Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. 15 Lesendur Um mengun íslcndingur skrifar: Nýlega hlustaöi ég á umræöur um mengun og viötal viö einn af embætt- ismönnum ríkisins á þvi sviöi. Þessi þáttur var á rás 2 miðvikudaginn 28. mars. Þaö sem vakti sérstaka athygli mína var aö ekki hafa verið gerðar mælingar á mengun frá álverinu í Straumsvík í fjögur ár, segi og skrifa fjögur ár. Vitanlega kenndi viðkom- andi maöur fjárskorti um, þaö er venjan. Ég ráölegg bæjarstjórn Akureyrar að koma til Reykjavíkur næst þegar logn hefur veriö um skeiö, eöa aðeins hægur andvari, og sjá blámóðuna í kringum álveriö með eigin augum. Þegar-fariö er á báti um flóann, út af Straumsvík, sést varla fjallgaröur- inn vegna blámóðunnar, Þegar ekið er um Keflavikurveginn i logni fær maður remmu í hálsinn af blámóð- unni. Þessi hrikalega mengun, sem liggur meö öllum Undirhlíðunum og nágrenni þegar súldar í hægvirði, er afar augljós öllum þeim sem vilja sjá, en þaö eru svo margir sem ekki „viija sjá“ blámóöuna. Sagt er í frásögnum um móðuharð- indin að þá hafi blá móða legiö yfir landinu og haft skaðvænleg áhrif á dýr og gróöur. Þá voru þetta kallaöar náttúruhamfarir. Nú heitir þetta öörum nöfnun enda pólitískt ofstæki blámóðunni verra. Þeir vita varla hvaö þeir eru aö biðja um, Eyfirðingar. Þeir ættu aö koma og sjá með eigin augum hina óhugnanlegu mengun sem kemur frá álverinu í Straumsvík. Svo mætti segja aö það væri ekki glæsilegt framtíðarstarf að eyða allri ævinni hóstandi í kerskála, líkt og hestarnir í kolanámum Bretlands á sinni tíö. Dr. Benjamín og kjarasamningarnir Lúðvíg Eggertsson skrifar: Dr. Benjamín H.J. Eiríksson furðar sig á því aö kjarasamningarnir í byrj- un árs séu ekki gagnrýndir. En ástæöa þess er sú aö enginn hefir áhuga á þeim. Þeir eru fæddir and- vana. Þaö fær ekki staðist aö lág- tekjufólk borgi niöur veröbólguna sem okurlán hafa blásiö upp. Þaö eiga þeir aö gera sem hafa rakað saman skattfrjálsu fé í áratug á kostnaö fyrirtækja og heimila: fjár- magnseigendur. Hagfræðingnum finnst ósvinna aö verkamenn fái 5% kauphækkun. Hann telur enn meiri ósvinnu að verölag fái ekki að hækka aö vild kaupmanna sem mega ekki missa spón úr sínum aski. Þessir skjólstæð- ingar hans geta þó lítið grætt ef al- menningur hefir ekkert til að kaupa fyrir. Hann er svo reiður vegna 5% hækkunarinnar aö hann vill láta leggja ASÍ og BSRB niður. Þaö er hins vegar æskilegt af annarri ástæðu. Þessi samtök eru oröin tæki í höndum VSÍ til þess aö þrúga verkamenn og aöra launþega. Litlu félögin eiga aö gæta sinna hags- muna, hvert i sínu lagi. Það er fram- tíðin. Vaxtaokur og verðbréfabrask skapar engin verömæti en orkar sem dragbítur á atvinnurekstur sem get- ur ekki greitt rándýr lán. Nálega daglegar greiöslustöðvanir og gjald- þrot eru til vitnis um þaö. Kaupgjald hér er lægra en í nágrannalöndunum en vextir þrisvar sinnum hærri. Mín skoöun er sú að dr. Benjamín og aörir fyrrum kommúnistar eigi vegna uppljóstrana austan tjalds að biöjast afsökunar og þegja, allir sem einn. Öfgar til hægri eru engu betri en öfgar til vinstri. Þaö mætti dr. Benjamín vita. Á öfgamönnum er ekki mark takandi. Hringið í síma 27022 milli kl. 9 og 16, eða skrifið. ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum. C7 IPMMAILIMD Á SKÍÐUM OG SKÍÐAVÖRUM SENDUM í PÓSTKRÖFU Laugavagi178, afmar16770 og 84455 CHINON GL-S AD » Fastur fókus ■ Sjálfvirk filmufærsla ■ Sjálftakari ■ Alsjálfvirkt flass ■ Möguleiki á dagsetningu inn á myndir ■ Eins árs ábyrgð Kynningarverð kr. 6.950. Taska og lithiuni rafhlaða fylgja UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Kodak UMBOÐK)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.