Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Utlönd Kosið í Slóveníu: Andófsmenn sigurstranglegir Stjómarandstaöan í Slóveníu, einu lýðvelda Júgóslavíu, haíöi í morgun forystu í fyrstu ftjálsu kosningunum þar í landi í áratugi og virðist líkleg til aö binda enda á fjörutíu ára langa stjóm kommún- ista í lýðveldinu. Þetta kom fram í fyrstu óopinberu tölunum um úrslit kosninga til þings Slóveníu í gær. Þegar búið var að telja um sjö prósent akvæða í nótt hafði Demos, Lýðræðisbandalag andófsmanna Kosið var í Sióveníu, einu lýðvelda Júgóslavíu, í gær. Simamynd Reuter sem sjö flokkar eiga aðild að, hlotið nærri fimmtíu prósent akvæða. Kommúnistar voru í öðru sæti með um tuttugu prósent fylgi. Standist þessar tölur myndi það vera enn eitt áfalliö fyrir kommúnistaflokk Júgóslavíu sem þegar stendur völt- um fótum. Sigri Demos með miklum yfir- burðum í þessum kosningum, þeim fyrstu frjálsu í landinu í rúmlega fimmtiu ár, gæti ýtt undir vændng- ar íbúanna um sambandsslit við ríkjasamband Júgóslavíu. Stórsigur stjórnarandstöðunnar myndi og þýða aö sambandið viö nágranna- lýöveldið Serbiu myndi versna en Serbar eru andvígir kröfum Sló- vena um aukið sjálfsforræði og vilja þess í stað aukna miðstýringu. Reuter 0 HITACHI RAFMAGNSVERKFÆRI r»anosinS Einkaumboð á Íslandi Völusteinn hf., simi 30380 og 39135 Við kaup a þessum paskaeggjum styrkir þu barnaspítalasjóð Hrmgsins. Pau eru auðkennd með merki Barnaspítalans. Þessi bragðgóðu páskaegg eru til í tveimur gerðum og fjórum stœrðum. Að sjálfsögðu er íslenskur málsháttur og leikföng í eggjunum. í þeim er svissneskt hágœðasúkkulaði frá Chocolate Bernraine. A Athugið að önnur páskaegg eru um 50% dýrari. í kjölfar kosninganna á Grikklandi: Enginn flokkur fær þingmeirihluta - hægri menn fengu mest fylgi Hægri menn í Grikklandi báru sig- ur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru þar í gær en virðast þó ekki hafa náð meirihluta á þingi. Þegar búið var að telja níutíu og átta prósent atkvæða snemma í morgun skýrði innanríkisráðuneytiö frá því aö Nýja lýðræðisflokkinn vantaði aðeins eitt sæti til þess að fá hreinan meirihluta á þingi. Samkvæmt tölum, sem birtar voru i morgun, hafði flokkurinn hlotið 150 sæti eða 47 prósent fylgi. Alls sitja þrjú hundr- uð fulltrúar á þingi. Pasok-flokkur- inn, sósíahstaflokkur Andreasar Papandreou, hafði hlotið 124 sæti eöa 38,6 prósent fylgi en bandalag vinstri manna og kommúnista 19 sæti sem svarar til 10,2 prósenta. Smærri flokkar og sjálfstæðir frambjóðendur skiptu þeim sjö sætum, sem eftir eru, á milli sín. Constantine Mitsotakis, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, sagði að úr- slit kosninganna þýddu „sjálfs- morðsástand“ fyrir þjóðina en kvaöst þó fullviss um að honum tæk- ist að tryggja sér nægan stuðning á þingi til stjómarmyndunar. Takist Mitsotakis að setja á laggirnar stjórn yrði það í fyrsta sinn frá árinu 1981 að stjóm undir forystu hægri manna tæki við völdum á Grikklandi. Mitso- takis lagði áherslu á að talningu væri ekki að fullu lokiö og kvaðst vonast til að flokkur sinn fengi eitt sæti enn á þingi, það er hreinan meirihluta. Stjómmálafræðingar segjast þó efins um að Nýja lýðræðis- flokknum takist það og telja að Mit- Constantine Mitsotakis, leiðtogi Nýja lýðræðistlokksins á Grikklandi. Simamynd Reuter sotakis þurfi að leita stuðnings hjá smærri flokkum og sjálfstæðum frambjóðendum til stjórnarmyndun- ar. Þegar niðurstöður liggja fyrir, lík: lega síðar í dag, mun forseti Grikk- lands, Christos Sartzetakis, ákveða hver fær umboð til stjórnarmyndun- ar. Ef svo fer sem horfir, að enginn einn flokkur fær hreinan meirihluta á þingi, verður það í þriðja sinn í kosningum á tíu mánuðum sem svo fer. Takist Mitsotakis ekki að fá fylgi smærri flokka til stjórnarmyndunar verður hann að reyna myndun sam- steypustjórnar með stærri flokkum. Mistakist það veröur enn á ný að boða til kosninga. Reuter írak: Bandaríkjamanni vísað úr landi Stjórnvöld í írak skýrðu frá því í morgun að þau myndu vísa banda- riskum stjómarerindreka úr landi sem svar við brottvísun íraksks stjórnarerindreka viö Sameinuðu þjóðirnar í New York í síðustu viku. Þetta kom fram í fréttum hinnar op- inberu fréttastofun íraks í morgun. í fréttunum vísaði embættismaður írakska utanríkisráðuenytisins á bug ásökunum Bandaríkjanna um að fyrrnefndur stjórnarerindreki ír- aka í New York væri aðili að sam- særi um að myrða tvo óvini ráða- manna í Bagdad. Embættismaðurinn sagði þessa brottvísunarákvörðun Bandaríkjanna enn eitt dæmið um „herferð til að ófrægja írak á þann hátt aö ísraelar högnuðust á“. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði á laugardag að brottrekni írakski stjórnarerindrek- inn hefði yfirgefið Bandaríkin á fimmtudag. Brottvísunin tengdist ákæru á hendur öðrum íraka sem einnig starfaði hjá Sameinuðu þjóð- unum, sem var kæröur á föstudag, aðþvíertalsmaðurinnsagði. Reuter Róstumar í Nepal: Konungur gefur eftir Stjórnvöld í Nepal afnámu í morg- un útgöngubann í höfuðborginni Kathmandu, aöeins örfáum klukku- stundum eftir að Birendra konungur féllst á kröfur almennings um fjöl- flokkalýðræði. „Þetta er sigur fólks- Birendra, konungur Nepals. Símamynd Reuter ins,“ hrópuðu Nepalbúar er þeir nýttu sér nýfengið frelsi og þyrptust út ■ á götur höfuðborgarinnar. Út- göngubann var sett á í Kathmandu um helgina eftir að hermenn skutu á friðsamlega mótmælagöngu á fóstudag. Fimmtíu kröfumanna létu lífið. Birendra konungur aflétti í gær banni á starfsemi stjórnarandstöðu- flokka í landinu en þeim hefur verið meinaö aö láta til sín taka á stjórn- málasviðinu í þrjátíu ár. Þessi eftir- gjöf konungs kom þó ekki fyrr en eftir að fimmtíu manns létust á fóstu- dag þegar hermenn létu til skarar skríða gegn mótmælagöngu andófs- manna. Tugir þúsunda Nepalbúa gengu fylktu liði að konungshöllinni í borginni á föstudag til að krefjast lýðræöis. Konungurinn, sem er eini múhameöstrúarmaðurinn sem ræð- ur ríkjum í konungsdæmi, ræddi við fulltrúa stjórnarandstöðunnar í gær og í kjölfar þess fundar var skýrt frá því í útvarpi aö bann á stjórnarand- stöðuflokkanna hefði verið afnum- iö. Rcuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.