Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990. 11 treal til Vestur-Indía með viðkomu í Haiifax, Bermuda, Trinidad, Barba- dos, Jamaica og Santa Domingo. „Þetta var alveg framúrskarandi rúta sem tók svona mánuð í einu. Við stoppuðum yfirleitt stutt í hverri höfn meðan verið var að ferma og afferma. Það kom þó fyrir að við átt- um langa viðdvöl á Trinidad því oft voru væringar miRi hafnarinnar og ríkisstjómarinnar og þá voru lönd- unarkranamir ekki notaðir. Það var alveg ljómandi að bíða upp undir tvær vikur útá og láta sér liða vel á meðan,“ segir Ásta og lætur sérstak- lega vel af vemnni suðurfrá. „Fólkið er einstaklega gott og vinalegt og ég eignaðist marga góða vini sem borð- uðu hjá mér um borð í skipinu. Ég kunni líka mjög vel við mig í Kanada en það er bara hryllingskuldi þar á veturna." Reyndar eignaðist Ásta svo góða vini þarna suðurfrá að íslendingar, sem komu þangað síðar, voru spurð- ir af innfæddum um hana Ástu frá íslandi. Á Berglindi var Ásta að kokka í þijú ár og síðasta árið var rúta Berg- lindar Hafnarfjörður-Norfold en þar sökk skipið eftir árekstur. Ásta var þá komin til Nesskipa og hefur verið þar í fóstu starfi sem skipskokkur. „Ég var í föstu starfi þar til í fyrra. Nú er ég bara í afleysingum því ég er orðin svo gömul,“ segir hún. Ásta er kannski gömul í árum talið, 66 ára, en hún er ung og hress í anda enda segir hún að meðan hún hafi áhugann að kanna nýjar slóðir láti hún aldurinn ekkert hefta sig. Farið í kringum hnöttinn Ásta fór nokkrar ferðir með Suð- urlandinu frá íslandi til Portúgals eða Spánar með saltfiskfarma. Akra- nesið, sem Ásta fór á síðar, sigldi með alls kyns jarðefni fyrir íslensk fyrirtæki svo sem Jámblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. Akranes- ið fór tíl dæmis umhverfis hnöttinn og var fjóra mánuði í feröinni. Farið var frá Reykjavík til Centa í Ma- rokko, þaðan til Port Said, suður Rauðahaf til Singapore. Þaðan var haldið til borganna Kawasaki og Nagasaki í Japan. Frá Japan til Mansjúríu og þaðan yfir Kyrrahafið. „Þegar skip eru í leigu vilja leigutak- amir oft ráða því hvaða leið er sigld. Við vorum svo óheppin að Japanarn- ir vildu að við sigldum norðarlega til Los Angeles í stað þess að fara beint til Hawaii en þá hefðum við fengið mun betra veður. Á leiðinni fengum við stanslausa brælu - ekkert mjög slæma en þó alveg nóg - í þrjár vikur á leið yfir Kyrrahafið," segir Ásta en viU lítið gera úr óþægindunum af veðrinu. „Mig hafði lengi langað að sigla í gegnum Panamaskurðinn sem við gerðum í þessari ferð. En því miður fómm við inn í ljósaskiptun- um og komum út í birtingu næsta morgun." Frá Panama var haldið tíl Baltímore í Bandaríkjunum og síðan til íslands. Þeir sem leggja fyrir sig siglingar um öll heimsins höf geta átt von á alls konar veðri. Þá þýðir lítið fyrir skipskokkinn að leggjast í sjóveiki þegar mannskapurinn vill sinn mat. „Ég hef aldrei fundið fyrir sjóveiki enda líður mér miklu betur á sjó en í landi," segir Ásta og bætir við að hún gæti ekki hugsað sér aö búa þar sem hún sæi ekki tíl sjávar og bend- ir á útsýnið yfír Sundin. „Það er kannski skrítið þegar hugsað er til þess að ég er fædd og uppalin lengst inni í landi - á Kirkjubæ á Rangar- völlum - og kom fyrst til sjávar fimmtán ára gömul þegar ég fluttíst til Reykjavíkur." Ásta segist vera hálfgerð flökku- kind í eðli sínu og heimþrá hafi aldr- ei hvarflað að henni þótt úthaldið hafi stundum verið langt. „Ég hefði sest að í Vestur-Indíum ef ég hefði ekki átt bömin. Það yrði mér svo dýrt að fara á milli að það væri ekki vinnandi vegur að standa í því. Það er bara verst að héðan af endist mér sennilega ekki aldur til að fara til allra þeirra staða sem mig langar að heimsækja," segir Ásta Thorarensen en hún lét áratugagamlan draum um ljarlæg lönd rætast og bíður þess að komast á sjóinn aftur. -jj Reykjavík fyrr og nú Mundu þá að þú er landið Að þessu sinni er gamla myndin tekin af Amarhólnum vestur yfir nyrsta hluta Kvosarinnar. Hér þarf ekki að lesa í mannvirld til aö ákvarða aldur gömlu mynd- arinnar. Hún var tekin þann 18. apríl árið 1942 og sýnir meðal ann- ars bandaríska herflutningaskipið S.S. Borinqueen þar sem það liggur í höfninni við miðbakkann. Ljósmyndir Skafta Guðjónssonar Sá sem myndina tók og tímasetti svona nákvæmlega var Skafti Guð- jónsson bókbindari en hann tók fjölda ljósmynda i Reykjavík á ár- unum 1921-1953. Flestar myndir Skafta bera vott þeirri viðleitni hans að lýsa at- burðum fremur en umhverfi en Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson engu að síður era margar þeirra ómetanlegar og skemmtilegar heimildir um hvort tveggja, um- hverfið og mannlífið í Reykjavík á þessum árum. Þá er frágangur myndanna ein- stakur og eykur mjög gildi þeirra en Skafti raðaði myndum sínum í albúm eftír nákvæmri tímaröð og samdi stuttan myndatexta við flest- ar þeirra. Það er skemmtileg staðreynd og jafnvel spaugileg, - svona eftir á að hyggja, - að á stríðsárunum, þegar ljósmyndun utan dyra var stranglega bönnuð, var Skafti upp á sitt besta sem ljósmyndari. Ein- hverra hluta vegna komst hann upp með að taka fjölda ljósmynda á hemámsáranum án nokkurs til- lits til þeirra hernaðarlegu upplýs- inga sem myndirnar kynnu að geyma. Hann stilltí jafnvel upp skælbrosandi herlögreglumönnum og smelltí af þeim mynd eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þá var Skafti áhugasamur um skip og skipakomur en af þeim sök- um tók hann myndir af flestum herskipum og herflutningaskipum sem stöldraðu við á ytri höfninni. í myndatexta greindi hann síðan samviskusamlega frá dagsetningu myndatökunnar, heití skipsins og jafnvel erindagjörðum þess. Skaftí var Mýramaður, fæddur í Laxárholti árið 1902, en á unghngs- árunum flutti hann tíl Reykjavíkur með foreldrum sínu. Hann starfaði meðal annars í Prentsmiðju Ágúst- ar Sigurðssonar og síðar lengst af á Landsbókasafninu, auk þess sem hann vísaði til sætis í Nýja Bíói um árabil. Skaftí lést árið 1971. Bróður- sonur Skafta er Guðjón Friðriks- son, sagnfræðingur Reykjavíkur- borgar og einn af ritstjórum Sögu Reykjavíkur sem nú er í burðar- hðnum. Nordalsíshús Húsin, sem við blasa á gömlu myndinni, næst Ama'rhólnum, heyra nú sögunni til. Flest þeirra vora rifin fyrir um það bil tuttugu árum og er vel þess virði að fjalla ítarlega um þau hvert fyrir sig við betra tækifæri. Ljósa húsið með skáþakinu til hægri á myndinni var hins vegar rifið aðeins örfáum árum eftir að gamla myndin var tekin. Það er Nordalsíshús, reist árið 1894 af ís- félaginu við Faxafóa sem stofnað DV-mynd Gunnar V. Andrésson var sama ár. Tryggvi Gunnarsson var einn helstí hvatamaður að stofnun fyrir- tækisins sem hér var ætlað að frysta matvæh og síld til beitu. Með stofnun þess og starfsemi urðu gagnmerkar framfarir í geymslu matvæla hér á landi. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins var Jóhannes Nordal, afi seðlabanka- stjórans, en Jóhannes hafði kynnt sér frystíngu matvæla vestan hafs. í Nordalsíshúsi var fyrsta kjöt- verslunin í Reykjavík en þar fór fram sauðaslátrun á hveiju haustí um árabil. Litla fagra, ljúfa vina,... Ljósmynd, sem tekin er á stríðs- árunum ofan af Amarhóh, minnir á íslenzkt ástaljóö Vilhjálms frá Skáholtí sem sungið er við gullfal- legt lag Sigfúsar Halldórssonar. Sagan segir að Vilhjálmur hafi einu sinni sem oftar verið að þvæl- ast á Hólnum, sennilega við skál, og þá mætt þar ungri stúlku, sem hann var málkunnugur, með her- mann upp á arminn. Þetta atvik á að vera tilefni kvæðisins sem auð- vitað var ort á staðnum. Hvort sem sagan er sönn eða log- in skýrir hún ágætlega hina mildu áminningu skáldsins í síðasta er- indinu: Litla fagra, ljúfa vina, lífið fer að kalla á þig, mundu þá að þú ert landið og þá hefurðu elskað mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.