Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÚNAS .HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Bónus t Það er ævagömul kenning að kaupmenn séu afætur j á þjóðfélaginu. Okri á almenningi, maki krókinn á álagningunni og efnist á kostnað viðskiptavinanna. Lengi hefur verið rekinn markviss áróður þessarar teg- ; undar sem á sér að einhverju leyti rætur í andúð íslend- ! inga á dönsku einokunarversluninni en stafar einnig j af þeim sósíalísku kenningum að arður sé af hinu illa. í Kaupsýslumenn hafa alla tíð verið nokkurs konar tákn einkaframtaksins sem sósíalistar hafa haft illan bifur á. Samvinnuverslunin og kaupfélögin voru andsvar fé- lagsaflanna gegn kaupmannavaldinu. Kaupfélögin áttu að bjóða upp á betri þjónustu, ódýrara vöruverð og vera eign þeirra sem viðskiptin stunduðu en ekki tiltekinnar stéttar braskara og böðla. Sú hugsjón var ekki verri en hver önnur enda verður því ekki á móti mælt að kaup- félögin styrktu sjálf sig og byggðarlög sín í sessi og eru merkilegur þáttur í verslunarsögu landsmanna. En þjónustan varð hvorki betri né ódýrari og nú eru menn almennt sammála um að samvinnuverslun hefur ekkert gildi umfram einkaverslun og því hefur oft verið haldið fram að verslanir á borð við Hagkaup hafi fært launafólki meiri kjarabætur heldur en nokkrir kjara- samningar. Með skynsamlegum innkaupum, aukinni hagræðingu og stórverslunum með almenna neysluvöru hefur verslunarstéttinni tekist að lækka vöruverð með marktækum hætti. Hér hefur samkeppnin og sitt að segja. Nú getur fólk fylgst vel með samanburði á vöru- verði í gegnum auglýsingar og verðkannanir og Neyt- endasamtökin og fjölmiðlarnir hafa unnið gott starf til aðhalds og eftirlits með bæði gæðum og verði. Kaupmannastéttin hefur brugðist vel við þessum nýju kröfum og þörfum samfélagsins. Að vísu hefur kaupmaðurinn á horninu látið undan síga fyrir stór- mörkuðunum, en smákaupmennirnir hafa engu að síður sínu hlutverki að gegna. í sameiningu hafa þeir stofnað mínusmarkað og plúsmarkað' og nýjasta verslunin er Bónus sem hefur fitjað upp á nýjungum í versluninni sem almenningur kann vel að meta. Allt miðar þetta að því að laga sig að markaðinum og viðskiptavinunum og hefur stórkostlega þýðingu fyrir almenn lífskjör. Þannig eru verslunarmenn orðnir miklu virkari þátt- takendur í hagsmunum heimilanna en áður hefur verið viðurkennt og gamla lumman um verslunargróðann á kostnað annarra heyrir sögunni til. Neytendur eru sér meðvitaðir um gildi góðrar versl- unar og þeir kunna að meta þá viðleitni sem kaupmenn hafa í frammi til að þjóna þeim. Kaupmaðurinn og kúnn- inn eru ekki fjandmenn heldur samherjar. Það er athyghsvert í þessari þróun að kaupfélögin hafa orðið á eftir. Samvinnuverslunin var ekki svarið við hagstæðri verslun. Einkaframtakið hefur sannað gildi sitt í þessari atvinnugrein og varðað veginn til betri viðskiptahátta. Hér hefur sannast sem endranær að hagræðingin kemur ekki að ofan. Ríkisvaldið hefur ekki ráðið ferðinni, heldur framtak og frumkvæði þeirra einstaklinga sem verslunarrekstur stunda og finna það upp hjá sjálfum sér að svara kalli tímans. Hér sem ann- ars staðar kemur viljinn og verkið frá fólkinu sjálfu. Verslunin á íslandi má græða og á að græða. En gróði verslunarinnar er gróði almennings, þegar það fer sam- an að veita góða þjónustu og lækka innkaupsverðið. Verslunin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í lífskjörum þjóðarinnar. Ellert B. Schram Nokkrir hrokafullir hagfræöingar úr Háskóla íslands og Seðlabank- anum viröast ekki geta unnt ís- lenskum útgeröarmönnum þess aö fá að græða fé á hinni skynsamlegu skipan fiskveiða, sem aö er stefnt meö kvótafrumvarpi Halldórs Ás- grímssonar. Samkvæmt frumvarp- inu eiga kvótar aö vera ótíma- bundnir og framseljanlegir afla- kvótar. Rök hagfræöinganna gegn frumvarpinu hafa einkum veriö þrenns konar. í fyrsta lagi er sagt, aö arður útgerðarmanna sé óverö- skuldaður. I öðru lagi er minnt á þaö ákvæði laga, aö fiskimiðin séu í sameign þjóðarinnar. í þriðja lagi er því haldið fram, að aðrir íslend- ingar muni tapa á því, að arður safnist saman í höndum útgerðar- manna. Hér skal ég stuttlega ræöa þessar röksemdir. Er arður útgerðarmanna óverðskuldaður? Við höfum heyrt þetta allt áður. í lögum segir að fiskimiðin séu i sameign þjóðarinnar. Rógurinn um íslenska útgerðarmenn Þórbergur Þórðarson segir í Bréfi til Láru, að meira hugvit þurfi tO að setja saman eina bók en stjórna togaraútgerð i tíu ár. Þessi fullyrð- ing er fávísleg. Útgerðarmenn eru misjafnir. Einstaklingsbundnir hæfileikar þeirra ráöa úrslitum. Thor Jensen náði góðum viðskipta- samböndum í Suður-Evrópu og sparaði sér með því milliliðakostn- að. Eldeyjar-Hjalti hafði nákvæmt eftirlit með smíði togara sinna. Tryggvi Ófeigsson hafði vakandi auga með því, að gætt væri fyllstu sparsemi í skipum hans. Einar Þorgilsson kunni að velja besta fiskinn upp úr skipunum. Einar Guðfinnsson fór alltaf fyrstur á fætur og síðastur í háttinn á sínum bæ. Svo má lengi telja. Aðalatriðið er ekki að veiða sem flesta þorska, heldur afla sem flestra króna, og til þess þarf sér- Stakt hugvit, þrotlaust erfiði. Auð- vitaö njóta útgerðarmenn þess, að þeir hafa einkaaðgang að gjöfulli auðlind, fiskistofnunum við landiö. Hins vegar er torvelt eða jcifnvel ógerlegt að meta, að hvaöa leyti arður fiskimanna er þeim sjálfum að þakka og að hvaða leyti hann má rekja til fiskimiðanna. Ef til vili er það ekki rétt, að útgerðar- menn verðskuldi þann arð, sem rekja má beint til fiskimiðanna (fremur en eigendur Nesjavalla háhitann þar eða afkomendur auð- manns arf eftir hann, svo að tvö önnur dæmi séu tekin). En enginn annar verðskuldar slíkan arð held- ur, og þess vegna er eölilegast aö leyfa þeim að njóta hans. Er verið að gefa útgerðarmönnum eitthvað? Það er rétt, að í lögum segir, að fiskimiöin séu í sameign þjóðarinn- ar. Vert er að vekja athygli á því, að þar segir einmitt ekki, að ríkiö eigi fiskimiðin. Ríkiseign er því hafnað í lögunum. Líklega má líta svo á, að fiskimiöin séu afréttur. Hverjir hafa veiöirétt á afréttum? Þeir landeigendur, sem hafa þar upprekstrarrétt. Dr. Gaukur Jör- undsson telur raunar, að veiðirétt- ur bænda á afréttum kunni aö vera stjórnarskrárvarinn eignarréttur. Með sama hætti er eölilegt, aö skipaeigendur, útgerðarmenn, hafi einir veiðirétt á fiskimiðunum. Munurinn er sá, að veiðiréttindin, kvótarnir, verða að vera framselj- anlegir einir sér, svo aö skipum fækki og kostnaöur við fiskveiöar lækki. Það er hugsunarvilla, að með kvótafrumvarpinu sé verið að gefa einhverjum eitthvað. Gjöf er í því frumvarpinu er þó sú, að þjóðin muni tapa á því, að útgerðarmönn- um verði gert kleift að hirða gróða, sem hefur fram að þessu farið for- göröum í of miklum kostnaði við veiðar, of miklum troðningi á mið- um. Þessu til stuðnings beita hag- fræðingarnir tveimur brögöum. Annað bragðið er að blanda saman tveimur málum, sem geta verið óháð hvort öðru, fiskveiðum og gengisskráningu. Hagur launþega kann vissulega að versna um stund, ef gengi er gefið frjálst. En hann batnar, þegar til lengdar læt- ur, þar sem upp spretta útflutn- ingsfyrirtæki í öðrum greinum en sjávarútvegi. Mestu máli skiptir þó, aö kvótafrumvarpið er ekki um gengisskráningu, heldur allt ann- að. Hin brella hagfræðinganna er „Þeir hagfræðingar, sem ganga nú fram af miklum hroka og kreQast rík- iseignar á fiskistofnum þvert á lög, stjórnarskrá, venjur og almenn rétt- lætissjónarmið á Islandi, vinna illt verk, ef þeir tefja fyrir kvótafrumvarpi Halldórs Ásgrímssonar.“ Kjallarinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor i stjórnmálafræði fólgin, að verðmæti, sem þegar eru til, eru færð úr einni hendi í aðra. Með kvótafrumvarpinu er hins vegar verið að gera útgerðarmönn- um kleift að skapa verðmæti, sem nú eru ekki til. Ástæðan til þess, að fiskveiðar hafa til skamms tíma verið óhagkvæmari en þær gætu verið, er sú, að útgerðarmenn hafa ekki haft rétt til þess að útiloka aöra frá fiskveiðum eða setja upp verð fyrir aðganginn að miðunum. Þess vegna eru miðin ofnýtt. (Þetta lögmál gildir líka annars staðar: Ef tún er ekki girt af, þá eru þau troðin niður!) Með kvótafrumvarp- inu fá útgerðarmenn loks slíkan rétt. Tapar þjóðin á gróða útgerðarmanna? í stað þess að leyfa útgerðar- mönnum að loka hliðinu (nema gegn gjaldi), þegar of margir streyma inn á miðin, leggja hinir hrokafullu hagfræðingar í Háskól- anum og Seðlabankanum það til, að ríkið reki fyrst alla út af miðun- um og bjóði síðan upp aðganginn eða selji aðgöngumiða (leggi á auö- lindaskatt eða veiðigjald). Fárán- legasta röksemd þeirra gegn kvóta- að reyna að vekja hroll meö hrakspám, sem eðli málsins sam- kvæmt verða hvorki sannaðar né afsannaöar. Eina leiðarstjarna okkar í siglingu inn í framtíðina er almenn reynsla af ólíkum hag- kerfum, og hún segir okkur hið sama og þjóðum Austur-Evrópu, að einkaeign sé betri en ríkiseign, kapítalismi betri en sósíalismi. Illt verk Þeir hagfræöingar, sem ganga nú fram af miklum hroka og krefjast ríkiseignar á fiskistofnum þvert á lög, stjórnarskrá, venjur og almenn réttlætissjónarmið á Islandi, vinna illt verk, ef þeir tefja fyrir kvóta- frumvarpi Halldórs Ásgrímssonar. Þeir ættu að hjálpa okkur hinum við að svipta ríkið eyðslumöguleik- um í stað þess að reyna að bæta viö tekjumöguleikum fyrir það. Þeir ættu að samgleðjast útgerðar- mönnum fyrir ný gróðatækifæri í staö þess að reyna að magna stétta- ríg (eins og Gylfi Þ. Gíslason gerði nýlega með áskorun til iðnrekenda um að stööva kvótafrumvarpið) eða vekja upp öfundardrauginn með þjóðinni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.