Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Síða 5
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990.
5
dv Viötalið
Kennsla og
búskapur
y /
Nafa; Kjartan H. Ágústsson
Staða; Framhaldsskólakcnnari
og bóndi
Aldur: S4 ára
Fyrir nokkrum dögum tók nýr
oddviti, Kjartan H. Ágústsson,
formlega við starfi í Skeiðahreppi
í Árnessýslu.
„Oddviti sér um ákveðna fram-
kvæmdahlið í hreppnum. Hann
kemur ýmsum málum áfram sem
hreppsnefnd hefur samþykkt auk
þess að vera gjaldkeri hreppsins.
Mér sýnist þetta vera heilmikið
starf en er ekki kominn nægilega
vei inn i það ennþá,“ sagði Kjart-
an. „Starfíö leggst þokkalega í
mig. Ég er ekki mikið farinn að
hugsa um hvað þarf aö gera og
hef lítið verið í hreppsmálmn.
Það var í fyrsta skipti i síðustu
kosningum sem ég var kosirrn í
hreppsnefad.“
Rabarbararækt
Kjartan er fæddur í Reykjavik
en uppalinn á Löngumýri á
Skeiðum. Þar hefur hann búið
alla sína tið. Stúdentsprófi lauk
hann frá Menntaskólanum á
Laugarvatni áriö 1975 og hóf þá
nám viö Háskóla íslands. „Ég er
með B A próf í islensku og tók líka
uppeldis- og kennslufræði. Frá
1981 hef ég kennt íslensku við
Fjölbrautaskóla Suöurlands.
Þegar á heildina er litið líka
mér kennslan vel. Stundum er
það erfitt því oft vantar áhuga
nemenda. Ég kem til meö að
minnka kennsluna eitthvað nú
þegar ég tek við oddvitastarfinu
þó ég hætti ekki alveg.“
Kjartan er bóndi þó hann vilji
ekki gera mikiö úr því. „Ég er
með nokkrar kindur og rækta
rabarbara.“ Á hverju ári selur
hann sjö til átta tonn af rabarbara
svo akurinn hlýtur aö vera nokk-
uð stór.
Búskapurinn sumarfrí
„Áhugamál mín tengjast störf-
unum. Ég hef engin öimur sér-
stök áhugamál.“ Félagsmáhn
hafa fengið sinn tíma. „I seinni
tíö hef ég gert óþarflega mikið að
því að vera 1 félagsmálum. Ég hef
starfað með Ungmennafélagi
Skeiðamanna en ætla að minnka
félagsstörfin nú þegar ég er orð-
inn oddviti.''
Kjartan kveðst hafa feröast lítið
um landið, aðeins þaö minnsta
sem hægt er að komst af meö. Til
útlanda hefur hann aldrei farið
og segir óvíst hvenær af því verði.
„Eg hef eiginlega aldrei tekið
sumarfrí og reikna ekki með
neinu fríi í sumar. Búskapurinn
er alltaf eins konar sumarfrí frá
kennsiunni."
Til stendur að byggja tvær
kaupleiguíbúðir í hreppnum og
segir Kjartan það vera næst á
dagskránni. „Svo eru skólinn og
félagsheimilið í hálfgerðri biö-
stöðu en það þarf að endur-
bæta,“ sagði hinn nýráðni oddviti
að lokum.
Kjartan er ókvæntur.
-hmó
Fréttir
Silfurstjaman:
Vantar um 30 milljónir
til að dæmið ganqi upp
Til þess að koma fiskeldisfyrirtæk-
inu Silfurstjörnunni á Kópaskeri í
fullan rekstur vantar um 30 milljónir
á þessu ári. Að sögn Bjöms Bene-
diktssonar stjómarformanns hefur
verið rætt um að auka hlutafé fyrir-
tækisins um 10 til 15 milljónir og
treysta síðan á að Byggðastofnun
láni það sem á vantar.
Silfurstjaman hefur ekki tryggt
fiskinn í stöðinni. Hún fær því ekki
bankalán. Aö sögn Björns hafa for-
svarsmenn Silfurstjömunnar ekki
viljað tryggja fiskinn þar sem þeir
sjái sér einfaldlega ekki hag í því.
Þeir þyrftu að tryggja allan fiskinn
en ljóst er að ef hann dræpist allur
myndi stöðin aldrei standa undir því
þrátt fyrir tryggingarnar. Þeir hafa
því vaíið þann kost að hafa tuttugu
og tjögurra stunda vakt í stöðinni.
Björn sagði að tryggingar í fiskeldi
væru fyrst og fremst miðaðar við að
verja banka fyrir áfóllum. Ef fiskur-
inn dræpist nægði tryggingin til að
greiða bankanum rekstrarlán. Fisk-
eldistöðin sæti hins vegar uppi með
tjón vegna tapaðra tekna.
Verðmæti þess fisk sem er í stöð-
inni nú er nálægt 60 milljónir króna,
að sögn Björns. Heildarverðmæti
fjárfestingarinnar í stöðinni er hins
vegar um 310 milljónir. Þar af voru
um 60 milljónir greiddar með hluta-
fé. Skuldir stöðvarinnar em því ná-
lægt 200 milljónum þegar hlutafé og
verðmæti fisksins hefur verið dregið
frá.
Bjöm sagði ljóst að stöðin stæði
ekki undir þessu ef starfsemi hennar
kæmist ekki í fullan gang. En til þess
vantar 30 milljónir eins og áður
sagði.
Hluthafar í Silfurstjörnunni erut
Fiskeldisþjónustan, hópur heima-
manna, Byggðastofnun og landeig-
endur. Meðal hluthafa er Stefán Val-
geirsson þingmaður og fjölskylda
hans en hún á um 11 prósent í stöð-
inni. Valur Stefánsson, sonur þing-
mannsins, hefur sagt upp starfi sínu
við stöðina.
-gse
VtRÐ F
BlU FRÁHEKLU BORCAR SIG
Laugavegf 170;i74 Stmi 695500
i. ájBm