Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Side 9
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990.
9
Reykjavík fyrr og nú
Umsjón;
Kjartan Gunnar
Kjartansson
m
v
íslensku, var áhugasamur um ís-
lensk málefni og vinsamlegur ís-
lendingum enda var hann einkar
vinsæll hér á landi.
Meö konungi hingaö til lands
kom sonur hans Haraldur prins,
J.C. Christensen, forsætisráðherra
Danmerkur, og fjörutíu danskir
ríkisþingmenn. í Reykjavík stopp-
aöi Friörik VIII. í tíu daga og fór
þá m.a. ríðandi austur á Þingvöll,
aö Gullfossi og Geysi og austur aö
Þjórsárbrú. Síðan hélt skip hans
vestur og noröur um land þar sem
hann heimsótti ísafjörð, Akureyri
og Seyöisfjörö.
Kóngur fékk hið besta veður all-
an tímann og var hæstánægöur
með ferðina. Lét hann svo ummælt
aö allir konungar og keisarar Evr-
ópu myndu öfunda sig af þessari
for ef þeir gætu gert sér hugmynd
um hvernig hún heföi verið. Fyrir
sjálfstæöisbaráttu íslendinga skipti
þó mestu að við komuna hingað
skipaði Friörik VIII. sambands-
laganefndina frægu.
Thomsenshús
Skreytta húsiö vinstra megin er
Thomsenshús, lengst af tahö til
Hafnarstrætis númer 20. Þaö var
upphaflega tvö hús og á sér langa
og flókna byggingasögu sem nær
allt aftur til aldamótanna 1800 er
Bjarni riddari Sívertsen reisti þar
vörugeymsluhús. Það hús keypti
Ditlev Thomsens árið 1837 og
byggöi síðan íbúðarhús á lóðinni
1844. Thomsenshús komst svo í sitt
endanlega form áriö 1889 er húsin
voru sambyggð og bætt ofan á þau
andi. Hann stóð lengi í málaferlum
varðandi laxakistur sínar i Elliða-
ánum en sem eigandur Ártúns áttu
þeir Thomsensfeögar veiðiréttinn í
ánum. Flutti hann til Kaupmanna-
hafnar 1872 og lést þar 1899 en var
jarðaður hér í Reykjavík sam-
kvæmt eigin ósk.
Ditlev Thomsens yngri tók nú við
Thomsens Magasíni og í hans tíð
var Thomsens Magasín langum-
fangsmesta verslunin í Reykjavík
þar sem um þrjátíu manns höfðu
fasta vinnu. Versluninni var þá
skipt í tuttugu sérverslanir af ýmsu
tagi auk þess Thomsens starfrækti
vindlaverksmiðju, brjóstsykurs-
verksmiðju, gosdrykkjaverk-
smiðju og sláturhús.
Skáldsagnahöfundurinn Jón
Trausti orti mikla drápu um
Thomsens Magasín í tilefni af
skemmtidegi fyrirtækisins árið
1902 og má þar fá nokkra lýsingu
á deildum fyrirtækisins. Það er tii
marks um veldi Thomsens á þess-
um árum, að þá var Lækjartorg
gjarnan nefnt Thomsenstorg. Árið
1916 lagði Ditlev yngri niður versl-
un sína í Reykjavík, seldi eigur sín-
ar hér og flutti af landi brott.
Þessar myndir eru teknar af
Stjórnarráðsblettinum norður yfir
nyrsta hluta Lækjartorgs og er
gamla myndin af húsum Thomsens
verslunar við Hafnarstræti.
Húsið til vinstri á gömlu mynd-
inni var íbúðarhús þeirra Thoms-
enskaupmanna meðan þeir bjuggu
hér og aðalbygging verslunarinn-
ar. Húsið er skreytt og fánum prýtt
á gömlu myndinni af tilefni kon-
ungskomunar 1907.
Konungs-
heimsóknin 1907
Konungsheimsókn Friðriks VIII.
til íslands árið 1907 var lengi í
minnum höfð og þótti takast með
ágætum. Friðrik VIII. hafði tekið
við ríki eftir lát fóður síns árið áð-
ur. Hann kunni nokkuð fyrir sér í
einni hæð en þá var Thomsens hús
með reisulegri húsum í bænum.
Thomsensfeðgar
Þeir Thomsensfeðgar versluðu í
Reykjavík í tæp áttatíu ár þar sem
sonur tók við af fóður í þrjár kyn-
slóðir. Ditlev Thomsens eldri bjó í
húsinu til æviloka en hann fórst
með póstskipinu Sölöven undan
Snæfellsnesi ásamt þremur öðrum
Reykjavíkurkaupmönnum árið
1857.
Sonur hans, H.Th.A. Thomsens,
tók þá við versluninni og jók nokk-
uð umsvif hennar. H.Th.A. Thoms-
ens var fæddur hér á landi og tal-
aði og skrifaði íslensku reiprenn-
Thomsensbrunnur
og Lækurinn
Lengst til vinstri á gömlu mynd-
inn má sjá Thomsensbrunn og neð-
arlega skáhallt yfir myndina sér á
hlaðinn vestari kant Lækjarins.
Lækurinn var lagður í stokk undir
Lækjargötu árið 1911. Nú hafa
komið upp hugmyndir um að grafa
Lækinn aftur upp og ættu menn
að getaö glöggvað sig á því á göml-
um myndum hvort slik breyting
yrði til prýði fyrir miðbæinn.
Hótel Hekla
Guðmundur Eiríksson umboðs-
sali keypti nú húsið og síðan Guð-
mundur Kr. Guðmundsson sem
þar stofnaði og rak Hótel Heklu.
Hótel Hekla var aldrei í hópi fág-
aðri veitingastaða bæjarins og þótti
reyndar ýmsum nóg um skemm-
tannahaldið á þeim bænum, eink-
um eftir að herinn og ástandsmáiin
komu til sögunnar. Reykjavíkur-
bær keypti húsið árið 1943 og hafði
þar m.a. framfærsluskrifstofuna
auk þess sem SVR hafði þar bæki-
stöð. Húsið var svo rifið árið 1961.
CDMBhCAMP
COMBI CAIVIP er traustur og
góður félagi í ferðalagið. Léttur í
drætti og auðveldur í notkun.
Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda.
COMBI CAMP er hlýr og
þægilegur með fast gólf í svefn og
iverurými.
COMBI CAMP er á
sterkbyggðum galvaniseruðum
undirvagni, sérhönnuðum fyrir
íslenskar aðstæður, á fjöðrum,
dempurum og 10” hjólbörðum.
COMBhCAMP
COMBI CAMP er einn mest
seldi tjaldvagninn á íslandi
undanfariri ár og á hann fæst
úrval aukahluta.
COMBI CAMP er til sýnis í
sýningarsal okkar og til
afgreiðslu strax.
L?
TÍTANhf
LAGMULA 7
SÍMI 84077