Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990.
Fréttir
Kapphlaup um erlent sjónvarpsefni:
Sýn keypti þáttinn
um Santa Barbara
- hefur líka keypt þættina um Sherlock Holmes
Ymislegt bendir nú til þess að Sýn
og Stöð 2 muni á næstu misserum
bítast fast um feitustu bita erlends
sjónvarpsefnis.
í frétt Stöðvar 2 og Morgunblaðsins
um helgina var greint frá því að Stöð
2 mundi hætta sýningum framhalds-
þáttanna Santa Barbara þar sem
gæði þáttanna hefðu dalað.
Starfsmenn Sýnar eru hins vegar
ekki sammála þessari einhliða skýr-
ingu. „Staðreyndin er sú að við hjá
Sýn keyptum þennan þátt til sýning-
ar, þannig að Stöð 2 getur ekki sýnt
hann til frambúðar," sagði Páll B.
Baldvinsson, dagskrárstjóri Sýnar.
„Skýringin sem þeir gefa á Stöð 2 er
svo heldur betur tortryggileg þegar
haft er í huga að u.þ.b. 4-5 þúsund
heimili horfa á þáttinn á eftirmiðdög-
um samkvæmt könnunum Skáís og
Félagsvísindastofnunar, en það er
mjög góð útkoma,“ bætti Páll við.
Samkvæmt upplýsingum Páls er
þetta aðeins forsmekkurinn að
samningum Sýnar um erlent sjón-
varpsefni. „Það er ekkert launungar-
mál að við erum um þessar mundir
að ganga frá fjölda samninga við er-
lenda aðila sem voru viðskiptavinir
okkar er við störfuðum fyrir Stöð 2.
Við munum á næstunni staðfesta
þessa samninga, suma til eins árs,
aðra til þriggja ára og jafnvel til enn
lengri tíma. Hér verður því m.a. um
að ræða efni sem hefur verið fyrir-
ferðarmikið á Stöð 2.“
Páli sagðist ekki vilja nefna mörg
dæmi um þáttaraöir á þessu stigi
málsins en gat þess þó að í mars
hefði verið gengið frá samningum við
New World um þættina Herskyldan,
Bernskubrek og Santa Barbara auk
samninga við Granda um Sherlock
Holmes-þættina vinsælu sem sýndir
yrðu hjá Sýn frá næstu áramótum.
„Mér var kunnugt um að þeir hjá
Sýn fóluðust eftir þessum þætti um
Santa Barbara en okkur var boðinn
forgangsréttur á honum sem við
höfnuðum vegna þess aö þátturinn
reis ekki undir gæðamati okkar,“
sagði Þorvarður Elíasson, sjónvarps-
stjóri Stöðvar 2, um málið.
En er þetta ekki mjög vinsæll þátt-
ur?
„Hann hefur ákveðnar vinsældir
en við viljum vinsælli þátt,“ sagði
Þorvarður.
KGK
Valt niður undir fjöru
Stór vöruflutningabíll með tengi-
vagni vait um tíu metra niður af veg-
arkambi fyrir ofan ijöruborðið við
Kambsnes í Álftafirði um þrjúleytið
í nótt. Ökumann sakaði ekki og gat
hann hringt eftir aðstoð til lögreglu
úr bílasíma sínum.
Bíllinn valt á hliðina þegar komið
var að snjókanti við vegarbrúnina
sem gaf sig. Mjög bratt er niður af
veginum þar sem óhappið varð og
telst mikil mildi að ökumaður hafi
ekki slasast.
-ÓTT
Bryggjan á Blönduósi.
Tvö útköll hjá slökkviliðinu
Vaxandi útgerð á Blönduósi
Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi:
Frá Blönduósi eru nú gerðir út tveir
togarar og fjórir bátar, auk þess sem
afli af tveimur bátum til viðbótar er
unninn hjá Særúnu hf. á Blönduósi.
Á þessum skipum eru um 30 menn
og nokkru fleiri hafa vinnu hjá Sær-
únu hf. í landi. Af þessu sést að út-
gerð og vinnsla afla er farin að skipta
verulegu máli fyrir afkomu Blöndu-
ósinga.
Kári Snorrason, framkvæmda-
stjóri Særúnar hf., sagði að næg
vdnna hefði verið hjá fyrirtækinu í
vetur, enda mörg skip í vdðskiptum.
Hins vegar heföu ógæftir og afla-
tregða gert útgerð skipanna erfiða.
Rækjutogarinn Nökkvd hefur aflað
lítiö að undanförnu. Nú er hugmynd-
in að skipið verði sett á grálúðuveið-
ar í sumar.
Kári sagði að menn væru orðnir
langeygir eftir úrbótum vdð höfnina
á Blönduósi og taldi að ef ekki færi
aö komast meiri skriður á þau mál
hlytu menn að gefast upp á útgerð
þaðan.
Slökkviliðiö í Reykjavík var tví-
vegis kallaö út um helgina. í fyrra
skiptið að blokk í Drafnarfelli en þar
hafði pottur ofhitnað á eldarvélar-
hellu og setti hann af stað reykskynj-
ara. Litlar sem engar skemmdir urðu
á íbúðinni.
Eldvarnakerfi Landakotsspítala
fór í gang í gær vegna rakamyndunar
og var slökkviliðið kallað út en eng-
inn eldur fannst í spítalanum.
-J.Mar
Libresse
KVENLEGU DÖMUBINDIN
►
►
►
►
►
►
►
í SENSODYNE tannburstanum eru vel slípuð hárfín ávöl
hreinsihár — sérstaklega gerð til að skaða ekki viðkvæmt
tannholdið.
Tannburstar með óslípuðum, grófum hárum geta sært
tannholdið og auðveldað þannig sýklum að komast að, en
þeir geta valdið tannskemmdum.
SENSODYNE tannburstar fást í mörgum litum og gerð-
um og nú eru komnir tannburstar með myndum af Gretti.
SENSODYNE tannburstar fást í öllum apótekum og
helstu stórmörkuðum.
JANNLÆKNIFN
INN SAGÐI MÉR AÐ
BUR5TA TENNURNAR
EFTIR MÁLTIÐIR OS FYRIR
5VEFN... É6 ER BÓK-
,5TAFLE&A ALLTAFA-Ð
BUR5TATENN-
URNARl
o'
kj|Jsj4*|c4ÁM--
KEMIMUÁ
HÖRGATÚNI 2, 210 GARÐABÆ, SÍMI: 40719