Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Page 16
16
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990.
Skák
Bandaríski stórmeistarinn Yass-
er Seirawan hlýtur aö vera til alls
líklegur á miliisvæöamótinu sem
nú stendur yfir í Baguio á Filipps-
eyjum, ef marka má árangur hans
fyrr á árinu. Hann varö einn hinna
tíu heppnu sem deildu sigrinum á
Búnaðarbankamótinu í Reykjavík
í mars og í Moskvu tryggði hann
sér farseðil í heimsbikarkeppnina.
Mesta eftirtekt vekur þó frammi-
staða hans á alþjóðamótinu í Han-
inge í maí þar sem hann sigraði
glæsilega fyrir ofan marga þekkta
meistara, þeirra á meðal sjálfan
Anatoly Karpov.
Þótt Seirawan megi telja snjall-
asta skákmeistara Bandaríkja-
manna, aö Bobby Fischer frátöld-
um, er árangur hans í Haninge,
sem er rétt utan við Stokkhólm, sá
langbesti á keppnisferli hans fram
aö þessu. Hann lagði homstein aö
sigrinum með því að vinna fjórar
fyrstu skákimar! í 2. umferð varð
Karpov að lýsa sig sigraðan eftir
skemmtilegar sviptingar. „Ég yfir-
spilaði hann í byrjuninni og hann
átti aðeins eina mínútu eftir tii að
leika sextán leiki. En þá fór ég aö
tefla fila og þegar hann féll á tíma
átti hann góða jafnteflismögu-
leika,“ sagði Seirawan um skákina.
Seirawan hlaut 8,5 v. af 11 mögu-
legum sem er hátt vinningshlutfall
í svo sterku móti. Hann vann sex
skákir og gerði fimm jafntefli. Samt
var fyrsta sætið ekki gulltryggt.
Eistlendingurinn Jaan Ehlvest gat
komist upp að hlið hans með því
að vinna Svíann Hellers í síðustu
umferð en tapaði skákinni og defidi
þar með 2.-3. sæti með Karpov.
Þetta er annað mótið í ár þar sem
Karpov nær ekki að sigra. Fyrra
mótið er Reggio Emfiia á Ítalíu í
janúar þar sem Ehlvest sigraði og
Ivantsjúk varð í 2. sæti - Karpov
þriðji.
drottningakaup í 5. leik! Flækjurn-
ar vom miklar og skal engan undra
þótt Karpov færi fijálslega með
umhugsunartíma sinn. En hann er
háll sem áll í hraðskákinni og er
hann féll á tíma átti hann jafnteflis-
von. Sjálfur sagði hann að skákin
„væri jafntefli" en líklega er það
fulldjúpt í árinni tekið.
Hvítt: Yasser Seirawan
Svart: Anatoly Karpov
Enskur leikur
1. c4 e5 2. g3 g6 3. d4 d6 4. dxe5
dxe5 5. Dxd8+ Kxd8 6. Rc3 c6 7. f4!?
Be6
Eftir 7. - exf4 8. Bxf4 hefur hvítur
komið mönnum sínum fyrr á fram-
færi og á hættulegt frumkvæöi í
skiptum fyrir eilítið tætta peða-
stöðu. Leikur Karpovs er heldur
ekki hættulaus:
8. Rf3! Bxc4 9. Bh3!?
Hugmyndin var ekki 9. Rxe5 Be6
er svartur hefur traust tafl. Nú
hótar hvítur illilega 10. Rxe5, eða
10. Re5 eftir atvikum. Til greina
kemur 9. - Bg7 en Karpov velur
hraustiegri leið.
9. - f5!? 10. b3 Bb4 11. Bb2 Bd5
Ef nú 12. 0-0-0 Bxc3 13. Bxc3 Ke7
14. Bxe5 Rf6 nær svartur að halda
í horfinu. En líklega hefur Karpov
vanmetið næsta leik hvíts.
12. e4! fxe4 13. 0-0-0 Bxc3 14. Bxc3
exf3
Karpov treystir ekki stöðunni nú
eftir 14. - Ke7 15. Rxe5 Rf6, þar eð
skálína hvítreitabiskups hvíts hef-
úr opnast og hann á ýmsa sóknar-
möguleika. I stað þessa tekur hann
þann kostinn að fóma skiptamun
en vinningsfærin eru hvíts megin.
15. Bxe5 Rd7 16. Bxh8 Re7 17. Hhfl
Rf5 18. Bd4 h5 19. g4 hxg4 20. Bxg4
Rh4 21. Bf2 Rf5 22. Bgl Rh4 23. h3
Kc7 24. Bh2 Rf6 25. f5+ Kb6 26. fxg6
Rxg4 27. hxg4 Hg8 28. Hd4 a5 29. g5
Rxg6 30. Kd2 Hf8 31. Bgl Ka6 32. Bf2
Hf5 33. Hg4 Re5 34. Hg3 Rg6 35. Hhl
He5 36. Hel
ÉMtk. _____ ÍÉl IB
Yasser Seirawan, sem teflir nú á millisvæðamótinu í Baguio, hefur náð frábærum árangri að undanförnu og
átti sitt besta mót í langan tíma í Haninge á dögunum.
Karpov í Haninge
Seirawan skákaði
- annað mótið í ár þar sem Karpov nær ekki sigri
Þessi varð lokastaðan í Haninge:
1. Seirawan, 8,5 v.
2. -3. Karpov og Ehlvest, 7,5 v.
4. Polugajevsky, 6,5 v.
5. Andersson, 6 v.
6. Sax, 5,5 v.
7. -9. Hellers, Hector og Karlsson,
4,5 v.
10. Van der Wiel, 4 v.
11. -12. Ftacnik og Wojtkiewicz, 3,5
v.
Strax í fyrstu umferð fékk
Seirawan byr í seglin er hann vann
Ftacnik, sigurvegarann frá Han-
inge í fyrra. Seirawan virtist rata
í ógöngur en staða hans hékk sam-
an og er Ftacnik lék síðan „sakleys-
islegan" hróksleik sá Seirawan sér
leik á borði og vann peð með smá-
fléttu. Skákin varð síðan hans eftir
frekari ónákvæmni af hálfu Ftac-
niks sem náði sér aldrei á strik á
mótinu.
Hvítt: Lubomir Ftacnik
Svart: Yasser Seirawan
Drottningarbragð
1. Rf3 d5 2. d4 c5 3. dxc5 e6 4. e4
Bxc5 5. Rc3 Re7 6. Bb5+ Rbc6 7. 0-0
0-0 8. exd5 exd5 9. Bg5 h6 10. Bh4
a6 11. Bxc6 bxc6 12. Ra4 Ba7 13. c4
f614. cxd5 cxd5 15. Bg3 Rf5 16. Bc7!?
Dd7
Vitaskuld strandar 16. - Dxc7 á
17. Dxd5+ og drottningarhrókur-
inn er í uppnámi. Svartur virðist
nú eiga við ramman reip að draga
en að betur athuguðu máh kemur
í ljós að staða hans hangir saman.
T.d. getur hann svarað 17. Rb6 með
17. - Dxc7! 18. Dxd5+ (ef 18. Rxa8
Dc6 og riddarinn fellur) Df7 19.
'Dxf7 + Hxf7 20. Rxa8 Bb7 og riddar-
inn sleppur ekki úr hominu. Næsti
leikur hvíts er hins vegar beinn
afleikur.
17. Hcl?
Skák
Jón L. Árnason
s Á. É. s# A
Á k %
&
A L & A &
ABCDEFGH
17. - Re3!
Eins og þruma úr heiðskíru lofti!
Hvitur verður að þiggja fómina.
18. fee3 Bxe3 + 19. Khl Bxcl 20. Rb6
í ljós kemur að 20. Dxcl er ein-
faldlega svarað með 20. - Dxa4 og
svartur vinnur lið.
20. - Dxc7 21. Rxa8
Eða 21. Dxd5+ Df7 og svartur
verður peði yfir í endatafli eða fær
vinningsstöðu eftir 22. Dxa8? Bb7
23. Da7 Be3 o.s.frv.
21. - Dc6 22. Dxcl Dxa8 23. Rd4 He8
24. Dc5
Þótt svartur eigi nú peði meira
gefa ítök hvits á svörtu reitunum
tfiefni tfi að ætla að hann veiti
harðvítuga mótspymu. En nú er
tímahrakið komið til skjalanna og
allt fer í handaskolum.
24. - Db7 25. b3 Kh8 26. h3 Df7 27.
Kh2 Dh5 28. Dc3 Bd7 29. Hel He5!
30. Rf3? Hxel 31. Dxel Bxh3! 32. Rd4
Bxg2 +!
Og hvítur gafst upp.
Lítum loks á skák Seirawans og
Karpovs sem tók snemma
skemmttiega stefnu, þrátt fyrir
Karpov féll á tíma í þessari stöðu,
um leið og hann lék 36. - Hf5. Eftir
skákina sagði hann stööuna vera
jafntefli en 37. He8 b6 38. Hb8 c5 39.
Hd8 með hugmyndinni Hd6-f6
virðist þó gefa hvítum vinnings-
möguleika.
-JLÁ