Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Síða 5
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. 5 Fréttir Húsnæðisnefnd Hafnarflarðar: Forseti bæjar- stjórnar ráð- inn í stöðuna - mikil óánægj a 1 nefndinni „Ég mótmæli því, fyrir hönd Verkamannafélagsins Hlífar, að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði láti sín deilumál ná inn í nefndir og gera þær hálfóstarfhæfar," sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar og fulltrúi verkalýðsfélag- anna í húsnæðisnefnd Hafnarfjarð- ar. Miklar deilur hafa verið innan húsnæðisnefndarinnar um ráðn- ingu framkvæmdastjóra. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjóm- ar Hafnarfjarðar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nefndarinnar. Það eru bæjarstjómir sem ráða starfsfólk í húsnæðisnefndir. Þrír fulltrúar í nefndinni mæltu með að Jóna Ósk yrði ráðin, tveir vildu ráða annan umsækjanda. Fulltrúar verkalýðsfélaganna í Hafnarfírði tóku ekki þátt í tillögugerð um ráðningar starfsmanna. í bókun, sem fulltrúar verkalýðs- félaganna létu frá sér, segir: „En eins og málum er nú komið munum við ekki taka þátt í tillögugerð um starfsfólk húsnæðisnefndar þar sem við teljum vinnubrögðin for- kastanleg. Við getum ekki og mun- um ekki taka þátt í því að láta flokkspólitísk sjónarmið ráða gerð- um manna, fram yfir faglegt mat á hæfni þeirra fjölmörgu sem sóttu um þetta ábyrgðarmikla og krefj- andi starf.“ Grétar Þorleifsson, formaður nefndarinnar og fulltrúi verkalýðs- félaganna, studdi ekki Jónu Ósk en hann er krati og hefur verið virkur í starfi fyrir flokkinn. „Það er helmingur Hafnfirðinga kratar. Það er ekkert óeðlilegt þó kratar séu ekki alltaf sammála um alla hluti,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri. Guðmundur Árni sagði aö þrír fulltrúar í stjórn húsnæðisnefndar hefðu stutt Jónu Ósk, tveir hefðu stutt annan umsækjanda og tveir hefðu ekki tekið þátt í vali á um- sækjendum. Jóna Ósk fékk at- kvæði meirihluta bæjarstjórnar, það er atkvæði kratanna í bæjar- stjórninni. Alþýðuflokkur á tvo fulltrúa í nefndinni. Alþýðubandalag á einn, Sjálfstæðisflokkur einn, fuUtrúar- áð verkalýösfélaganna í Hafnar- firði á tvo fulltrúa og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja einn. -sme Salernin í Austurbæjarskólanum komust í fréttir í fyrra þar sem ástand þeirra þótti afar bágborið. Þóttu salernin heilsuspillandi og nánast hættuleg börnunum. Nú horfir hins vegar til betri vegar þar sem gagngerum endur- bótum á salernisaðstöðu skólans er að Ijúka. DV-mynd Hanna Múlagöngin malbikuð: Umferð í byrjun desember Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi: Framkvæmdum við Múlagöng miðar vel. Gerð drenlagna er lokið og búið er að koma vatnsklæðningu í loft og veggi. Um tíma töfðu miklar vatns- æðar fyrir verkinu og úr göngunum renna fram 150 sekúndulítrar. Framkvæmdir við vegagerðina báðum megin eru vel á veg komnar. Næsta stóra verkefni verður malbik- un vegarins í göngunum sjálfum og verður byrjað að malbika fyrstu dag- ana í október ef veöur leyfir. Lagt verður 12 sentímetra þykkt slitlag. Þegar því lýkur þarf að koma fyrir rennu fyrir rafmagnskapal. Hurðirn- ar fyrir gangamunnana koma frá útlöndum. Bjöm Harðarson staðarverkfræð- ingur spáir því að umferð verði hleypt á göngin í byrjun desember en auðvitað getur veðrið sett strik í reikninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.