Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 40
F R 62 É T T A S 1 2 • l KO T 1 Ð • 25
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sírr.i 27022
Ólína Þorvarðardóttir:
Mjög ánægð
„Eg er mjög ánægö meö niðurstöð-
urnar eftir spennandi og skemmti-
l lega baráttu. Mér finnst þessi listi
mjög sterkur og vera góður þver-
skurður af samtökunum og við sigl-
um því kát og hress í kosningabarátt-
una," sagði Ólína Þorvarðardóttir
sem fékk fles.t atkvæði i efsta sæti
lista Nýs vettvangs í prófkjörinu um
helgina.
„Eg stefndi alltaf á fyrsta sætið og
það gerðu Kristín og Bjarni líka. Það
er greinilegt að við höfðum talsvert
fyrir okkur í því og þetta var hörð,
skemmtileg og drengileg barátta.
Næstu vikur leggjast afar vel í mig
því hér er allt að vinna og engu að
tapa og ég hlakka til þess sem fram-
undan er,“ sagði Ólína að lokum.
-Pá
Kristín Á. Ólafsdóttir:
Heppileg
niðurstaða
„Mér þykir þetta mjög heppilegur
listi sem hefur mjög góða breidd. Ég
tel mjög gott að það skuli vera svo
mjótt á munum milli okkar Ólínu.
Við getum styrkt hvor aðra,“ sagöi
Kristín Á. Ólafsdóttir í samtali við
t ^JIV þegar úrslit voru ljós.
„Ég er sérstaklega ánægð með að
fá Guörúnu Jónsdóttur í eitt af efstu
sætum og hlakka mikið til að vinna
með þeirri hæfu baráttukonu. Einnig
þykir mér vænt um að sjá Hrafn vin
minn í baráttusætinu,“ sagði Kristín
sem skipar annað sæti lista Nýs vett-
vangs.
„ Ég er ánægð með að hafa fengiö
þetta mikla traust fyrir starf mitt síð-
ustu fjögur ár. Ég hlakka til aö tak-
ast á við núverandi meirihluta sem
ég vona að eftir 26. maí verði fyrrver-
andi meirihluti," sagði Kristín. -Pá
Ásgeir Hannes:
Hlýt að vera
ánægður
LOKI
Þá er Ijóst hver
mun gefa ólínuna!
Urslit í prófkjöri Nýs vettvangs í nótt:
Ólína í efsta sæti
og Kristín í öðru
- Bjarni P., Guðrún Jónsdóttir, Hraín Jökulsson og Asgeir Hannes í næstu sætum
Ólína Þorvarðardóttir fékk flest
atkvæði í fyrsta sæti framboðslista
Nýs vettvangs til borgarstjórnar í
prófkjöri sem fram fór um helgina.
Ólína hlaut 501 atkvæði í fyrsta
sætí en alls 1.526 atkvæði í próf-
kjörinu. Kosníng í átta efstu sætin
er bindandi.
Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, fékk 881
atkvæði í 1.-2. sætí ogflest atkvæði
alls 1.552. Hún fékk 471 atkvæði í
fyrsta sætiö og skipar því 2. sæti
listans. Bjarni P. Magnússon, borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins, hlaut
784 atkvæöi í 1.- 3. sæti, 404 í það
fyrsta og 1137 atkvæði alls og skip-
ar þriðja sætið en fjórða sætið hlaut
Guðrún Jónsdóttir arkitekt sem
fékk 702 atkvæði í 1.-4. sæti og það
„Ég hlýt að vera ánægður með
þessi úrslit," sagði Ásgeir Hannes
Eiríksson í samtali viö DV þegar úr-
slit úr prófkjörinu lágu fyrir.
„í þessu prófkjöri voru mörkuð
þáttaskil þar sem þetta var í fyrsta
skipti sem innilokað fólk fékk að
nýta kosningarétt sinn til fullnustu.
Ég fór út í þetta prófkjör með því að
halda einn kafflfund á Hressingar-
skálanum og fyrst að einn slíkur
fundur skilar manni jafnmiklu fylgi
og 70 ára gamall stjómmálaflokkur
fær þá hlýtur eitthvað að vera að,“
•sagði Ásgeir. Hann hlaut kosningu í
6. sæti lista Nýs vettvangs. -Pá
flmmta Hrafn Jökulsson rithöf-
undur sem fékk 809 atkvæði í 1.-5.
sæti. Ásgeir Hannes Eirfksson,
þingmaður Borgaraflokksins, skip-
ar 6. sætið en hann hlaut 624 at-
kvæöi í það. Gísli Helgason tónlist-
armaður fékk 710 atkvæði í 1,-7.
sæti og Aöalsteinn Hallsson félags-
málafulltrúl er í áttunda sætl með
558 atkvæði.
Þeir átta sem hlutu bindandi
kosningu mynda síðan uppstilling-
amefnd fyrir listann ásamt þremur
fulltrúum frá þeim samtökum sem
aðframboðiNýs vettvangs standa.
Alls greiddu 2.130 atkvæði í próf-
kjörinu og þar af voru 110 atkvæði
ógild. Kjörstöðum var lokað klukk-
an 22.00 í gærkvöldi en talningu
lauk ekkí fyrr en um klukkan sex
í morgun. Áð sögn Þoriáks Helga-
sonar kosningastjóra voru það
einkum utankjörstaðaatkvæði sem
drógu talningu á langinn.
-Pá
Eldsvoðinn 1 Scandinavian Star:
Bakkafoss bjargaði
39 mönnum um borð
Bakkafoss, skip Eimskipafélags Is-
lands, bjargaði þrjátíu og níu manns
af norsku farþegaferjunni Scandina-
vian Star eftir eldsvoðann á Skager-
ak aðfaranótt laugardagsins. Skip-
veijar á Bakkafossi sáu þegar eldur-
inn kom upp í feijunni um þijúleytið
um nóttina. Björguðu þeir síðan bæði
farþegum og mönnum úr áhöfn
Scandinavian Star. Fólkinu var
bjargað úr tveimur björgunarbátum.
Nokkrir af þeim sem bjargað var
voru í losti en enginn mun hafa ver-
ið alvarlega slasaður. Bakkafoss var
á leið frá Gautaborg til Fredrikstad
í Noregi. Björgunarstarfið tók um
tvær klukkustundir, að sögn Rík-
harðs Sverrissonar, fyrsta stýri-
manns á Bakkafossi. Að björgun lok-
inni hélt skipið síðan til Fredrikstad
og tók ferðin þangað um tvær
klukkustundir. Þar fór fólkið í land
og var fólkið flutt á sjúkrahús.
Bakkafoss losaði og lestaði vörur í
Fredrikstad og hélt síðan áleiðis til
Þórshafnar í Færeyjum síðdegis á
laugardag.
Fimm íslendingar eru í áhöfn
Bakkafoss, 1. og 2. stýrimaður, 1.
vélstjóri og tveir hásetar. Fimm Þjóð-
verjar eru í áhöfninni, þar á meðal
skipstjórinn. Þrír Filippseyingar eru
einnig í áhöfninni.
-ÓTT
Arnarflug:
Þota kom í nótt
Sigurður Pétursson, eiginmaður Ólínu Þorvarðardóttur, óskar
konu sinni til hamingju með sigurinn og fyrsta sæti í prófkjöri
Nýs vettvangs í nótt. DV-mynd Hanna
„Við brosum hér út að eyrum,“
sagði Katrin Olga Jóhannsdóttir,
markaðstjóri Arnarflugs, þegar DV
ræddi við hana í morgun. Arnarflug
fékk loks í nótt langþráða þotu eftir
að hafa beðið á aðra viku. Seinast
bilaði þessi nýja áður en hún átti að
koma til landsins í gær.
Nýja þotan kom til Keflavíkur um
klukkan fimm í nótt og fór laust eftir
klukka sjö til Amsterdam með far-
þega. Hún er af gerðinni Boeing 737
og er í leigu frá flugfélagi í Miami í
Bandaríkjunum til mánaðamótanna.
Þá verður ný vél tekin á leigu.
-GK
Veðriö á morgun:
Rigning
og slydda
A morgun gengur í norðanátt
með heldur kólnandi veðri í bili.
É1 verða norðanlands og snjó-
koma eða slydda á Austurlandi
framan af degi en rigning á Suð-
austurlandi. Léttir heldur til um
sunnanvert landið þegar líður á
daginn. Hitinn verður um frost-
mark.
SKUTLUBÍIAR
25050
SENDIBILASrOÐIN Hf
opið um kvöld oa helqar
BILALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00
I