Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR’ 14.JÚLÍ 1990.
Vísnaþáttur
Og ennþá er Batseba
elskuð sem fyr
„Ástin er eins og kvikasilfur, sem
liggur kyrrt í lófanum, nema mað-
ur reyni að grípa fast um það, þá
smýgur það út á milli fingranna."
Þessi er skilgreining bandarísku
skáldkonunnar Dorothy Parker á
ástinni og þeir sem hafa atvinnu
af að skrifa um flest mannleg'fyrir-
bæri, og þá ekki síst ástina, ættu
að vita þetta öðrum betur. Franska
ljóðskáldið Antoine Bret, sem uppi
var á 18. öld, taldi fyrsta andvarp
ástarinnar vera síðasta andvarp
skynseminnar. En hvert var - og
er - viðhorf íslendinga til fyrirbær-
isins?
Björn Friðriksson frá Bergsstöð-
um á Vatnsnesi:
Ástin herjar huga og mál,
hér þótt veijast reyni.
Þráin erjar anda og sál,
ískrar í hverju beini.
Einhveiju sinni varð maður
nokkur ástfanginn af stúlku sem
Erla hét en gárungarnir sögðu
hann skorta hugrekki til að biðja
hennar. Þá var ort fyrir hans hönd:
Ást mín er eins og perla
innan í lokaðri skel.
Erla, hjartans Erla,
þú athugar málið vel.
En viðhorf skáldsins á Hofi á
Kjalamesi, Hjálmars Þorsteinsson-
ar, er kannski ekki alveg í sam-
ræmi viö hið algenga í þessum efn-
um. Hann kvað:
Sé þér ástin ekki neitt
ertu minni en hálfur.
Sælla er að unna öðrum heitt
en elskaður vera sjálfur.
Þó fjarlægðin geri fjöllin blá og
ástina að líkindum heitari tekur
aðskilnaðurinn á taugarnar. Þór-
arinn Bjamason, járnsmiður í
Reykjavík, orti:
Lífs ágæti er ljúfust mey,
lyndis mætin skína.
Hjá þér sæti hafa ei
heftir kæti mína.
Og einhver ónefndur höfundur
tekur undir:
Harmi lostið hjarta er,
héðan spor þín lágu.
Stari ég einn á eftir þér
yfir fjöllin háu.
Og jafnvel sólin sjálf, aflgjafi alls
lífs, verður að láta í minni pokann
þegar konan er annars vegar. Helgi
Sveinsson, prestur í Hveragerði:
Skarti búna sól ég sá
sindra um tún og voga.
Þó er hún sem þoka hjá
þínum brúnaloga.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Jósep Húnflörð skilgreinir áhrif-
in þannig.
Mörgu illu orka mót,
unaðs fyllir strauma,
kvennahylli og kærleikshót,
kossar milli drauma.
Því hefur verið haldiö fram að
konur töluðu stundum meira en
góðu hófi gegndi, samanber mann-
inn sem sagði konuna sína hafa
slæman málgalla, hún þyrfti að
þagna öðru hvoru til að draga and-
ann. En stundum segja augun allt.
Einar Friðgeirsson, prestur á Borg
á Mýrum:
Þó hún reyni að þegja um allt
þá er hún skýr í svörum
því augun tala einkum snjallt,
er orðin deyja á vörum.
Að ósk kvenna orti Jón Þor-
steinsson á Amarvatni eftirfarandi
vísu sem þeim fannst í fyrstu góð
en vafasöm eftir nánari athugun:
Til þess sem er minnimáttar
mannkærleikans þel ég ber.
Það er einkum þegar náttar
að þetta vakir fyrir mér.
Grímur Ebenezersson frá Hlíð á
Vantsnesi lét árið 1912 aðeins tví-
tugur að aldri. Þótti hann snjall
hagyrðingur. Eitt sinn var hann á
ferð í vondu veðri en hafði um svip-
að leyti fregnað trúlofun ungrar
stúlku sem Lára hét. Þá kvað hann:
Þó að Kári klóri mér
kunna þau sár að gróa.
En ef Lára lofuö er
læt ég tárin flóa.
Ekki er fráleitt að hugsa sér að
svipaðar kenndir hafi bært í brjósti
þess sem gerði eftirfarandi stöku:
Gekk ég ungur grýttan veg,
af glöpum þungum vola.
En Önnu í Tungu elska ég
eins og lungun þola.
En Sigmundi Sigurðssyni, úr-
smið á Akureyri, hefur verið ljóst
að undirbúningurinn skipti megin-
máli í þessum efnum er hann kvað:
Út á hvikult ástasvið
ekki er gott að senda
þann sem engin þekkir mið
og þorir ekki að lenda.
Einar Árnason, bóndi í Landa-
mótsseh í Ljósavatnshreppi, orti til
konu sinnar.
Ást mín hefur aldrei kunnaö
eigra þar og hér.
Konu hef ég aldrei unnað
annarri en þér.
Knútur Þorsteinsson, kennari frá
Úlfsstöðum í Loðmundarfiröi, á
lokaorðin að þessu sinni:
í syndugri veröld er stöðugur
. styr
um stjórnarfar, auðmagn og
lendur.
Og ennþá er Batseba elskuð sem
fyr
og Úría í hættuna sendur.
AMSTERDAM
HLIÐID
AD EVRÓPU
Raunar má segjá að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið
með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum suður um alla
álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndunu A mörgum
þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld.
Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn.
Lágmúla 7, síml 91-84477.
Flugstöð Lelfs Eirikssonar, sími 92-50300.