Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Side 9
MÁNUÐAGÚR 16. ',JÚLÍ 1990.
Nicholas Ridley, fyrrum viöskipta- og iðnaðarráðherra Bretlands, ásamt eiginkonu sinni, Judy. Ridley sagði af sér
um helgina. Símamynd Reuter
Bretland:
3
9
Útlönd
Tékkar fara
frá Kúbu
Um þrjátíu tékkneskir borgarar,
flestír konur og börn, fóru í kyrr-
þey frá Kúbu í gær en mikil spenna
ríkir nú milli yfirvalda í Tékkósló-
vakíu og Kúbu vegna tólf kúb-
anskra flóttamanna sem leitað hafa
hælis í tékkneska sendiráðinu í
Havana á Kúbu.
Brottflutningur Tékkanna var
varúðarráðstöfun af hálfu sendi-
ráðsins í kjölfar þess að fimm
Kúbumenn, sem krefjast þess að fá
að fara úr landi, ruddust inn á
heimili tékknesks sendifulltrúa á
fimmtudaginn.
Tékkar hafa neitað að veita
Kúbumönnunum fimm á heimili
sendifulltrúans skjól og segja að
þeir lítí ekki á þá sem raunverulega
flóttamenn. Castro Kúbuforseti
hefur gagnrýnt tékknesk yfirvöld
fyrir að skjóta skjólshúsi yfir tólf-
menningana í sendiráðinu.
Yfirvöld á Kúbu hafa beðið
spænsk yfirvöld afsökunar á því
að öryggislögregla skuii hafa fylgt
á eftir flóttamanni inn í sendiráð
Spánar í Havana á föstudaginn og
dregið hann út. Spænska stjórnin
hafði mótmælt atburðinum og farið
fram á tryggingu fyrir því að ekki
yrði gripið til neinna ráöstafana
gegn hinum handtekna. Þrír Kúbu-
menn hafast nú við í spænska
sendiráöinu.
Einkennisklæddir lögreglumenn
voru í gær á verði umhverfis erlend
sendiráð í Havana.
Reuter
Thatcher stóð
í strönqu
Margaret Thatcher, breski forsæt-
isráðherrann, stóð í ströngu um
helgina. Fyrst vegna umdeildra um-
mæla eins fyrrum ráðherra hennar
í garð þýsku þjóðarinnar og svo
vegna nýrra upplýsinga um afstöðu
stjómar hennar til Þjóðverja. í gær
birtí breska blaöið The Independent
minnisblað frá embættísmannafundi
stjómarinnar frá því í mars síðast-
hðnum þar sem persónueinkennum
Þjóðverja er lýst. í minnisblaðinu er
Þjóðveijum lýst sem „ágengum,
frekum, eigingjömum en viðkvæm-
um“ og þeir sagðir þjást af „minni-
máttarkennd". Minnisblaðið klykkir
út með því að segja að Bretar eigi að
vera „Þjóðverjum góðir“. Douglas
Hurd utanríkisráðherra staðfesti
innihald minnisblaðsins í gær.
Birting blaðsins kemur aðeins sól-
arhring eftir afsögn Nicholasar Rid-
ley, viðskipta- og iðnaðarráðherra.
Ridley neyddist tíl að segja af sér um
helgina vegna ummæla sem hann lét
falla í viðtali við tímarit um Þjóð-
verja, Evrópubandalagið og Frakka.
Við embætti hans tók Peter Lilley.
í viðtali við breska tímaritíð
Spectator sakar Ridley Þjóðverja um
að vilja leggja Evrópu undir sig.
Hann hkir embættismönnum Evr-
ópubandalagsins við Adolf Hitler og
segir Frakka vera hlýðna kjöltu-
rakka á eftir Þjóðverjum. Viðtahð
olli miklum deilum, ekki einungis í
Bretlandi heldur einnig handan
Ermarsunds, og varð til þess að
margir hvöttu hann til að segja af
sér. Hann lét undan, að þvi er marg-
ir telja, eftir þrýsting frá Thatcher.
Fréttaskýrendur telja að alvarleg-
ustu áhrif þessa viðtals kunni að
vera þau að almenningur telji um-
mæh hans endurspegla skoðanir og
afstöðu breska forsætisráðherrans.
Thatcher hefur lýst því yfir að svo
sé ekki, þau endurspegh hvorki
hennar afstöðu né stjómar hennar.
Hurd tók í sama streng í gær og vís-
aöi slíkum hugmyndum á bug.
The Independent segir minnisblað-
ið, sem dagblaðið birti í gær, vera
skrifað af Charles Powell, ráðgjafa
Thatchers í utanríkismálum. Það ku
vera frá fundi þar sem forsætisráð-
herranum var skýrt frá við hverju
mætti búast af sameinuðu Þýska-
landi. Hurd reyndi að draga úr áhrif-
um þessa minnisblaðs í gær og sagði
niðurstöðu fyrmefnds fundar hafa
verið þá að það væri „fráleitt... að
það væm yfirgnæfandi hkur á að það
væri fráleitt að halda að við þyrftum
að horfast í augu viö annan Hitler“.
Breska stjómarandstaðan var fljót
að grípa tækifærið og gagnrýna
stjóm Thatchers. Paddy Ashdown,
leiðtogi- Frjálslyndra demókrata,
sagði forsætisráðherrann ekki leng-
ur geta verið í forsvari fyrir hags-
muni Breta í Evrópu. Hurd mun
verða fyrstur breskra stjórnmála-
manna til að ræða við háttsetta evr-
ópska embættismenn eftir allt íjaðra-
fokið í Bretlandi síöustu daga. Hann
mun sitja fund embættismanna Evr-
ópubandalagsins í Bmssel í dag.
Reuter
Indland:
Stjórnarkreppa yfirvofandi
Forsætisráðherra Indlands, Pratap
Singh, sem nú á í valdabaráttu við
aðstoðarforsætisráðherrann, Devi
Lal, dró í gær til baka boð sitt um
að segja af sér en afsagnir annarra
ráðherra ógna stöðu stjómarinnar.
Það var á laugardaginn sem Singh
bauðst til að segja af sér. Þá höfðu
tveir ráðherrar hans sagt af sér
vegna þess að Devi Lal, sem er leið-
togi bænda, gerði elsta son sinn að
fylkisstjóra í Haryana án þess að
ráðfæra sig við aðra flokksleiðtoga.
Nú hafa tólf ráðherrar sagt af sér eða
boðist til að segja af sér vegna máls-
ins.
Chautala, elsti sonur Lal, lét af
embætti fylkisstjóra í Haryana fyrir
tæpum tveimur mánuðum eftir að
þrettán manns voru myrtir í baráttu
fyrir aukakosningar sem hann tók
þátt í. Singh hafði farið fram á afsögn
Chautala á meðan rannsókn á morð-
unum færi fram. Devil Lal setti son
sinn aftur í embætti á fimmtudaginn.
Kommúnistar og hægri menn, sem
styðja minnihlutastjórn Singhs í
helstu málum á þingi, voru fegnir er
forsætisráðherrann hætti við að
segja af sér. Talsmenn Kongress-
flokksins, flokks Rajivs Gandhis,
sem tapaði í kosningunum í nóvemb-
er síðastliðnum, sögðu hins vegar að
Singh hefði ekkert meint með boði
SÍnuumafSÖgn. Reuter
ilifjliii
1 ■' TiTlHrnufSíw/ f .•
— BMW 325i 4x4, sidrif, árgerð 1988.
ekinn aðeins 20 þús. km, 5 gíra, 5
dyra, útvarp/kasseHa, litur rauður,
skipti á dýrari bifreið, árgerð '89
koma til greina. Verð 450 þús.
ekinn 55 þús. km, 6 cylindra, 5 gíra,
álfelgur, rafmagn i rúðum og spegl-
um, útvarp/kassetta o.fl., iitur silfur,
metallic, bifreiðin er nýinnflutt til
landsins. Verð 1.750 þús. stgreitt.
(Ath. nýr ca 3 millj.)
MMC PAJERO, langur, bensín, ár-
gerð 1988, ekinn 41 þús. km, 5 gíra,
vökvastýri, brettakantar, breið
dekk, 31" white spoke felgur, út-
varp/kassetta, litur hvitur, skipti á
ódýrari Mitsubishi koma til greina.
DAIHATSU CHARADE TS, árgerð
1988, ekinn aðeins 24 þús. km, vel
útlitandi, útvarp/kassetta, litur
svartur, engin skipti, aðeins bein
r—-r — sala. Verö 520 þús.
■•0;; ..
' r. ;‘Wj
NISSAN PATHFINDER 3000 SE, ár-
gerð 1989, ekinn aðeins 16 þús. km,
sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp,
kassetta, álfelgur, topplúga, litur
silfur/vínrauður, stillanlegir demp-
arar, sportpakki o.fl., skipti á ódýr-
ari bifreið koma til greina. Verð
2.150 þús.
VÆNTANLEGIR KAUPENDUR, ATH.
Gifurlegt úrval nýlegra bíla er á söluskrá. Ýmiss konar kjör og verð við
flestra hæfi. Bilar gegn staðgreiðslu. Bílar gegn skuldabréfum.
NISSAN SUNNY 1.5 SEDAN, árgerð
1988, ekinn 34 þús. km, 5 gira,
vökvastýri, útvarp/kassetta, samlitir
stuðarar, litur hvitur, skipti á ódýr-
ari bifreið koma til greina. Verð 710
þús.
BORGARBILASALAN
GREN&ÁSVEGI 11, SIMAR 83085 OG 83150 - SjEVARHÓFDA 2, SÍMI 674848
Thailandsferðir á Spánarverði
Við fljúgum með SAS og þið njótið frá-
bærrar þjónustu alla leið frá Keflavík
til Bangkok með millilendingu í Kaup-
mannahöfn.
Brottför alla laugardaga, 15
29 daga ferðir.
22 eða
Við höfum íslenskan fararstjóra í Thai-
landi í allan vetur.
Og verðið, já vegna hagstæðra samninga getum við boðið
Thailandsferðir nú í fyrsta sinn á Spánarverði.
15 dagar, flug og hótel frá kr. 88.900
22 dagar, flug og hótel frá kr. 99.700
Bókið snemma, takmarkaður sætafjöldi á þessu verði.
Hægt aö stansa í Kaupmannahöfn á heimleiöinni.
FLUCFERÐIR
S4f
=SGLRRFLUC
Vesturgötu 12, sirnar 620066 og 15331