Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990.
HARGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG
SIMI 13010
Lýsingarefnið sem ekki skaðar hárið.
Strípulitanir.
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTÍG
SIMI 12725
Smáauglýsingadeild
verður opin um páskana
sem hér segir:
Miðvikudag 11. apríl
kl. 9-18.
Mánudag 16. apríl
(annan í páskum)
kl. 18-22.
Lokað
skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn 14.
apríl og páskadag.
Athugið!
Síðasta blað fyrir páska kemur út miðviku-
daginn 11. apríl.
Fyrsta blað eftir páska kemur út þriðjudaginn
17. apríl.
Gleðilega páska.
SMÁ -auglýsingadeild,
Þverholti 11 - Sími91-27022.
Fréttir
M-hátíð á Vesturlandi
Snorri Krisfleifsson, DV, Borgarfirði:
M-hátíð á Vesturlandi var sett í
Reykholti sl. laugardag að viðstödd-
um íjölda gesta. Svavar Gestsson
menntamálaráðherra flutti ávarp og
lýsti hátíðina setta. M-hátíð er sam-
starfsverkefni sveitarfélaga og ráðu-
neytis til að efla og styrkja menning-
arlíf undir kjörorðinu Menning,
menntun, mál. Dagskrá hátíðarinnar
er íjölbreytt og dreifist hún á næstu
vikur og mánuði.
Aö kvöldi laugardagsins var menn-
ingarvaka í Hótel Borgarnesi. Höfðu
sumir á orði að þar hefðu sum atrið-
in verið menningarlegri en önnur og
jafnvel fullmenningarleg.
Sunnudaginn 1. apríl var svo hátíö-
arsýning í Logalandi á gamansöng-
leiknum Rjúkandi ráð eftir Pir 0
Man og var Pir 0 Man viðstaddur
sýninguna. Bakvið nafnið standa
þeir Jónas Árnason, Jón Múli Árna-
son og Stefán Jónsson. Þeir voru
sérstaklega hylltir að sýningu lok-
inni ásamt leikstjóranum, Flosa Ól-
Höfundar og leikstjóri Rjúkandi ráðs voru hylltir eftir sýninguna. Frá vinstri:
Jón Múli, Stefán Jónsson, Jónas Árnason og Flosi Ólafsson.
DV-mynd Snorri
afssyni. Hann hefur farið frjálslega Næsta atriði M-hátíðar er bók-
með texta, bætt við persónum og mennta- og menningarvaka á
staðfært. Hvanneyri 6. apríl kl.21.00.
Framboð á Fáskrúðsfirði:
Tólf konur á lista
Sjálfstæðisfélagsins
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúösfiröi:
Þrír framboðslistar hafa verið lagðir
fram hér á Fáskrúðsfirði fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar í vor og að
þeim standa Sjálfstæðisfélag Fá-
skrúðsfjarðar, Álþýðubandalagsfé-
lag Fáskrúðsfjarðar og Óháðir í
Búðahreppi. Listarnir eru þannig
skipaðir.
Framboðslisti Sjálfstæöisfélagsins.
1. Albert Kemp. 2. Guðný Þorvalds-
dóttir. 3. Dóra Gunnarsdóttir. 4. Sig-
urveig Agnarsdóttir. 5. Guðríður
Bergkvistsdóttir. 6. Aðalbjörg Frið-
Sjónvarp
fyrir
aldraða
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi:
Kiwanisklúbburinn Borgir á
Blönduósi hefur gefið félagsstarfi
aldraðra á Blönduósi sjónvarps-
og myndbandstæki og skáp undir
þessa góðu gripi. Tækjunum hef-
ur verið valinn staður í samko-
musalnum Hnitbjörgum, sem er
dvalarheimili fyrir aldraða og
stendur á lóð Héraðshælisins.
Félagsstarf aldraðra er mikið á
Blönduósi og kemur fólkið reglu-
lega saman í salnum á Hnitbjörg-
um. Þar vinnur fólkið að fóndri
ög ýmsu fleiru og oft koma góðir
gestir í heimsókn. T.d. kemur fólk
úr hinum ýmsu klúbbum og fé-
lögum á staðnum reglulega til
þess aö eiga glaða stund með
þeim öldruðu.
Grandi
græddi 16
milljónir
Um 16,5 milljóna króna hagnað-
ur varð af starfsemi Granda hf. á
síðasta ári. Aöalfundur félagsins
var í gær. Heildarvelta félagsins
var rúmir 1,9 milljarðar á síðasta
ári en rúmir 1,5 milljarðar árið
1988. Launagreiðslur voru um 568
milljónir. -JGH
bjarnardóttir. 7. Jóna Gunnarsdóttir.
8. Sigrún Ólafsdóttir. 9. Sigurborg
Elva Þórðardóttir. 10. Lilja Lind Sæ-
þórsdóttir. 11. Elísa Guðjónsdóttir.
12. Guðrún Einarsdóttir. 13. Sigríður
Ólafsdóttir og 14. Bjarni Sigurðsson.
Framboðslisti Aiþýðubandalags-
félagsins. 1. Valur Þórarinsson. 2.
Valbjörn Pálsson. 3. Helgi Elíesers-
son. 4. Svanhvít Jakobsdóttir. 5.
Valdimar Guðlaugsson. 6. Alberta
Guðjónsdóttir. 7. Þorsteinn Bjarna-
son. 8. ívar Gunnarsson. 9. Siguröur
Einarsson. 10. Jóhann M. Jóhanns-
son. 11. Magnús Stefánsson. 12.
Gunnþór Guðjónsson. 13. Jenný
Ágústsdóttir og 14. Ragnhildur Jóns-
dóttir.
Framboðslisti Óháðra í Búða-
hreppi. 1. Eiríkur Stefánsson. 2. Eið-
ur Sveinsson. 3. Jens P. Jensen. 4.
Óðinn Magnason. 5. Guðmundur
Þorgrímsson. 6. Jón Kárason. 7.
Guöný Sigmundsdóttir. 8. Benedikt
Sverrisson. 9. Guðmundur Gunn-
þórsson. 10. Jón Finnbogason yngri.
11. Ingvar Sverrisson. 12. Lúðvík
Daníelsson. 13. Fanney Linda Krist-
insdóttir og 14. Þórarinn Bjarnason.
Gunnar við rúning.
DV-mynd Magnús
Vetrarrúningur eykst
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi:
Margir bændur, sem hafa hlý íjár-
hús, láta rýja fé sitt um miðjan vet-
ur. Þá hefur það farið í vaxandi að
féð sé rúið á haustin um leið og það
er tekið á hús en þannig fæst besta
ullin.
Margir bændur rýja féð sitt sjálfir
en aðrir fá menn til þess sem fara
milli bæja til þessara verka. Einn
þessara manna er Gunnar Ellertsson
á Bjarnastöðum sem er við rúning
flesta daga frá því í febrúar og fram
í apríl.