverksmiðj-
unnar Geflu. Starfsmenn í rækju-
vinnslunni biðu í ofvæni eftir farm-
inum þar sem rækjulaust hefur veriö
á staðnum síðan í haust. Þetta var
því fyrsta rækjan sem átti aö vinna
síðan verksmiðjan lokaði í október.
Ökumaður slapp ómeiddur.
„Við erum búin að bíða í allan vet-
ur eftir rækju th aö vinna í þessu
fyrirtæki. Rækjunni er landað á
Raufarhöfn en þaðan kom bíllinn
yfir til okkar. Stýrið fór úr sambandi
og það var því fátt til bjargar. Bíllinn
var í beygju og hjólin snerust þvert
með þeim afleiðingum að hann valt
á hliðina þegar hann var kominn inn
í þorpið. Við reyndum að bjarga því
sem bjargað varð - það var ekkert
annaö hægt að gera,“ sagði Sigurður
Óskarsson hjá Geflu í samtali við DV.
„Það tókst að bjarga mestu af ræki-
unni. Einhver afibll urðu en ekkert
stórvægilegt. Sem betur fer var sveh
á götunni. Rækjan hefði meira eða
minna skemmst ef möl heföi verið
undir. Bíllinn datt ósköp rólega á
hliðina og kassarnir fóru ofan í seg-
lið á pallinu. Það var töluverð vinna
við að tína þetta upp. En síðan drifum
viö rækjuna bara inn í hús og byrjuð-
um að vinna hana í morgun (þriðju-
dag). Við létum þetta ekki á okkur
fá, enda erum við ahtaf brattir hérna.
Við gerum ekki mikið úr tjóninu,“
sagði Sigurður.
Hann sagði að atvinnulífið á Kópa-
skeri hefði verið frekar dauft í vetur.
Einn tólf tonna bátur er gerður út frá
Kópaskeri en trihukarlar eru nú að
gera sig klára fyrir þorskveiðar og
grásleppu. Á Kópaskeri búa nú á
mhh 160 og 170 manns. -ÓTT
til kynna hvar íslendingar standa „Ástand þessara mála hér á landi tímaþjóðfélagi,“ segir Birgir meðal
gagnvart Vesturlöndum í þessu máli. er í öhum tilvikum óviöunandi í nú- annars í greinargerð sinni. -gse
’ .......................................................................................... ■ ................................... i i i
MINOLTA
MYNDAVELIN
komin aftur
ÍV ... ...
: fpCUS.m k.. _ . ,-j
j 4 1
. jl
|v
Fókusfrí
Irmbyggt ílass
Sjálfvirk þræöing
Mótor fyrir
filmufærslu
Sjálfvirk
ASA-stiIIing
Fermingargjöíin vinsæla
Verð aðeins kr. 4.990,-
^ ■ ■ ■ ■ ■
mnsimimfn
um
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
La^mæ^78 - Sinú 68-ji8-riJnæsta húsj/ið Sjónvarpið)^
Fjölbreytt úrval af
HORNSÓFUM
Margar gerðir og stcerðir eftir ósk kaupanda. Margir úrvals litir.
Einnig sófasett í miklu úrvali- áklœði, leður og leðurlux í öllum litum.
Hvergi betra verð.
Opið
laugardaga kl. 10-17
sunnudaga kl. 14-17
TMHCSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822