Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. DV 43 LífsstíU Örbylgjuofnar: Drepa ekki bakteríur - salt í tilbunum réttum hindrar næga hitun Örbylgjuofnar drepa ekki bakter- íur í tilbúnura réttum sem hitaðir eru fyrir neyslu, samkvæmt tilraunum sem farið hafa fram við háskólann í London. Svo virðist sem saltinnihald í tilbúnum réttum komi í veg fyrir að maturinn hitni nógu vel inn aö miðju. Tilraunirnar fóru þannig fram að hættulegum bakteríum, sem valda matareitrunum, salmonella og hster- ia, var bætt í tilbúna rétti og þeir síðan hitaðir í örbylgjuofnum sam- kvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Listeriubakteríur lifðu hitunina af í 29 tilfellum af 30 og salmonella þoldi hitann í 24 skipti af 30. „Þetta eru skelfilegar niðurstöð- ur,“ er haft eftir Stephen Dealler, einum af forsvarsmanni tilraun- anna. „Við hljótum að hvetja alla þá sem framleiða tilbúna rétti fyrir ör- bylgjuofna að setja minna salt en þeir gera nú í matinn og helst að sleppa því alveg.“ Saltið hafði þau áhrif að maturinn varð sjóðandi heitur að utan en hálf- kaldur að innan. Tilraunir í öðrum löndum hafa sýnt að þó örbylgjur drepi bakteríur auðveldlega þá þurfa þær að ná upp hita í matnum. Þann- ig getur við ónóga hitun hluti matar- ins hitnað í 70-80° en það hitastig virkar hvetjandi á bakteríugróður. Því getur tilbúinn réttur innihaldiö fleiri bakteríur eftir hitun í örbylgju- ofni en áður. Hollustuvernd ríkisins hef'ur ekki kannað þessi mál sérstaklega en var Rannsóknir sýna aö saltmagn i tilbúnum réttum fyrir örbylgjuofna kemur í veg fyrir aö hitun samkvæmt leiðbeiningum nái að drepa bakteriur. kunnugt um rannsókn sem fram fór í Englandi á síðasta ári. „Við höfum ekki kannað málið sérstaklega en í ljósi nýrra upplýsinga um saltinni- hald og áhrif þess er ástæða til að fylgjast vel með þessu," sagði Halldór Runólfsson, deildarstjóri hjá Holl- ustuverndísamtahviðDV. -Pá Nýstárleg þjónusta á Akureyri: Heitt og nýbakað brauð í rúmið Frönsk-svissnesk páskaegg eru talsvert ódýrari en íslensk. DV-mynd GVA Frönsk páskaegg komin Undanfarin ár hafa innflutt frönsk páskaegg keppt við íslensk á hinum hefðbundna páskaeggiamarkaði. Frönsku eggin komu í nokkrar versl- anir á höfuðborgarsvæðinu á fostu- dag og eru nú löguð úr svissnesku súkkulaði samkvæmt íslenskri upp- skrift, steypt í Frakklandi með ítölsk- um leikföngum innan í. Þau eru seld undir nafninu Gullegg. Enn sem komið er fást innfluttu eggin m.a. í Kjötstöðinni í Glæsibæ, hjá Ásgeiri í Breiðholti, í Austur- stræti 17, Mínus-mörkuðunum og Plús-mörkuðunum. Samkvæmt upplýsingum, sem DV aflaði sér í Kjötstöðinni í Glæsibæ, eru innfluttu eggin nokkuð ódýrari en innlend en samanburður erfiöur vegna mismunandi stærða. Þannig kostar egg nr. 5 frá Nóa, 370 grömm að þyngd, 1.123 krónur í Kjöt- stöðinni en sambærilegt innflutt egg, 470 grömm, kostar 1.077. Þarna er um 45% verðmun að ræða miðað við kílóverð. Á næstu stærð fyrir ofan er verðmunurinn 28%, frönsku eggj- unum í hag. Hörö barátta er milli verslana hvað varðar verð á íslenskum páskaeggj- um eins og meðfylgjandi súlurit gef- ur til kynna. Þar eru annars vegar Hagkaup, Mikligarður, Fjarðarkaup, Nóatúnsbúðirnar og Grundarkjörs- búðirnar, sem virðast vera á svipuðu róli í verðlagningu, og hins vegar Bónusverslanir sem hafa skotið hin- um ref fyrir rass í verðlagningu. Það er páskaegg nr. 4 frá Mónu sem miðað er við. Könnun á verði ann- arra stæröa frá íslenskum framleið- endum dró upp sams konar mynd. -Pá Akureyringar eiga nú kost á nýst- árlegri þjónustu þar sem eru heim- send nýbökuð brauð frá Einars- bakaríi. Hringt er daginn áður milli kl. 17 og 19 og pantað og þá kemur sendingin heim milli kl. 7 og 7.30 morguninn eftir. Dyrabjöllunni er hringt einu sinni og poki með brauð- um hangir á snerlinum þegar við- skiptavinurinn kemur til dyra á nátt- sloppnum. „Þetta byrjaöi fyrir um tveim vik- um og hefur verið mjög vinsælt og eftirspurn eftir þessari þjónustu fer vaxandi," sagði Einar Viðarsson, bakarameistari í Einarsbakaríi, í samtali viö DV. „Fólk getur í gegnum þessa þjónustu fengið hvað eina sem þaö vill úr bakaríinu, þar með talda osta og mjólkurvörur. Vinsælast er að fá nýbökuð og volg heilhveitihorn eöa rúnnstykki en sumir kjósa frekar að byrja daginn með vínarbrauði," sagði Einar. Það voru tveir ungir menn á Akur- eyri, þeir Sigurður Kiernan og Torfi Halldórsson, sem áttu hugmyndina í DV á föstudag var rangt farið með verð á appelsínum. Hið rétta er að appelsínur í Hagkaupi kosta 79 krónur kílóið sem er trúlega eitt lægsta verð sem sést hefur á appels- að þessari þjónustu og komu henni á laggirnar í samvinnu viö Einars- bakarí og sjá um framkvæmdina. Þeir taka við pöntunum og annast útkeyrslu á morgnana. Einarsbakar^r:, selur þeim brauðin á heildsöluverði og því er heimsendingarþjónustan ókeypis því að kaupendur greiða Neytendur sama verð og í bakaríinu. Innheimt er fyrir úttektir tvisvar í mánuði. „Við vildum fyrst og fremst gera fólki lífið léttara, enda hefur þessu verið tekið vel og eftirspurn fer vax- andi," sagði Sigurður Kiernan í sam- tali við DV. „Aldrað fólk, sem á er- fitt með að komast út, er sérstaklega ánægt með þetta.“ «. Síminn hjá Morgunbrauði, en það heitir fyrirtæki félaganna, er 25006 á Akureyri. -Pá ínum í langan tima. Þetta tilboð hófst í síðustu viku og stendur enn og var sett upp í tilefni þess að ný Hag- kaupsverslun var opnuð í Hólagarði íBreiðholti. -Pá Verð á (í) áskaeggjum í 6 verslunum 585 575 572 578 572 440 Bónus Nóatún Grundarkjör Hagkaup Mikligaröur Fjaröarkaup Breiðabliksmenn- Kópavogsbúar! Opinn kynningarfundur um nýja íþróitahúsið í félagsheimili Kópavogs, 1. hœð, mánudaginn 9. apríl kl. 20:30 Breiðablik Appelsínur á 79 krónur í Hagkaupi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.