Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
13
Uppáhaldsmatur
Elnar Vllhjálmsson við ofninn I eldhúslnu helma í Reykjavík þar sem lambatærið er grillað. Einar gelur les-
endum DV mynd af því í dag hvernig mataræöi íþróttamanna á heimsmælikvarða er hagað.
DV-mynd JAK
Lambalæri að
hætti mömmu
„Uppáhaldsmaturinn minn er nú
ekki meö neinu listakryddi. Ann-
ars er veikleikinn hjá mér
barbecue-rifbein sem ég freistast
stundura tiJ aö kaupa úti í Texas.
Þau eru rosalega góö. íslenski mat-
urinn finnst mér þó bestur. Steikt
ýsa eöa lambakjöt," segir Einar
Vilhjálmsson spjótkastari. Hann
býr í Texas þar sem hann stundar
nám í háskóla og æfir íþróttagrein
sína. Fjölskylda hans dvelst heima
á íslandi í sumar. „Við erum bara
þrjú í heimili,“ segir Einar. Hann
er kvæntur Halldóru Dröfn Sigurö-
ardóttir og eiga þau 5 ára gamla
dóttur sem heitir Gerður Rún.
Grillaðlðeri
með ýmsu meðlæti
„Efst í huga mér núna er íslenskt
lambalæri að hætti mömrau bless-
aörar - ég myndi panta mér það
hvar sem ég væri í heiminum í
dag. Kjööð er griliað og með því
er höfð brún sósa, rauðkál, brúnað-
ar kartöfiur, hrásalat og grænar
baunir.
Þetta er ekki flókið. Lambakjötið
er saltað og piprað. Síðan er heilu
lærinu stungið í oíhinn og það haft
á tæplega 200 gráðu hita í eina
klukkustund. Hitinn fer að vísu
dálítiö eftir því hvemig ofninn er.“
Morgunmaturinn er
stærsta máltíðin
„Annars er ég svo mikill mat-
maður. Ég borða eiginlega allt.
Fæðunni, á meðan þjálfun stendur,
reyni ég að haga þannig að hún
innihaldi um 70 prósent kolvetni,
15-20 prósent prótein og 15-20 pró-
sentfitu.
Stærsta máltíðin hjá mér er oftast
morgunmaturinn. Brauð ásamt
eggjaköku meö fitusnauðri skinku
og osti, appelsínusafa, einu til
tveimur miólkurglösum og katfi á
eftir. Á áiagstímabilum, fyrir próf-
tímann, drekk ég líka ginsengte.
Þaö hefúr reynst vel þegar maður
er undir andlegu álagi í 10-12 tíma
á dag.
Hádegismáltíðin er oft hrein og
klár næringarfæða - hálfgerður
grautur sem er hrærður út með
vökva og duftefnum. Þetta er fljót-
legt og kemur sér vel á haustin
þegar ég hef ekki tíma til aö fara
heim í hádeginu í skólanum í Tex-
as.
Aðalmáltíðina borðum við um
sexleytið á kvöldin - kaloriurík-
ustu fæðu dagsins. Við borðum oft
kjúkling og töluvert mikið af
nautakjöti - við búum í Texas og
því miður er erfitt að ná í lamba-
kjöL Fiskinn sem þarna er á boð-
stólum höfum viö verið hálftreg við
aö kaupa. En viö fáum okkur gjam-
an mexíkanskan mat með hakki,
baunum, tómötum, lauk og sterkri
sósu. Hrísgrjón, korn og mikið af
bökuöum kartöflum og grænmeti
er líka vinsælt hjá okkur, enda er
hagstætt að kaupa slíkt.
Yfir seinni fréttunum á kvöldin
hef ég síðan átt-þaö til að raöa í
mig appelsínum. Þær fylla mag-
ann,“ sagði Einar Vilhjálmsson
íþróttamaður.
-ÓTT
Þeir sem hafa áhuga á að gerast
meðlimir í Félagi íslenskra förðun-
arfræðinga vinsamlegast hafi sam-
band í símum: 13074 (Kristín) -
33077 (Svanhvít) - 33438 (Sigga
Rósa).
Inntökuskilyrði er að hafa verið við
nám í förðun erlendis frá 6 vikum
upp í 9 mánuði eða lengur.
'örðunarfraömga þejr sem hafa áhuga á að hafa
samband við félagið í sambandi við einstaklings-
og/eða hópverkefni hafi samband í sömu símanúmer.
Laus staða
Dósentsstaða i stjarnvísindum við eðlisfræðiskor raunvísindadeild-
ar Háskóla islands er laus til umsóknar. Dósentinum er ætiað að
stunda rannsóknir í stjarnvísindum, hafa forystu um kennslu í
þeim við deildina og stuðla að aukinni þekkingu á þessari vísinda-
grein í landinu. Ennfremur þarf umsækjandi að geta tekið að sér
almenna kennslu í eðlisfræði. Óskað er eftir greinargerð um rann-
sóknir sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja-
vík, fyrir 20. ágúst 1990.
Menntamálaráðuneytið,
19. júlí 1990
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVIK • SIMI 91-621490 •
AMSTERDAM UM
VERSLUNARMANNAHELGINA
Broftför 2. ágúsf og 3. ágúst - 3 eöa 4 nœtur.
Veró pr. mann í fvíbýli frá 31.890,- Innifalió flug,
gisting og morgunveróur.
TONLEIKAR: * FLEETW00D MAC * JETHR0
THULL * DARYL HALL 0G J0HN 0ATS
Frábær uppákoma 1. september á Wembley
■ London. Brottför 30. og 31. ágúst, 3 eða
4 nætur. Fararstjóri: Ásgeir Tómasson.
Veró pr. mann í tvíbýli fró 42.500,- Innifalió flug,
gisting, morgunveróur, flutningur til og frá flug-
velli aó hóteli og á Wembley og aógöngumió-
ar á tónleikana.
* TAKMARKAÐ SÆTAFRAM BOÐ *
BENID0RM 26. JÚLÍ 0G 2. ÁGÚST .'Ein'tvœr-
'prjár vikur. Veró frá 32.250,- pr. mann +
'Örfá sœti laus*
+ Veró mióaó vió hjón
meó 2 börn, 2ja til 11 ára.
FLUG 0G BÍLL TIL KAU PMAN NAHAFNAR, AMST-
ERDAM, LUXEMBORGAR, LONDON, GLASGOW,
NEW YORK.
ATHUGAÐU VERÐIÐ HJÁ OKKUR.
Sjáumst
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKURsF
AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVIK • SIMI 91-621490 •
FARKORT
Sími 621490