Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Síða 24
32 Fréttir .imi míi a ffiiKíMKnrgöi 1 ""f.”“"POSTITÖ’SUOKr5.,,JONI l«Ub. DV Slitnar upp úr viðræðum við Sleipnismenn: Stefnir í verkfall um miðja næstu viku Það slitnaði upp úr viðræðum Sleipnismanna, félags bifreiðar- stjóra, og viðsemjenda þeirra eftir fund með sáttasemjara á miðviku- dag. Mikið bar í milli og er hart deilt um kjör þeirra langferðabíl- stjóra sem meðlimir eru í félaginu. Ef ekki semst fyrir miðnætti mið- vikudaginn 13. júní hefst boðað verkfall sem standa mun til mið- nættis 18. júní. Við það stöðvast hluti þeirra rútuferða sem áætiað- ar eru á þessum dögum. Magnús Guðmundsson, formað- ur Sleipnis, segir Sleipnismenn vilja semja en að öðrum kosti verð- ur farið í hart. „Við erum ákveðn- ari en áður og ætlum að ná ár- angri,“ sagði Magnús. Meðlimir Sleipnis eru um 120 talsins og er það aðeins hluti starf- andi langferðabílstjóra. Aðrir eru annað hvort i öðrum félögum eða sjálfseignarmenn og semja á grundvelli þess. Sleipnismenn segja kjörin slæm og vilja ekki semja á nótum ASÍ og VSÍ samn- ingsins en þar er kveðið á um tæp- lega 10% hækkun á einu og hálfu ári. Vilja tíu þúsund króna hækk- un á mánuði nú þegar Byrjunarlaun hjá Sleipnisbíl- stjóra eru tæpar 42 þúsund krónur og vilja þeir fá 10 þúsund króna hækkun nú þegar. Þeir vilja styðj- ast við það samkomulag sem starfs- menn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur hafa náð en það mun vera nokkuð hagstæðari samningur en annars staöar hefur verið boðinn. Flest fyrirtæki hafa þegar samið, t.d. Austurleið og Sæmundur Sig- mundsson í Borgamesi. Síðast en ekki síst hafa Landleiðamenn skrif- að undir samning en þeir eru sér- stök deild innan Sleipnis. Sleipnismenn vonast til að verk- fall nú hafi meiri áhrif en í vetur, ef til þess kemur, þar sem ferða- mannatíminn er hafinn. Misjafnar skoðanir eru þó uppi um áhrif þess. BSÍ mun verða með 600 ráðstefnu- gesti á sínum vegum en samkvæmt heimildarmönnum DV geta leigur- útur annað mestum hluta þeirra ferða sem farnar verða. Líklegt er þó að ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur svo og ferðir milli Sel- foss og Reykjavíkur raskist. Ferðaskrifstofan Kynnisferðir lendir væntanlega í vandræðum með að halda uppi ferðum til og frá Keflavíkurflugvelh. Talsmenn Ferðaskrifstofu Guðmundar Jón- assonar voru hvað svartsýnastir og sögðu að nær allar rútur þeirra myndu stöðvast. Sleipnismenn telja að þrýstingur á viðsemjendur væri mun meiri nú en fyrr á þessu ári en forráðamenn ferðaskrifstofa og bifreiðastöðva vildu gera mun minna úr máhnu. -tlt Stokkseyri: Ummerki flóðsins að hverfa og fiskverkun komin í gang bigi S. Ingasan, DV, Stokkseyii Vorverkin á Stokkseyri voru með nokkuð öðrum brag að þessu sinni en oftast áður. Eins og margan rekur minni til gekk mikih sjór á land hér í janúar sl. og olh miklum skemmd- um á mannvirkjum og tækjum, auk þess sem þang og sandur ásamt grjóti úr sjóvamargörðunum lagðist yfir gróna jörð. Vart hafði fyrr fjarað út í vetur en jörð lagðist undir snjó og kom ekki undan honum fyrr en í maíbyrjun. Voru þá böm og unghngar þorpsins send af stað vopnuð hrífum, strá- kústum og skóflum til að hreinsa gróðurlendið en stórvirkar vinnuvél- ar réðust gegn gijótinu og hófu viö- gerð vega sem urðu fyrir alvarlegum skemmdum og eyðileggingu í vetur leið. Nú er þessu að mestu leyti lokið og fleiri uppbyggingarstörf hafin, meðal annars er verið að endurhlaða Þuríðarbúð, en hún var að hruni komin, þó ekki séu nema 20 ár síðan hún síðast var endurreist. Þá em fiskverkunarfyrirtæki stað- arins komin í gang aftur en einkum eitt þeirra, Eyrarfiskur, sem er harð- Unnið að endurhleðslu Þuriðarbúðar á Stokkseyri. DV-myndir Ingi Ungviðið sópaði upp sandi og ýmsum óþverra, sem barst á land í flóðinu. DV-mynd Ingi fiskverkun og frystir jafnframt fisk fyrir innanlandsmarkað, fór mjög illa í flóðinu. Hófst vinna þar ekki aftur fyrr en eftir páska. Þó hefði verið hægt að byrja hálfum mánuði fyrr ef fiskverð á innanlandsmarkaði hefði verið lægra. Að sögn forstjóra Eyrarfisks, Jóns Haraldssonar, var fiskverð svo hátt í aprílbyrjun að ekki hefði verið vegur að vinna hann í neytendaumbúöir á innanlands- markað. Heföi kílóið af ýsuflökum til neytenda farið yfir verð á lambakjöti á lágmarksverði hefði vinnslan átt að standa undir sér. Má þá nærri geta að harðfiskkílóið hefði stigiö ahmikið í veröi og finnst þó ýmsum sú kostafæða nógu dýr nú þegar. Má þetta kahast merkilegt á sama tíma og Vestmannaeyingar telja sig ekki geta losnað við hráefni á „viðun- andi verði“. Guöbjörg Birgisdóttir fer mjúkum höndum um haröfisk frá Eyrarbakka. DV-mynd Ingi Verðkönnun: Verulegur verðmunur á plöntum Verulegur verðmunur er á fjöl- ærum blómum milh gróðrar- stöðva. Getur verðmunurinn numið frá 60% til 100%. Þetta eru meðal aimars niðurstöður Verð- lagsstofnunar úr könnun sem gerð var á blómum og runnum. Könnunin var gerö þann 25. maí sl. og náði til 17 gróðrar- stöðva á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Kom í ljós að verð á suraarblómum er 45 til 50 krón- ur hjá öllum gróðrarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu en í Hvera- gerði kosta sumarblómin frá 38 til44krónur. Töluverður verðmunur er einnig á þeim tegundum garö- tijáa sem könnuð voru en í könn- uninni voru garðtré þær plöntur sem teknar eru beint úr beði eða seldar í pottum. Trjáplöntur með hnaus eru í flestum tilvikum mun dýrari og var verð á hnausplönt- um ekki tekið með í könnun Verölagsstofnunar. Þar sem verðmunur er í sumum tilvikum allverulegur er ráölegt fyrir kaupendur að gera verð- samanburð áöur en keypt er. -GHK Akranes: Sveiflur í vatnsmagni Síguiöur Sverrissan, DV, Akranesi; Hugmyndir eru nú uppi á Akra- nesi um að setja upp stóran miðl- unartank f gamla bænum tíi þess að bæta úr skorti á köldu vatni og miklum sveiflum á vatns- magni. Þetta ástand hefur varaö í lang- an tíma og hefur ríkt mikil óán- ægja á meðal íbúa gamla bæjar- ins vegna þessa. Algengt hefur vqjiö að fólk hafi orðiö að sæta lagi við fataþvott og bööun vegna þess hversu mikið vatn fiskverk- unarstöðvarnar, sem eru í eldri hluta bæjarins, nota við vinnsl- una. Að sögn Daníels Ámasonar bæjartæknifræðings er verið aö skoða þami möguleika að setja upp 1000 tonna tank til þess að reyna að laga þetta. Sagðist hann telja aö miðlunartankur gæti lag- að ástandið verulega frá því sem nú er. Hætt er þó viö að íbúar gamla bæjarins verði að hafa biðlund a.m.k. út þetta ár því fé til kaupa á miðlunartánki er ekki að finna á íjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar i ár. Meirihlutar á Egilsstöð- um og í Njarðvík Framsóknarmenn og óháðir hafa myndað meirihluta í bæjar- stjórn Egilsstaða. Sveinn Þórar- insson Framsóknarflokki verður forseti bæjarsfjórnar og Ásta Sigfúsdóttir frá óháðum formaö- ur bæjarráðs. í Njarðvík hafa sjálfstæðis- menn og félagshyggjufólk mynd- að meirihluta. Ingólfur Báröar- son, Sjálfstæðisflokki, verður for- seti bæjarstjómar í þijú ár og Sólveig Þórðardóttir, Saratökum félagshyggjufólks, í eitt ár. Staöa bæjarstjóra verður auglýst. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.