Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Page 10
10 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. „Eruð þið frá Dagblaðinu-Vísi? Helgarblaðinu? Guð minn góður. En það er nyög gott að segja frá afmælinu okkar,“ segir Reynir Pét- ur Ingvarsson, heimilismaður að Sólheimum í Grímsnesi, þegar helgarblaðið heimsótti íbúana í góðviðrinu á dögunum. Hann var í óða önn að blanda lífræna áburð- inn sem ætlaður er á gróðurinn og eiginlega vorum við bara aö trufla. „Ég blanda þetta allt í vélinni hérna og það er töluvert nákvæmn- isverk enda er ekki hverjum sem er hleypt í hana,“ segir Reynir Pét- ur og hlær óskaplega. „Strax á vor- in er öllum vinnustofunum lokað og við vinnum bara hér úti við garðyrkju en á veturna vinnum við að kertagerð, vefnaði og fieira.“ Reynir Pétur, sem varð lands- frægur þegar hann gekk hringveg- inn til styrktar íþróttaieikhúsinu á staðnum, var fjögurra ára þegar hann fluttist aö Sólheimum og hef- ur nú búið þar í 37 ár. Lúpínurnar prýða „Það er alltaf fallegt héma. Lúp- ínumar prýða svo mikið. Þetta er min uppáhaldsplanta og ég sé fyrir breiður í fánalitunum, bláu, rauðu og hvítu,“ segir Reynir Pétur. Og það em orð að sönnu því bláar lúp- ínubreiður bjóða gesti velkomna að Sólheimum á sinn sérstaka hátí. íþróttaleikhúsið er nánast full- búið en frágangi á anddyri er ný- lokið. Þar fara fram íþróttaæfmgar og samkomur, að ógleymdum leik- sýningunum. Á dögunum var leik- ritið Stígvélaði kötturinn fmmsýnt og gefst almenningi kostur á að sjá sýninguna nú um helgina en vist- heimilið verður opið öllum í tilefni sextugsafmælisins. Að sögn Þór- unnar Sigurðardóttur, leiðsögu- manns okkar um Sólheima, er hljómburður mjög góður ög sækj- ast kórar eftir því að halda söng- skemmtanir í húsinu. í íþróttaleikhúsinu er löggiltur bocciavöllur og þar eru haldin mót þar sem vistmenn og starfsmenn keppa sín á milli og hafa vistmenn- imir alltaf betur, sagði Þórunn. Búskapur í blóma Mikið ræktunarstarf er unnið að Sólheimum. Grænmeti fer að mestu til heimilisnota en það sem er umfram er selt í Hagkaupi í Reykjavík. Blómarækt er líka núk- 0 og er töluvert af blómum selt til að afla tekna. Eins og áður sagði vinna vistmenn eingöngu við garð- yrkju yfir sumartímann. Ekki er annað að sjá en garðyrkjan gangi vel og eru í beðum allar algengar grænmetistegundir en í gróður- húsunum eru ræktaðar agúrkur og paprikur. Öll ræktun að Sól- heimum er lífræn en það þýðir að aðeins er notaöur náttúrlegur áburður, einmitt sá sem Reynir Pétur sér um að blanda. Sextán kálfar og fjórir hestar Sá sem búið hefur lengst að Sól- heimum er Gunnar Kárason en hann fluttist þangað fyrir 53 árum, þá sex ára gamall. Gunnar er frá Klúku í Eyjafirði og trúr uppruna sínum er búskapurinn hans aðal- starf. Hann lætur ekki vel af veður- blíðunni síðustu daga því þurrkur- inn ætlar að reynast gróðrinum skaðlegur. „Áburðurinn kemur ekki að neinu gagni því hann er óbráðinn á túninu. Ég er þó búinn aö slá smávegis en ef hann ekki rignir fljótlega lítur þetta illa út og tún liggja undir skemmdum," segir Gunnar. „Þessum sextán kálfum mínum og flórum hestum veitir ekki af öllu því heyi sem fæst.“ Búskapurinn hjá Gunnari er aö mestu vélvæddur, ólíkt því sem hann segist hafa vanist í sinni heimasveit fyrir fimmtíu árum. „Það munar miklu að hafa vélam- ar en þó þarf að fara að endurnýja flest tækin því þau eru orðin gömul og úr sér gengin,“ segir hann. Hann nýtur aðstoðar annarra heimil- ismanna þegar mest er að gera í heyskapnum en að öðru leyti er hann einn að sinna bústofninum. Reynir Pétur sér um að blanda Iffræna áburðinn sem Sólheimaheimilið notar. DV-myndir Brynjar Gauti Sóiheimar í Grímsnesi 60 ára: Sjáum fyrir okkur lúpínubreiðiu' í fánalitunum Sólheimar i Grímsnesi þar sem lúpínan breiðir úr sér og setur sterkan svip á umhverfið. Gunnar Kárason er bóndinn að Sólheimum og i hans umsjá eru sextán kálfar og fjórir hestar. Listmunir í Ömmuhúsi Þrátt fyrir mikla vinnu við bú- störfm situr Gunnar ekki auöum höndum í frítíma sínum. Hann saumar út, saumar á saumavél eða pijónar, allt eftir því hvað verkast vill. „Mér er ómögulegt að sitja bara og gera ekki neitt,“ segir hann. Utsaumurinn er hans eigin uppfmning og mynstrið teiknar hann sjálfur. Það má glöggt sjá að hann hefur bæði tök á nálinni og penslinum. Mununum sínum hefur Gunnar safnað saman og geymir þá í svo- kölluðu „Ömmuhúsi" því hann vill bæði varðveita húsið og munina. Ömmuhús er kennt við móður Sesselju en hún bjó í þessu htla húsi. Til skamms tíma bjó Gunnar í húsinu en hefur nú flutt í nýrra og rýmra húsnæði. Það er auðheyrt á Gunnari að honum þykir vænt um þetta hús og sögu þess. Húsið er agnarlítið og lágt undir loft en þama sýnir Gunnar listmunina sína sem hann hefur imniö að í gegnum árin. Gunnar segir að Sólheimar hafi mikið breyst mikiö frá því hann kom þangað fyrst. „En starfsemin hefur ekki breyst því frá upphafi hefur verið unnið í anda Sesselju," segir hann og á þar við stofnanda Sólheima, Sesselju H. Sigmunds- dóttur, sem fyrir sextíu árum lagði grunninn aö þeirri starfsemi sem þama fer fram. „Hún var oft gagn- rýnd en hún stóö þaö allt af sér enda var hún afar dugleg.“ Starfsemin er rekin eftir andro- possophiskum kenningum úr skóla Rudolfs Steiner. Húsakynni Sól- heima bera þessum kenningum vitni í úthti innan og utan. „Sess- elja kom með þessa kunnáttu frá Þýskalandi og hafa fleiri tekið þetta upp,“ segir Gunnar. „Alltaf síðan hefur verið byggt í þessum stíl eins og sjá má á íþróttaleikhúsinu." Allir hjálpast að Gunnar tók fyrstu skóflustung- una að íþróttaleikhúsinu á sínum tíma. „Hérna var fullt af fólki þegar ég tók fyrstu skóflustunguna og vélgrafan beiö fyrir aftan mig til að klára grunninn enda mátti eng- inn byrja fyrr en ég hafði klárað,“ segir hann. „Reynir Pétur sá svo um að klára þetta með því að ganga í kringum landið." Sólheimar i Grímsnesi hafa notið íjárstuðnings ýmissa aðila hin síð- ustu ár. í þrjátíu ár hefur Lions- klúbburinn Ægir haft það aö meg- inverkefni að styrkja heimilið, „Svo hjálpum við til sem búum hér. Við þekkjum svo marga sem vilja okkur vel og þegar við sjálf vinnum að þessu er það enn betra,“ segir Gunnar Kárason, bóndinn að Sólheimum í Grímsnesi. -JJ Gunnar situr aldrei auðum hönd- um og saumar og byggir í frítima sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.