Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Afmæli Baldvin Þ. Kristjánsson Baldvin Þorkell Kristjánsson, fyrrv. erindreki LÍÚ og SÍ S, og fé- lagsmálafulltrúi Samvinnutrygg- inga, Álfhólsvegi 123, Kópavogi, er áttræöur í dag. Baldvin er fæddur á Stað í Aðalvík en ólst upp í Hnífs- dal. Föður sinn missti hann níu ára að aldri og var því eftir það hjá Ás- geiri Guðbjartssyni útgerðarmanni, og konu hans, Guðbjörgu Pálsdótt- ur. Baldvin var í námi í Núpsskóla 1927-1929 og brautskráðist úr Sam- vinnuskólanum í Rvík 1931. Hann var í námi í Lýðháskólanum í Jak- obsbergi í Svíþjóð 1937-1938, var í námskeiðum í samvinnufræðum í sænska samvinnuskólanum að Vor gárd 1948 og fór í námsferð til Folk- sam, sænsku samvinnutrygging- anna, 1960. Baldvin varsjómaður og verkamaður í Hnífsdal og á ísafirði 1924-1931 og skrifstofumaö- ur hjá Samvinnufélagi ísfirðinga 1931-1934. Hann var erindreki LÍÚ 1945-1946 og erindreki SÍS1946- 1953. Baldvin var framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss SÍS á Kirkjus- andi í Rvík 1954-1960, útbreiðslu- stjóri Samvinnutrygginga hf. 1961- 1964 og varð félagsmálafulltrúi Sam- vinnutrygginga 1965. Hann var rit- ari verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði 1931-1935 og formaður Fé- lags ungra jafnaðarmanna 1932- 1933. Baldur var varabæjarfulltrúi á ísafirði 1935 og varaformaður Kaup- félags Siglfirðinga 1940-1944. Hann var varaformaður Vestfirðingafé- lagsins á Siglufirði 1940-1944 og for- maður Siglufjarðardeildar Norræna félagsins 1941-1944. Baldur varfor- maður fulltrúaráðs Alþýðuflokks- ins á Siglufirði 1943-1944 og fram- kvæmdastjóri Bamahjálpar SÞ á íslandi 1948. Hann var formaður Starfsmannafélags SÍS1953-1954 og Starfsmannafélags Rvíkur 1956- 1962. Baldvin var endurskoðandi Vélaábyrgðarfélagsins Gróttu í Rvík 1956-1962 og stofnandi og forstöðu- maður Klúbbanna öruggur akstur á vegum Samvinnutrygginga 1965- 1973 og landssamtaka á þeirra veg- um einnig. Hann var fulltrúi lands- samtakanna í Umferðarráði 1970- 1975, í undirkjörstjórn Kópavogs- kaupstaðar 1970-1980 og safnaöar- fulltrúi Hjallasóknar í Kópavogi frá stofnun hennar 1987. Riddarakross fálkaorðunnar 1980. Heiðursskjal form. framkvæmda- stjórna H-umferðar og lögreglu- stjórans í Rvík 1968. Gullmerki Sam- vinnutrygginga hf. fyrir félagsmála- störf 1969. Silfurbíll Samvinnu- trygginga hf. 1971. Veggskjöldur Andvöku og starfsmannafélags Samvinnutrygginga hf. fyrir félags- málstörf 1972. Baldvin hefur þýtt sjö bækur Dr. Normanns Vincent Pe- ale: Lifðu lífmu lifandi, 1967; Vörðuð leið að lífshamingju, 1968; Sjálfs- stjórn í stormviðrum lífsins, 1970; Leiðsögn til lífs án ótta, 1973; Undra- verður árangur jákvæðrar hugs- unar, 1975; Bjartsýni léttir þér lífið og Jákvæður lífskraftur, 1984. Hann var ritstjóri tímaritanna: Síldin, Siglufirði 1938-1940, Hlynur, blað starfsmanna SÍS, 1952-1954 „Sam- vinnutryggingar" 1961-1966, Gjall- arhomið, málgagn samvinnutrygg- ingamanna, frá 1961. í ritnefnd 30 ára afmælisheftis Samvinnuskólans 1948 og 50 ára afmælisrits SÍS1952. Baldvin kvæntist 25. apríl 1931 Gróu Ásmundsdóttur, f. 15. september 1910. Foreldrar Gróu eru: Ásmund- ur Magnússon, sjómaður og kennari á Akranesi, og kona hans, Þóra Þor- valdsdóttir. Synir Baldvins og Gróu eru: Kristján, f. 30. nóvember 1935, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, kvæntur Inger Hallsdóttur kennara, og Gunnlaug- ur, f. 1. janúar 1941, flugvélstjóri í Rvík, kvæntur Hildi Jónsdóttur. Fóstursonur Baldvins og Gróu og sonarsonur er: Ásmundur, f. 25. jan- úar 1959, flugvirki, kvæntur Þór- hildi Kristjánsdóttur. Foreldrar Baldvins voru: Kristján Egilsson, sjómaður í Hnífsdal, og kona hans, Halldóra Finnbjöms- dóttir. Kristján var sonur Egils á Flateyri Egilssonar, b. á Klukku- landi, Jónssonar, b. á Felli í Dýra- firði, Jónssonar, b. á Skaga, Jóns- Baldvin Þorkell Kristjánsson. sonar, b. á Skaga, Guðmundssonar, b. í Mýrarhúsum, Ásbjarnarsonar. Móðir Egils á Flateyri var Margrét Jónsdóttir, b. í Álfadal á Ingjaldss- andi, Sigmundssonar, b. í Sæbóls- húsum, Ólafssonar. Halldóra var dóttir Finnbjöms, formanns í Görð- um í Aðalvík, Elíassonar, skipa- smiðs í Hnífsdal, Eldjárnssonar, skipasmiðs á Hrafnsfjarðareyri, Sig- urðssonar, b. á Homi, Þorsteinsson- ar. Þau hjón eru stödd erlendis um þessar mundir. Til hamingju með afmælið 9. apríl mælisdaginn á heimili sínu að Hót- elVarmahlíð. Þórður Magnússon, 85 ára Valgerður Ingibergsdóttir, Teygingalæk, Hörgslandshreppi. Heiðarhrauni 5, Grindavík. Guðlaug Vigfúsdóttir, Árbakka 1, Seyðisfiröi. 60ára 40ára Theodór Ingólfsson, Réttarholtsvegi 1, Reykjavík. Ingólfur J. Sigurðsson, Hraunbrún 28, Hafnarfirði. Hjörtur Sigurjón Sigurðsson, Heiðargarði 19, Keflavik. Ólöf Jónsdóttir, Trönuhólum 8, Reykjavík. Guðmundur Ártnan nsson, Stórateigi 6, Mosfellsbæ. Sveinn Hannesson, Lindarseli 8, Reykjavík. Margrét Guðlaugsdóttir, Túngötu 25, Tálknafirði. 50 ára Jónina Jóhannsdóttir, Tjarnarbraut 15, Egilsstööum. Ásbjörg Jóhannsdóttir hótel- stjóri, Hótel Varmahlíö, Seyluhreppi. Hún tekur á móti gestum á af- Þorvaldur Karl Helgason Þorvaldur Karl Helgason, sókn- arprestur í Njarðvík, Hlíðarvegi 15, Njarðvík, er fertugur í dag. Þor- valdur Karl er fæddur í Rvík og lauk guðfræðiprófi frá HÍ1975. Hann var vígður farprestur Þjóð- kirkjunnar 29. júní 1975 og þjónaði í Vallanesprestakalli í fjarveru sóknarprests (Egilsstaðir og ná- grenni). Þorvaldur var æskulýðs- fulltrúi Þjóðkirkjunnar 1976-1979 og var kosinn sóknarprestur í Njarðvík 1979. Hann var í fram- haldsnámi í kennimannlegri guð- fræði (einkum hjóna- og fjölskyldu- ráðgjöf) sumarið 1983,1984-1985 (ársleyfi) og lauk meistaragráðu (M.Th.) í Luther Northwestern Theological Seminary í St. Paul í Minnesota haustið 1989. Þorvaldur hefur sótt fjölda ráðstefna og funda á vegum Þjóðkirkjunnar og var m.a. annar aðalfulltrúi á Heims- þingi lútherskra kirkna í Tanzaníu 1977. Hann átti sæti í nokkrum AUKABLAÐ Ferðalög til útlanda Miðvíkudagínn 25. apríl nk. mun aukablað um ferðalög tíl útlanda fylgja DV. Efní blaðsíns verður helgað sumarleyfisferðum til útlanda í sumar og ýmsum hollráðum varð- andí ferðalög tíl útlanda. Þeír augíýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaðí vínsamlega hafi samband víð auglýsíngadeild DV híð fýrsta í síma 27022. Vínsamlegast athugið að skílafrestur auglýsínga er fýrír föstudagínn 20. apríl. Aaglýsíngar, Þverholtí 11, sími 27022. nefndum, eins og kirkjufræðslu- nefnd 1979-1989 og var formaður hennar fyrstu árin. Þorvaldur hef- ur staðið fyrir hjónanámskeiðum í Skálholti, Reykjavík og víðar ásamt tveimur öðrum prestum. Hann var fulltrúi þjóðkirkjunnar í norrænu samstarfi um fermingar- fræðslu í nokkur ár. Þorvaldur kvæntist 3. janúar 1971 Þóru Krist- insdóttur, f. 14. júní 1950, kennara og nema í bókasafnsfræði í HÍ. For- eldrar Þóru eru Kristinn Helgason, fyrrv. innkaupastjóri hjá Ríkisskip, og kona hans, Ingibjörg Þorkels- dóttir yfirkennari. Börn Þorvaldar og Þóru eru: Ingibjörg, f. 13. sept- ember 1973, stúlka, f. 5. júní 1975, dáin sama dag, Helga, f. 15. ágúst 1976, Rannveig, f. 16. mars 1980 og Kristinn, f. 25. október 1981. Systkini Þorvaldar eru: Þorkell, f. 2. nóvember 1942, prófessor í HÍ, kvæntur Helgu Ingólfsdóttur sem- balleikara, Þorsteinn, f. 16. apríl 1946, menntaskólakennari og þýð- andi hjá sjónvarpinu, kvæntur Guðlaugu Magnúsdóttur, félagsr- áðgjafa hjá Rvíkurborg, Þorlákur Helgi, f. 24. september 1948, menntaskólakennari í Rvík, sam- býhskona hans er Kristjana María Sigmundsdóttir, Þorgeir Sigur- björn, f. 13. október 1953, jarðfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaöarins, kvæntur Lauf- eyju Tryggvadóttur faraldsfræð- ingi og Þóra Elín, f. 22. febrúar 1962, arkitekt í Danmörku, gift Einari Braga Indriðasyni tæknifræðingi. Foreldrar Þorvaldar eru Helgi Þorláksson, f. 31. október 1915, fyrrv. skólastjóri í Rvík, og kona hans, Gunnþóra Kristmundsdóttir, f. 10. j'úní 1922, skólaritari. Helgi er sonur Þorláks, b. og kennara í Múlakoti á Síðu, Vigfússonar, b. á Búlandi á Síðu, Runólfssonar, dbrm. og hreppstjóra í Holti á Síöu, Jónssonar, b. á Búlandi, Bjöms- sonar, b. á Búlandi, Jónssonar, b. á Búlandi, Björnssonar. Móðir Vig- fúsar var Sigurlaug Vigfúsdóttir, b. og hreppstjóra í Flögu í Skaftárt- ungu, Bótólfssonar, b. á Borgar- felli, Jónssonar, b. í Hlíð, Björns- sonar, bróður Björns á Búlandi. Móðir Runólfs var Oddný Runólfs- dóttir, b. í Hvammi í Skaftártungu, -Þorvaldur Karl Helgason. Gunnsteinsson. Móðir Jóns á Búl- andi var Guðlaug Jónsdóttir, systir Bótólfs. Móðir Þorláks var Sigríður Vigfúsdóttir, systir Sigurlaugar. Móðir Sigríðar var Sigríður Olafs- dóttir, b. í Holti í Veri, Gíslasonar. Móðir Ólafs var Sigríöur Lýðsdótt- ir, sýslumanns í Vík í Mýrdal, Guö- mundssonar. Móðir Helga var Helga Bjarna- dóttir, b. og hreppstjóra í Hörgsdal á Síðu, Bjamasonar, b. og hrepp- stjóra á Keldunúpi á Síðu, Bjarna- sonar, b. á Keldunúpi, Ólafssonar. Móðir Bjama í Hörgsdal var Rann- veig Ólafsdóttir, b. í Seglbúðum í Landbroti, Þórarinssonar. Móðir Bjarna, hreppstjóra á Keldunúpi, var Vilborg, systir Þorsteins, afa Jóhannesar Kjarvals. Vilborg var dóttir Sverris, b. í Seglbúðum, Ei- ríkssonar, b. og hreppstjóra í Hörgsdal, Bjarnasonar. Móðir Vil- borgar var Ólöf Jónsdóttir, h. á Núpstað, Bjamasonar, bróður Ei- ríks. Móðir Helgu var Helga Páls- dóttir, prófasts í Hörgsdal, Pálsson- ar og konu hans Guðríðar, b. og hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar, langafa Jóhannesar Kjarvals. Gunnþóra er dóttir Krist- mundar, verkamanns á Vattarnesi í Reyðarfirði, Jóhannssonar og konu hans, Elínar Aðalbjargar Þorsteinsdóttur. Kirkjukórar Innri og Ytri Njarð- víkursóknar halda afmælisbarn- inu kaffisamsæti í Safnaöarheimili Innri Njarðvíkur frá kl. 20 á af- mælisdaginn. Missið ekki af nyjasta Úrval • kaupið það NÚNA STRAX á næsta blaðsölustað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.