Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Side 2
2 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna: Dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokks - Alþýðuflokkur og Kvennalisti sækja á Samkvæmt skoðanakönnun DV, sem var gerð um helgina, hefur held- ur dregið úr yfirburðafylgi Sjálfstæð- isflokksins. Flokkurinn hefur þó enn um helming fylgis. Alþýðuílokkur- inn og Kvennalistinn hafa sótt sig. Alþýðubandalagið heldur sínu nokk- urn veginn, svo og Framsókn. Heildarúrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Stór-Reykjavík- ursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaöa lista mundir þú kjósa, ef þingkosningar færu fram nú? Af heiidarúrtakinu fær Alþýðu- flokkur nú 4,7 prósent, sem er aukn- ing um 1,5 prósentustig frá fyrri könnun DV í janúar. Framsókn fær nú 9,8 prósent, sem er minnkun um 0,4 prósentustig frá fyrri könnun. Sjálfstæðisflokkurinn fær 25,2 pró- sent, sem er minnkun um 2,8 pró- sentustig frá fyrri könnun. Alþýðu- bandalagiö fær 4 prósent, sem er minnkun um 0,5 prósentustig. Flokk- ur Stefáns Valgeirssonar fær 0,2 pró- sent, en komst ekki á blað síðast. Flokkur mannsins fær 0,2 prósent, en það er hið sama og hann hafði í fyrri könnun. Borgaraflokkurinn fær einnig 0,2 prósent, sem er 0,1 prósentustigi minna en í fyrri könn- un. Kvennalistinn fær nú 5,3 pró- sent, sem er aukning um 0,6 pró- sentustig frá fyrri könnun. Þjóðar- flokkurinn fær 0,3 prósent, sama og í fyrri könnun. Frjálslyndir hægri menn komast ekki á blað. Öákveðnir eru 39,3 prósent, sem er minnkun um 4,5 prósentustig frá fyrri könnun. Þeir, sem svara ekki, eru 10,8 pró- sent, sem er 6 prósentustigum meira en í fyrri könnun. Samanburður við kosningar Ef aðeins eru teknir þeir, sem taka afstöðu, kemur eftirfarandi í ljós. Alþýðuflokkur fær 9,4 prósentustig, sem er aukning um 3,2 prósentustig frá fyrri könnun en tap upp á 5,8 prósentustig frá kosningunum. Framsókn fær nú 19,7 prósent, sem er 0,1 prósentustigi minna en í fyrri könnun en 0,8 prósentustigum meira en í kosningunum. Sjálfstæðisflokk- urinn fær 50,5 prósent, sem er minnkun um 4 prósentustig frá fyrri könnun en aukning um 23,3 pró- sentustig frá kosningunum. Alþýðu- bandalagið fær 8 prósent, sem er minnkun um 0,8 prósentustig frá fyrri könnun og minnkun um 5,3 prósentustig frá kosningunum. Flokkur Stefáns Valgeirssonar fær 0,3 prósent, sem er minnkun um 0,9 prósentustig frá kosningunum. Flokkur mannsins fær 0,3 prósent, sama og síðast, sem er minnkun um 1,3 prósentustig frá kosningunum. Borgaraflokkurinn fær nú 0,3 pró- sent, sem er minnkun um 0,3 pró- sentustig frá fyrri könnun og minnk- un um 10,6 prósentustig frá kosning- unum. Kvennalistinn fær 10,7 pró- sent, sem er aukning um 1,6 pró- sentustig frá fyrri könnun og aukn- ing um 0,6 prósentustig frá kosning- unum. Sé þessu skipt í þingsæti, sam- Ummæli fólks í könnuninni „Ég myndi kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í alþingiskosningum en fyrst ætla ég að kjósa Davíð í borgarstjórnarkosningunum," sagði karl í Reykjavík. „Ég kýs Framsókn því sá flokkur hefur enn og aftur sannað að við lands- byggðarmenn getum treyst á hann,“ sagði karl á Norðurlandi. „Ég er ein af fjölmörgum sem get ekki gert upp á milli þessara blessaðra flokka," sagðí kona á Austurlandi. „Ég kýs Alþýðu- flokkinn og Jón Sigurðsson vegna álversins," sagði karl á Reykja- nesi. „Þessir flokkar eru i engum tengslum við þjóðina. Ég held að þeir ættu að taka sig saman og flnna þjóð sem getur þolað þenn- an fiflagang,“ sagði karl í Reykja- vík. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn og hlakka lil næstu þingkosninga því þá verður gaman að lifa,“ sagði karl á Vesturlandi. „Ég kaus Bandalag jafnaðarmanna á sínum tíma og það fór eins og það fór. Síðan kaus ég Albert og skammast mín fyrir það núna. Ég held skili bara auöu næst,“ sagði kona á Suðurlandi. -gse kvæmt hlutfalli í könnuninni, fengi Alþýðuflokkurinn 6, Framsókn 12, Sjálfstæðisflokkur 33, Alþýðubanda- lag 5 og Kvennalisti 7. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: sept. nóv. jan. mars júní sept. sept. nóv. jan. mars júní ágúst okt. des. jan. nú AlþýðuMkur 7,5% 7,3% 6,2% 6,0% 4,8% 4,7% 6,7% 9,0% 5,8% 4,5% 4,2% 4,8% 3,3% 3,7% 3,2% 4,7% Framsóknarflokkur 12,8% 19,3% 13,5% 11,3% 11,2% 11,3% 14,0% 14,0% 10,7% 10,0% 9,7% 7,3% 7,7% 11,0% 10,2% 9,8% Sjálfaæðisflokkur 18,5% 22,0% 17,5% 18,3% 18,7% 18,0% 17,2% 16,2% 213% 25,8% 24,5% 27,7% 33,2% 26,2% 28,0% 25,2% Alþýðubandalag 6,3% 4,8% 6,3% 5,0% 6,7% 4,3% 6,8% 4,2% 5,8% 5,7% 4,0% 7,2% 55% 5,8% 4,5% 4,0% Stefán Valgeirsson 0,2% 0 0 0,3% 0,2% 0 0,2% 0,2% 0 0,2% 0,3% 0 03% 0,3% 0 0,2% Flokkur mannsins 0,2% 0 0,2% 0,3% 0,2% ol 0,3% 0 0,2% 02% 05% 0,2% 0 0 0,2% 0,2% Borgaraflokkur 4,3% 3,6% 2,5% 3,0% 1,2% 1,3% 1,8% 1,5% 1,0% 1,3% 0,5% 0,5% 0,3% 0 0,3% 0,2% Kvennalisti 7,5% 8,2% 12,3% 19,2% 17,2% 15,2% 16,3% 13,0% 83% 8,0% 6,8% 6,6% 5,2% 4,8% 4,7% 5,3% Þjóðarflokkur 1,3% 0,5% 0,3% 1,0% 02% 0,7% 0,8% 0,2% 0,8% 0,5% 0,7% 0,5% 0,5% 08% 03% 0,3% Hægrimenn 0 0 02% 0,3% 0,3% 0 0 Óákveónir 32,5% 25,5% 33,3% 28,6% 302% 40,7% 33,2% 36,0% 42,2 41,5% 45,2% 38,8% 40,5% 44,8% 43,8% 39,3% Svaraekki 6,5% 8,2% 78% 6,9% 3,7% 3,5% 2,8% 5,8% 3,8% 2,3% 3,5% 6,3% 3,3% 2,2% 4,8% 10,8% Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur 'vaxið eftir að hann lenti í stjórnarandstöðu. Frá landsfundinum í haust hefur fylgið verið um og yfir 50 prósent. Fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnun DV 60-1 % 50 40 ■ Kosningar B Janúar E3 Nú Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru niðurstöðurnar þessar: kosn. sept. nóv. jan. mars júní sept, sept. nóv. jan. mars júní ágúst okt. des. jan. nú Alþýðuflokkur 15,2% 12,3% ii,i% 10» 9,3% 8,0% 8,4% 10,4% 15,5% 10,8% 8,0% 8,1% 8,8% 5,9% 6,9% 6,2% 9,4% Framsóknarfl. 18,9% 21,0% 29,1% 22,9% 17,6% 18,6% 20,3% 21,9% 24,1% 19,8% 17,8% 18,8% 13,4% 13,6% 20,8% 19,8% 19,7% Sjálfstæðisfl. 27,2% 30,3% 33,2% 29,7% 28,4% 31,0% 32,2% 26,7% 27,8% 39,5% 46,0% 47,7% 50,5% 59,1% 49,4% 54,5% 60,5% Alþýðublag 13,3% 10,4% 7,3% 10,8% 7,8% 11,1% 7,7% 10,7% 7,2% 10,8% 101% 7,8% 13,1% 9,8% 11,0% 8,8% 8,0% StefánVaJgs. 1,2% 0,3% 0 0 05% 0,3% 0 0,3% 00% 0 0,3% 0,6% 0 0,3% 0,6% 0 0,3% Fl. mannsins 1,6% 0,3% 0 0,3% 0,5% 0,3% 0,6% 0,3% 0 0,3% 03% 1,0% 0,3% 0 0 0,3% 0,3% Borgaraflokkur 100% 7,1% 5,5% 4,2% 4,7% 1,9% 2,4% 2,8% 2,6% 1,9% 2,4% 1,0% 0,9% 0,6% 0 0,6% 0,3% Kvennalisti 10,1% 12,3% 12,3% 21,0% 29,7% 28,5% 27,2% 25,5% 22,3% 15,4% 14,2% 13,3% 11,9% 9,2% 9,1% 9,1% 10,7% Þjóðarflokkur 1,3% 20% 00% 0,6% 1,6% 0,3% 1,2% 1,4% 0,3% 1,5% 0,9% 1,3% 0,9% 0,9% 1,6% 06% 0,7% Hægri menn - 0 0 0,3% 0,6% 0,6% 0 0 Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnunarinnar verða niðurstöður þessar. Til samanburðar er staðan í þinginu nú: kosn. sept. nóv. jan. mars júní sept. sept. nóv. jan. mars júní ágúst okt. des. jan. nú AlþýðuMkur 10 8 7 6-7 6 5 5 7 10 7 5 5 5 3 4 4 6 Framsóknarfl. 13 14 19 15 11 12 13 14 16 12 11-12 13 9 9 14 - 13 12 Sjálfstæöisfl. 18 21 22 19 19 20 21 17 18 25 30-31 32 34 39 33 35-36 33 Alþýðubandalag 8 7 4 7 5 7 5 7 4 7 6 5 8 6 6 5 5 StefánValgeirs. 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Borgaraflokkur 7 5 3 2 3 1 1 2 1 1 1 0 0 0 0 0 0 Kvennalisti 6 8 8 13-14 19 18 18 16 14 10 9 8 7 6 5 5-6 7 Þjóðarflokkur 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 1 0 0 Ungur maður lét lífið í Esjunni Ungur maður lét lífiö á laugardag er hann gekk fyrir björg á efsta tindi Kerhólakambs viö Blikadal í Esju. Tildrög slyssins voru þau að tveir menn ákváðu að klífa Esjuna á laugardag og lögðu þeir af stað um morguninn. Svartaþoka var og mikill vindur og göngufæri slæmt vegna háiku. Þegar mennimir voru komnir upp á efstu bungu Ker- hólakambs sá sá er aftar gekk fé- laga sinn ganga fram af bjarg- brúninni og hverfa í sortann og munaði minnstu að hann gengi einnig fram af. Þegar honum var Ijóst að það væri ekkert sem har.n gæti aðliafst til bjargar félaga sin- um sneri hann þegar í stað niður Esjuna og hélt rakleiðis að bænum Esjubergi þar sem hann lét vita af slysinu. Lögregla var kölluö út, björgun- arsveitin Kyndill í Mosfellsbæ, svo og þyrla Gæslunnar, Flugbjörgun- arsveitin í Reykjavík og hjálpar- sveit skáta. Björgunarsveitarmenn úr Kyndli héldu á snjósleðum inn Blikadal og þyrla Gæslunnar reyndi að fljúga inn dalinn en varð að snúa við vegna veöurs og sneri hún þá að bænum Esjubergi. Þá var ákveðið að þyrlan flytti þrjá sérsveitarmenn úr lögreglunni og manninn sem varð vitni að slysinu upp á Esjuna og gat hann þegar þangað var komið vísaö björgunar- sveitarmönnum úr Kyndli á hvar maðurinn hefói fallið fram af björg- unum. Rétt fyrir klukkan 14.30 fundu Kyndilsmenn marminn og var hann þá látinn. Hann haföi fall- ið tugi metra, fyrst fram af kletta- belti og síðan runniö langar leiðir niður urð og grjót. Mennimir vora báöir þaulvanir fiallaferðum og kunnugir á þessu svæði. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.