Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Side 26
38 LAUGARDAGUR 21. JÚLí 1990. Lífsstm n>v Danmörk: Á strönd í Blokhus Hvítur sandur, melgresishólar, hreinn sjór, sumarhús og feröamenn svo þúsundum skiptir og það í Dan- mörku. Hvaö í ósköpunum ætlar þú að gera? Ætlar þú að fara á strönd í Danmörku? Eru einhveijar strendur þar? var ég þrásinnis spurð áöur en ég hélt til Danmerkur. Já, það eru margar ágætisstrendur þar, var svarað, aumlega. Hvert sagðirðu aft- ur aö þú ætlaðir? Ég ætla til Blok- hus, það er rétt hjá Alaborg. Er eitt- hvað hægt að gera þar? var næsta spuming. Og svarið við þeirri spum- ingu er harla einfalt, það þarf engum að leiðast í Blokhus. Blokhus er vinsæll sumarleyfls- staður í Danmörku, einn sá vinsæl- asti. Þangað streyma Danir, Færey- ingar, Þjóðverjar og slangur af Bret- um. Flestir sem staðinn sækja eru fjölskyldufólk enda hefur hann kannski mun meira að bjóða slíku fólki en einstaklingum. Ströndin er einstaklega falleg og þar er svo sem alltaf hægt að finna sér nóg til dundurs. Sólaruppkoman er falleg niðri á strönd, þá era fáir á ferh og ósköp indælt að taka sér mátulega langan göngutúr eftir ströndinni. A heitum dögum er gott að baka sig í sandlaut í melgresishólunum og þegar hitinn verður yfirþyrmandi er hægt að fá sér bað í sjónum. Á kvöldin, þegar um hægist og flestir era famir til síns heima, fær ströndin eyðilegra yfirbragð. Þá mæta göngugarpar gjarnan niður á strönd til að fá sér kvöldgöngu, aðrir koma og fá sér hjólatúr, nú og sumir leigja sér hesta og fara í reiðtúr. Strendur Danmerkur hafa þann kost umfram margar aðrar að þar er nóg pláss. Þær eru aldrei mjög þéttsetnar, enda teygist strandlengj- an marga tugi kílómetra til beggja átta. Ströndin hefur ekki þennan iðn- aðarferðamannabrag sem svo marg- ar aðrar strendur Evrópu hafa, eink- anlega þær sem eru sunnar í álf- unni. Svo má ekki gleyma því að strendur Danmerkur hafa einn kost umfram aðrar strendur, þær eru tandurhreinar, þær hreinustu í allri Evrópu. Börninvelkomin Það er gott að vera með börn í Danmörku. Blokhus er þar enginn undantekning, bömin eru velkomin nær alls staðar. Mikið hefur verið Veðrið í útlöndum HITASTIG I GRÁÐUM -10 ©óa leagra OHI-6 1 «I5 S:i:í 6 lll 10 11 11115 1G1II20 m.lra I CHelsinki 16 StoKkHólmur 16° ihöfn 25' Berlín 20' Londoi rís 28 Feneyjai Msrðrid 34 Mallorca 29 Winnipeg 13' Montreal 18 Léttskýji Chicago 21 Alskýjal Los Angeles 20 ^B^gg^^eOuriréttunWeÖuretofiHslandsJtLl^áJháclegLffctuGbg pv,./ Reykjavfk 11° Bergen t Þórshöfn13° q V. rp Osló jj3° Glasgow j a— mj New York 27° Atlanta 22° MOrlando 26° DV JRJ Rigning V Skúrir Snjókoma Þrumuvefiur = Þoka í skjóli í sandlaut er upplagt að byggja sandkastala. gert að því að byggja upp góð leik- svæði þar. sem allir fiölskyldumeð- hmir finna eitthvað við sitt hæfi. Blokhus er lítið þorp og íbúar þess byggja nær allir afkomu sína á þjón- ustu við ferðamenn. Þar eru sumar- húsaþyrpingar, íbúðahótel, tvær verslunargötur sem mynda kjarna þorpsins, enda veitingahúsin, krárn- ar, mínigolfvöhurinn, matvöruversl- unin, minjagripaverslanir og ahar þjónustustofnanir þorpsins við þess- ar tvær götur. í næsta nágrenni Blokhus, í Fárup, er Sumarlandið og Vatnalandið - tveir garðar þar sem allt mögulegt og ómögulegt er hægt að taka sér fyrir hendur. Það er ekki svo vitlaus hugmynd að leigja sér hjól ef maöur er staddur í Blokhus og hjóla yfir í garðinn. Það er einungis nokkurra kílómetra leið sem hggur eftir falleg- um skógarstígum. Aðgangseyrir að garðinum er 55 krónur danskar, 550 krónur íslenskar, fyrir alla þá sem orðnir era þriggja ára og eldri, hins vegar kostar ekkert í leiktækin. í Vatnalandinu eru frábærar vatns- rennibrautir, sundlaugar, gerv- istrendur og barnalaug. Svo er hægt að sigla á hraðbát, fara út á vatn að róa eða á hjólabát og svo framvegis. 1 Sumarlandinu eru margs konar leiktæki, hægt að fara í mínigolf, keilu, leigja litla bíla ásamt ýmsu öðru. Það væri hægt að eyða mörgum dögum í þessum skemmtilega garði án þess að láta sér leiðast eitt augna- blik. Þegar fólk er farið að mæðast af leik er hægt að bregða sér á eitthvert veitingahúsanna í garðinum eða ef fólk hefur verið svo forsjált að koma með eigið nesti þá eru góð afdrep fyrir það í skuggsælum lundum. StutttilÁlaborgar Álaborg er höfuðstaöur Norður- Jótlands og stendur viö Limaflörð- inn. Það er rúmlega hálfrar stundar akstur frá Blokhus til Álaborgar á einkabíl en ef farið er með rútu tekur ferðin um klukkstund. í Álaborg er meðal annars að finna DV-myndir J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.