Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Page 12
12 LAUGARDAGUR 14. «JÚLÍ 1990. Hringborðsumræður DV um stöðu ,, atvinnumennsku'' á íslandi: Knattspymumenn búa við mismunandi kjör - áhugamannareglur í endurskoðun og fyrirtæki auka hlutdeild sína Gæði knattspyrnu þarf að bæta á íslandi, keppnistímbabilið þarf að vera lengra og samningum við leik- menn þarf að koma í fastari skorður. Ljóst er að félög eru farin að bítast um leikmenn. Þeir sem leika knatt- spymu í 1. deild búa við venilega misjöfn kjör, bæði í liðum innbyrðis og á milli félaga. Viðhorfsbreytingar hafa orðið innan KSÍ og þegar hefur verið samþykkt að endurskoða áhugamannareglur. Þetta kemur meðal annars fram í hringborðsumræöum sem DV efndi til vegna kaupa og kjara knatt- spymumanna á íslandi. Þeir sem tóku þátt í umræðunum vom Eyjólf- ur Bergþórsson, formaöur meistara- flokksráðs Fram, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Guömundur Kjart- ansson, stjómarmaöur úr Val, Há- kon Gunnarsson, úr milliþinganefnd KSÍ sem flallar um endurskoðun áhugamannareglna, og blaðamaður DV. Leikmenn ráðnir í vinnu Eggert: „Ég held aö knattspyma á íslandi geti ekki staðið undir at- vinnumennsku. Hins vegar getur vel veriö að liö hafi fengiö menn til starfa í sínum rööum. Valur hefur íþrótta- skóla, sumarbúðir i borg, og þar starfa menn sem leika i 1. deildar lið- inu. Siöan er ekki óalgengt aö menn hafl veriö ráönir þjálfarar jafnframt þvi aö þeir hafa spUaö meö liöunum. Þeir em ráönir i vinnu. Þetta er það eina sem ég þekki varöandi atvinnu- knattspymumennsku á íslandi." Guðmundur: „Þetta er ekki spurning um hvort við vlljum atvinnu- mennsku - heldur er þetta hreinlega ekki hægt. Til þess em delldirnar allt of fjárvana." Blaðamaöur: „En nú hafa fyrirtæki veriö nefnd sem eini raunhæfl mögu- leikinn til aö fjármagna atvinnu- mennsku - nokkuö sem flestir vita að er staöreynd aö vissu marki?“ Guðmundur: „Ég held að þeim sé þaö ljóst sem standa i betlistarfsem- inni aö þaö er stööugt erflðara að sækja á fyrirtæki i dag.“ Hákon: „Það varð eölisbreyting á samþykktum KSÍ á siðasta þingi. Þá var ákveðiö að mönnum skyldi heim- ilað að taka við afreksmannastyrkj- um og að áhugamannareglur yröu endurskoöaðar. Hreyflngin er nú til- búin til að gera breytingar. En ég held að háifatvinnumennska verði ekki hér í framtíöinni. Einhvers kon- ar umbunarkerfi verður þó aö skipu- leggja og leikmenn veröa að geta veriö hreyfanlegir á milli félaga. Þetta veröur eins og atvinnurekstur - og þá mun reyna á hvort félögin kunna fótum sínum forráð." Fjölskyldumenn þarf að aðstoða Eyjólfur: „Miðað viö það sem ég þekki eru beinir styrkir frá fyri'r- tækjum til leikmanna ekki fyrir hendi, Hins vegar er ljóst að til að geta haldiö fjölskyldumönnum hjá félögunum er ljóst að þeim verður að hjálpa til aö þeir sjái sér fært aö halda áfram - tiðarandinn er breytt- ur. Hjá Fram er meöalaldurinn 26 ár - flestir eru flölskyldumenn og þeir æfa i 24 klukkustundir á viku. Islensk knattspyma veröur aö hafa sína bestu menn. Auk þess er ljóst að atvinnuknattspymumenn, sem koma erlendis frá, verða að fá eitt- hvað greitt. Þær tölur sem hafa verið nefndar í íjölmiölum i því sambandi em þó út í hött.“ Blaöamaður: „Hvernig verður at- vinnumálum háttað i knattspym- unni i framtiöinni?" Hákon: „Viö, sem erum i breytinga- nefndinni, sem var skipuö á KSÍ þinginu, erum búnir að halda marga fundi og viöa að okkur gögnum er- lendis frá og leita fyrirmynda í Skandinavíu. Viö erum að skoða þessl mál út frá afreksmannastyrkj- um og félagaskiptum - bæöi innan- lands og utan.“ wté^Æ , JmB s t -rwt „Stjarnan hefur bita- staeðustu samningana gagnvart sínum leik- mönnum. Þar fá leik- menn þóknun eftlr ár- angrl og áhorfenda- fjölda. Aliir leikmenn eru tryggöir en þeir hafa Uka sínum skyldum að \ Gunnarsson. Guðmundur Kjartans- son telur rangt að ein- stakir lcikmenn, sem hafa leikið erlendis, fá greitt á meðan þeir sem hafa alist upp hjá félög- unum fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð. Eyjólfur: „Þetta tekur tíma að þróa.“ Eggert: „Fyrirtæki em ekki nægi- lega stór til aö standa undir atvinnu- knattspymu. Á Noröurlöndum þekkist að leikmenn eru ráönir hjá fyrirtækjum, fá vel greitt og einnig þann tíma sem þeir þurfa til að sinna knattspymunni. Hér á landi er nóg fyrir fyrirtæki aö hafa íþróttamenn á launum þó ekki sé veriö að umbuna líka á sérstakan hátt. Bestu mennim- ir, sem líka spila i landsliöi, eru til dæmis meira en aörir í burtu. í haust veröur leikur hér viö Frakkland og þaö veröur leikið viö Tékkóslóvakíu og Spán ytra - landsliösmennirnir verða meira eða minna i burtu í heil- an mánuð." Áhorfendum hefur fækkað Guömundur: „Ég er ekki á móti hugmyndum um atvinnufótbolta. En ég sé ekki hvernig deildimar eiga aö standa undir þessu. Til aö mynda hefur Valur verið með um 3-400 manns á leikjum i júní. En nú tíök- ast að veriö sé að borga sumum leik- mönnum og öömm ekki. Því veröur aö breyta. Hvemig á aö halda ungl- ingastarfl úti á meöan veriö er að greiöa leikmönnum? Þaö hlýtur að haldast i hendur hve mörgum áhorf- endum leikmenn skila inn á völlinn og hvort og hve mikiö þeir eiga aö fá greitt. Það er eðlileg staöreynd að áhorfendum hefur farið fækkandi síöan 1978 með tilkomu fleiri sjón- varpsstööva og annars sem nú er i boöi. Þess vegna átta ég mig ekki á hvemig á aö borga leikmönnum á þeim forsendum. í fyrsta kastinu flnnst mér líka ólíklegt aö fyrirtæki séu tilbúin til að leggja fjármunl i knattspymumenn," Eggert: „Þegar i dag er þaö á hreinu aö mörg fyrirtæki hafa leikmenn innan sinna vébanda og eru mjög frjálsleg við þá. En viö erum i litlu landi og veröum aö átta okkur á þvi aö fyrirtæki tengjast einnig hand- boltanum - öll iþróttahreyflngin hetjar á fyrirtækin. Hins vegar ber þess aö geta aö þau hafa styrkt knatt- Bpymuhreyfinguna mjög vel á und- anörnum árum." Eyjólfur: „Ég tek undlr þaö. En mér flnnst að fyrirtækin ættu að koma meira inn í þetta - knattspyman auglýsir fyrirtækin geysilega vel." Eggert; „Þaö sem á eftir að stuðla aö aultinni þótttöku fyrirtækja er aö mönnum er orðið það ijóst aö hér er ekki um ölmusu að ræöa. Stjómend- ur eru famir aö sjá að þeir fá það til baka sem þeir leggja í knattspyrn- una. Ég get nefnt dæmi um Sam- vinnuferðir/Landsýn og Hörpu sem hafa styrkt 1. deildina. Ég álít að á næsta ári komi fleiri fyrirtæki inn í myndina. Þetta er spor í rétta átt og er undir okkur sjálfum komiö.“ Tveir milljarðar til íþrótta- hreyfingarinnar Blaðamaður: „Myndi þaö styrkja 1. deild, hvað varðar knattspyrnu, ef peningar yrðu veittir meira til leikmanna?" Hákon: „Þaö verður að koma á ásætt- anlegum reglum varðandi fyrir- komulag á greiðslum í fótbolta hér á landi. En menn veröa aö kunna fót- um sínum forráð og taka ábyrgö á því sem þeir gera." Eggert: „Kostnaöur hefur stóraukist viö aö ráða góöa þjálfara til unglinga- starfs i félögum - allt niður í 7. flokk. Þessu má ekki gleyma og viö emm framarlega í Evrópu hvaö þetta snertir." Blaðamaöur: „Þaö hefur veriö sagt aö öll íþróttahreyfingin velti um tveimur milljöröum króna á ári. Er hægt aö réttlæta þetta peninga- streymi enn frekar meö tilliti til þess aö félagsskapur i íþróttum foröar ungu fólki frá vaxandi vimuefna- vanda?" Hákon: „Ég heyröi þessa tölu nefnda hjá forseta ÍSÍ. Ég álít að þessir ijár- munir nýtist samfélaginu vel. Hins vegar era of margar stofnanir innan íþróttahreyflngarinnar sem fara höndum um þessa peninga - i stað þess- að láta peningana renna beint til félaganna og einstakra deilda inn- an þeirra því þar nýtast íjármunirnlr best." Guömundur: „Ríkiö og borgin veita skammarlega lítiö fé til iþróttastarf- semi." Hákon: „i einu hverfl i Reykjavík hefur verið reist stór og griöarlega dýr félagsmiðstöö af borginni. Hún er nú nánast tóm á meöan nokkur hundruö metra í burtu er knatt- spymufélag starfandi meö hundruö unglinga á svæöinu." Guömundur: „Þetta er kjami máls- ins. Borgin dreiflr fjármagni i svona félagsmiöstöövar á meöan viö erum aö basla." Eggert: „Viö erum aö reka mikla æskulýðsstarfsemi og spurning hvort ekki eigi að veita meiri fjár- munum til íþróttafélaganna. Ég tel að íþróttahreyfingin hafi sannað sig. En þetta er auðvitað spurning um pólitík." Guðmundur: „Við höfum ekki nógu öflugan málsvara í borgarstjórn." Hákon: „Hlutverk íþróttafélaganna í samfélaginu er að aukast. Það vitum við allir. Þaö er bara að aörir geri sér grein fyrir því.“ Blaðamaður: „Segjum aö fjármagn sé fyrir hendi til einhvers konar at- vinnumennsku. En hvar á þá að draga mörkin þannig að örfáir leik- menn og fjölskyldur þeirra sitji ekki aö stómm hluta fjármagnsins." Guðmundur: „í þessu era þversagn- ir. Eins og Hákon segir er gildi íþróttafélaganna sífellt aö aukast. En á sama tíma er rekstrargrandvöllur þessara deilda ekkert annaö en enda- laust betl, dag eftir dag. Ég held aö menn innan Reykjavíkurborgar skilji ekki þaö gífurlega starf sem íþróttafélögin era að vinna." Eyjólfur: „Öll störf innan knatt- spymudeildar era unnin í sjálfboða- vinnu - óhemjumikilli. Þar borga menn meö sér. Knattspymuhreyf- ingin ber ægishjálm yflr aðrar grein- ar. í gegnum Framheimilið koma 500 manns á dag yflr sumariö." Það sem allirvita um en enginn. . . Bluðamoður: „Veröur hálfatvinnu- mennska, eöa atvinnumennska í íþróttum, hlunnindi og allt sem það nefnist, áfram eitthvaö sem allir vita af en enginn vill tjá sig um?“ Eyjólfur: „Það ér nú ekki mikiö um það sem þú talar um - þó i einhveij- um mæli sé. Mér flnnst bara að svona lagaö komi ekki neinum við - nema þeim sem sjá um þetta. Þarna munu framskógarlögmál og markaöur ráða ferðinni." Hákon: „Við erum svo aftarlega á merinni hvaö þetta snertir. Ég tel þó aö ýmislegt hafi breyst á síöustu misserum. En varðandl skattamál er það nokkuö sem er dálítiö erfltt að tala um." Eggert: „Það verður fróölegt aö sjá á næsta ársþlngi hvaö kemur út úr þvi nefndarstarfi sem á aö fjalla um samninga á milli leikmanna og fé- laga. Þar era hæfir menn aö starfa. Þetta mál á eftir aö þokast í rétta átt og þaö getur vel veriö aö einhvers konar samningum veröi komiö á - „Mlkllvægasterað knattspyrnan batni," segir Eyjólfur Bergþórs- son. Ef íþróttahreyfning- in verður skattlögð er eins gott að yflrvöld taki þetta yflr og borgi rán- dýrum sálfræðingum og félagsfræðingum fyrir að annaststarfió."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.