Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Fréttir Prófkjör hjá Nýju afli á Seltjamamesi: Konur náðu kjöri í fjögur efstu sætin Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari hlaut flest atkvæði í prófkjöri Nýs afls á Seltjarnarnesi um helgina. Siv fékk 112 atkvæði. í öðru sæti varð Guðrún K. Þorbergsdóttir fram- kvæmdastjóri með 135 atkvæði. í þriðja sæti varð Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur með 174 at- kvæði og Anna Katrín Jónsdóttir háskólanemi í fjórða sæti með 157 Leitaðað fólki á Öxna- dalsheiði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hjálparsveit skáta á Akureyri fór til leitar á Öxnadaisheiði í fyrrinótt en óttast var að þar væri fólk í erfiðleikum. Ökumaður flutningabíls á leið suður ók fram á fólkið sem var á fólksbíl. Hann hvatti fólkið til að snúa við þar sem veðrið var mjög slæmt og heiðfn nær ófær. Beðið var um að fólk í Varmahlíð léti vita ef fólkið sneri við og kæmi til baka. Þegar þaö gerðist ekki fóru skátarnir af stað um kl. 4 í fyrri- nótt. Þeir urðu fólksins ekki varir og það var ekki fyrr en kl. 7 um morguninn að í ljós kom að fólkiö hafði snúið viö, farið á hótel í Varmahlíð og svaf þar værum blundi á meðan verið var aö leita aö því á heiöinni. Skátamir notuðu ferðina á heiðina til að sækja þangað bilaða jeppabifreið. Ökumaðurinn hafði tilkynnt um bilunina og beið ró- legur eftir aðstoð. Ólafsfjarðarvegur: Harður árekstur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Svo virðist sem ógætilegur akstur tveggja ökumanna hafi valdið mjög hörðum árekstri á Ólafsfjarðarvegi á laugardags- morgun. Skoda bifreiö og Range Rover jeppi mættust þar á þröngum vegi með ruðninga til beggja handa og virðist lítið hafa verið slegið af ferðinni. Bílarnir skullu saman og tvennt, sem var í Skodanum, var flutt á sjúkrahús. Meiðsli voru þó ekki talin alvarleg en bílamir vom þannig farnir að þeir vom báðir fluttir með krana- bíl í burtu. Tvö innbrot Tvö innbrot voru framin í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Brotist var inn í vinnuskúra við Skúlagötu en litlu sem engu var stohð. Síðar um nóttina var brot- ist inn í fyrirtækið Hárþing í Pósthússtræti og var stolið þar á milli 5000 og 6000 krónum í pen- ingum og hárþurrku. Ekki hefur enn tekist að upp- lýsa hverjir vom að verki en málin em til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. -J.Mar atkvæði. I fimmta sæti varð Sverrir Ólafsson rafmagnsverkfræöingur, í sjötta Arnþór Helgason deildarstjóri og Björn Hermannsson fræðslufull- trúi í sjöímda. Alls greiddu 451 atkvæði í prófkjör- inu og voru álíka margar konur og karlar í þeim hópi aö sögn Stefáns Bergmann eins af forsvarsmönnum Nýs afls. „Eg vil þakka þeim sem veittu mér stuöning í þessu próíkjöri og aðstoð- uðu mig við allan undirbúning," sagði Siv Friðleifsdóttir í samtali við DV. Hún sagði að ekki hefði veriö reynt að höfða til kvenna sérstaklega og ekki hefði verið stefnt beinlínis að því að hafa konur í efstu sætum. „Ég hef ekki tekið þátt í stjórn- málum opinberlega áður en setið í stjórn Landssambands framsóknar- kvenna og Norræna félagsins. Ég mestan áhuga á æskulýðs- og íþrótta- málum enda eru það málaflokkar sem standa mér næst vegna starfs míns og íþróttaiökunar fjölskyld- unnar.“ -Pá Unnið við talningu atkvæða í prófkjöri Nýs afls á Seltjarnarnesi. Talið frá vinstri eru Sigurlaug Jónsdóttir, Ásdís Björgvinsdóttir, Stefán Bergmann og Þorsteinn Húnbogason. DV-mynd Hanna Frumvarpsdrög iðnaðarráðherra um virkj anaheimildir: Hjörleifur á móti ild og samningarnir haldist í hend- ins.“ ur. Hjörleifur Guttormsson, formaður iðnaðarnefndar neðri deildar alþing- is og fyrrverandi iönaðarráðherra Alþýðubandalagsins, er eini þing- maður þess sem er andvígur frum- varpsdrögum iðnaðarráöherra um heimildir til virkjanaframkvæmda vegna fyrirhugaðra samninga um nýtt álver. „Andstaða Hjörleifs er engan veg- inn afstaða þingflokks Alþýðubanda- lagsins," sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins. „Þingflokkurinn hefur samþykkt þessi frumvarpsdrög sem slík að öðru leyti en því aö við viljum skoöa betur annað bráðabirgðaákvæði frumvarpsdraganna þar sem kveðið er á um lántökuheimild til að hefja framkvæmdir áður en samningar liggja fyrir. Við teljum hins vegar skynsamlegt og eölilegt að slík heim- Olafur-sagði að þetta eina atriði yrði rætt nánar í þingflokknum í dag en að öðru leyti hefði þingflokkurinn samþykkt allt meginefni frumvarps- draganna. Nú heldur Hjörleifur því fram að meirihlutaeign útlendinga í orku- frekum iðnaðarfyrirtækjum hér á landi brjóti í bága við grundvallar- stefnu Alþýðubandalagsins? „Já, en ég er einfaldlega ósammála Hjörleifi í því,“ sagði Ólafur Ragnar. „Það sem við leggjum áherslu á eru fyrst og fremst fjögur atriöi: að fyrir- tækin lúti íslenskum lögum og dóm- stólum; að viðunandi umhverfiskröf- um sé fullnægt; að raforkuverð og skattar fyrirtækjanna tryggi íslend- ingum arö og að fyrirtækiö verði staðsett utan höfuðborgarsvæöis- Hjörleifur hefur ýmislegt fleira við frumvarpsdrögin að athuga: „Mér sýnist allt benda til þess að samn- ingshorfurnar séu slæmar fyrir okk- ur, t.d. hvað varðar raforkuverðið,“ sagði hann. „Hér yrði um að ræða fjárfestingar upp á hundrað millj- aröa króna en það segir sig sjálft að slíkar skuldbindingar hljóta að þrengja aö umsvifum á öðrum svið- um þjóðlífsins, t.d. í nýsköpun í sjáv- arútvegi, í samgöngumálum, ferða- málum og framkvæmdum sveitarfé- laga.“ „Alþingi á aö halda málinu hjá sér. Ég einfaldlega treysti ekki iðnaðar- ráðherra og ríkisstjórninni fyrir málinu á þessu stigi,“ sagði Hjörleif- xur að lokum. KGK Bílar með snjótönn eru þarfaverkfæri á vetrum en það er betra að þeir haldist á veginum. Myndin er af bíl Steypustöðvarinnar á Blönduósi við snjómokstur. DV-mynd Magnús ingsbfll stór- Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi: Nýr ellefu milljóna kr. bíll stór- skemmdist skammt frá Stóru Giljá nýlega þegar verið var aö hreinsa þjóðveginn með snjótönn. Tönnin rakst í svellbunka svo harkalega að bíllinn hentist út af veginum, pallur- inn rifnaði af, grind bílsins skekktist og húsið skemmdist en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Ökumaður bílsins var Gunnar Þor- valdsson á Hvammstanga. Hann sagðist hafa verið spenntur öryggis- beltum þegar óhappið átti sér stað og þaö örugglega bjargað honum frá meiðslum. Sandkom dv Heimsmeistarar Þaðgetur ýmislegt skemmrilegt komiðuppá þegar mikiö stendurtiiogí ; mörghornerað líta. Þettafengu )eir að reyna á dögunum, forráöa- menn vetraríþróttahátíðar á Akur- eyri, en við setningarathöfri hátíðar- irrnar áttu sovéskir heimsmeistarar unglínga í listdansi á skautum að sýna listir sinar. Hestamenn ætluðu að aka með þau skötuhjú inn á skautasvæðið þar sem athöfnin fór fram en þegar sækja átti þau á hótelið fundust jmu ekki. Var nú hafin „dauðaleit" að meisturunum ogloks fúndust þeir i skúr við skautas vellið þar sem þeir biðu þess að geta hafið sýninguna. Voru þeir nú drifnir inn í bíl, þaðan i hestakemma og þeim svo ekið inn á sveliið þar sem þeir sýndu listir sin- ar i kuldanepju ogirosti. Bændumir í bjórinn DaguráAk- ureyriskýröi frá þvi í síðustu vikuaöí Akra- hreppi í Skaga- :■ j lirðiséstari'- andiroenning- ar-ogframfara- kiúbbur og eru íelagsmenn nær ein- göngu karlmenn. Þessir menn, sem munu nær allir vera bændur, hittast hálfsmánaðarlega og hluti dagskrár funda þeirra mun vera bjórdrykkja. Neysla sterkra vina mun ekki leyfð á þessum firndum. Dagur segir að hug- myndin með þessum fimdum sé að bændur geti hist og rættlandsins gagn ög nauðsynjar, og iýsir blaöið yfir ánægju sinni með að hefð sé að skap- ast á neyslu bjórsins. Segulbandið í aðalhlutverki Þaðhi-fur komiðfyrir tmdanfarínár tiðjtekktirog: lyrruntþf’kkttr erlendir skemnitikraftar hafilagtleið sína til íslands og skemmt hér á klak- anum. Ágætir skemmtikraitar hafa verið í þessum hópi og komiö liingað í fullri alvöru til fremjalist sína. Inn á millí eru svo aðrir sem virðast hafa það að leiðarljósi að sleppa sem ódýr- ast frá öllu saman. í þeim hópi er söngflokkurinn Boney M. sem nú er staddur hér á landi. Eflaust er það í spamaðarskyni að þessi hópur kemur hingað án hljóðfæraMkara en er meö bljóðfæraleik sitm á segulbandi. Þessi hópur, sem kom m.a. fram í sjón- varpinu í síðustu vtku stóð á sviði Hemma Gunn og ekki var annað hægt að heyra en að söngvaramir gerðu ekkert annað en að standa þar og hreyfa varimar, tónhstin og söngur- inn væri leikinn af bandi. Framkvæmda- stjórinn Allaballará Akurevri hafa veriðaðgera havnðavegna samningssem gerðurhttui vi.rið á milii bæjaryfirvalda og þriggja íþróttafélaga i bænum. Bærinn sty rkir framk væmdir Skauta- félags Akureyrar, íþróttafélagsins Þórs og Golfklúbbsins og nemur styrkurinn í heild um 15 railljónum króna á þessu ári. Allaballamir virð- ast eiga erfitt með að sætta sig við aö Golfklúbburinn skuli hafa verið styrktur en ekki KA eins og Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfufitrúi Afiaballa, sagði í svæðisútvarpinu. Hins vegar brá svo við aö strax eftir samnings- gerðina var sú saga kotnin á kreik að einn af bæjarfiifitrúum meirihlutans, Gísli Bragi Hjartarson, hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Golf- klúbbsins en Gísli Bragi vann einmitt aö þessu máli sem bæjarfulltrúi og íþróttaráðsmaður. Sagteraðfram- kvæmdastjóri Golfklúbbins, semvar ráöínn um síöustu áramót og gegnir því starfi í dag, hafi orðið mjög óhress er hann heyrði þessa sögu, enda ekki verið sagtupp störfum. Umsjón: Gylti Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.