Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Síða 38
50 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. s Reykjavík fyrr og nú Fyrirhugað alþingis- hús við Bankastræti Á þessum slóðum, á horni Ing- ólfsstrætis og Bankastrætis, stóð til á sínum tíma að reisa alþingishús. Reyndar voru þær ráðageröir svo langt komnar að byijaö var að grafa grunninn fyrir húsinu en þá tók hinn danski yfirámiður húss- ins, F. Bald, í taumana og harðneit- aði þessu staðarvali. Nokkrar deilur höfðu verið uppi um staðarvalið. Þess má geta aö Grímur Thomsen vildi fá húsiö á Arnarhólinn þar sem nú er stytta Ingólfs Amarsonar en landshöfð- ingja þótti það alltof afskekkt. Sennilega eru ílestir sammála um það að Austurvöllurinn er mun heppilegri staður fyrir alþingishús. En það voru samt ekki skipulagsá- Ljósmyndasafn Reykjavíkur - mynd Magnús Ólafsson þess tíma mikilvægar heimildir en hann var prýðilegur málari. Fyrir ofan hús Bergs Thorbergs stóð tómthúsbýliö Garöshorn á fyrri hluta nítjándu aldar en þegar gamla myndin var tekin sem hér er birt var nýbúið að reisa þar verslunarhús Jóns Björnssonar bæjarfulltrúa. Þar var fyrst til húsa verslun Jóns Björnssonar & Co en síðan lengst af málningarvöru- verslunin Málarinn. Málarinn „Þér hafið gert hús fóður míns aö ræningjabæli," sagöi Jón Helga- son eitt sinn í hálfkæringi við Pétur Guðmundsson, eiganda Málarans, en þá var fyrirtækið starfrækt í gamla húsinu þar sem Jón hafði búið. Þegar Jón Björnsson lést, 1949, keypti Pétur hornhúsið og þar var Málarinn starfræktur frá Guðfræðingar og „ræn- ingjabæli" í Bankastræti >> i stæður sem réðu afstöðu yfirsmiðs- ins heldur neitaöi hann að reisa húsið í halla. Þá má geta þess að ræma’ niður með Bankastræti að sunnanverðu varð tilefni langdreginnar landa- merkjadeilu milli Arnarhóls og Reykjavíkur á árunum 1776-00. Hús Bergs Thorbergs Húsið lengst til vinstri á gömlu Ti myndinni var upphaflega höggvið til í Noregi og reist í Stykkishólmi en eigandi þess, Bergur Thorberg, þáverandi amtmaður og síðar landshöfðingi, lét taka húsiö niður og reisa það aftur á þessum stað er hann varð amtmaður í vestur- og suðuramtinum árið 1872. Síöar eignaöist húsiö Helgi Hálf- dánarson, prestaskólakennari og sálmaskáld. Helgi er langafi Sig- urðar Líndal lagaprófessors og Páls Líndal ráöuneytisstjóra sem er Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson flestum mönnum fróöari um sögu Reykjavíkur. Þá var Helgi afi nafna síns og yfirlæknis á Kleppi, foður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Jón Helgason biskup Eftir Helga bjó í húsinu sonur hans, Jón Helgason biskup, sem var mjög áhugasamur um bæjar- málefni Reykjavíkur. Einkum var honum hugleikið að fegra og prýða bæinn. Hann var manna fróðastur um sögu Reykjavikur og liggja eftir hann veigamiklar heimildir í þeim efnum, m.a. Árbækur Reykjavíkur 1786-1936. Þá eru vatnslitamyndir og olíumálverk Jóns frá Reykjavík 1951-1973 er fyrirtækiö flutti inn á Grensásveg þar sem það er enn starfrækt. Sá sem lengst starfaði við Málar- ann var Eggert Kristinsson, en hann var við fyrirtækið í fimmtíu ár, þar af framkvæmdastjóri í tutt- ugu og fimm ár. Það er vel þess virði að minnast á verslunarglugga Málarans, þann er snýr að Bankastrætinu, en á sjötta og sjöunda áratugnum dró sá gluggi oft að sér athygli veg- farenda vegna frumlegrar útstill- ingar. Glugginn var þá leigður fyr- irtækjum og stofnunum sem vekja vildu athygli á vöru sinni og þjón- ustu. Gamla bíó Gamla myndin var tekin árið 1925 en þá var Gamla bíó í byggingu eins og sjá má. Reykjavíkur Bio- grafteater var stofnað 1906 og starf- rækt í Fjalakettinum við Bröttu- götu. Eftir að Nýja bíó var stofnaö, sem starfrækt var á Hótel íslandi, festist nafnið Gamla bíó við sýning- arnar í Fjalakettinum. Það var svo eigandi Gamla bíós, Peter Petersen eða „Bíópetersen" sem lét byggja Gamla bíó við Ing- ólfsstræti sem þá varð stærsta sam- komuhús landsins. Nýtt hlutafélag, Gamla bíó hf„ keypti kvikmyndahúsið áriö 1939 og starfrækti það til ársins 1981 undir stjóm þeirra Hafliöa Hall- dórssonar, Garðars Þorsteinssonar og síðar Hilmars Garðars. Gamla bíó hefur ætíð þótt fágæt- ur hljómleikasalur enda var húsið helsta hljómleikahús Reykjavíkur fram undir miðja öldina. Þaö fór. því vel á því að íslenska óperan- eignaðist húsið 1981 og breytti því í óperuhús. DV-mynd Gunnar V. Andrésson iRAGERÐI Opið alla virka daga kl. 13-20, alla fridaga kl. 12-20. Það er alltaf þurrt h|á okkur þó aö rignl alla leiðlna. Fargið ekki gömlum ljósmyndum Þær geta haft ómetanlegt heimildargildi Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar ..- —- -...- -...- — -............. .. ............

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.