Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
Guðmundur Bogason og Kristján Jónsson tilbúnir í slaginn en i gær
héldu þeir til Noregs þar sem verkefni þeirra verður að hanna bardaga-
atriði í nýjustu kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. DV-mynd GVA
Fara til
Noregs að
búa til
bardaga
„Við pössum upp á að enginn
meiöi sig í bardaganum og kennum
leikurunum að slá hver annan,
detta og fleira,“ sögðu þeir Guð-
mundur Bogason lögreglumaður
og Kristján Jónsson, starfsmaður
Olíufélagsins, í samtali við DV.
Þeir félagar héldu til Noregs í gær
þar sem þeir munu taka þátt í gerð
nýjustu kvikmyndar Hrafns Gunn-
laugssonar, Hvíta víkingsins, sem
nú stendur yfir. Þeir munu hanna
öll bardagaatriðin í myndinni og
þjálfa leikara til að slást þannig að
engin meiðsl hljótist af.
„Jú, þetta er í rauninni stór-
hættulegt því við upptökur er kom-
ið á alvöru bardaga,“ sögðu þeir
aðspurðir hvort þetta væri ekkert
mál fyrir leikarana. „En okkur
gefst góður tími til að æfa leikarana
og gera þá klára í bardagann. Við
tökum sjálfir að okkur erfiðari at-
riði ef því verður við komið."
Þetta er svo sem ekki í fyrsta
skipti sem þeir Guðmundur og
Kristján taka að sér verkefni af
þessu tagi.
„Við höfum æft bardagalist,
„kimewasa", í mörg ár. Fyrir
nokkrum árum kom Hrafn Gunn-
laugsson á æfingu til okkar og bað
okkur um að aðstoða sig. Það varð
úr og höfum við samið bardagaat-
riði í tveimur myr.da hans, Hrafn-
inn flýgur og í skugga hrafnsins.
Einnig í myndinni Foxtrott þar sem
að vísu voru ekki notuð nein vopn.
Það hefur verið mjög skemmtilegt
aö taka þátt í þessu og gaman að
kynnast skapandi vinnu sem kvik-
myndagerð er,“ sögðu þeir vígaleg-
ir, tilbúnir í slaginn úti í Noregi.
-RóG.
Gœðanna vegna!
Þúvlltlíka
góðaávöxtun
1990!
KJARABRÉF eru lausnin.
KJARABRÉF - 5 ára örugg reynsla.
* KJARABRÉF-19% ársávöxtun.
* KJARABRÉF- 8,1% raunávöxtun.
* Miðað við 6 fyrstu mánuði þessa árs.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF
- LöggUt verðbréfafyrirtæki -
HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI11100
/
4